2.7.2020 | 13:35
Þegar steinar standa ekki undir steini.
Í aðferðafræði og rökum sóttvarnaryfirvalda, og reynt er eftir á að byrgja brunna sem áttu aldrei að vera opnir, þá má spyrja sig um lærdóminn.
Um ábyrgðina, um afsökunarbeiðnina.
Og sannleikann.
Rifjum upp að fagfólk varaði við opnun landamæranna, bentu á að það væri lágmarkið að láta faraldurinn ganga niður í öðrum löndum áður en við hleyptum fólki inn í landið án undangenginnar sóttkvíar.
Landspítalinn bað sér griða, jafnvel kokkurinn í eldhúsinu frábað sér nýja fjölmiðlaumfjöllun, hann vildi bara að fá að pústa eftir ómanneskjulega vinnutörn undanfarinna vikna og mánaða.
Sóttvarnarlæknir lét sér ekki bara að duga að hundsa þau aðvörunarorð, hann kaus að hæða viðkomandi fagfólk, kvað það líta framhjá heilsufarsvandamálum sem stöfuðu af þeirri kröfu að fólk þyrfti að fara í sóttkví við komuna til landsins áður en það tæki upp eðlilega samskipti við innlenda.
Hver þau vandamál voru var hann aldrei spurður um.
Rifjum upp líka að einn virtasti hagfræðiprófessor landsins, Gylfi Zöega skaut í kaf hin efnahagslegu rök fyrir opnun landsins.
Það væri meira virði fyrir hagkerfið að fólk gæti lifað eðlilegu lif en að fólk lifði í skugga óttans, með öllum þeim hömlum sem því fylgir.
Meintur ávinningur af þessum örfáum dögum sem landið væri smitlaust vægi aldrei þann skaða upp.
Samt kusu sóttvarnaryfirvöld að ganga í takt með óvitunum í ríkisstjórn landsins.
Var sviðsljósið svona mikilvægt??, eða var það óttinn að vera aftur venjulegur, að geta ekki lengur drottnað yfir daglegu lífi fólks, sagt því til um hegðun þess og hömlur??
Og hvenær endar þessi meðvirkni??
Af hverju hefur sóttvarnarlæknir áhyggjur af fjölmennum fótboltamótum í landi þar sem þjóðin hafði fært þær fórnir að landið varð smitlaust??
Af hverju hefur hann ekki manndóm í sér að ráðast beint að óráðshjalinu sem kom fram í viðtalinu við dómsmálaráðherra í kvöldfréttum sjónvarps í gær??
Er það virðing við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem heldur aftur af honum, eða er það óttinn við valdið??
Að hann verði settur af ef hann slái ekki taktinn í óvitaskapnum??
Með hverjum deginum minnkar innistæða þessa fólks.
Trúverðugleiki þess og forysta.
Og það verður svo á meðan það er samdauna vitleysunni og afglapahættinum.
Sem er miður.
Því við þurfum virkilega á þessu fólki að halda.
En ekki á þessum forsendum.
Það er annaðhvort óvitarnir eða þjóðina.
Það er ekkert þar á milli.
Kveðja að austan.
Greindist rúmri viku eftir komuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.