3.7.2020 | 11:29
Líkt og köttur í kringum heita skál.
Forðast Vegagerðin algjörlega að minnast á meint afglöp verktakans, í hverju frávik hans voru eða handarbakavinnubrögð.
Hvaða efni notaði hann sem átti ekki að nota, hvað gerði hann rangt?
Vegagerðin nýtir sér nefnilega hinna nýja Kóvid vírus sem leggst á heila blaðamanna, já og líklegast stjórnmálamanna, sem skálkaskjól til að ræða ekki kjarna málsins.
Kjarna sem er ákaflega einfaldur.
Í mörg mörg ár hefur nýlögð klæðning verið stórhættuleg.
Þær eru hálar, þær blæða þegar sól skín, eins og það sé eitthvað sem þurfi ekki að reikna með á Íslandi, og þær endast illa. Stundum svo illa að þær eru strax byrjaðar að spýta grjóti og drullu á bíla.
Og jafnvel þó lægsta tilboð lendi alltaf hjá sama verktaka sem hefur á einhvern hátt tengst dýralæknanámi samgönguráðherra, eða forstjóra Vegagerðarinnar, þá er vandinn eldri en ráðherratíð dýralæknisins.
En þeir sem eru eldri muna að svona var þetta ekki á árum áður.
Eitthvað breyttist og hvað er það??
Hvað var það sem þurfti mannslíf til að mistök og handvömm var viðurkennd??
Hvað sem það var??
Þá kemur það ekkert núverandi verktaka við.
Og ekki heldur dýralæknum.
Þeirri merku stétt.
Ef það er ekki feisað, þá munu afglöpin drepa aftur.
Kveðja að austan.
Lagfæringar kosta nær 100 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 521
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6105
- Frá upphafi: 1400044
Annað
- Innlit í dag: 473
- Innlit sl. viku: 5237
- Gestir í dag: 452
- IP-tölur í dag: 446
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snýst þetta ekki allt um að bæta "smjöri" í hráefnið líkt og í eldsneytið undir formerkjum náttúruverndar og kostar ekki aðeins milljarða heldur virkar líka öfugt?
Kolbrún Hilmars, 3.7.2020 kl. 13:41
„Við Íslendingar erum períferískir menn og sjáum aldrei það sem er sentralt í neinum hlut“ - Halldór Laxness, Kristnihald undir jökli (268).
Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2020 kl. 13:53
Sæll Ómar
Auðvitað forðast vegagerðin að gera meira úr þeim orðum að verktakinn sé á einhvern hátt sekur, orðum sem féllu skömmu eftir hið skelfilega slys. Vegagerðin, ráðherra og öll ríkisstjórnin veit sem er að sökin liggur ekki hjá verktakanum, heldur stjórnsýslunni og vegagerðinni. Stjórnsýslunni vegna kröfu um tilraunastarfsemi í framleiðslu malbiks og vegagerðinni í að taka í mál að taka þátt í þeirri tilraunastarfsemi.
Upphafið má rekja aftur til þess tíma er núverandi heilbrigðisráðherra var umhverfisráðherra. Þá var tekin sú ákvörðun, auðvitað í nafni umhverfisverndunar, að minnka tjöru í malbiki og bæta við lífrænum olíum. Strax í upphafi kom í ljós að þetta var ekki að ganga, nýlagt malbik varð hálla, blæðingar á malbiki með tilheyrandi hættu, fóru að verða daglegt brauð. Nú síðustu árin orðin svo algengar að ekki þykir lengur fréttnæmt.
Þá hafa menn nefnt að malarefnið sé ekki nægjanlega gott og vel má það vera. Þó er ljóst að vegagerðin hefur um nokkurt skeið flutt inn malarefni, með tilheyrandi kostnaði, án þess að árangur hafi orðið. Það er nefnilega tjaran sem ræður styrk og endingu malbiks að stærstum hluta.
Þessari tilraun á auðvitað að vera löngu lokið og hætt að blanda malbikið með lífrænum olíum. Hugsanlega verður þetta hörmulega slys til þess að opna augu háu herranna.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 3.7.2020 kl. 14:21
Þetta er sem Gunnar Heiðarsson segir.
Margt hefur Svandís á samviskunni þessa dagana.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.7.2020 kl. 15:41
Takk kæra fólk fyrir innslög ykkar og athugasemdir.
Vil meina að pistill minn sé sterkari á eftir.
Og Gunnar, þú ert eiginlega að skýra af hverju Vegagerðin ber alla ábyrgð.
Svandís, ókey, en hún var þá, verklagsreglur hennar eru hins vegar í dag.
Löngum þekktur hálfvitaskapur og tilraun til manndráps.
Á Kjalarnesi var þetta ekki manndráp af gáleysi, ekki frekar en viljandi útbreiðsla drápsveirunnar í dag.
Kerfið er hætt að virða grundvöllinn sem tók siðmenninguna árþúsundir að móta.
Um helgi lífs.
Það er eiginlega kjarni málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2020 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.