Hvaða þekking liggur að baki þessarar fullyrðingar??

 

Hafa börnin verið rannsökuð, er vísað í erlendar rannsóknir.

 

Jú segir sóttvarnarlæknir; "enda sýna rann­sókn­ir hér á landi og á hinum Norður­lönd­un­um að smit hjá börn­um er fátítt.".

En hverjar eru þær rannsóknir, hvers eðlis eru þær, og er hægt að fullyrða um smit út frá þeim??

Er sjúkdómurinn það langt genginn á Norðurlöndum miðað við löndin við Miðjarðarhaf, sem sannarlega tilkynntu smit fyrr en Norðurlönd, eða hefur eitthvað það verið á Norðurlöndum rannsakað með vísindalegum hætti sem gengur gegn niðurstöðum vísindamanna í Austur Asíu??

 

Í Nature má þetta lesa;

"Many scientists fear that this might also have led to an underestimate of kids’ susceptibility to the virus. A study of more than 700 infected children in China found that 56% had mild or no symptoms6. If the findings hold water, urgent measures are needed to curb mild and asymptomatic cases that are fuelling the pandemic, researchers say.

They call for closing schools, cancelling public gatherings and generally keeping people at home and out of public spaces. ". https://www.nature.com/articles/d41586-020-00822-x

 

Yfir helmingur sýktra barna í Kína voru með lítil eða engin einkenni. 

En smita og því er mikilvægt að loka strax skólum.

Eitthvað sem yfirvöld í Hong Kong gerðu strax, gert fljótlega í Japan þegar rannsóknir gáfu þessar vísbendingar.

En hérna er látið eins og þetta séu fréttir frá mars.

 

Þrátt fyrir að allar spár, eins hógværar og þær hafa verið, hafi reynst verið rangar.

Og miðað við fréttir kvöldsins, er Ítalíuástand yfirvofandi í heilbrigðiskerfi okkar.

Sjúklingar hrannast inn, margir fárveikir.

Eitthvað sem var aldrei viðurkennt þegar sóttvarnaryfirvöld þverkölluðust við að loka á smitleiðir inní landið.

 

Það er gert í dag þegar landið er smitað.

En af hverju var það ekki gert þegar faraldurinn lá fyrir, smitleiðir þekktar en við sjálf ósýkt??

Jú, þá var ekki talin ástæða til að óttast, eða eins og hin fleygu orð sóttvarnarlæknis voru, ef ekkert er að gert, mun heildarfjöldi smita vera um 300, þar af 10 sem verða alvarlega veikir og þurfa á gjörgæslu.

 

Þvílíkt kjaftæði út frá raunveruleikanum sem blasti við.

Öllum augljóst nema sóttvarnaryfirvöldum og hjörðinni sem kennir sig við heimskuna.

Enda hefur raunveruleikinn síðan sagt, Íslendingar eru ekkert öðru vísi en aðrar þjóðir, ef smitleiðir eru ekki rofnar, þá sýkist þjóðin, fyrst vægt, svo versnandi, loks verður lítt eða ekkert við ráðið.

Í dag erum við mitt á milli þess að lítt eða ekkert verður við ráðið.

Og gjald heimskunnar er illa veikt fólk, og deyjandi fólk.

 

Samt læra menn ekkert.

Smit á Borgarnesi, smit á Húsavík, smit í skólum í Reykjavík, rannsóknir um einkennalaus smit í börnum á leikskólaaldri í Kína, ekkert af þessu mun eiga við Reykjavík.

Það segja ónefndar innlendar rannsóknir sem og rannsóknir frá Norðurlöndum, löndum sem eru ennþá á fyrsta stigi faraldursins þar sem veirunni var leyft að dreifast stjórnlaust, en hún er ekki ennþá komið á annað stigið, að hún sé farin að drepa í hrönnum líkt og á Ítalíu og Spáni.

Vantar svona 5-15 daga uppá það, og eftir þann dauðafaraldur, er eitthvað hægt að fullyrða um smit í leikskólum og grunnskólum.

 

Samt er leikið sér að eldinum.

Samt vita menn að það er lífsnauðsynlegt fyrir samfélagið að heilbrigðisstarfsmenn, löggæsla og aðrar stéttir sem koma beint nálægt vörnum þjóðarinnar sem og að halda grunnstarfsemi gangandi, þurfi ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum að degi til, að það séu opnir leikskólar og grunnskólar fyrir þetta fólk.

Af hverju er þá verið að auka hættuna á að utanaðkomandi smit loki öllu, fyrir alla.

Sem og að þó fyrirtæki og almenningur gæti mjög að smitvörnum með fyrirbyggjandi ráðstöfunum, þá er það til lítils að börnin reynist síðan vera einkennalaus smitberar.

 

Þetta er ekki einleikið.

Mistök á mistök ofan.

Rangar ákvarðanir út frá röngu mati.

Aftur og aftur, endalaust.

 

Sem er sárgrætilegt því það er svo margt vel gert.

Bæði hjá sóttvarnaryfirvöldum, hjá fyrirtækjum og almenningi.

 

Miðað við það ættum við að vera á pari við Taivan eða Hong Kong.

Fá smit, litlar líkur á smiti fólks í áhættuhópum.

Og þá vikur í gjörgæslu, hvað þá andlát.

 

Sem við erum ekki.

Út frá röngum ákvörðunum.

Síendurteknum.

Og enginn er lærdómurinn.

 

Sem er alvarlegast

Það er enginn lærdómur.

Á tímum sem kenndir eru við dauðans alvöru.

 

Og mannslíf eru undir.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekkert leikskólabarn í Reykjavík með COVID-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mannslíf,? Já gamalmenna,það er svolítið undirlyggjandi og í dag les maður að ítalskt heilsugæslu og læknalið verði að fara að velja í liðið eins og landsliðsþjálfarar. Gróft er skapið og verður ekki sefað,en kannski setur þú ofaní við mig? Ég gerði 50% vitleysur í dag sem bitnaði ekki á öðrum en mér;- gramdist samt,það er lag á mannni,Mb.kv.     

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2020 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar karlinn, 

"Þrátt fyrir að allar spár, eins hógværar og þær hafa verið, hafi reynst verið rangar.

Og miðað við fréttir kvöldsins, er Ítalíuástand yfirvofandi í heilbrigðiskerfi okkar.."

Fyrirgefðu en ég er hættur að kaupa allar þessar fréttir á okkar hérna fake mainstream media RÚV, er þú treystir svona algjörlega á. Í þessu sambandi þá fer ég eftir því sem að dr. Pietro Vernazza læknir segir varðandi Covid 19 tilfelli á Ítalíu.  

 "We have reliable figures from Italy and a work by epidemiologists, which has been published in the renowned science journal Science, which examined the spread in China. This makes it clear that around 85 percent of all infections have occurred without anyone noticing the infection. 90 percent of the deceased patients are verifiably over 70 years old, 50 percent over 80 years.

"In Italy, one in ten people diagnosed die, according to the findings of the Science publication, that is statistically one of every 1,000 people infected. Each individual case is tragic, but often similar to the flu season it affects people who are at the end of their lives."

Image may contain: possible text that says 'Yesterday at 9:48 PM Ok, Patriots so I'm watching the movie UNLOCKED Showtime and this pops up of coffins up and guess where I saw that exact picture... from our MSM telling us that this is ITALY right now because of COVID 19 virus!! This movie was made in 2017! It's on Showtime right now! This that you trust the Media!!! The on the left is our MSM and the pic on the right is the MOVIE!! FURIOUS!! Wi-Fi YPN 9:37 PM CTVNews Visit'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 01:05

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 01:11

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

"Italy is known for its enormous morbidity in respiratory problems, more than three times any other European country. In the US about 40,000 people die in a regular flu season and so far 40-50 people have died of the coronavirus, most of them in a nursing home in Kirkland, Washington....In every country, more people die from regular flu compared with those who die from the coronavirus." Dr Yoram Lass 

 

Image may contain: 1 person, closeup and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 01:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Ég útskýrði fyrir þér rökvilluna í öðrum þræði, en ég get alveg endurtekið hana í styttra máli ef svo ólíklega vildi til að hér slysaðist einhver inn sem tæki mark á þessu rugli.

Fólkið í áhættuhópunum, sem er aldur og undirliggjandi sjúkdómar, dó vegna þess að það fékk veiruna, ekki vegna þess að það var í áhættuhópunum.  Hefði það ekki fengið veiruna þá væri það ennþá lifandi, og í áhættuhóp.

Hin rökvillan fyrir utan vitleysuna að segja að þetta sé flensa, er sú að þú berð ekki saman dánartíðni vegna faraldurs sem fær að fara óhindrað um samfélagið nema að það er reynt að bólusetja gegn honum, og faraldurs  sem er heftur með ýtrustu sóttvörnum.  Ef sænsk stjórnvöld hafa úthald í að láta hann smita þjóðina, þá fáum við dánartölu til að bera saman við.

Ég ætla samt að hrósa þér fyrir að hafa ekki komið með þau gagnrök að ekki sé að marka fréttamyndir frá bráðadeildum ítalskra spítala, þetta séu allt leikarar, maður veit aldrei hvar mörk dómgreindarleysisins liggja.

Síðan vil ég benda þér á það að ég hætti að nota Ruv sem fréttamiðil í miðri ICEsave deilunni, skil ekki svona tuggu, það er eins og að þeir sem tyggja hana haldi að við lifum þá tíma þegar gamla gufan var ein um bylgjurnar og blöðin endurbirtu svo fréttaskeyti frá Reuter.

Hins vega lét ég þig njóta vafans Steini, að þú sökum ástar þinnar á óvenjulegum sjónarhornum, hafi yfirsést rökvillurnar í ákafa þínum.

Núna er það ljóst í mínum huga að þú ert sponsaður og vinnuveitendur þínir eru ekki gott fólk.

Er ekki ennþá búinn að móta mér skoðun á hvað það segir um þig.

Það skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 13:56

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Já það er undirliggjandi, að þetta fólk muni hvort sem er deyja.

Fyrir utan siðleysið og ómennskuna þá er þetta bara ekki rétt, veiran er óvinur sem er að finna sér leiðir framhjá varnarkerfi mannsins, hver stökkbreyting virðist gera hana illvígari, við vitum ekki hvenær sú stökkbreyting verður sem nær að smita yngra fólk af lungnapestinni.

Sem og að það fær margt yngra fólk lungnapestina, og það nær sé aðeins með hjálp læknavísindanna, þess vegna eru smitvarnir svona mikilvægar, og þetta er það sem íslensk sóttvarnaryfirvöld gera sér grein fyrir.

En þau súpa dálítið seyðið að því að hafa gert lítið úr alvarleikanum í upphafi, orð Þórólfs um 300 smit ef EKKERT væri að gert, hefðu átt að kosta manninn starfið, það voru skýr skilaboð útí samfélagið um að við þyrftum ekki svo mjög að óttast, því við værum á fullu að rekja smit og fækka þessum versta möguleika.

Niður í hvað??, 200 smit, 150 smit???, það var þetta sem lág í orðunum, og hvernig var hægt að ætlast til að fólk tæki þetta alvarlega þegar sóttvarnaryfirvöld gerðu það ekki.  Og svo var stanslaust sagt að sóttin væri meinlítil nema fyrir eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Sem var þá fólkið á dauðalistanum en aðrir í þokkalegum málum.

Auðvitað er þetta ekki sagt í dag, en þegar þú ert búinn að smita þjóðina af andvaraleysi og siðleysi dauðalistans sem ennþá endurrómar sterkt til dæmis hér á Moggablogginu, þá er erfitt að fá fólk til að skilja hina dauðans alvöru, og að hún snúi líka að því.

Við gerum öll vitleysur, aðalatriðið er að læra af þeim.

Fáum sem betur fer oftast tækifæri til þess.

En það er búið að ákveða að sýkja þjóðina og við erum á hnífsegginni hvort við höfum stjórn á því, eða séum að missa stjórnina.

Af hverju halda Íslendingar að þeir séu eitthvað öðruvísi en Ítalir? spurði góður maður með margfalt meiri menntun og reynslu en allt íslenska sóttvarnarteymið samanlagt.

Og við svörum brosandi, það er vegna þess að við höfum Þórólf og Ölmu.

Sem vissulega hafa gripið hraustlega til varnar, loksins þegar það var gert.

Hvort það var of seint, hvort það var nóg, á eftir að koma í ljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 14:15

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar karlinn,

Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er EKKI bara í áhættuhóp varðandi Covid19, heldur varðandi marga aðra sjúkdóma, en það gleymist alltaf að minnast á það allt saman, nú og af hverju er ekkert talað um það í öllum þessum líka sérstaka áróðri?

Eins og gefur að skilja þá er þetta fólk einnig í áhættuhóp hvað varðar árlega flensu, þú

Það eru fleiri, fleiri læknar á því að þessi Covid- veira sé bara ALLS EKKI verri en árleg flensa eða flensu-veira?


"Italy is known for its enormous morbidity in respiratory problems, more than three times any other European country. In the US about 40,000 people die in a regular flu season and so far 40-50 people have died of the coronavirus, most of them in a nursing home in Kirkland, Washington....In every country, more people die from regular flu compared with those who die from the coronavirus." Dr Yoram Lass

Image may contain: one or more people, eyeglasses, text and closeup

Þetta hérna fyrir ofan er eitthvað sem þú ættir að athuga?

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 14:52

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Til að renna stoðum undir þessar fullyrðingu þá þarftu margt.

Í fyrsta lagi að sýna fram á alheimssamsæri um að sóttvörnum sem er beitt séu blöff.

Í öðru lagi samsæri einstakra ríkja um að falsa dánartölur þar sem sóttin fékk að dreifa sér fyrir sóttvarnir.  Fullyrðing gervipersónu sem kallar sig dr. Yoram Lass er ekki sönnun gagnvart beinhörðum staðreyndum eins og til dæmis þessum sem má finna á Worldometersinfo;

"46 doctors have died to date (with 4 additional deaths today). 6414 health workers have tested positive.

Italy: in the city of Bergamo, there were 108 more deaths in the first 15 days of March this year compared to 2019 (164 deaths in 2020 vs. 56 deaths in 2019) according to the mayor of the city Giorgio Gori. During this period, 31 deaths were attributed to the coronavirus (less than 30% of the additional deaths this year) ".

Og í þriðja lagi þarftu að sýna nöfn leikarana sem leika ítalska sjúklinga og lækna á þá fölsuðum fréttamyndum og hver borgar þeim, og þá í hvaða tilgangi.

Þetta gerir þú ekki Steini og þá hlýt ég að velta því fyrir mér hvort gott sé uppúr þessu að hafa.

Engar aðrar skýringar dettur mér í hug Steini minn.

Keðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband