31.7.2020 | 16:16
Að kunna ekki að skammst sín.
Er skiljanlegt fyrir mann sem er nýheiðraður fyrir framgöngu sína.
Fálkaorða fyrir dánarhlutfall uppá 30 per milljón íbúa, er alveg ágætt, gæti alveg verið verra, en hve margar orður hefði kollegi sóttvarnarlæknis í Færeyjum fengið úr hendi Guðna forseta svona í ljósi þess að hlutfall hans er 0,0 per milljón íbúa.
Mismunurinn er fólk sem dó, en jú, þetta gat verið verra.
Og enginn efast um að eftir að veirunni var vísvitandi hleypt inní landið með góðfúslega leyfi sóttvarnaryfirvalda, að þá var snöfurmannlega brugðist við.
Sem og að veiran var líka hjálpleg, þróttur hennar til að smita þvarr með hækkandi sól.
En að ábyrgðarmaður seinni bylgjunnar, maðurinn sem gaf hægri öfgunum í ríkisstjórn Íslands blessun sína við að hleypa inn veirunni, skulu skammlaust komast upp með að tala um ákveðin vonbrigði er fyrir neðan allar hellur.
Eina sem getur útskýrt þennan fréttaflutning er vonin um ríkisstyrk svo Mogginn komist á ríkisjötunina líkt og hinir meðfærilegu blaðamenn Rúv.
Í raun á Mogginn aðeins eftir að blessa ICEsave samning Svavars, og þá er botn lágkúrunnar endanlega náð.
Og enginn kann að skammst sín, hvorki sóttvarnarlæknir, hægri öfgarnir eða fjölmiðlamennirnir sem virðast vera firrtir allri skynsemi og viti.
Nema jú að þeir láti sig dreyma um ótímabæran arf fallinna ættingja.
Enginn minnist á að sóttvarnayfirvöld vissu að skimun við landamæri væri í besta falli 80% örugg, eða að ótímabær opnun landamæra í Evrópu væri bein ávísun á að áður örugg lönd fengju næstu bylgju, örugg tölfræði fortíðar segði ekkert um nútíðina eða aukningu smita í náinni framtíð.
Enda er lok lok og læs það eina sem fréttist frá Evrópu síðustu dagana.
Líkt og öruggt er að það verður lokað á okkur innan ekki svo langs tíma, enda seinni bylgja hafinn, ekki með aumingjaveiru líkt og síðast, heldur bráðsmitandi sem fékk Kára til að fölna í viðtölum gærdagsins.
Og það eina sem orðuþeginn hefur að segja um afglöp sín og rangar ákvarðanir er að raunveruleikinn sé ákveðinn vonbrigði.
Eins og hann hafi aldrei heyrt minnst á að ef smitleiðir eru ekki rofnar, þá smita veirur, og veldisaukning smita þeirra er einföld stærðfræði ef smit hefur á annað borð sloppið inn fyrir landamærin.
Það skiptir ekki máli hve margir greinast í tíma, það skiptir máli hve margir sleppa og smita.
Eitthvað sem sérfræðingur á að vita.
Það kallast svo að bíta höfuð af skömminni að benda á almenning og segja að hann hafi ekki gætt að sér.
Almenningur var á móti innflutningnum á smiti, almenningur hefur skömm á hægri öfgunum sem berjast gegn sóttvörnum og bera ábyrgð á nýsmiti í löndum eins og Bandaríkjunum og Brasilíu.
Almenningur ætlast til að sóttvarnarlæknir verji hann gegn atlögum hins heimska hægris, en leggi ekki blessun sína yfir afglöp þess.
Þórólfur brást, og bendir á aðra.
Alla nema sjálfan sig.
Það dugði síðast.
En dugar það núna??
Þar er efinn.
Kveðja að austan.
Fjölgun smita ákveðin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 354
- Sl. sólarhring: 704
- Sl. viku: 5938
- Frá upphafi: 1399877
Annað
- Innlit í dag: 316
- Innlit sl. viku: 5080
- Gestir í dag: 308
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er margt spaklegt, skemmtilegt og áhugavert sem þú skrifar Ómar, en ég skil ekki alveg notkun þína á hugtakinu hægri öfgar í sambandi við þessa ríkisstjórn? Áttu ekki við vinstri öfga? Eða ertu að segja að Vinstri grænir sé orðinn hægriöfgaflokkur ásamt Framsókn og Sjálfstæðisflokki?
Ingólfur Sigurðsson, 31.7.2020 kl. 16:52
Blessaður Ingólfur.
Ætli þú sért ekki með kjarnann í fyrstu setningu þinni, það er eitt orð.
Margt af því sem ég segi er aðallega hugsað til að skemmta sjálfum mér, bæði orð, samhengi eða tengingar, það má vissulega vera að einhver sem slysast hérna inn í fyrsta skiptið taki allt alvarlega sem ég segi, en flestir átta sig samt á að taka ekki allt bókstaflega eins og það er skrifað, þér að segja þá veit ég alveg að það eru hvorki börn eða óvitar í ríkisstjórninni, en þau virka bara stundum þannig á mig.
Hægri öfgar segir þú og spyrð hvort ég sé að tala um svikarana við hin Helgu vé í VG, en það er bara fólk sem seldi sálu sína og situr upp með skurn sem óðum er að hverfa í tómið, innihaldslaust, tilgangslaust. Og í besta falli þá kann það að stafa orðið öfgar, en það veit allt um völd, það er orðið, merkingu þess og fallbeygingu.
Frú Sigríður vakti þessi hugrenningartengsl, og að sjálfsögðu er ég í raðböggun á ákveðnum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.7.2020 kl. 19:26
Þórólfur Guðnason segir núna ábúðarfullur að til skoðunar sé að allir búsettir hér á landi verði að sæta heimkomusmitgátt.
Mér er ómögulegt að skilja þetta öðru vísi en nú fyrst viðurkenni Þórólfur, beint eða óbeint, að Pólverjar, Eistlendingar, Lettar, Litháar, Rúmenar og aðrir erlendir verkamenn sem búa hér á landi skuli núna fyrst sæta sömu kvöðum og aðrir sem búa hér á landi, sem sagt sömu kvöðum og frumbyggjar landsins, Íslendingar.
Það vita svo allir að Þórólfur hefur hleypt erlendum ferðamönnum óheft inn í landið, rétt eins og þeim erlendu verkamönnum sem búa hér og vinna.
Menn mega svo hugsa með sér hvaða ista þeir vilji nefna þennan Þórólf, mann sem hingað til hefur talið einungis frumbyggja landsins smita.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 20:16
En ég vil segja það hér,
að Þórólfur Guðnason ætti að skammast sín!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 20:30
Auðvitað er almenningur sekur. Það vita stjórnvöld.
Stjórnvöld reyna ítrekað að treysta almenningi en þau bara geta það ekki. Það er ekki hægt að hleypa almenningi inn í raftækjaverslun því þá sankar hann að sér flatskjám og það er ekki heldur hægt að treysta almenningi til að þvo sér um hendurnar og spritta.
Það er kannski athugandi að flytja þennan almenning burt svo stjórnvöld sjái út úr kófinu.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 21:08
Vitaskuld er það þessum Þórólfi vonbrigði
að það hafi komið í ljós
það sem allt fólk með viti vissi
að fleiri geta verið smitberar en frumbyggjar.
Og reyndar vitum við núna fyrir víst
að fyrstu smitin eftir 15. júní bárust með
rúmensku glæpagengi.
En þeir smita væntanlega ekki, að mati Þórólfs?
Og ekki smita erlendu verkamennirnir sem búa á Akranesi? Alla vega ekki að mati Þórólfs.
Bara frumbyggjar landsins smita, að mati Þórólfs!
Og við vitu
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 21:44
Átti bara eftir að bæta þessu við:
Og við vitum að aðeins frumbyggjar valda hruni
alls fjármálakerfi heimsins
og aðeins frumbyggjar, 0,3 milljón manna eyþjóð,
ber ábyrgð á öllum smitum kóvíd veirunnar
út um alla heimsbyggð 7.800 milljóna mannkyns.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 21:55
Fátt við þetta að bæta félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.8.2020 kl. 01:14
Ég vona að þríeykið byrji fundinn í dag á að biðjast afsökunar á að hafa gert mistök.
Að þau segist skammast sín fyrir að hafa farið gróflega yfir strikið, hvað sakvæðingu þeirra á venjulegum frumbyggjum landsins varðar.
Ég vona að þau hafi manndóm í sér til þess, ella mega þau hundingjar heita og engrar virðingar njóta, þó silfurpeninga 30 fái frá erlendu valdi. Og fálkaorðu frá leppnum sem situr á Bessastöðum. En hvað laun frá sjálftökufyrirtækinu Íslandsstofu til frúarinnar á Bessastöðum varðar, segi ég ekkert að svo stöddu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 10:56
Sæll jafnan Ómar: líka sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Jeg tek mjer það Bessaleyfi - að setja inn hjá þjer athugasemdarkorn eitt, hverju jeg kom að, hjá Sveini Rosemkarantz Pálssyni Tæknifræðingi hjer á Mbl.blog punkti is, fyrir stundu.
Tel jafngildi þes fyllilega hjer hjá þjer - sem og mörgum annarra, um mínar meiningar og hreinskiptni, gagnvart þeim alvarleika, sem íslenzka þjóðarbrotið stendur nú frammi fyrir - AÐ ÞARFFLAUSU meira að segja, þegar á raunverulega heildarmynd væri litið, gagnvart hryggðarmynd gróða fíkninnar, sem tiltölulega fáir landsmanna eru alvarlega haldnir, og fær að grassjera - Á KOSTNAÐ OKKAR HINNA:: vel að merkja !
Sæll Seinn: sem optar, sem og aðrir gestir, þínir !
Sveinn !
Á daginn er komið - að hið svokallaða þríeyki, eru einungis VERKFÆRI í höndum gróða fíkla Engeyinganna og áhangenda þeirra:: með fígúruna Guðna Th. Jóhannesson fremstan, í stafni.
Það á EKKERT að gera: til þess að stemma stigu við óheptu flæði allra handanna ferðamanna og hælisleitenda (orðskrípið: yfir Múhameðsku terroristana), sem hvarvetna planta sjer niður, finni þeir smugur til, enda eru : Pólverjar - Ungverjar - Slóvakar og Tjekkar meðal nokkurra annarra búnir að sjá fyrir löngu, að er um hreinræktað innrásarlið að ræða þar:: jafnt inn eptir Evrópu, sem og víðar reyndar, enda manna minnugastir um umsátur Tyrkja um Vínarborg, í September árið 1683, sem Evrópskum tókst blessunarlega að hrinda, það sinnið.
Talandi um ferðamennzkuna - eina og sjer, þá er það gróðafíkn Kynnisferða stjórnenda (prívat fjelags fjölskyldu Bjarna Benediktssonar t.d.) / svo og Bláa lóns selskapur Gríms litla Sæmundsen og annarra ámóta, sem skal verða heilbrigði landsmanna ÖLLU yfirsterkari, með fulltingi Víðis - Þórólfs og Ölmu, því ekki má setja minnstu skorður við jarmi Samtaka ferðaþjónustunnar og ýmissa kráareigenda suður í Reykjavík og víðar, aukinheldur.
Hugleiddu nú Sveinn minn: að láta af meðvirkninni, með þessu packi, sem er svo nákvæmlega sama um almannahagsmuni, á meðan það sjálft getur elt brauðmolana, sem öðru hvoru falla af gnægta borðum ráðandi aflanna í landinu, sem eru að kafsigla öllu hjer til Andskotans, með lúpulegu samþykki allt of margra, svo kallaðra samlanda okkar !
Með kveðjum - þó dræmar sjeu að þessu sinni, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 15:08
Með beztu kveðjum: sem endranær til þín og þinna Ómar / sem og annarra gesta þinna, af Suðurlandi //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 16:05
Það gekk nú ekki eftir Símon, heldur frekari innflutningi á smitum hótað.
Þau um það, því verður þá bara mætt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.8.2020 kl. 18:01
Og hvernig brást Sveinn við ádrepu þinni Óskar?'
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.8.2020 kl. 18:02
....
Ómar !
Sveinn hefur ekki ennþá: (kl. 20:39) sýnt nein sjerstök viðbrögð / þeir Rosenkarntzar vilja stundum ígrunda sín viðbrögð stærri sem smærri tíðinda:: eins og frændi hans Holger Rosenkrantz (dáinn í Febrúar 1658) Sjóliðsforingi og Hirðstjóri hérlendis (1620 - 1633) var kunnur að, forðum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.