Er þessi heimska boðleg??

 

"Eng­in gögn styðja það að ís­lenskt sam­fé­lag sé í þeirri stöðu sem það er nú vegna þess að tek­in var ákvörðun um að opna landa­mær­in fyr­ir ferðamönn­um í síðasta mánuði".

Er iðnaðarráðherra virkilega svo einföld að hún telur að líf kvikni af sjálfu sér??

Að farsótt verði til úr engu??

 

Burt séð frá því að Íslensk erfðagreining hefur greint uppruna smitsins og ferils þess innanlands, þess vegna er jú verið að leita að óþekkta smitberanum, þá hafði ekki komið upp smit í nokkrar vikur áður en landið var opnað.

Og veirur hafa bara ákveðin líftíma áður en þær hætta að smita, þess vegna er talið duga að fara í 14 daga sóttkví til að útiloka nýsmit.

Núna þegar um tveir mánuðir eru liðnir frá því að fyrsta bylgja fjaraði út, á þá seinni bylgjan að hafa sprottið uppúr engu??

 

Jafnvel þó það væri ekki til tækni sem sannar að seinni bylgjan er komin erlendis frá, frá fólki sem fór ekki í sóttkví við komuna til landsins, þá er það svo heimskt að halda því fram að þessi seinna bylgja hefði átt sér stað þrátt fyrir að sömu sóttvarnir hefðu verið í gildi áfram líkt var þegar sú fyrri var lögð að velli.

Bæði reynsla okkar sem og annarra þjóða sannar að þegar skorið er á smitleiðir, þá fjarar veirusýking út, og tekur sig ekki upp aftur nema um utanaðkomandi smit sé að ræða.

Um þetta er ekki deilt, um þetta er ekki rifist, ekki frekar en tveir plúss tveir eru fjórir.

 

Samt ofvaxið fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands að skilja.

Nema við göngum út frá því að hann sé vísvitandi að blekkja þjóð sína.

Það er kannski boðlegt, það virðist vera lenska í hjá ráðherrum ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttir að fara frjálslega með staðreyndir og rífast við raunveruleikann líkt og þeir gerðu í Orkupakkamálinu.

Síljúgandi ráðherra er hugsanlega skömminni skárri en heimskur ráðherra.

 

En í alvöru; Nei.

Við lifum dauðans alvöru tíma og ég vil ítreka fyrri orð mín;

"Síðasta ár einkennist að raðmistökum varðandi sjálfstæði þjóðarinnar og vörnum gegn ytri ógnum. Innan ríkisstjórnarinnar eru börn sem skilja ekki eðli mistaka sinna og vita þar að leiðandi ekki að þau hafa gert mistök. Algjörlega óhæf til að leiða eitt eða neitt á ögurstundum. Og á meðan Katrín bregst ekki við, þá eflist sá grunur að hún sjálf skilji ekki eðli sinna mistaka. Hún fær ekki mörg tækifæri í viðbót til að hreinsa þann grun.".

Ég bað samt ekki um algjöra staðfestingu þeirra.

 

Þetta er ekki boðlegt.

Og til vansa öllum þeim sem láta bjóða sér þetta.

Eða kóa með.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is Ásættanleg áhætta að opna landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar.

Hvergi nema hér á landi hef ég séð þá túlkun að veiran geti verið innlend eða erlend. Þetta er sér íslenskt.

Ef erlendur ferðamaður, eða íslendingur sem kemur frá útlöndum, smitar annan íslending, kallast smitið erlent. Þegar svo sá sem fyrir smitinu varð smitar annan hér á landi, er smitið orðið innlent. Hvers konar dómadags rugl er þetta?!

Auðvitað er allt smit erlent, annað er algerlega útilokað, nema auðvitað í Kína.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2020 kl. 06:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hárrétt athugað Gunnar en líklegast er verið að meina að veiran sé viðvarandi og þurfi ekki utanaðkomandi smit til að faraldur geti blossað upp á ný.

Slíkt er alltaf hættan og þá erum við með ástand þar sem um þriðjungur þjóðarinnar er í viðvarandi hættu við að fá banvænan sjúkdóm næstu kynslóðirnar.

Vonum að til þess komi ekki.

Það væri til dæmis góð regla fyrir framtíðina að Kína yrði í eilífri sóttkví, þangað fengi enginn að fara án þess að fara í sóttkví við heimkomuna, og enginn að koma frá nema að fara í sóttkví.

Einhvern lærdóm þurfa menn að draga af sísmitinu þaðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.7.2020 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 578
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 6162
  • Frá upphafi: 1400101

Annað

  • Innlit í dag: 523
  • Innlit sl. viku: 5287
  • Gestir í dag: 499
  • IP-tölur í dag: 491

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband