Það er allt fallt í fótboltanum

 

Leikmenn, félög, keppnir.

HM í Katar er líklegast lágpunktur þeirrar gjörspillingar, að halda heimsíþróttina í útnára eyðimerkunnar þar sem til skamms tíma var líklegra að finna mörgæsir en bolta.

Örfáir menn þáðu geipimútur en eftir sat smáð íþrótt, smánaðir stuðningsmenn, smánuð sú lífsýn sem svo margir deila að fótbolti sé Lífið, líkt og saltfiskurinn var í sjávarbyggðum okkar á áratugum áður.

Græðgin er að éta upp íþróttina innan frá.

 

Þess vegna vissu allir að arabafélögin kæmust upp með háttsemi sína.

Að þverbrjóta allar reglur, að kaupa allt upp.

 

Nema Klopp, hann er svo skrýtinn að vilja sanna sig á eigin forsendum, áttar sig á að jafnvel api getur stýrt arabafélögunum til sigurs.

Og svo sjaldgæfur að bráðum mun geirfuglinn víkja af stalli fyrir styttu af honum, og hætt verður að tala um síðasta geirfuglinn þegar átt er við eitthvað sem er svo sjaldgæft að það er að líða undir lok.

 

Spurningin var aðeins hvernig hinir keyptu reyndu að halda andlitinu nógu lengi til að gáfnaljósin í blaðamannastéttinni segðu eitthvað annað en "Fyrirfram ákveðin niðurstaða".

Og spyrðu í framhaldinu spurningarinnar, hvað kostar svona dómur??

 

"Ekki hægt að sanna sekt City" segir Mogginn og vísar í að það hafi tekið 93 blaðsíður að prenta þessi orð.

Sem fyrir utan að vekja spurningar um leturstærðina fær mann til að íhuga hvort það séu engin mörk á meðvirkni fjölmiðlafólks gagnvart allri vitleysunni sem almannatenglar auðsins matar það á.

 

Af hverju taka menn þátt í þessum skrípaleik??

Í gamla daga hélt öxin mönnum við efnið þegar brjálaðir valdsmenn áttu í hlut, en síðasta öxin er á safni eins og geirfuglinn þar sem styttan af Klopp verður bráðum.

 

Hver er þá afsökunin??

Varla sú að í blaðastétt veljist fólk sem ekki var lesið fyrir á kvöldin í æsku, og það hafi því ekki heyrt söguna um klæðlitla keisarann og litlu stúlkuna sem spurði af hverju hann væri nakinn??

 

Allavega er ljóst að það er margt að í þessum heimi, og hið fornkveðna um að heimurinn versnandi fer, hefur sjaldan verið kveðið af eins miklum þrótti og nú.

Og ennþá ljósar að ekkert lagast ef allir dansa með eða standa í hjárænu með lotið höfuð og húfu í hendi og beygja sig og bugta fyrir valdinu og auðnum.

 

Eins og enginn sé lengur frjáls og sjálfstæður, með hnarreist höfuð og blik í augu.

Standandi ístaðið gegn kúgun og ofríki.

Gegn Nenna níska auðsins sem allt vill eiga og engu deila.

 

Svei attan, svei attan.

Þetta er ekki blaðamennska.

 

Þetta er uppgjöfin ein.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekki hægt að sanna sekt City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 5584
  • Frá upphafi: 1400341

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 4798
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband