Hin látna var með önnur undirliggjandi veikindi.

 

Sjaldan hef ég lesið eða heyrt í fréttum eins mikla gjaldfellingu á mennskunni og þessi orð sem fylgdu sorgarfrétt gærdagsins um fyrsta andlátið af völdum kórónaveirunnar.

Hvað kom það málinu við??, átti hún þá ekki sama rétt til lífs og við hin??

 

Mér varð hugsað til föður míns sem barðist fyrir lífi sínu á gjörgæslu Landspítalans eftir alvarlegt hjartaáfall og okkur var sagt að mjög ólíklegt væri að hann lifði það af.

En það var ekki tekið á móti honum í þetta skiptið, honum var sagt að fara til baka, hann ætti erindi sem hann þyrfti að sinna.  Og erindið var að passa strákana mína, tæplega eins árs, en ég var lítt nothæfur sökum alvarlegra bakveikinda.

Þrátt fyrir að vera með tæplega hálfan hjartavöðvann ónýtan eftir slagið, þá gerði gamli maðurinn það með sóma og átti 11 góð ár í viðbót þó reyndar síðustu 2 ár hefðu verið honum erfið heilsulega, en brosið sem hann gaf börnum og sérstaklega barnabörnum fór aldrei, "hvernig hafa strákarnir mínir það" var það sem hann spurði mig þegar hann komst síðast til meðvitundar þegar ljóst var í hvað stefndi.

 

Hefði pabbi minn fengið kórónuveiruna á þessum góðu og gjöfulum árum, þá hefði þulan um undirliggjandi veikindi verið lesin upp, eins og það réttlætti á einhvern hátt dauða hans.

Og vegna þess að veiran er talin ógna aðallega eldra fólki og fólki með þessi undirliggjandi veikindi, þá var þjóðinni viljandi leyft að smitast með þeim orðum að ekki þýddi að skera á smitleiðir

Því veiran virti ekki landamæri.

En eftir að þjóðin var orðin sýkt, þá var alveg hægt að loka á sýkt svæði eða setja fólk í 14 daga sóttkví við heimkomuna, en ekki fyrr en hún var orðin sýkt.

 

Ef frá eru taldar örþjóðir eins og San Marínó og Andorra þá höfum marga undanfarna daga verið sýktasta þjóð heims, eftir smit gærdagsins eru þau orðin 2.199 per milljón íbúa sem er 40 sinnum meira smit en skráð er í maurabúinu Kína. 

Og þar er farsóttin í rénum, en hjá okkur, magnast hún með hverjum deginum.

Þeir sjá fyrir endann á faraldrinum en við höfum ekki hugmynd um hvenær óttanum verði úthýst hjá okkur.

 

Á þessu eru skýringar, innanmein sem kallast hroki og sjálfsbyrgingaháttur fólks sem tók meðvitaða ákvörðun um leyfa þjóðinni að sýkjast.

Og hefur sannfært yfirvöld sem og harðhegðun heimskunnar að þessi mannslíf sem eru í húfi, þetta eldra fólk þarna og þetta fólkið þarna með undirliggjandi sjúkdóma, sé ekki þess virði að berjast fyrir.

Aðferðafræðin byggist öll á hugmyndafræði hunda sem gera það sér að leik að elta skottið á sjálfum sér, elst er við veiruna þar sem hún hefur smitað, en ekkert gert í tíma til að skera á smitleiðir svo hún nái ekki að smita.

Forherðingin svo mikil að þegar læknar á landsbyggðinni senda ákall um að loka á smit, þá eru löggurnar fengnar til að spila sig bjálfa með því að éta upp vitleysuna í tilkynningum sínum; ".. þjóni ekki tilgangi sínum fremur en að loka landinu öllu. Það muni fremur fresta vandanum en leysa hann enda óvíst þá hversu lengi landshlutinn yrði að vera lokaður.".

Löggan er samt ekki hugrakkari en það að nú berast fréttir að hún sé sjálf farin að loka sig inni, skjálfandi af hræðslu við smitið sem hún vill ekki loka inni því sérfræðingurinn að sunnan bannar henni það.

 

Rangindi þessarar aðferðafræði og hin undirliggjandi heimska og firring hefur oft verið lýst hér á þessari síðu, en ég rakst á bloggpistil í gær eftir annan Norðfirðing þar sem rökvillunni er lýst glimrandi vel, en tilefnið var frétt um að allt stefndi í að svörtustu spár myndu rætast.

Margt gott efni fer ofan garðs vegna þess að það er meira en að segja það að ná athygli á þessari gervihnattaöld þar sem megaframboð er á öllu svo ég fékk leyfi höfundar til að endurbirta pistil hans.

"Var stefnan í upphafi virkilega tekin á bjartsýnisspána?

Venjulega þegar um mannslíf er að tefla er unnið frá svörtustu spánni og svo slakað á eftir að menn gera sér betur grein fyrir hættunni. Og þarf virkilega að gera reiknilíkan til að búa til einhverja bjartsýnisspá sem er svo unnið eftir þegar við höfum biksvartan raunveruleikan æpandi á okkur frá Ítalíu og víðar? Ég bara átta mig ekki á þessu. Halda menn að þessi veira hafi kannski slappast eitthvað við ferðalagið til Íslands?

Ég vona bara að þessi nýi/gamli lyfjakokteill sem var verið að prófa komi að gagni þegar þetta verður komið á fullt skrið eftir nokkrar vikur því ég reikna ekki með að menn séu undirbúnir undir það sem koma skal.

Sú stefna sem menn enda með í svona bardaga er stefnan sem átti að taka í upphafi.". (Ágúst Kárason)

 

Sú stefna sem menn enda á er stefnan sem átti að taka í upphafi.

 

Við værum ekki svona sýkt í dag ef menn áttuðu sig á þessum einföldu sannindum.

Höfundur er vissulega ekki einn af sérfræðingunum að sunnan, hann er bara farsæll sjómaður sem aflar gjaldeyris svo þotuliðið geti flakkað um allar koppagrundir til að ná í smit handa þjóðinni sem heima situr, gætandi barna og búa, aflandi tekna, haldandi samfélaginu gangandi.

En hugsun hans er kristaltær og hann áttar sig strax á kjarna þess sem er forsendan að svona váboði fái ekki að gera óhindrað strandhögg meðal varnarlítillar þjóðar.

 

Lyddur sem leiða okkur þora ekki að taka réttar ákvarðanir, nema þegar skaðinn er skeður og ný æpandi mál kalla á úrlausn.

Lyddurnar skýla sér alltaf á bak við sérfræðingana.

Sjálfar dauðskelkaðar í felum á bak við einhvern fjarfundarbúnað.

 

Horfandi uppá samfélag sitt sem þeim var falið að stýra og vernda, smátt og smátt lamast því það eru alltaf að koma upp ný og ný smit.

Með tilheyrandi sóttkvíum, lokunum og öðru sem lamar allt mannlíf.

Og undirliggjandi er óttinn um afdrif sinna nánustu, nágranna sína og vini.

Um fólkið í samfélaginu sínu.

 

Hinir látnu verða ekki endurlífgaðir.

En fyrsta skrefið er að við látum ekki fjölmiðla eða sóttvarnaryfirvöld komast upp með að afmennska minningu þeirra með því að tala um undirliggjandi veikindi, eða glímdi við alvarleg veikindi eins og ég las á vef Ruv.

Við þekkjum öll fullt af fólki sem hefur verið alvarlega veikt á einhverjum tímapunkti en komið til baka og átt með okkur mörg góð ár.

Já jafnvel fólk sem á allt lífið framundan eftir bata sinn.

 

Bara þetta eina risaskref mun fá þjóðina til að skilja hina dauðans alvöru og hætta öllu hálfkáki í vörnum sínum.

Reiknum með hinu versta.

Verjumst hinu versta.

Og fögnum því þegar það gengur ekki eftir.

 

Vegna þess.

Vegna þess að við börðumst fyrir hverjum og einum.

 

Sérhvert mannslíf var þess virði að berjast fyrir.

Þannig sigruðum við og gengum stolt af orrustuvellinum.

Vitandi að við gerðum okkar besta.

 

Meira er ekki hægt að krefjast.

Kveðja að austan.


mbl.is 737 hafa greinst með kórónuveiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan pistil Ómar.

Sagan sem þú segir hér af föður þínum ætti að vekja allt siðmenntað fólk til umhugsunar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 17:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 18:00

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2020 kl. 18:43

4 identicon

Sæll, Ómar.

Ég klóra mér í hausnum yfir "2.199 per milljón íbúa".

Hvernig færðu þá niðurstöðu?

Bestu kveðjur að vestan.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 19:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús.

Kveðja úr neðra, að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 19:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Lélegt minni Trausti, skýrist bæði á aldur og flensuskítinn sem kom í heimsókn í gær.

Það er örugglega komið í þessa tölu núna en miðað við fjölda smita í gær er rétt tala 2.160.

Tölfræði um allan fjandann viðkomandi veirunni má finna á þessari gagnasíðu.

https://www.worldometers.info/coronavirus/

Auk þess má lesa tilvitnanir í fréttir og heimilda getið, til dæmis las ég þetta þegar ég kíkti á Spán;

"A 37-year-old Spanish civil guard with no underlying health conditions has died of coronavirus yesterday. He had been admitted to the Quirón hospital in Alcorcón (Madrid) for several days before being admitted to the ICU a few days ago".

Það er ekki útséð hvernig þetta fer með yngra fólk fyrr en því er endanlega batnað, munum að baki þeirrar tölfræði sem segir "recover", er fólk sem er með skerta lungastarfsemi og enginn veit ennþá hvort styrkur þeirra komi til baka.

Svo mikil er ábyrgð englanna sem leyfðu þjóðinni að sýkjast  með þeim orðum að ekki væri hægt að stöðva sýkingar við landamæri eða verja núna smitstefnu sína með þeim orðum að ef við lokum á veiruna, þá ætli hún að ofsækja okkur næstu 1-2 árin og á meðan þurfum við að lifa eins og Gísli á Uppsölum.

Svei attan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 19:37

7 identicon

Aha! Nú skil ég.

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 19:47

8 identicon

Þú ert auðvitað sem fyrr búinn að standa ágætlega vaktina og varst fljótur að greina kjarnann frá hisminu Ómar. Hafðu þakkir fyrir það. 

Varðandi ummæli sóttvarnarlæknis í dag um andúð hans á samgöngubanni þá veltir maður fyrir sér hvort það sé ekki stórkostleg "hætta" á að hann slysist til að drepa veiruna?

Það virðist hann nefnilega alls ekki vilja gera. 

Auðvitað sagt í allnokrum hálfkæringi en einkennilegt má það vera að tala svona (sóttvarnarlæknir) um að faraldurinn gangi yfir með tvö til sexþúsund smituðum en á sama tíma finna því allt til foráttu að loka á veiruna af því að þá komi sjúkdómurinn aftur eins og gerðist 2018 og árin á eftir. 

Sexþúsund smitaðir (svartasta spá sóttvarnarteymisins) er um 18% af fólksfjölda.   

Á einhvern dularfullan hátt á faraldurinn þá að vera genginn yfir þó langt sé þar upp í 60% sem sami sóttvarnarlæknir segir að sé hjarðónæmistalan. 

Væntanlega þá aldrei að koma hér aftur, nema að sjálfsögðu á Kópasker ef því verður lokað. 

Vel hefur gengið að hægja á smiti það skal viðurkennast, reyndar það vel og betur en víðast annarsstaðar að menni dettur í hug að líklega gæti verið auðveldara hér en annarsstaðar að útiloka veiruna.   

En það má ekki skv. sóttvarnarlækni.

Af því að það sé ekki hægt og þó það væri hægt þá gæti hún alltaf komið aftur. 

Eins og aldrei muni koma bóluefni sem þó hlýtur að vera tímaspursmál. 

Nei hér skal beita fræðum frá 1918 og þjóðin öðlast hjarðónæmi hvað sem það kostar en á það löngum tíma að öllum verði gefinn kostur á að deyja í öndunarvél, samt ekki á lengri tíma en tveim til þrem mánuðum. 

Því miður, ég sé ekki heila brú í aðferðafræðinni eða þessum hugnæma og fallega fundi í dag þar sem þakklætið og samkendin flutu!

ps. Góður punktur hjá þér að benda á hlutfallslega dánartíðni í Singapúr og Suður-Kóreu. Það verður á endanum sá mælikvarði sem kemst næst sannleikanum um aðferðafræði þá sem við Íslendingar notum í baráttunni við covid-19

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 20:01

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Í þessu viðtali við lækninn Atla Árnason ann­ar tveggja heim­il­is­lækna á norðaust­ur­horn­inu, hvar eru Kópa­sker, Rauf­ar­höfn og Þórs­höfn er sóttvarnarlæknir, landlæknir og öll Hjarðhegðun heimskunnar rassskellt svo hvellurinn er farinn að mælast í tækjum sem annars hlusta eftir Mikla hvelli.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/25/skrytid_ad_geta_ekki_gert_thessa_tilraun/

Skyldulesning allra sem eiga líf sem þarf að vernda, hvort sem það er þeirra sem þeir ólu af sér, eða ættingja og vina eða náungans og nágrannans.

Svo ég endurtaki enn og aftur, skammist ykkar.

Þið spilið rússneska rúllettu með þjóð ykkar.

Rökþrotið er svo algert að grunur um eitthvað annarlegt hlýtur að vakna.

Það er ekkert eðlilegt í andsvari sóttvarnarlæknis þegar hann útskýrir af hverju það er ekki hægt  að ráðast á vírusinn og drepa með útgöngubanni, af hverju í fjandanum er mannlíf að komast í eðlilegt horft í Kína á meðan við lifum við óttann um afdrif ástvina okkar.  Af hverju er fjölmennar þjóðir í Austur Asíu með prómil smit miðað við okkur, af hverju hafa fjölmörg ríki Vestur Evrópu gripið til strangra ráðstafana til að hindra smitdreifingu á meðan okkur er sagt að það virki ekki.  Eru allir sérfræðingar þessara þjóðir fávísir meðan þessir 2-3 sem við eigum alvitrir??

Hvort sem það er álagið eða eitthvað annað, þá er rökhugsun sóttvarnarlæknis þorrin.

Það er miður því það efar enginn að hann vilji vel og leggur sig allan fram.

En hann er rökþrota.

Kveðja að austan.

Ps. Ég held að Atli eigi við spænsku veikina þegar hann talar um Svarta dauða, það hálmstrá verður örugglega gripið af Hjarðhegðun heimskunnar þegar hún lemur hausinn í stein staðreyndanna.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 20:08

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Var reyndar að henda athugasemd 9 inn hér að ofan eftir að athygli mín var vakin á viðtali við Atla Árnason lækni.

Hef fáu við að bæta, sé að þú hefur hugsað það sama og ég að það hvarfli að manni annarlegheit, sem ég reyndar veit að er ekki rétt, en þetta er bara stórfurðulegt.

Ég hef reyndar ekki tekið tölfræði Suður Kóreu með því stjórnvöld þar lentu í leyndu smiti, en á því sér maður hvað þessi veira er bráðsmitandi.  4 einstaklingar fóru til Whuan, allavega einn kom heim með smit og fór á bænasamkomu, atburðinum leynt til að byrja með svo það liðu nokkrir dagar þar til yfirvöld snérust til varnar.  Á svipuðum tíma eftir að þetta var ljóst, þá kom landlæknir í viðtal þar sem hann spáði að ef ekkert væri gert, þá myndi hugsanlega 300 einstaklingar smitast.  Samt vissi hann af þessu tilviki í Suður Kóreu þar sem ein kona smitaði nokkur hundruð.

En allavega, of flókið að útskýra, eins nennti ég ekki að  hafa Japan með því þar greindist í upphafi fjöldi smita, og eru í dag 1.307 en 45 dánir svo eitthvað undirmat er í gangi.  Enda hafa þeir lokað skólum og eitthvað fleira minnir mig.

Tók þess vegna Singapúr, Hong Kong og Taivan, þar er hægt að sjá hvernig hægt var á smiti með því að skera á smitleiðir, ráðstafanir sem voru gerðar tímanlega. 

Auðvitað vonar maður það besta, en þegar við erum  með svipaða smitkúrfu og Ítalir, og ef maður færir tímalínuna til, þá óttast maður að hin kúrfan, fjöldi látinna sé að skella inn.  Næstu 10 dagar skera úr um það.

En hvort eru fíflin, Þjóðverjar með sína 2 í samgöngubanni eða við með 20??

Ég hélt að það mætti segja margt um Þjóðverja en hef aldrei vitað að vanþekking og fáfræði væri eitt af því.

En við erum svo heppin, alvitrir ganga um meðal oss og stjórna sóttvörnum þjóðarinnar.

Eða þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 20:23

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Tölfræði gærdagsins.

Ísland.  Smit 648 eða 1.899 per milljón íbúa.  Dauðsföll 2 eða 6 per milljón íbúa.

Singapúr.  Smit 558 eða 95 per milljón íbúa.   Dauðsföll 2 eða 0,3 per milljón íbúa.

Hong Kong. Smit 387 eða 52 per milljón íbúa.   Dauðsföll 4 eða 0,5 per milljón íbúa.

