Ísland var smitlaust.

 

Laust við veiruna, fólk gat andað léttar og tekið upp eðlilega lífhætti.

Við vorum verulaus, ein örfárra þjóða í heiminum.

 

Núna er sagt, lítið í eigin barm, gætið að hegðun ykkar.

Því við fluttum inn smit, svo við getum viðhaldið þjóðfélagi óttans.

Sáð tortryggni milli fólks, sett hundruð í sóttkví, lokað aftur fólk inni.

 

Það liggur við að manni gruni að þetta sé með vilja gert.

Kveðja að austan.


mbl.is Áminning um að faraldurinn er ekki horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingur með Covid-19 kom frá Bandaríkjunum 17. júní og ekki er hægt að banna íslenskum ríkisborgarum að koma hingað til Íslands. cool

Landamærunum hefur aldrei verið lokað hér alveg vegna Covid-19 og síðastliðna mánuði hefur verið flogið héðan til Bandaríkjanna, Bretlands og Svíþjóðar.

Í þessum þremur ríkjum hafa milljónir manna verið með Covid-19, þar af fjölmargir án þess að vita af því og það gildir einnig um Íslendinga sem hafa verið hér á Íslandi allt síðastliðið ár.

Og Austfirðingar ætla að sjálfsögðu að hætta að flytja út fisk og ál, þannig að þeir séu ekki í nokkrum samskiptum við umheiminn. cool

Þorsteinn Briem, 27.6.2020 kl. 19:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"66. gr. ... Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. ..." cool

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 27.6.2020 kl. 19:55

4 identicon

Rétt Ómar, landið var orðið smitlaust.

Við náðum þeim árangri með því að sinna öll

okkar eigin almannavörnum.

En nánast á sama augnabliki komu upp Rúmena smitin og stór hópur lögreglumanna þurfti að fara í sóttkví.

Þetta var viku áður en íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að hefja innflutning á fleiri smituðum.

Og allt var það með blessan þríeykisins.

Nú er komin upp gamalkunnug staða frá helferðartímanum eftir hrunið, þegar stjórnvöld þess tíma gripu til þess ráðs að sakvæða allan almenning fyrir að hafa valdið hruninu með flatskjár kaupum.

Enn skal almenningur sakvæddur fyrir syndir íslenskra stjórnvalda.

Megi þríeykið hafa skömm fyrir að taka þátt í þessum lúalega leik stjórnvalda.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 20:18

5 Smámynd: Þórhallur Pálsson

"Það liggur við að manni gruni að þetta sé með vilja gert."

Betra væri "Það liggur við að mann gruni að þetta sé með vilja gert."

Kveðja frá málfarsperranum ;)

Þórhallur Pálsson, 27.6.2020 kl. 20:26

6 identicon

Það er rétt hjá Steina Briem að landið var opið að því leyti að stjórnvöld lögðu Icelandair til fé 

"til að tryggja lágmarkssamgöngur við landið".

Það tragikómíska er að þau völdu Boston, London og Stokkhólm.

Og annað hitt að 14 daga sóttkví var svo slælega fylgt, að rúmenskt þjófagengi kom frá London og smitaði fjölda lögregluþjóna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 21:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Steinar mínir tveir, þið eruð ágætir eins og þið eruð, passið samt ef þið deilið sama búknum, að fara ekki að slást.  Sá það einu sinni í bíó, var reyndar bráðfyndið, en ekki víst að það sé gott fyrir heilsuna.

Þórhallur, sjálfsagt rétt, en stundum er ég ekki fyrir rétt málfar.

Og Símon Pétur, mikil er sekt okkar almúgans, við verðum sjálfsagt bæði fljótlega settir í einangrun og sóttkví.

Jafnvel með Steinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.6.2020 kl. 21:35

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ísland var ekki og veður aldrei smilaust.

Guðmundur Jónsson, 28.6.2020 kl. 00:34

9 identicon

Sæll Ómar.

Ekki þarf að fara neinum orðum
um meginefni pistils þíns því
gera má ráð fyrir að flestir sjái
hvað er við sig.

Ekki alls kostar ánægður
með leiðréttingu á orðfæri þínu.

