3.7.2020 | 17:10
Gamalt smit.
Eigum við bara ekki að senda það til Bandaríkjanna, eyða á einni nóttu faraldrinum þar í landi.
Því gamalt smit smitar ekki út frá sér.
Og þess vegna hleypum við öllum í land, því farþegar og áhöfn getur ekki verið smituð, ha, þetta er jú gamalt smit.
Af hverju þessi heimsfaraldur??
Af hverju eru ekki íslensk sóttvarnaryfirvöld spurð ráða, að gamalt smit smiti ekki.
Og vita ekki allir að veiran er allavega 6 mánaða gömul, svo ef einhver er veikur í dag, þá er henni ranglega kennt um.
Ég meina, spyrjið bara Víði, spyrjið bara Ölmu, spyrjið bara Þórólf.
Þau segja; Engin hætta að gömlu smiti svo farþegar Norrænu mega dreifa sér um alla koppagrundu.
Eina hættan er tengd krökkunum sem spila fótbolta, því allir vita að það var fótbolti sem dreifði smitinu um Evrópu, fótboltar eru nefnilega smitvaldar.
Kóvid veiran er hins vegar gömul og alveg hættulaus.
Ekkert að óttast þó henni sé hleypt inní landið.
Fótboltinn, fótboltinn, hann er hins vegar stórhættulegur.
Pössum okkur á honum.
Kveðja að austan.
Tveir farþegar úr Norrænu smitaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað breyttist frá því við fengum fyrsu fréttir af þessari háttsettu veiru
hún lagði helst öldunga af velli.---- Las fréttina um veirusmitaða um borð um Nottænu.Einn kom um borð með smit og er ætlunin að rannsaka hvort það er gamalt (hvað þá?) nær tæknin að greina t.d.7mán...Hinn greindist um borð og sennilega með hundgamalt.- Ég þarf tíma til að fatta og las færsluna og fréttina aftur! Aha þess vegna heitir hún "Gamalt smit" Gamla klára....
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2020 kl. 23:19
leiðr. ;Norrænu.
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2020 kl. 23:21
Blessuð Helga.
Er bara ekki verið að vísa í smit sem drepur gamalt fólk??
En það er verið að vísa í að eitthvað sé um liðið frá því að viðkomandi sýktist.
Hins vegar veit enginn hvenær veiran hættir að smita en þumalputtareglan er að hún er kröftugust fyrst.
Veirusýkingar blossa þó upp löngu eftir að menn halda að erfðaefni hennar sé horfið úr umhverfinu.
Þess vegna er tíminn bandamaður, það lá ekkert á að opna landamæri, hvorki hér eða annars staðar. Tveir þrír mánuðir eru fljótir að líða í stærra samhenginu, en eru dýrkeyptir ef óþolinmæðin eyðileggur fyrri árangur og nýr faraldur blossar upp.
Sem allt bendir til að muni gerast, það segir allavega líkindafræðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.7.2020 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.