2.8.2020 | 11:43
Ekkert að óttast segir sóttvarnarlæknir.
Smitið lítt útbreitt og við erum að ná tökum á ástandinu.
Í mér er uggur segir Kári og vill hertar aðgerðir, meðal annars að reynt sé að stemma stigu við innflutningi á nýsmiti við landamærin.
Hvor skyldi nú hafa rétt fyrir sér??
Kveðja að austan.
13 ný smit innanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 385
- Sl. sólarhring: 717
- Sl. viku: 5969
- Frá upphafi: 1399908
Annað
- Innlit í dag: 345
- Innlit sl. viku: 5109
- Gestir í dag: 335
- IP-tölur í dag: 333
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það líður að því að landið verði sett á "hááhættu" listann. Hroki þríeykisins og stjórnvalda kom okkur snarlega í þá stöðu með "slaka og herða og slaka" aðferðafræði Þórólfs.
Þá verður þetta eins og í vetur.
Dýrt er þjóðinni að þríeykið þjóni fremur sérhagsmunum ráðherra, en almannahagsmunum.
Betur hefði verið farið eftir ráðleggingum Gylfa Zoega og Kára Stefánssonar, en frekju Guðlaugs Þórs og formannsins sem varð allur "reiður innan í sér" þegar önnur lönd lokuðu sínum landamærum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 12:07
Blessaður Símon Pétur.
Það er hætt við því ef bönd nást ekki á veiruna næstu daga, en svo kemur bara næsta smit, og svo næsta, hringekjan endalausa heldur áfram, og einn daginn má enginn ferðast til landsins.
Við megum kannski ekki heldur gleyma að innlendar sóttvarnir fóru að virka þegar lokað var á smit erlendis frá, en þá er gott að hafa í huga að sú lokun var eiginlega afleiðing, fólk var hætt að ferðast því hvert landið á fætur öðru lokaði landamærum sínum.
En fram að því taldist innflutningurinn bara allt í lagi, svo ég vitni í eina nauðvörn Þórólfs, "það er ekki bara hægt að banna fólki að ferðast".
Eftirá man hann ekki eftir þessari nauðvörn sinni, aðeins stoltur af þeim árangri sem hann náði, og þakkar lokun landamæra.
Verst að hann skuli vera búinn að gleyma því aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.8.2020 kl. 12:14
Sóttólfur man ekkert, man ekki einu sinni hvort hann er núna "að slaka" eða "að herða" ... man það eitt að hann ætlar að hleypa veirunni inn í landið í "slökum" skömmtum.
Og þetta eiga að heita launaðir "public servants"
en þjóna nautheimskum og forhertum sérhagsmunaseggjum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 12:25
Undirrituð sér nú ekki að það þýði ferðabann þótt fólki sé gert að sæta sóttkví í nokkra daga vilji það ferðast á annað borð.
Önnur eins leiðindi er ferðafólki boðið uppá á flugvöllum heimsins í dag, gegnumlýsingar (eigin og farangurs) fækkun klæða og líkamsþukl, sem allt kostar þó nokkra óskemmtilega aukatíma á ferðalaginu. Allt vegna hugsanlegra hryðjuverka - eins og þessi veirufjári sé ekki enn líklegri þessa dagana.
Kolbrún Hilmars, 2.8.2020 kl. 12:34
Kolbrún, sá talnaglöggi maður, Marinó Njálsson, hefur bent á þá staðreynd að t.d. Noregur skilgreini hááhættusvæði sem svæði þar sem eru meira en 20 smit per 100.000.
Þetta er einfalt reikningsdæmi.
Á morgun er næsta víst að t.d.Noregur loki á okkur. Nema Noregur virði eigin viðmið að engu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 12:44
Já það er víst svo Símon Pétur.
Hárrétt Kolbrún, og við Símon ítrekum það reglulega að það sem við eigum við með lokun landsins, er að fólki sé ekki hleypt inn nema það fari í sóttkví við komuna.
Einföld regla sem milljóna, tugmilljóna og jafnvel hundruð milljóna þjóðir viðhalda til að reyna stemma stigu við innanlandssmiti.
Og ekki megum við gleyma að fyrir ekki margt svo löngu þá tóku ferðalög tíma, og samt var ferðast.
Og sóttkví var alltaf reglan ef grunur lék á smitsjúkdómum.
Þá vissu menn í raun á eigin skinni hvað fólst í dauðans alvöru, hvort sem það var vegna styrjaldarátaka, farsótta, og jafnvel hungurs ef uppskera brást.
Það er ótrúlegt að það skuli vera ágreiningur um þá frumskyldu stjórnvalda að vernda líf og heilsu þjóðar sinnar gagnvart bráðsmitandi farsótt sem er bein ógn við um þriðjung þjóðarinnar.
Sá ágreiningur er i raun hryðjuverk, mun skæðara en allir ismar til samans hafa soðið handa saklausu fólki víða um heim.
Og þau hryðjuverk þarf að stöðva.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.8.2020 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.