Taivan   Smit  235 eða 10 per milljón íbúa.    Dauðsföll 2 eða 0,08 per milljón íbúa.

Það þarf mikinn hroka til að segja að við séum mest og best.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 20:31

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta mun blessast Jónas, þess vegna er það frumskylda stjórnvalda á meðan við bíðum að lágmarka manntjón.

Það gerum við með því að drepa vírusinn með því að útvega honum ekki nýja hýsla á færibandi.+

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2020 kl. 22:24

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Israeli Scientists Work To Test Adapted New Avian Virus Vaccine Against Human Coronavirus 

By Ricky Ben-David, NoCamels March 03, 2020 

Það gæti verið í Júní eða seinna.  Svo eru fleiri með samskonar verkefni í gangi. 

Það gæti endað með því, að við yrðum bólusettir með tveim eða þrem bóluefnum, þegar við förum að átta okkur á hvaða bóluefni er best.

Egilsstaðir, 25.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.3.2020 kl. 00:39

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Í fyrri pistlum hef ég vitnað í einn þekktasta vísindamann heims á þessu sviði Michael Osterholm, þar sem hann bendir á að einkennalaust fólk geti verið með lungun full af kórónuveirunni og smitað nærumhverfi meðútöndun sinni.  Þetta fólk mælist ekki, en það smitar.

Einkennalaust fólk getur ekki smitað sagði sóttvarnarlæknir og varð svo að éta eitthvað ofaní sig þegar Kári sagði að þetta væri ekki alveg rétt.

Hér er linkur á grein í Nature sem fjallar einmitt um þessa staðreynd.

https://www.nature.com/articles/d41586-020-00822-x

Þar segir meðal annars þetta; "But can people with mild or no symptoms infect others? In a preprint study posted on 8 March, a German-based team showed that some people with COVID-19 had high levels of the virus in throat swabs early in their illness, when their symptoms were mild4.That means the pathogen could easily be released through coughs or sneezes — a process known as viral shedding — and spread to others, the researchers say.".

Og hver er rökrétt niðurstaða greinarhöfunda;

"If the findings hold water, urgent measures are needed to curb mild and asymptomatic cases that are fuelling the pandemic, researchers say. They call for closing schools, cancelling public gatherings and generally keeping people at home and out of public spaces.

“Implementing strong social-distancing measures is the only way to stop the virus from spreading,” says Chowell.".

Hjarðhegðun heimskunnar híar á fólk sem reynir að benda á að hvað er sagt út í hinum stóra heimi og það sé ekki vanþekking sem stýri aðgerðum stórþjóða eins og Þjóðverja sem setja á strangt samkomubann og að líklegast eigi þær eftir að stíga skrefið til fulls, að loka eins og gert var í Hubei, það sé í raun það eina sem virkar.

Þetta eru rök læknanna á norðausturhorni landsins og á þá er ekki einu sinni hlustað, ekki einu sinni rætt við þá til að kynna sér sjónarmið þeirra. Og í ljósi alvarleikans á Ítalíu þar sem dánarhlutfallið er 44% af skráðum málum sem er lokið þá er óskiljanlegt að ósýkt svæði skuli ekki vera lokað þegar beiðni kemur þar um.

Síðan getum við spurt okkur, er lengur hægt að tala um Hjarðhegðun heimskunnar hjá fólki sem híar í ljósi alvarleikans.  Allar staðreyndir benda til þess að stefna sóttvarnaryfirvalda er röng, þar sem skorið var á smitleiðir í tíma, er vandinn miklu minni að umfangi en hjá okkur, og þegar við hann var ekki ráðið, þá er aðeins ein leið, sú leið sem var farin í Kína, sú eina sem virkar í sóttvörnum. 

Samt híar fólk og hefur mannslíf í flimtingum.

Er lengur hægt að afsaka hegðun þeirra með orðinu heimska.

Veit ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 07:17

16 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar karlinn, 

Í öllum þessum líka sérstaka áróðri núna á RÚV, þá held ég menn vilji bara alls ekki minnast á eitthvað sem að gæti styrkt ónæmiskerfið gegn Covid 19, en skv. þekktum niðurstöðum þá eru vítamínin C og D þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið. Þá hafa þessir embættismenn heilbrigðiskerfisins hérna(á RÚV.)auk þess passað vel uppá minnast EKKI á þær meðferðir sem að  Kínverjar hafa verið að notast við með að nota hvítlauk og svo C vítamín. Nú okkar ritstýrða og einhliða RÚV passar auk þess vel uppá að minnast ekki á hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja, því að aðalatrið hjá þeim virtist vera að hræða fólk en EKKI fræða fólk. 
Í þessum síðasta flensu- faraldri í Bandaríkjunum (eða frá árinu  2017 og til 2008) skv. skrám CDC. þá létust um kringum 54 þúsund manns, er segir okkur einfaldlega að læknar þarna eru frekar fátækir (eða úrræðalausir) til eiga við flensur, kannski er það vegna þess bækur þeirra fjalla lítið sem nánast sagt ekkert um vítamín, heldur eingöngu um ólífrænu Pharmaco- efnin og svo taugaeiturefnin (e.nerotoxins).    

Það hefur ýmislegt komið ljós varðandi þessar tölur frá Ítalíu, eða Italy: Only 12% of Covid19 deaths Actually List Covid19 as Cause, en í öllum þessum áróðri á okkar einhliða og ritstýrða RÚV, þá má líklegast ekki minnast á sannleikann í þessu máli : "...Report shows up to 88% of Italys alleged Covid19 deaths could be misattributed.. " . Over 99% of coronavirus patients in Italy who died had other health problems

Nú þar sem að okkar ritstýrða og einhliða RÚV drasl hérna talar ekki um hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja, þá vildi ég benda á þessa linka hérna:

12 Experts Questioning the Coronavirus Panic

Censorship or keep spreading fear

Do You Smell A Rat? Corona Virus MADNESS! Dr. Peter Glidden

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 15:51

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Ef lífið væri nú svo einfalt að vítamíniðnaðurinn eigi við því öll svör, þá þekki ég fullt að fólki sem væri lifandi í dag.

Hins vegar er ég hissa að þú sem fróður um náttúruvísindi minnist ekki á olíuna sem læknar allt nema dauðann að ekki sé minnst á hollustan sem er í aloaverasafanum sem magnar upp þarmaflóru þarma og eflir þar með ónæmiskerfið.

Varðandi linkana þá klikkaði ég á þennan sem var með 12% sökina og eiginlega skil ég að Ruv hafi þetta ekki eftir, þó vaða þeir nú ekki alltaf þar beint í vitinu.

En ég er hissa á þér Þorsteinn að sjá ekki rökvillurnar.

En svona er þetta bara, vona þú sért ekki að þiggja spons frá fjárúlfum sem sjá gróðatækifæri í upplausn samfélaga.

Það væri leiðinlegur endir hjá góðum baráttumanni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 17:59

18 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar karlinn,

Fyrirgefðu, fyrirgefðu en ég vildi bara minnast það sem er vitað um samkvæmt niðurstöðum varðandi með að C og D vítamín styrkir ónæmiskerfið gegn svona flensum, þú? En ég var ekki að tala um "vítamín-iðnaðinn", heldur er ég fyrir svona C og D vítamín beint frá náttúrunni. Ég er ekki að þiggja spons. Jújú ég hef ekkert á móti aloaverasafanum, því að ég kaupi reyndar oft svona aloaverasafa.

Nú varðandi linkinn þá virkar hann, en síðan þarna tekur uþb. 5 sekúndur að hlaðast, eða eins og segir þarna á síðunni sem kemur upp.    

Virðingarfyllst og með kveðju,

Þorsteinn

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 21:25

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Margreint að slíkt er bæði hollt og gott,  það er c og d, en breytir því ekki að ég þekki marga sem væri lifandi í dag ef það væri meðal við veiru og bakteríusýkingum, krabbameini eða öðrum andskota. 

Varðandi linkinn þá opnaðist hann alveg, er rökleysan blasti við frá fyrstu mínútu, og ég trúi því ekki uppá þig að þú hafir ekki séð hana.

Þá var það eina sem mér datt í hug að þú þæðir spons frá þeim öflum sem vilja knésetja samfélög okkar.  Það er víst gróði í upplausn og kreppum, gróði fyrir þá sem eiga sitt á þurru og kaupa upp það sem fæst fyrir ekki neitt, eða því sem ekki neitt.

Þeir  hafa allan hag af svona rökleiðslum.

Olían sem læknar allt nema dauðann er forn lækningaolía frá Mið Asíu allavega til Indlands, ég kalla hana svörtu olíuna en hún er unnin úr svörtu kúmen að mig minnir.

Eftir streppasýkingu fyrir nokkrum árum þá fékk ég alltaf sýkingu í hálsinn um leið og það sáust hvítir blettir á fjallstindum, leiðinlegt, ég varð næstum því að hætta drekka wiský fyrir vikið, það fór svo í hann, svarta olían læknaði það á innan við ári, var búinn að reyna allan fjandann.

Mæli með henni gegn bakteríusýkingum, á eftir að reyna hvort hún dugi gegn Covid veirum.

Lestu svo 12% linkinn aftur og segðu mér svo rökvilluna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 23:07

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Öndum með nefinu, í hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2020 kl. 00:41

21 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Opinberar tölur stjórnvalda í ýmsum löndum er einfaldlega ekkert að marka. Að draga tennurnar úr viðleitni hérlenda teymisins, með því að bera það saman við óræðar stærðir úti í heimi, sem flestar er ekkert að marka, er skrum af verstu gerð.

 Ísland hefur í stafni sínu samstöðu, tölfræðinga, lækna, Kára, sóttvarnarsérfræðinga og annað gott fólk og hér hefur verið mörkuð ákveðin stefna. Stefna sem felst í því að hörmungarvírus er á ferðinni, sem ekki er nokkur leið að forðast eða berjast við, nema með gagnsókn. Hvað gera menn þá?

 Láta þeir veiruna hrauna yfir á örskömmum tíma, með hreint hörmulegum afleiðingum, því heilbrigðiskerfið gæti aldrei höndlað slíkar hamfarir, eða reyna þeir að hemja hana í útbreiðslunni og ná stjórn á smithraðanum? 

 Undirliggjandi sjúkdómar hjálpa ekki þeim sem fá þennan fjanda Ómar. Sjálfur ligg ég sennilega í valnum á nokkrum dögum, fái ég þennan andskota. 

 Að berja höfðinu við steininn i einhverju tilfinningaþrungnu kjaftæði, hægir ekkert á ógninni. Hún mun valta yfir allt og alla og einungis spurning, hve margir munu falla.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2020 kl. 01:07

22 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar karlinn, 

Þetta hérna er haft eftir dr. Pietro Vernazza lækni:
"We have reliable figures from Italy and a work by epidemiologists, which has been published in the renowned science journal ‹Science›, which examined the spread in China. This makes it clear that around 85 percent of all infections have occurred without anyone noticing the infection. 90 percent of the deceased patients are verifiably over 70 years old, 50 percent over 80 years.[…]

In Italy, one in ten people diagnosed die, according to the findings of the Science publication, that is statistically one of every 1,000 people infected. Each individual case is tragic, but often – similar to the flu season – it affects people who are at the end of their lives."

En þar sem þú Ómar talar um þetta sé allt saman rökleysa þarna, þá getur þú hugsanlega hjálpað mér og bent mér á það sem er satt og rétt í þessu máli. Nú samkvæmt tölum frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (eða CDC) þá létust uþb. 54 þúsund manns í þessum flensu-faraldri í Bandaríkjunum frá árinu 2017 til 2018. En hver er í aðalatriðum munurinn á dauðsföllum á svona árlegri flensu (flu season) og dauðsföllum af völdum Covid 19 tölfræðilega séð? Nú og þar sem að læknar eru frekar úrræðalausir (eða fátækir) gegn svona árlegri flensu, hvað kemur til að þeir beita þessum aðgerðum gegn þessari flensu (Covid 19) núna, þegar þeir hafa ekki notast við svona aðgerðir áður við árlegri flensu ?    

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.3.2020 kl. 08:18

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú ert eiginlega alltaf jafn mikið út á túni af ástæðum sem mig grunar.

Hér hefur enginn dregið tennur úr viðleitni, hér hefur verið hvatt til nauðsynlegra aðgerða í tíma, á það er grundvallarmunur.  Sjómaður í Neskaupstað hefur meiri náttúrugreind í þessum málum en læknarnir okkar með sóttvarnarnámskeiðið.

Hann segir; "Venjulega þegar um mannslíf er að tefla er unnið frá svörtustu spánni og svo slakað á eftir að menn gera sér betur grein fyrir hættunni.". Hann spyr; "Halda menn að þessi veira hafi kannski slappast eitthvað við ferðalagið til Íslands? ". Og hann ályktar rétt; "Sú stefna sem menn enda með í svona bardaga er stefnan sem átti að taka í upphafi".  Þar liggur ágreiningurinn og sorgin eftir því sem fleiri deyja af óþörfu.  Mundu Halldór að það var jafn auðvelt að loka landinu fyrir Ítalíusmit, og svo 2 dögum seinna fyrir Austurríki smiti, og þegar það var gert 10 dögum seinna. 

Munurinn liggur í smitinu.

Og spurningu sjómannsins hafa menn með meiru menntun, með meiri sérfræðiþekkingu á þessu svið, og mun meiri metorð í hinum akademíska heimi, spurt;

"Nicholas A. Christakis, prófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum og einn áhrifamesti vísindamaður heims, undrast þá ákvörðun íslenskra sóttvarnayfirvalda að hvetja foreldra til að senda börn sín í grunn- og leikskóla hér á landi þótt Kórónaveiran breiðist nú hratt hér á landi og annars staðar.

Chris McClure, Bandaríkjamaður sem búsettur er hér á landi og lauk nýverið doktorsnámi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands, fjallar um hvatningu sóttvarnalæknis á Twitter-síðu sinni í dag. McClure er með meistaragráðu í faraldsfræði frá Yale-háskóla og hefur sérhæft sig í rannsóknum á inflúensu, telur ákvörðun íslenskra yfirvalda óábyrga og í algjöru ósamræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda í öðrum löndum.

 

Christakis tekur undir þetta á Twitter-þræði landa síns og telur hvatninguna byggða á slæmri ráðgjöf.

 

Hann segir: „Af hverju heldur Ísland að það sé eitthvað öðruvísi en Ítalía, svo dæmi sé tekið?“ spyr hann".

https://viljinn.is/frettaveita/af-hverju-heldur-island-ad-thad-se-eitthvad-odruvisi-en-italia/

Og þér að segja Halldór þá er þessi maður miklu klárari en Kári klári.

Ég hef áður bent þér á rökvilluna sem felst í þessari blekkingu íslenskra sóttvarnaryfirvalda; "Opinberar tölur stjórnvalda í ýmsum löndum er einfaldlega ekkert að marka".  Sóttvarnaryfirvöld í þessum Austur Asíu ríkjum hafa ekki þurft að taka fleiri sýni vegna þess að þau stöðvuðu í upphafi smit veirunnar inní samfélög sín. Vissulega gæti þetta verið Trumpískt viðhorf, en raunveruleikinn afhjúpar slíkar rangfærslur líkt og hann gerði með rangar smittölur á Ítalíu.

Hvernig??  Jú með dauðanum.  Það var þegar fólk dó á Ítalíu sem sóttvarnarlæknir viðurkenndi hættuna og tók Ítalíusmitið alvarleg, en þá var það of seint.

Dauðsföllin í þessum Austur Asíuríkjum má öll rekja til þess sem gerðist fyrstu dagana, áður en menn áttuðu sig á hve faraldurinn var smitandi, og í Taivan er annað af tveimur til komið vegna farþegaskipsins sem smitaðist og var í sóttkví fyrir utan strendur Japans.

Önnur rangfærslan sem þú tyggur upp eftir sóttvarnaryfirvöldum er að ekkert sé hægt að gera eftir að smit hefur náð að dreifast út, ekkert annað en að hægja á smitinu svo gjörgæslan nái að hjúkra og lækna sem flesta.  Hefur þú annars spáð í það hver læknar eftir að læknar smitast??, eða hver hugsar um fólk á hjúkrunarheimilum eftir að starfsfólk sýkist??

Burtséð frá því þá var þetta einmitt vandinn sem Kína stóð frammi fyrir, er stríðið tapað þegar faraldur er orðinn stjórnlaus?? 

Sagan segir Nei, ekki ef það tekst að rjúfa smitleiðir, einangra fólk á smituðum svæðum og loka á samgöngur til og frá hinu sýkta svæði.

Útlendingar í Peking og Shanghai, 2 af fjölmennustu borgum heims, staðfesta að það hefur tekist að halda þessum borgum ósýktum með því að rjúfa á smitleiðir.  Myndir frá Whuan sýna að mannlíf sé þar aftur hafið.

Allt gerðist þetta á 8 vikum sem passar við að veiran er talin gefa sér 14 daga til að ákveða smit eður ei. 

Þetta er því rangt Halldór, RANGT. Og átta vikur eru ekki eitt til 2 ár.

Mótrökin geta þá verið að þetta gæti blossað upp aftur, en þá er það bara sama aðferðafræðin, nema núna eru menn reynslunni ríkari, og þekkingin á að skera á smitleiðir, meiri.  Sem og að klukkan tifar í átt að lækningu.

En þetta eru þá líka sömu mótrök og að reyna að hemja veiruna hérna.  Fólk sem er lokað af, eða reynir allt til að smitast ekki með ýmsum ráðstöfunum á vinnustöðum, heimilum og svo framvegis, því er jafn hætt við seinni bylgjunni, og þar með eru allar sóttvarnir tilgangslausar.

Það er svo ótrúlegt  að fólk skuli ekki sjá þessa rökvillu, annað hvort virka sóttvarnir eða ekki, ef veiran er komin til að vera og verður ekki læknuð, þá þýðir ekki að loka fólk inni og allt tal um hjarðónæmi með sóttvörnum útí hött.

En  mikil er ábyrgð þeirra (lesist sænsk stjórnvöld, hér er barist) sem leyfa fólki að deyja með þeim rökum að ekki hafi tekist að lækna spænsku veikina á árunum 1918-1921.

Reynslan sker auðvitað út um þetta en það væru öll stríð töpuð ef enginn berðist með þeim rökum að það er ekki víst að stríðið vinnist.

Hugarfar þitt sem þessi setning endurspeglar; "Hún mun valta yfir allt og alla og einungis spurning, hve margir munu falla" er því rangt og sorglegt.

Og byggist á algjörri afneitun staðreynda raunveruleikans.

Konan sem dó, og fólkið sem er að deyja, væri á lífi ef það væri búsett í Hong Kong, Taivan, Japan eða Singapúr, Peking eða Shanghai.

Mikil er ábyrgð þeirra sem létu það gerast, en þeir axla hana þó með því að berjast núna til þrautar þó þeir leiti stundum að gryfjum til að falla í. 

Mér finnst þú ekki berjast Halldór, mér finnst þú hafa gefist upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 08:41

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Rökvillan er að á upphafsdögum faraldsins hafa allar gjörgæslur sjúkrahúsa sprungið og ráða ekki við ástandið, starfsfólkið sýkst þó það sé í sóttvarnargöllum (sem það er aldrei í inflúensufaraldri) og þar með heilbrigðiskerfið hrunið, því veikt eða dautt fólk hjúkrar engum, hvorki veirusjúklingum eða öðrum.

Slíkt gerist ekki í venjulegum inflúensufaröldrum.

Þó er þeim leyft að ganga óhindrað yfir, en ýtrustu sóttvörnum er beitt það er að skera á öll samskipti fólks,til að hindra frekari útbreiðslu.

Að bera saman eitthvað sem dreifist óhindrað við það sem ýtrustu sóttvörnum er beitt gegn, er fáránlegt. 

Ef sá geðvillingur fyndist sem hefði þau völd að leyfa drepsóttinni að sýkja óhindrað þá væri mannfallið margfalt á við inflúensu, bæði vegna veirunnar sjálfrar og þeirrar hliðarafleiðingar að heilbrigðiskerfið væri óstarfhæft og fólk dæi þá úr öðrum sjúkdómum, sem eru læknanlegir, en banvænir ef þeim er ekki sinnt.

Þetta fólk í svokölluðum áhættuhópum dó vegna þess að það fékk veiruna, ekki vegna þess að það var í áhættuhópi.

Þeir sem eru yngri hafa sterkari mótstöðu, en þeir sem fá lungnapestina lifðu samt ekki af nema vegna læknisfræðilegra aðgerða.  Sem þeir fá ekki ef heilbrigðiskerfið springur.

Rökvillan er svo augljós Þorsteinn að það eina sem mér dettur í hug er spons, þú getur svarið það af þér, en ekki mennirnir með titlana.

Það er aur segir sá í neðra og fylgjendur hans í upplausn og kreppum.

Þess vegna er grafið undan vörnum samfélaga, og samfélögum yfir höfuð.

Hélt samt að þú væri ekki í því liði.

En mér hefur svo sem áður skjátlast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 08:59

25 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar,

 "..starfsfólkið sýkst þó það sé í sóttvarnargöllum.. Slíkt gerist ekki í venjulegum inflúensufaröldrum." og "...En mér hefur svo sem áður skjátlast."

Þú talar um þetta eins og um væri að ræða þennan G5- sjúkdóm, en kannski er eitthvað til í þessu hjá þér Ómar, því að menn eru ýmist að tala um að þessi Covid 19 flensa sé G5 sjúkdómurinn og/eða að G5 kerfið hafi þessi áhrif á Covíd 19 flensuna. Það er kannski eitthvað til í þessu, þar sem að G5 kerfið var fyrst sett upp í Wuhan (KÍNA) í desember sl., og nýlega tekið upp í Íran, Suður Kóreu og á Ítalíu, nú og þar sem flest Covid 19 tilfellin og dauðsföllin hafa komið upp.

Donald Trump karlinn hefur nýlega gefið leyfi fyrir því að taka upp þetta G5 kerfið í Bandaríkjunum, svo kannski eigum við eftir að sjá fleiri svona tilfelli þaðan.

Hvernig sem þú horfir á þetta núna, þá höfum við samt sem áður þessar tölur þarna varðandi fjölda og aldur einstaklinga er hafa látist eftir þessa Covid 19 flensu, sem að segir okkur að nánast sagt að flest tilfellin eru einstaklingar sem eru yfir 60 ára og/eða með undirliggjandi sjúkdóma. Það er rétt að "Þeir sem eru yngri hafa sterkari mótstöðu", en hér á landi er EKKI verið benda fólki á að styrkja ónæmiskerfið gegn Covid 19, heldur er aðalatrið að þvo hendur oft og halda þessar fjarlægð. Ég hugsa að þú eigir eitthvað  sameiginlegt með honum Bill Gates, en hérna er gott myndband með honum: "WTF?! You Can't Travel Without a "VACCINE CERTIFICATE" - Bill Gates", en EKKI er ég í þessu liði, eða hvað þá stuðningsmaður Bill Gates, ok?

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.3.2020 kl. 11:03

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Svar þitt er mér með öllu óskiljanlegt en þó sýnist mér að þú skiljir rökveiluna.

Hvort viðkvæmni fólks tengist G5 er langsótt tenging sem raunveruleikinn er afsanna, hins vegar sá ég í gærkveldi vissa tengingu á milli notkunar sýklalyfja í landbúnaði og þeirra landa sem verst fara út úr þessu í Evrópu.

En sýklalyf eru ekki notuð í hrísgrjónarækt.

Hins vegar er það illvilji gróðaafla að afvegleiða fólk og tengingar út og suður eru ágætar, svo fremi þær verði ekki á kostnað þess að menn átti sig á að hér er drepsótt á ferðinni.

Sú illvígast sem mannkynið hefur séð í allavega 100 ár ef ekki lengur.

Því það er glæpsamlegt, og þjónar aðeins andskotanum og vinnumönnum hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 11:15

27 identicon

Björn Ingi virðist eini blaðamaðurinn sem hefur nægilgt bein i nefinu að spyrja gagnrýninna spurninga en veigrar sér þó greinilega við því, hver vill líka spilla þessari fallegu samstöðu og góða andrúmslofti á daglegum fundum sóttvarnarteymisins?

Gott hefði nú samt verið að blaðamenn hefður fengið aðeins betri upplýsingar varðandi reikniforritið nýja sem virðist bara ætla að verða réttara en raunveruleikinn.

Þegar flensan er gengin yfir eins og það er kallað og kúrfan sem sýnir sýkta einstaklinga er gengin niður eftir að 2 til 6 þúsund einstaklingar hafa sýkst skv. reiknilíkaninu, verður þá dregið úr sóttvarnaraðgerðum og lífið kemst aftur í sama horf?

Ef svo er hvernig á veiran að vita að hún má ekki koma aftur þegar "aðeins" innan við 18% landsmanna hafa fengið hana?

Erum við þá ekki kominn á þann sama byrjunarreit -18% orðin ónæm og við vorum þegar fyrstu íþróttaáhugamennirnir komu með veiruna í landið?

Ekkert reiknilíkan er verra eða betra en þær forsendur sem því eru gefnar.

Forsendurnar sem  þetta reikniverk notar virðast vera m.a.  Sá seinagangur og hægagangur sem þó var (þó hann hafi verið enn meiri víða annarsstaðar) á að taka upp áhrifaríkar aðgerðir svo sem samkomubann og tveggjametra fjarlægðarreglu og hvað það nú er sem þarf til að hægja á smiti. 

Eins að þeim smitfaraldri sem nú er í gangi linni sé núverandi sóttvarnarstigi haldið við. 

Fyrri forsendan réttlætir t.d. á engan hátt að ekki skyldi vera gripið fyrr og harðar inn í smitferilinn. 

Seinni forsendan var ekki sett skýrt fram á fundinum í gær og gaf þar með það villuljós að sigur á faraldrinum yrði unni eftir einhverjar vikur. 

Af því að tölfræðingarnir hafa svo gaman af "hvað ef" spurningum þá þyrftu þeir að svara spurningunni hvað ef smitvörnum verður hætt þegar núverandi sýkingarkúfur er genginn niður og veiran kemur aftur inn?

Eins mætti spyrja sóttvarnarlækni hvort hann telji að ganga eigi harðar fram en gert var í upphafi láti veiran kræla á sér aftur eftir að núverandi kúfur gengur niður?

Á meðan ekki fæst bóluefni þá hlýtur mesta og besta smitvörnin að felast í því að hleypa krúfunni sem minnst upp. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2020 kl. 11:47

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Þetta snýst ekki um að vera sammála lokaorðum þinum, þau eru rétt.

Þú orðar það vel sem ég benti Halldór á í uppgjöf sinni.

Læknar á Norðausturhorninu bentu á það sama.

"Þegar flensan er gengin yfir eins og það er kallað og kúrfan sem sýnir sýkta einstaklinga er gengin niður eftir að 2 til 6 þúsund einstaklingar hafa sýkst skv. reiknilíkaninu, verður þá dregið úr sóttvarnaraðgerðum og lífið kemst aftur í sama horf?

Ef svo er hvernig á veiran að vita að hún má ekki koma aftur þegar "aðeins" innan við 18% landsmanna hafa fengið hana?

Erum við þá ekki kominn á þann sama byrjunarreit -18% orðin ónæm og við vorum þegar fyrstu íþróttaáhugamennirnir komu með veiruna í landið?".

Það er gott fyrir mig að hafa þessi orð og þessi rök, en skiptir svo sem ekki máli í stærra samhenginu.

Ég tel mig hafa sagt það sem  þurfti að segja og hef vissulega fengið viðbrögð, og til dæmis athugasemd Halldórs segir mér að eitthvað hafi ég sagt.

Sem og að pistillinn hefur fengið álíka lestur og pistillinn sem ég skrifaði um áramótin 2008-2009 sem er fram að þessu mest lesni pistillinn sem ég hef skrifað.

Sá pistill fékk nokkur hundruð læk, þessi rúmlega 10 og varla það.

Þó ég segi sjálfur frá, báðir góðir, en þá var baráttan rétt að hefjast, þessi er töpuð.

Það er orkueyðsla að segja hið augljósa aftur og aftur.

En eins og ég sagi við Halldór, þá er þetta fólk að gera sitt besta, það er virkilega að berjast.

Og ég met það.

Í alvöru, ég met það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 587
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6318
  • Frá upphafi: 1399486

Annað

  • Innlit í dag: 502
  • Innlit sl. viku: 5357
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband