Ferðir á tímum farsóttar.

 

Er eins og göngutúr í miðjum fellibyl, ekki beint það gáfulegasta sem fólk getur tekið uppá.

Bæði er áhættan að smita á framandi slóðum sem og að sýkjast og bera smit með sér heim.

 

Í ósýktum samfélögum er ferðamaðurinn alltaf litinn tortryggnisaugum, er hann hugsanlegur smitberi??

Og ef smit blossa upp þá er eðlilegt að það sé litið á hann sem blóraböggullinn enda er saga farsótta liðinna alda tengd smitberum sem koma að.

Ef síðan heimamenn þurfa að sæta mikilli röskun á daglegu lífi, og sjá á sama tíma gleiðbrosandi ferðamann, þá þarf fólk með kalt blóð líkt og Íslendinga til að viðkomandi sé hreinlega ekki grýttur.

 

Í þessu andrúmslofti ótta og tortryggni, þrífst enginn ferðamannaiðnaður.

Fjandskapur heimamanna sem er áþreifanlegur hér á Íslandi og örugglega víðar, óttinn við smitast á ferðalögum, hinn sífelldi möguleiki að vera settur í sóttkví við heimkomuna, eða sæta ýmsum hömlunum á ferðalaginu vegna sóttvarnarráðstafana, jafnvel að vera lokaður inná hótelherbergjum líkt og margur ferðalangurinn upplifði í fyrstu bylgjunni víða á suðrænum slóðum, allt leggst á eitt.

Ferðalög eru ekki skynsamleg ákvörðun á tímum farsóttar.

Og án ferðamanna er enginn ferðaiðnaður.

 

Þennan raunveruleik þarf fullorðið fólk að feisa og gera ráðstafanir til að bjarga því sem hægt er að bjarga.

Það er engin skynsemi í því fólgin að láta eignir og fyrirtæki grotna svo ekkert sé til staðar þegar bönd eru komin á farsóttina og fólk tekur aftur að ferðast, sem það mun gera því flökkueðlið er innbyggt í genamengi okkar.

Eiginlega er það heimskara en sú víðáttuvitleysa að ætla sér að reka ferðamannaiðnað á tímum farsóttar og því þarf að endurfjármagna skuldir ferðaþjónustunnar á þann hátt að ekki sé gengið að henni næstu 2 ár í hið minnsta.

 

Slíkt er ekki flókið, um þetta geymir sagan ótal dæmi.

Sú mýta gengur að það hafi verið Bretavinnan sem kom þjóðinni inní nútímann en sannleikurinn er sá að það var fiskútflutningur okkar þangað sem kom með gjaldeyri og tekjur sem gerði íslenskum útgerðamönnum kleyft að endurnýja löngu úrelt skip og báta, og þau tæki nýttust okkur svo á eftirstríðsárunum til að afla tekna sem nýttust okkur svo til annarrar uppbyggingar.

En þetta var upphaflega hægt vegna þess að flotinn var ekki gerður upp í kreppunni miklu og skip seld úr land. 

Víxlar útgerðarmanna sem voru því sem næst tekjulausir ár eftir ár, voru endurnýjaðir, og ef það var hægt að slá víxil fyrir fyrstu olíunni á næstu vertíð, þá gekk dæmið upp og bátarnir, vissulega gamlir og úreltir, voru til staðar þegar verð á ferskfiskmörkuðum Bretlandseyja ruku upp.

 

Þetta er lærdómur sögunnar sem við eigum að nýta okkur.

Á stríðs og hættutímum, á tímum náttúruhamfara eða farsóttar, þarf að hugsa hlutina uppá nýtt, þar sem frumskylda stjórnvalda er að halda samfélaginu gangandi.

Það hefði til dæmis orðið lítið úr herhvöt Churchils gegn ofurefli nasismans ef það hefði dugað fyrir Hitler að senda innheimtulögfræðinga til að bera út fjölskyldur hermanna eða loka fyrirtækjum.

Þegar lífið var dauðans alvara skyldu menn þessi einföldu sannindi, aðeins samstaðan náði að sigrast á hinni ytri ógn.

 

Ríkisstjórn barnanna okkar hefur núna haft nokkra mánuði til að móta stefnu um hvað hún ætlar að gera til að hindra skipbrot samfélagsins.

Vart verður séð annað en að hennar eina haldreipi hafi verið að opna landið á ný fyrir smiti og treysta síðan á ferðamannaiðnað á tímum farsóttar.

Treyst á að þarna úti sé fólk sem ferðist þó það eigi á hættu að vera sett í sóttkví við heimkomuna.  Ferðist þrátt fyrir að það eigi á hættu að allt sé lokað vegna sóttvarna í því landi sem það ætlar að ferðast til.

Treyst á að þau séu ekki ein um að vera eins og þau eru.

 

Stefna sem vissulega gæti gengið vegna hjarðar hinna jarmandi sauða sem láta allt yfir sig ganga og kóa með vitleysunni, en gengur samt aldrei því við erum ekki ein.

Önnur lönd leyfa ekki ferðalög til landa þar sem seinni bylgjan blossar upp, við erum aðeins korteri í að það verði lokað á okkur, og reyndar er Evrópa um hálftíma frá því að setja skorður á ný á ferðalög yfir landamæri.

Því raunveruleikinn á alltaf lokaorðið og það er bara svo að ef það er ekki lokað á smitleiðir, þá sýkjast samfélög, og á meðan það er opinber stefna að berjast við útbreiðslu farsóttarinnar, þá er grunnforsenda árangurs að stöðva allan innflutning á smiti.

 

Haldreipið er því fúinn slitinn spotti sem heldur engu.

Og brýn nauðsyn er því á öðru reipi.

Að gera ekkert er ekki í boði.

 

Sagan segir að það fyrsta sem þjóðir gera á hættutímum, er að skipa út óhæfum leiðtogum og forystufólki.

Það er að segja þær þjóðir sem ætluðu sér að lifa af.

 

Við upplifum svoleiðis tíma í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Hætta á gjaldþrotahrinu ferðaþjónustufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen úr efra.

Magnús Sigurðsson, 31.7.2020 kl. 11:54

2 identicon

Amen ... héðan úr Hákoti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 12:56

3 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Hef sagt það margoft, ferðamannaiðnaðurinn er búin að vera í þeirri mynd sem hann var. 

Hann er loftbóla sem búið er að moka miljörðum í og það er algjört glapræði að halda því áfram.

Fjárfestar fóru offari í fjárfestingum og það eru þeir, fyrst og fremst, sem þrýsta á að halda landinu opnu.

Spurningin er; ætlum við að lifa af? 

Sé engin merki, né áhuga fólks á að skipa út forystusauðunum í bráð því miður. (⊙_⊙;)

Birna Kristjánsdóttir, 31.7.2020 kl. 14:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Birna, þetta er eins og það er og verður eins og það verður.

En það er afglöp að slátra mikilvægri atvinnugrein á þeim forsendum sem þú nefnir hér að ofan.

Og allavega fullorðið fólk tekur ekki þátt í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.7.2020 kl. 15:35

5 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

"þetta er eins og það er og verður eins og það verður" 

Svar; Jú það er satt, nema eitthvað sé gert, annars breytist aldrei neitt, hvaða uppgjafatónn er þetta!

"En það er afglöp að slátra mikilvægri atvinnugrein á þeim forsendum sem þú nefnir hér að ofan."

Svar; Ég hef aldrei sagt að það ætti að slátra þessari atvinnugrein. Á örskömmum tíma hefur þessi iðnaður blásið út, öll egg sett í sömu körfu ef svo má segja, ein veira, eitt eldgos og hann er búinn að vera. Allt of mikil áhætta fyrir svona lítið land. Það er það sem ég hef verið að benda á og ekkert annað.

"Og allavega fullorðið fólk tekur ekki þátt í því."

Svar; Hvað áttu við með þessu? Ertu að gera lítið úr mér? Hvernig væri að halda sig við málefnið og sleppa því að fara í manninn....

Birna Kristjánsdóttir, 31.7.2020 kl. 16:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Birna.

Pistill minn hér að ofan er skýr og erfitt að misskilja, ég bendi á af hverju það er borin von að treysta á erlenda ferðamenn næstu misserin, jafnt hér sem í öðrum löndum. 

Ég bendi á að það er nauðsynlegt að endurfjármagna atvinnugreinina svo hún lifa af þessar hamfarir því ferðamannaiðnaður mun ætíð vera mikilvæg atvinnugrein hérlendis sem og erlendis.  Og ég bendi á hvernig hlutirnir voru framkvæmdir hér á árum áður.

Í því samhengi les ég athugasemd þína og ég svara út frá því samhengi, hafir þú verið að fjalla um eitthvað annað eða meint eitthvað annað, þá er það bara svo. 

Síðan ertu mjög sjálfhverf í síðustu setningu þinni, það hvarflar að mér að þú hafir ekki lesið pistilinn minn heldur nýtt þér tækifærið til að koma að þínum sjónarmiðum varðandi ferðamannaiðnaðinn, sem er alveg gott og blessað, en breytir því samt ekki að mín skrif miðast við það sem ég er að fjalla um.

"Ríkisstjórn barnanna okkar " er tilbrigði við stef sem hefur veri gegnumgangandi í pistlum mínum frá því í orkupakkaumræðunni síðasta sumar, og í því samhengi er ég að tala um fullorðið fólk.

Ég veit ekki hvernig þér datt í hug Birna að ég væri að rífast við þig??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2020 kl. 01:13

7 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

 Blessaður Ómar.

Jú ég las pistilinn þinn vel og vandlega en last þú athugasemd mína(3)?

Kannski hefur þú misskilið það sem ég sagði þar. 

Lestu hana aftur og þá sérðu að ég er sammála þér. 

Í athugasemd 6 þá slærðu frá þér aftur og kallar mig sjálfhverfa, meira að segja mjög sjálfhverfa og að ég hafi nýtt mér tækifærið á að koma mínu sjónarmiði varðandi ferðamannaiðnaðinn á framfæri.  Hvaða tækifæri?  

"En það er afglöp að slátra mikilvægri atvinnugrein á þeim forsendum sem þú nefnir hér að ofan.

Og allavega fullorðið fólk tekur ekki þátt í því."

Hvernig er hægt að misskilja þetta í þessu samhengi Ómar? Þarna talar þú niður til mín eins og ég sé ekki fullorðin, sé eitt af börnunum og viti ekki hvað ég er að tala um.

Já ég skil þennan orðaleik þinn um "Ríkisstjórn barnanna okkar" ég les pistla þína reglulega og get tekið undir margt sem þú skrifar um. 

Ég er ekki að rífast við þig, það eina sem ég gerði var að koma með athugasemd við pistilinn þinn og vera sammála þér.  Mér sárnaði þetta svar þitt, verð að játa það.

P.S. Ég þarf ekkert "tækifæri" hjá öðrum bloggurum við að koma skoðunum mínum á framfæri, ég er fullfær um það sjálf, hef gert það og geri það!

Það er málfrelsi, allavega ennþá og ég skrifa mínar athugunarsemdir og pistla þegar og ef mér sýnist svo.

Kveðja Birna.

Birna Kristjánsdóttir, 1.8.2020 kl. 17:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Birna.

Ég held að þetta sé ekki þinn dagur, og þú mátt alveg taka því þannig að ég sé að tala niður til þín.

Svo ég ítreki að þá eru það ekki rök gegn því að ferðaþjónustan sé endurfjármögnuð á meðan hamfarirnar ganga yfir að hún sé bóla, þar hafi verið offjárfest og svo framvegis, eða það sé verið að kasta þá enn og aftur einhverjum milljörðum í hana.  Ég nefndi þetta vegna athugasemdar þinnar, sem rímar við algengt viðhorf tregðunnar út í samfélaginu. Hafir þú meint eitthvað annað, þá skiptir það mig ekki máli, andmæli mín fjalla um efni þess pistils sem ég skrifaði.

Í þeim pistli tala ég sem oft áður um börnin eða óvitana í núverandi ríkisstjórn, og bendi kurteislega á að þjóðir sem vilja lifa af hættu og ógnartíma, skipta þeim út, hafi þær á annað borð asnast til að kjósa slíkt fólk yfir sig.

Það eina sem ég segi um þá sem eiga taka við, er að það sé fullorðið fólk.  Fór reyndar ekki ítarlega yfir það í þessum pistli, en sérhver pistill minn er ekki eyland heldur verður að lesast í samhengi við fyrri skrif mín.

Þetta er fullorðna fólkið sem ég er að tala um í andmælum mínum, ekki þú, enda ertu ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á þessa ákvarðanatöku. 

Hins vegar reikna ég með að þú sért fullorðin.

En það kemur bara skrifum mínum ekkert við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2020 kl. 17:59

9 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Sæll Ómar.

Hvort að þetta sé minn dagur eða ekki þá skildi ég þig rétt.

Þú varst að tala niður til mín! Hvað eftir annað!

Það líð ég engum að gera og ég svara fyrir mig, þessi hroki í þér er gígantískur.

Þú fórst í manninn en ekki málefnið, það er lítilmannlegt!

Hver heldur þú eiginlega að þú sért, einhver ósnertanlegur kóngur bloggsins sem ekki má yrða á?  Hlægilegt!

Spólaðu bara í sömu hjólförunum með þína orðaleiki og langlokur Ómar minn.

Þín skrif og þitt álit á málefnum líðandi stundar varða mig engu héðan í frá, nú þegar ég veit hvern mann þú hefur að geyma.

Vertu margblessaður.

Kveðja Birna 

Birna Kristjánsdóttir, 2.8.2020 kl. 12:10

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Birna mín.

Ég held að þetta sé ekki heldur þinn dagur í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2020 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 306
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 5890
  • Frá upphafi: 1399829

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 5037
  • Gestir í dag: 266
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband