1.7.2020 | 09:00
Þjóðfélag óttans.
Við Austfirðingar sluppum blessunarlega við fyrri Kóvid bylgjuna, það greindist smit uppá Héraði en það var það veikt að það náði ekki að smita okkur ólseigu niðri á fjörðum, enda lifað af Ameríkuflóttann, hafísárin og kvótakerfið.
Þess vegna var allt afslappaðra hjá okkur, við gátum farið útí búð, eða heimsótt aldraða ættingja án þess að óttinn væri förunautur. Vissum eins og er að ef við gættum að persónulegum sóttvörnum að þá væru líkur á smitun hverfandi.
Aðeins suðurfarar mættu tortryggnu augnaráði ef þeir hóstuðu, vinsamlegast beðnir um að halda sig heima þar til ljós kæmi hvort þeir hefðu flutt veiruna með sér úr slömminu.
Við búum ekki svo vel lengur, maður fær kvef, og veislum er frestað.
Veiran er þarna úti, hún var flutt inn, við óttumst hana.
Við óttumst að smita aldraða foreldra okkar, vini og ættingja sem eru viðkvæmir fyrir.
Öll þekkjum við nefnilega fólk í áhættuhópi, og við metum líf þeirra til jafns við annarra.
Við erum ekki haldnir þeirri mannfyrirlitningu og mannhatri sem birtist í sjálfumgleði þeirra sem gera lítið úr faraldrinum og hnýta alltaf við töluna um fjölda látinna, að hinir látnu væru við aldur, eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Við erum fólk og virðum annað fólk.
Í dag vitum við að veiran er þarna úti.
Viljandi vits ákváðu stjórnvöld að flytja hana inn, að endurræsa þannig samfélag óttans.
Okkur er sagt að flestir séu smitberarnir erlendir ferðamenn, og þeir smiti ekki svo mikið inní samfélagið, undir séu aðeins leiðsögumenn, bílstjórar og starfsfólk á hótelum, gististöðum og greiðasölum.
Lungað hvort sem er útlendingar í láglaunastörfum.
Svo tala menn um rasista í fjarlægari löndum.
Meinið er að þetta fólk kemur í búðirnar og posinn smitar, sérstaklega núna á meðan varnirnar eru engar því fólk hélt að landið væri smitlaust, og það yrði svo þar til lækning finnst við drepsóttinni.
Það er líklegasta skýringin á smitinu á Egilstöðum á sínum tíma.
Og hvað sem menn segja þá er alltaf samgangur.
Við vorum bara svo heppin að smitið var ekki það útbreitt að ferðamenn sýktu, bylgjan var bara að breiðast út í löndum þeirra, og þegar hún varð að faraldri, þá var búið að skella í lás og enginn fékk að koma inní landið án undangenginnar sóttkvíar.
Í Evrópu eru vissulega lönd sem hafa náð árangri, en misvitrir stjórnmálamenn keppast um annan þveran að skaða þann árangur, eða leggja hann að velli, með því að opna uppá nýtt fyrir smitleiðir.
Allar fórnir almennings, öll samstaðan, allt til einskis.
Lýðskrumið og heimskan, hefur líkast til náð hæstu hæðum í Bandaríkjunum þar sem afglöpum tókst að telja fólki í trú um að drepsóttir, varnir gegn þeim, fréttaflutningur eða annað þeim tengt, væri í eðli sínu pólitísk, og allt væri hinum að kenna.
Þess vegna var ekki gert það sem þurfti að gera á landsvísu, forysta stjórnvalda er engin, og drepsóttin orðin stjórnlaus, sérstaklega í ríkjum þar sem afneitarar, lýðskrumarar og hálfvitar fara með völd.
Afleiðingin; Dauði.
Heimskan og afglöpin á Íslandi njóta hins vegar þverpólitísks stuðnings, línur nokkurn veginn þær sömu og í orkupakkamálinu.
Á sumt fólk er bara ekki logið.
Hvort við endum eins og þau ríki Bandaríkjanna sem opnuðu of snemma, með stjórnlausa drepsótt, mun tíminn skera úr um.
Það sem við vitum er að afglaparnir hafa náð að endurræsa óttann.
Það er smit þarna og það veit enginn hver er næstur.
Tikk, takk, tikk takk.
Tikk, takk, tikk takk.
Kveðja að austan.
Starfsmannaveislu frestað vegna gruns um smit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 775
- Sl. viku: 5544
- Frá upphafi: 1400301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 4763
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.