Samfélag í upplausn.

 

Enginn veit hvað má, og hvað ekki.

Fólk horfir á hvort annað og spyr; ert þú smitvaldurinn??

Því meðvirknin er svo mikil að við hlustum á ógæfufólkið og afglapana sem fluttu inn smitið til landsins, kunna ekki að skammast sín, og benda á mig og þig.

 

Líkt og jarmandi sauðir í röð í aftökuna einu látum við bjóða okkur þetta, að sökin sé okkar.

Ekki þeirra sem fluttu inn smitið.

 

Rúst er verslunarmannahelgin, rúst er allt það mannlífið sem hafið kviknað til lífsins.

Eftir allar fórnirnar fengu við ekki einu sinni sumarið í friði.

 

Óvitarnir, eða afglaparnir, hvernig sem við lítum á þetta aumkunarverða fólk.

Lét sér ekki nægja að afhenda sameign þjóðarinnar, orkuna, inní regluverk ESB, þar sem eina markmiðið var að braskaravæða ljósið sem við áttum öll, það lét ekki staðar numið við að flytja inn sýkla í beinni aðför að íslenskum landbúnaði, það þurfti einnig að farga sumrinu.

Flytja inn smit, dreifa því, og benda síðan á fórnarlömbin.

"Þið gættu ekki að ykkur".

 

Hvílíkt helvítis kjaftæði.

Hvílíkur helvítis aumingjaskapur að láta þetta yfir sig ganga.

 

Vanvitarnir sögðust hafa stjórn á smitinu.

Þeir sögðu að smit erlendra myndi ekki smita þjóðina.

 

Vanvitarnir höfðu rangt fyrir sér.

En vanvit þeirra er án  ábyrgðar, heimska þeirra og fáviska heldur áfram að flytja inn smit, þeirra eina ráð er að ráðast á saklausan almenning.

 

Samfélagið er í upplausn.

En fólk tekur ofan.

Líkt og jarmandi sauðir í sinni hinstu dauðagöngu.

 

Það er ekkert herkall.

Það er ekkert andóf.

 

Aðeins heimskan í sinni tærustu mynd.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Mörg tjaldsvæði svo gott sem lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega: Ómar / sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Það hefði ekki þótt gáfulegt - á mínum uppvaxatarárum á Eyrarbakka og Stokkseyri að fela óreyndum krakkakjánum (núverandi: svokölluð ríkisstjórn, og þorra svo kallaðra embættismanna stjórnsýslunnar) að fara með daglega stjórnun mála:: hvað þá, undir þeim kringumstæðum, sem Kína- veiran hefur valdið á Heimsvísu, og enn ekki sjer fyrir enda á, í bráð nje lengd.

Landsmönnum hefnist nú fyrir, rækilega:: að kjósa sí og æ yfir sig galgopa ýmissa flokka, sem hvorki hafa taumhald á sjálfum sjer, nje ómögulega yfir þeim Risavöxnu verkefnum, sem íslenzka þjóðarbrotið stendur nú frammi fyrir, sem optar.

Ætli hefði ekki verið gáfulegra - að staldra við, og sjá til, hver framvinda veiru- fjandans væri / og yrði á hnettinum, áður en gripið yrði til óyndisúrræða ýmissa:: sbr. 15. Júní s.l. gjörninganna, svo aðeins sjeu nefndir,fornvinur góður ? 

Með beztu kveðjum: sem endranær, austur í fjörðu - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 20:51

2 identicon

Hvílíkt helvítis kjaftæði.

Hvílíkur helvítis aumingjaskapur að kenna ráðamönnum um eigin hegðun og heimsku.

Aðeins heimskan í sinni tærustu mynd heldur fast í þá blekkingu að bakslagið sé vegna erlendra ferðamanna sem fjölmenntu á íþróttamót Íslenskra ungmenna. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar eins og Emmsjé Gauti sagði þegar afleiðingar heimskunnar heftu frelsi á ný. Vanvitarnir sögðu landið smitlaust og hófu að haga sér samkvæmt þeirri fávisku.

Vanvitarnir höfðu rangt fyrir sér.

En vanvit þeirra er án  ábyrgðar, heimska þeirra og fáviska heldur áfram að bulla vitleysu og bíður þess að fá aftur að smita óhindrað.

Afglaparnir gráta verslunarmannahelgina og að hafa ekki fengið allt sumarið í friði til sinna óhæfuverka.

Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 20:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég held að menn hafi ekki per se séð samhengi milli núverandi stjórnarflokka og síðan barnanna sem veita okkur forystu í ýmsum málaflokkum. Sem og ekki skulum við gleyma Óskar, að skömmin er ekki skárri nema síður sé, hjá því fólki sem kennir sig við andstöðu við núverandi ríkisstjórn, leppar og skreppar erlends vald sem og innlends auðvalds.

En tek heilshugar undir það sjónarmið þitt að róin hefði verið betri en asinn, og við erum ekki einir um þau sjónarmið Óskar.  Auk varnaðarorða Landsspítalans og Gylfa Zöega, þá hefur sjálfur raunveruleikinn tekið undir þau sjónarmið.

Og hver rífst við hann??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 23:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Ég hélt að þú myndir fræða mig um í næsta innleggi þínu hvernig upplifun þín hefði verið af Matrix bálknum, að þér hefði til dæmis fundist það fáránlegt að nýta lífræna vefi sem orkugjafa með allri þeirri fyrirhöfn að halda heilanum vakandi í sýndarástandi, þegar næga orku væri að fá úr alkalíefnasamböndum ýmiskonar, og rafeind ætti aldrei að reiða sig á eitthvað lífrænt.

Nei, þá gerist þú bara skáldmæltur, og vitnar í djúphugsuð af íslensku rappkynslóðinni.

Hvað get ég sagt??

"Together in Electric Dreams".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband