28.3.2020 | 10:43
Það fannst einn sem þorði.
Að benda á hinn nakta keisara.
Sem hafnar staðreyndum, hafnar vísindum og leyfir vinstri höndina að laumast til að skemma það sem sú hægri af myndarskap byggir upp af vörnum gegn vágestinum sem var viljandi leyft að dreifast um samfélög okkar.
Viljandi, feisum það því sóttvarnaryfirvöld neituðu að loka á smitsvæði, sögðu að það væri ekki hægt, of mikið rask eða eitthvað.
Svo var lokað þegjandi og hljóðalaust nema erlendir ríkisborgar fengu að dreifa smiti og fá enn nema faraldurinn hefur því sem næst stöðvað flæði þeirra.
Ekki íslensk sóttvarnaryfirvöld.
Það veður að halda þessari sögu til haga þar til hún er viðurkennd, því sá sem viðurkennir mistök sín, reynir að bæta úr þeim með því að verða ekki á sömu mistök.
Rannsóknir frá Kína sýna að smituð en einkennalaus leik og grunnskólabörn smita, jafnt starfsmenn sem fjölskyldu sína.
Þar er smitleki sem verður að loka.
Að loka af ósmituð svæði virðist virka í Kína, og hefur virkað í gegnum söguna þar sem smit berst á milli með fólki og menn hafa stjórn á leiðum inn og út.
Ég hef fyrr spurt af hverju er ekki hægt að vernda Raufarhöfn fyrst það var hægt með Peking og ég get líka spurt, af hverju er erfiðara að verja Þórshöfn en Shanghai.
Og ég ítreka, að sá sem valdið hefur og neitar ósýktum svæðum um vernd, hann ber ábyrgðina ef einhver sýkist og deyr.
Hann og enginn annar.
Vonandi fær Vilhjálmur vitiborna umræðu í sóttvarnarráði þar sem almenningur fær að heyra rökin með og á móti.
Þá fær þjóðin kannski skýringu á þessu 1 til 1,5 ári sem sóttvarnarlæknir segir að þurfi að halda smiteinangrun til að hún virki.
Whuan var opnuð eftir 60 daga, og þó það sé mikið framboð af heimsku í Hjarðhegðuninni, þá er jafnvel fyrir hana erfitt að teygja 60 daga uppí 365 daga, hvað þá yfir 500.
En Kína lokar á smit frá sýktum svæðum, og þannig verður það þar til lækning finnst.
Það að leyfa fólki að deyja líkt og var meðvituð ákvörðun sóttvarnaryfirvalda Evrópusambandsins 28. feb þó hún væri kölluð því fína nafni að ekki væri hægt að loka landamærum á tímum hins frjálsa flæðis, var of skelfilegt í augun kínverskra stjórnvalda eftir að þau áttuðu sig á alverleik kórónuveirunnar.
Hér gömblum við með hana.
Spilum rússneska rúllettu með líf fólks.
Eins og mannslíf séu ekki þess virði að berjast fyrir.
Mál er að linni.
Hafi Vilhjálmur þökk fyrir kjark sinn og hugrekki.
Kveðja að austan.
Vill kalla sóttvarnaráð saman til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viljálmur Arason læknir á hrós skilið fyrir að gera það eðlilega að krefjast þess að sóttvarnaráð sé kallað til ákvarðanatöku.
Víðir hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sagt að honum þyki gagnrýni betri en hrósið.
Nú reynir á hvort Alma og Þórólfur vilji bara hrósa sér, eða hlusta á réttmæta beiðni Vilhjálms um að sóttvarnaráð verði kallað saman.
Það er enginn yfir gagnrýni hafinn, það viðurkenndi Víðir, en hafa Alma og Þórólfur nægilega andans stærð til að viðurkenna það? Þar liggur efinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 12:43
Þar liggur efinn Pétur, þar liggur efinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 13:25
Sammála þér Ómar. Vonum að það fari að koma eitthvað vitrænt frá þeim en það þarf að bregðast skjótt við því tíminn er að renna frá þeim. Allir fjórðungar komnir með smit en mismikið þó.
Ágúst Kárason, 28.3.2020 kl. 13:30
Úr frétt Mbl.is 25.03 þar sem rætt var við Atla Árnason um viðbrögð sóttvarnaryfirvalda vegna beiðna lækna á Norðausturhorninu um að fá að loka svæðinu af fyrir smiti.
Erindið var tekið upp á samráðsfundi aðgerðastjórnar almannavarna sem sátu lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Erindinu var hafnað.
Í svari sem barst við erindinu er það mat sóttvarnarlæknis að lokun þjóni ekki tilgangi fremur en að loka landinu öllu. Það fresti frekar vandanum en leysi hann. Bent er á að fræðilegar niðurstöður á lokun landsvæða eða landa skili ekki tilgangi nema ef lokunin er algjör eða a.m.k 99% lokun fyrir allri umferð í einhverja mánuði eða ár. Jafnvel í slíkum tilfellum mætti búast við faraldri á svæðinu einhverjum vikum eða mánuðum síðar.
Hegðun veirunnar til lengri tíma óreynd
Atli gefur lítið fyrir þessi rök og segir þau ekki halda. Hann segir að sóttvarnalæknir sé um leið þá líka að segja að varnarhugmyndir þeirra fyrir fólk í áhættuhópum á t.d. hjúkrunarheimilum haldi ekki heldur. „Hversu lengi þarf að vera sjálfstætt sóttvarnaumdæmi. Því er sjálfsvarað. Það verður hægt að opna á sama tíma og sóttvarnarlæknir blæs af viðbrögðin innanlands almennt. Hann veit ef til vill hvenær það verður?“ segir hann.".
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 13:34
Blessaður Ágúst.
Ég held að við séum fallin á tíma með smitdreifinguna, alla vega hér fyrir austan. Þó mætti ennþá verja Norðaustur hornið, tíðin er búin að vera slæm og sýktir ferðamenn fáir á ferðinni.
En það þarf samt að þétta lekann.
Skera á smitleiðir sem ennþá eru opnar.
Það er til lítils fyrir fólk að virða allar smitvarnir á heimilum og á vinnustað, en hitta svo allar pestargemlinganna í leikskólanum.
Ég veit það ekki, ég varð allavega ekki var við það þegar strákarnir voru á þessum aldri að leikskólinn hafi verið pestarfrír, og ég held að enginn hafi þá sögu að segja.
Eins og mætur maður sagði; Af hverju halda Íslendingar að þeir séu öðruvísi en Ítalir??
En hann vissi náttúrulega ekki að vitringunum þremur, Ölmu, Víði og Þórólfi.
Blessun okkar að þau eru ekki ítölsk.
Eða þannig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 14:29
Sæll aftur Ómar karlinn,
Ég er sammála þessum dr. Vernon Coleman hérna, og þú ættir endilega að hlusta á hvað hann hefur að segja, sjá hérna myndband:
Coronavirus scare the hoax of the century
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 15:11
Blessaður Steini minn.
Gætir þú ekki haldið spjalli okkar á einu þræði, annað er eiginlega spam, og það er svona veira út af fyrir sig.
En ég veit alveg hvernig samsæriskenningar virka og hverjir fóðra þær.
Svo ég ítreka þá er það ekki gott fólk sem fóðrar þessa. Eina spurningin er hvort þetta sé yfir höfuð fólk, það er hvort það sé mennskt.
Er svona ennþá að velta fyrir mér hvort þú sért úr þeim ranni, veit ekki svarið ennþá, spons er líka leið til að sjá fyrir sér og sínum.
En á öðrum þræði benti ég þér á hvað þú þyrftir að sýna fram á til að fullyrðingar þínar væru annað en fullyrðingar. Svona svo við kæmust áfram með umræðuna.
Svarið er ekki að vísa í annan link þar sem það sama er fullyrt, jörðin er ekki 4.000 ára gömul þó sá sem heldur því fram, þvert gegn þekktum staðreyndum, svari mótrökum staðreyndanna með því að vitna í annan og svo annan og svo enn annan biblíufræðinginn.
Svoleiðis virkar ekki rökræða Steini minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.