Orðið maður í þessari merkingu,
sbr. one í ensku og Mann í þýsku
svo tekin séu dæmi, fer ekkert sérlega vel á
og í raun ekki annað en málfarsýti.

Best er að umorða setninguna eða
nota beygingu persónufornafnsins ég. (1.p et.)

Í svo gildishlaðinni setningu sem um er að ræða
fer best á að nota viðtengingarhátt.

Getur verið rétt sem mig grunar,að þetta sé með vilja gert?

Þeir sem hafa siglt höfin 7 myndu ef til vill segja:

Getur verið sem mig grunar, að hér liggi fiskur undir steini?!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 02:55

10 identicon

* málfarslýti átti að standa þarna!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 02:57

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það fækkaði ekki nægjanlega mörgum gömlum!?

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2020 kl. 03:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ef þú vilt halda þig útí haga með kúnum þá væri stíll að mæta hér nöldrandi um að þú skiljir ekki þetta vesen allt, útaf veiruskratta sem er meinlausari fyrir flesta en venjuleg flensa, og er vart mannskæðari en slæmt kvef, allavega eins og gigtveikur leigumorðingi í göngugrind, miðað við einn í fullu fjöri, ef ætti að líkja henni við venjulega flensu sem drepur milljónir, drepur milljónir, þetta grey aðeins 500.000.

Allt samkvæmni vantar í málflutning þinn.

Enginn Steinn í þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 10:36

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Húsari góður.

Manni stendur ekki alveg á sama þegar maður fær svona yfirhalningu, en ég get fullvissað þig um að enginn fiskur liggur undir steini í þessum pistli mínum eða orðfæri.

Ég vann lengi með Manna í saltfisknum á sumrin í gamla daga, en hvort það væri því að kenna að mér var töm sú málfarssýki að segja "Manni er ekki alvega sama um þetta", í stað ambögunnar "Mann er ekki sama um þetta", veit ég ekki, en svona var þetta nú bara.

Varðandi alla þessa hætti, viðtengingar, orðasýkingar, enskuskot og annað þá er það bara svo að pistlar mínir þurfa að vera mjög stuttir til að allur pakkinn komi ekki fyrir í þeim, sem og margt annað sem ég nefni ekki.

Ég hef aldrei verið ritfær, ég er maður hins talaða orðs, og oftast flæðir það óhindrað í pistlum mínum, þó einstaka sinni staldra ég við og vanda mig, ég gat alveg skrifað kórréttar ritgerði vantaði mig plúss á A-ið, en það var alltaf skelfing kvöl og pína, tók svo langan tíma. 

Tíma sem skemill eins og ég hef ekki í þessu bloggumhverfi.

En þér til heiðurs, þá umorðaði ég eina setningu mína í andsvari mínu til Guðmundar hér að ofan, held að hún sé kórrétt.  Allavega betri en fyrsta útgáfan sem gat alveg verið hraðþýðing úr ensku máli.

Hins vegar er ég sammála skáldinu sem sagði að tungumálið væri þjónn, ekki húsbóndi.

Sumt í enskri tungu er þjálla en í íslensku, og ef þú ert að fanga hugsun, þá er betra að koma henni á blað, þó einhverjar málfarsreglur séu brotnar, orð nýmynduð eða annað. 

Hinsvegar, svo ég loki þessu máli mínu, þá hef ég yndi að lesa texta góðra íslenskumanna, og ég bý svo vel að eiga nágranna sem segir frá á svo góðri íslensku, enda af skáldum kominn bæði í móður og föðurætt, að ef þú skrifaðir niður, þá yrði fátt leiðrétt, og flestir sammála um að á köflum væri textinn á við bestu bókmenntir.

Það er auður í slíku máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 10:57

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helga.

Kannski, eða það liggja völd í samfélagi óttans.

Eða það sem er líklegast, hreinn óvitaskapur sem sóttvarnaryfirvöld létu því miður teyma sig út í.

Vonum samt hið besta, en að eyðileggja fótboltann, það er ófyrirgefanlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 10:58

15 identicon

Sæll Ómar.

Þakka þér fyrir svarið.

Enginn dottar yfir svo mergjuðu orðfæri
sem þínu þar sem ósjaldan sýður á keipum!
Ekki þarf að orðlengja um þá vá sem er fyrir dyrum.

