7.7.2020 | 15:39
Er vanhæfnin að ná nýjum hæðum??
Jafnvel svo að Mount Everest verður eins og Himnabjargið í samanburðinum??
Eða hvað á maður að halda þegar maður les þessi orð verkefnastjóra forsætisráðuneytisins??
"Páll segir það auðvitað óvenjulegt að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu fyrirtækisins að landamæraskimun, en það má velta fyrir sér um hvað nákvæmlega sá samningur ætti að vera. Samkomulag við ÍE snerist í grófum dráttum um að hjálpast að við að koma landamæraskimun á laggirnar. Hann segir að ekki hafi staðið til boða að gera skriflegan samning við ÍE. ".
Jú það er óvenjulegt að það hafi ekki verið gerður skriflegur samningur en það hafi aldrei staðið til, líklegast vegna þess að menn vissu ekki nákvæmlega um hvað slíkur samningur átti að vera??
Datt þeim ekki að spyrja skúringarkonuna??, hún hefði kannski sagt þeim að stjórnvöld vildu opna landamærin, sóttvarnaryfirvöld vöruðu við því nema skimað væri fyrir veirunni, og þar sem ÍE væri eini aðilinn sem hefði tæki og mannskap í það verk, og verkið þar með ekki unnið án aðkomu fyrirtækisins, að þá væri sniðugt að gera samning við ÍE um að vinna verkið.
Svona ósköp svipað og ráðningasamningur hennar væri.
Ekkert flókið við þetta, vefst ekki fyrir neinum.
Nema náttúrulega óvitunum sem stjórna landinu og liðinu sem þeir hafa safnað í kringum sig.
Heimskan og barnaskapurinn á bak við Orkupakka 3 var engin tilviljun, eða að leyfa skynlausum skepnum að flytja inn fjölónæma sýkla auk búfjársjúkdóma, á tímum þar sem það er aðeins tímaspursmál hvenær hinir fjölónæmu verða helsta heilsufarsleg ógnin sem blasir við öllu mannkyninu.
Þá opnum við bara landið fyrir þeim og látum sjúkdóma slátra innlendum búfjárstofnum.
Firring þessa fólks, og svo náttúrulega barnaskapur barnanna, að það er engu logið uppá það.
Það ver ekki hagsmuni þjóðarinnar því það hefur ekki vit til að skynja þessu sömu hagsmuni.
Og það er algjörlega ófært að leiða þjóðina á dauðans alvöru tímum.
Það er ekki skrýtið að Kári sé búinn að fá nóg af þessu liði, og reyndar alveg ótrúlegt hvað hann hefur enst lengi í samstarfi við það.
Síðan er það deginum ljósara að ef sóttvarnarsjónarmið ráða einhverju, þá verður ekki fleirum hleypt inní landið en hægt er að skima, ætli menn taki ekki númer eins og gert er í dag í öllum betri búðum.
En meinið er að óvitarnir skilja ekki hvað felst í orðinu sóttvörn, eina ástæða þess að þau tóku tilliti til sjónarmiða Þórólfs og Ölmu, var að almannatengillinn sem tyggur ofaní þau orð og stefnu, sagði þeim að það væri ekki gott fyrir fylgið að fara gegn hetjum dagsins.
Og líklegra er að landið verði opnað uppá gáttina með vísan í einhver meint örugg ríki.
Því heimskan er algjör og gleymdur sá lærdómur að eftir að samevrópski embættismaðurinn sem bar ábyrgð á sóttvörnum álfunnar lýsti því yfir 28. febrúar að ríki sambandsins réðu við faraldurinn og ekki kæmi til greina að loka landamærum innan þess, að þá leið ekki mánuður þar til orð hans voru merkingarlaus skrípaorð, faraldurinn breiddist út á veldishraða og ríkin skelltu í lás hvert af öðru.
Og það sama er að gerast í dag.
Nema að óvitarnir hafa ekki frétt af því.
Ætli Mount Everest sé ekki frekar eins og mauraþúfa í samanburðinum.
Og hún af smærri gerðinni.
Kveðja að austan.
Ekki stóð til boða að gera skriflegan samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 21
- Sl. sólarhring: 767
- Sl. viku: 5560
- Frá upphafi: 1400317
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 4777
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.