Ég gerði engar athugasemdir við pistil þinn
heldur við þá "leiðréttingu" sem gerð var
við eina málsgrein í texta þínum og kom með
tillögur til úrbóta á "leiðréttingunni" og
þeirri setningu sem um var rætt.

Ein tillagan var að í stað margumræddrar málsgreinar kæmi:
Getur verið sem mig grunar, að hér liggi fiskur undir steini?!

Það snéri vitaskuld ekki að þér eins og þér má vera ljóst núna.

Mér hefur alltaf fundist þú prýðilega ritfær
og það er hressilegur andblær sem svífur þar jafnan yfir vötnum.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 12:32

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Eigum við ekki að segja Húsari góður að skemillinn hafi gripið gæsina eins og svo oft áður og viljað koma að setningunni, "Manni stendur ekki á sama", hún þurfti samhengi.

Ítreka samt að ég virði mjög gott íslenskt mál, tel það auðlegð sem er óendanlega mikilvæg örþjóð langt norður í ballarhafi, handan siðmenningar og byggilegra búsvæða.

Og viðurkenni fúslega að málfarsráðunautur þyrfti yfirvinnu ef hann legðist yfir pistla mína.

Oftast er þetta óvart, stundum viljandi eins og með hann Manna, og Húsari góður, aðhald þess sem betur má fara er alltaf góð lesning, les slíkt sjálfur.

Breytir því samt ekki að ég er maður orðsins.

Og augnabliksins.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 12:52

17 identicon

Húsari, með fullri virðingu þá má ég til með að leiðrétta þig þegar þú skrifar:

"Orðið maður í þessari merkingu,
sbr. one í ensku og Mann í þýsku..."

Í þessari merkingu er þýzka orðið ekki nafnorðið "Mann" heldur orðið "man" sem oft er notað í stað þolmyndar. Þessi orðnotkun er komin inn í dönsku ("man") frá þýzku og inn í íslenzkuna ("maður") úr dönsku.

Dæmi: "one man goes" ("einn maður fer") er á þýzku "ein Mann geht",

en "one goes" eða "you go" (maður fer" eða "menn fara") er á þýzku "man geht", ekki "Mann geht"

Kveðja frá málfræðilöggunni.

Stefán (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 16:03

18 identicon

Annars varðandi kínversku veiruna Covid-19, þá álíta margir að núverandi faraldur sé prófsteinn á það hversu langt yfirvöld geta gengið við að svipta almenning frelsinu. Því að ekki vantar stjórnmálamenn (og -konur) sem heimta að allt frelsi sé skammtað, þ.m.t. tjáningafrelsi og ferðafrelsi.

Stefán (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 16:10

19 identicon

Sæll Ómar.

Aðalatriðið er að enskan rati ekki
fyrirhafnar- og viðstöðulaust inn í íslenskuna.

Mætti málfræðilöggan huga að því næst!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 17:00

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Jónas var fyrsta málfræðilöggan, hans hlutverk seint ofþakkað.

Hér á Moggablogginu söknum við Eiðs Guðna, hann vann þarft verk.

Ég hef oft stytt mér leið að nafnorða sagnir uppá ensku, stundum finnst mér það virka ágætlega, oftar kannski ekki.  Verra er með ensku setningaskipunina, hún er lúmsk, líkt og sú danska sem Jónas slóst við í árdaga.

Málalöggur eru góðar löggur að mínum dómi, svona á meðan þær fatta takmarkanir sínar, telji sig ekki upphaf og endir neins.  Öll munum við, sem erum fædd á síðustu öld, nær miðbiki hennar en lok, hina frægu grein sem barnaskólakennari skrifaði (Um Sjálfstætt fólk, en lesið var í skóla), og taldi sig hafa hæfni til að leiðrétta skáldið.

Vissulega braut skáldið hinar opinberu miðstýrðu starfsetningarreglur, en fátt annað, auðgaði hinsvegar málið og bætti.  Líkt og annað skáld seinna meir, það var sigur íslenskunnar þegar Megas fékk verðlaun Jónasar.

Svo ég dragi kjarnann saman, um lifandi mál er deilt, en dautt mál lýtur boðvaldi hinnar miðstýrðu reglu.

Og ef þú skyldir ekki vita það Húsari góður, þá eru vel skrifaðir pistlar uppá Héraði, af steypumeistara.

Hér á Moggablogginu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 18:19

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stefán.

Sóttvarnir snúast ekki um frelsi, heldur varnir lífsins.

Þá hvöt að vilja lifa af.

Misnotkun þeirra varna er hins vegar annar handleggur, líkt og þegar menn blása upp ógn af geðvillingum sem þeir kenna við hryðjuverk, til að læsa inni borgarleg réttindi.

Frægasta dæmi þar um er eftirmálar brunans sem kenndur er við þinghúsið í Berlín.

Breytir samt ekki kjarnanum, líf sem ver sig ekki, líf sem ekki verst, það er líf sem deyr í samkeppni lífvera.

Einföld staðreynd sem þarf ekki að ræða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2020 kl. 18:23

22 identicon

Staðreyndin er samt sú, að aldrei áður hefur veirufaraldur verið (mis)notaður eins rækilega í pólítískum tilgangi og Covid-19, ekki sízt í Bandaríkjunum, þar sem Democratar rembast eins og rjúpan við staurinn og hafa ekki gert neitt gagn sl. 4 árin. Og heldur ekki átta árin þar á undan. Sama í Bretlandi þar sem tapsára stjórnarandstaðan notar hvert tækifæri til að ráðast á Boris Johnson með faraldurinn sem fyrirslátt.

En ég er ánægður með að við hér á landi sluppum við móðursýkina og ofbeldið sem hefur einkennt faraldurinn vestan hafs og austan.

Stefán (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 01:09

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Skil ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2020 kl. 06:55

24 identicon

Sæll Ómar.

Hafðu sæll minnst Halldórs og stafsetningar hans!

Heil kynslóð ólst upp við það að hata
Halldór Laxness vegna þessa.

Þeir sem sáu um kaup til bókasafna, og
þá sérstaklega úti á landi, gátu komið því
þannig fyrir að ekki var til ein einasta
bók eftir skáldið á þessum söfnum.

Ekki var nú þetta flóknara en svo að
í megindráttum fór Halldór sínar eigin leiðir
hvað varðaði reglur um -ng og -nk.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 12:07

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hann sigraði, það er Skáldið.

Hafi einhver efast, þá hefðu menn átt að hlusta á hláturinn sem sló þrumum við, í hornherberginu á Nesgötunni, þegar Eiríkur Karlsson, fól mér það verkefni að lesa Heimsljós.

Ég beið þess ekki bætur, ég hafði lesið Skáldið.

Eiríkur lét mig líka lesa Þorberg, og ekki bara draugasögur hans, á sautjánda ári, þá var maður eins og svampur, maður las til að skilja, allavega hætti ég að ofnota "Svo" en "Og-ið" kannski ekki.

Ég virði málið, ég virði reglur, en ég virði líka sjálfstæði þess og sköpun.

Ítreka enn og aftur, viðurkenning til handa Megasar, var sigur íslenskunnar, að tungumálið væri lifandi.

Þannig séð Húsari minn ert þú betri í íslensku en ég, en ég er samt betri en ég var áður en mér var bent, eða leiddur inná lendur meistarana.  Hef allavega lágmarksþekkingu til að skynja ambögur hins talaða orðs, og reyni oftar en hitt að leiðrétta mig.

Efa ekki að þú hugsir svipað, til ritað orðs skal vandað, sem og talmáls.

Tungumálið er vissulega þjónn, en við eigum öll að virða þann þjón, samt eftir getu og þekkingu, sá sem veit meira, og getur meira, hann á að leiða með fordæmi, ekki aðfinnslum.

Stöðumælaverðir eru samt nauðsynlegir.

Oftast vitum við upp á okkur skömmina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2020 kl. 15:57

26 identicon

Sæll, Ómar.

Hvað er það sem þú skilur ekki? Að veirufaraldurinn hafi verið notaður í pólítískum tilgangi?

Stefán (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 21:45

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, að hann komi pólitík nokkuð við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.6.2020 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband