22.3.2020 | 15:41
Hvað er öðruvísi á Íslandi en öðrum sýktum löndum??
Jú faraldurinn er ekki eins langt genginn og því höfum við ennþá tíma.
Þess vegna spyr maður sig, af hverju er þessi tími ekki nýttur??
Hann bjargar jú mannslífum, er það ekki einhvers virði.
Það er strangt útgöngubann á Ítalíu og Spáni.
Sem fólk tekur alvarlega því það vill ekki að fleiri deyi, en þegar er teiknað í skýin vegna þess að kjarklaus stjórnvöld hlustuðu á úrelta sóttvarnarlækna sem sögðu, það er ekkert hægt að gera annað en að hægja á útbreiðslunni.
Á sama tíma var margt gert í löndum Austur Asíu, og það virkaði.
Við værum til dæmis með því sem næst ósmitað land ef við hefðum lokað í tíma á þekktar smitleiðir, í stað þess að vera með fleiri smit í fjölda talið, ekki hina margfræga hausatölu, en milljóna þjóðir Austur Asíu.
Og hefðu Ítalía og Spánn haft leiðtoga sem segðu hinu úreltu sóttvarnaryfirvöldum að halda kjafti, og sett strax á útgöngubann, þegar ljóst var í hvert stefndi, þá væri Kína ennþá með flest dauðsföll í heiminum í dag.
Þau gerðu það ekki og fólk geldur þess með lífi sínu.
Við breytum ekki þeirri staðreynd að þjóðinni var vísvitandi leyft að sýkjast og við stefnum óðfluga inní lokakafla veirusmitsins, þegar hún springur út og ekkert verður við ráðið.
En við þurfum ekki að láta allt enda með ósköpum eins og raunin varð á Ítalíu, og allt bendir til að verði líka á Spáni, þó var gripið fyrr þar í taumana svo hugsanlega verður faraldurinn þar ekki eins slæmur og hefði orðið ef menn hefðu tekið ítölsku smitleiðina alveg í botn.
Við þurfum þess ekki ef við höfum ennþá vott af manndóm í okkur og stöndum upp og mótmælum.
Þó það væri ekki annað en vegna ástvina okkar.
Ferðamenn smita ekki, það er ekki hægt að setja alla sem koma til landsins í sóttkví er okkur sagt.
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við konu sem fékk örugglega smit frá erlendum ferðamönnum því ekki hafði hún verið í tengslum við Ítalíufara þegar hún fékk smitið. Til að geta haldið áfram að ljúga í þjóðina, þá var erindi hennar ekki svarað þegar hún bað um mælingu. Hver veit hvað það vítaverða athæfi á eftir að kosta marga smitaða áður en yfir líkur??
Í öðru viðtali er sagt frá Ítalíusmiti, líklegast af hurðasnerli, og sami Ítalíusmitberi smitaði son sinn án þess að hitta hann, en sonurinn gekk frá farangri foreldra sinna.
Síðan er okkur talið í trú um að smitaðir ferðamenn geti ekki borið smit inní landið, að lífsýni sem þeir skilja eftir sig út um allt, sýki ekki íslenska ríkisborgara, en hvað þá með alla erlendu ríkisborgarana sem vinna hérna??, er smitveiran líka vandlát á þá??
Heimskan æpir framan í vitborið fólk, sem er tegundaheiti okkar, Homo sapiens, en samt komast sóttvarnaryfirvöld upp með útskýringar sínar eins og við séum öll stödd í Leikhúsi fáránleikans.
Og þegar allt um þrýtur, þá er sagt að ekki sé hægt að setja alla sem koma til landsins í sóttkví.
Af hverju er það hægt í Peking, íbúafjöldi 21 miljón, hjarta stjórnsýslu Kína? Þar eru ótal leiðir inní borgina, og hún er ekki sýkt, það staðfesta útlendingar sem búa í borginni.
Af hverju er það hægt í Taivan, íbúafjöldi 28 milljónir, fjöldi smita 169, samt loka þeir á erlenda ferðamenn, við með okkar 569 smit, treystum okkur ekki til þess að sögn.
Þetta er drepsótt segja Ítalskir læknar.
Hérna heldur hjarðhegðun heimskunnar að þetta sé meinlítil flensa nema fyrir fólk í áhættuhópum.
Meinlítil flensa sem hægt er að stýra, og þegar það mistekst sem það augljóslega er búið að gera, þá er það vegna þess að ekkert er hægt að gera.
Annað en að veiran sýki okkur og drepi.
Ég las brandarabréf hjá leiðarahöfund Morgunblaðsins núna í morgun.
Ástæða þess að við tölum ekki þýsku og heilsumst með Heil kveðju er sú að fyrir nokkrum áratugum var eldri maður sem brást ekki þjóð sinni þegar hann sá í hvað stefndi.
Hann sagði ekki brandara, hann talaði mannamál á Ögurstundu.
Hann fór gegn Hjarðhegðun heimskunnar og hlaut bágt fyrir.
Hann er talinn maður að meiri í dag.
Kveðja að austan.
Útgöngubann ekki á teikniborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 510
- Sl. sólarhring: 681
- Sl. viku: 6241
- Frá upphafi: 1399409
Annað
- Innlit í dag: 432
- Innlit sl. viku: 5287
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 390
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fílabeinsturni fræðanna hættir mönnum til að horfa á Exel tölur og álykta út frá því. Þess vegna lagðist sóttvarnarlæknir ekki gegn skíðaferðalögum til Ítalíu, því opinberar tölur gáfu ekki upp mörg smittilfelli, samt höfðu þarlend yfirvöld áhyggjur og höfðu sett nokkra bæi á Norður Ítalíu í sóttkví.
Ef mannslíf hefðu notið vafans fram yfir skemmtilöngun fólks, hefði verið lokað á ferðir til Norður Ítalíu þar til mál skýrðust, við værum lítt smituð í dag ef þessi sjálfsögðu sannindi mennskunnar hefðu ekki lotið í gras fyrir firringu neyslusamfélagsins.
Eftir að fyrsta smitun greindust hjá skíðaferðafólkinu, átti öllum með lágmarks dómgreind vera ljóst að smitið væri miklu útbreiddara en tölur sögðu til um, og tafarlaust átti að loka á Ítalíu sem og Austurríki eftir að smitið greindist þar.
Þetta hefði líka öðrum þjóðum í Evrópu átt að vera ljóst, sem og ítölskum stjórnvöldum. Samt drógu þau það í tæpan hálfan mánuð að loka samfélaginu, og bera því beina ábyrgð á miklun stærri kúrf af dauðsföllum en annars hefði orðið, allavega þúsundir deyja að óþörfu, kannski fleiri.
En þegar ég las um bæinn Bergamo núna áðan, því hann komst á landakortið vegna fréttamyndanna af herbílum fullum af líkkistum sem ferjuðu látna til greftrunar þar sem álagið var minna, þá rakst ég á athyglisverða frétt um gapið á milli Exel talna og raunveruleikans.
Þetta var haft eftir bæjarstjóra Bergamo í gær;
"Local funeral homes are overwhelmed by the number of fatalities from Covid-19. The military vehicles bearing the coffins are a chilling testament to the death toll resulting from the virus, and the town's mayor thinks the numbers may have been underestimated.
"There is a very wide gap, which is confirmed by the concrete experience of so many families who have elderly people who are dying either at home or in hospices," explained Giorgio Gori.
"There is a noticeable number of people who are dying due to the virus. I say this because the main cause of death is pneumonia, and some are unaccounted for, and not are registered as victims of the virus, because nobody tested these elderly people either before or after their death."
According to the mayor's office, 400 people died in Bergamo and neighbouring towns last week - that's four times the number who died the same week the previous year - yet only 91 of them had tested positive for the virus.".
Fjórum sinni fleiri dóu í síðustu viku en í sömu viku og fyrir ári, samt skráir Exelinn aðeins 91 andlát vegna kórónuveirunnar.
Miðað við íbúafjölda Bergamo og miðum við Exel tölur sérfræðinganna, þá eru það 273 sem væru dánir á Íslandi vegna drepsóttarinnar, miðað við umfram mannfall, eru það um 900 dauðsföll hér. Bara svo fólk gerir sér grein fyrir katastrófunni sem þessi litli friðsæli ítalski bær er að ganga í gegnum.
Alvarleikinn er að þeir sem fóru frá fyrsta stigi málsins eftir Exeltölunum og litu þar með framhjá æpandi staðreynum um útbreiðslu og alvarleik veirunnar, að þeir gripu of seint til ráðstafana.
"People on the front lines of the virus fight, including hospital officials, funeral operators, city administrators and union leaders, told The Associated Press that Bergamo’s crisis might have been prevented had their individual requests to create a red zone around the area as early as 23 February been heeded.
Instead, strict containment measures were extended to Bergamo only on 8 March, two weeks later, without ever isolating two valley towns where the outbreak was first recorded.".
Og af biturri reynslu þá kallar bæjarstjórinn á enn harðari aðgerðir.
Kannast einhver við þessa sögu??
Af hverju er sömu mistökin endurtekin hér á landi??
Eitt er að samsinna sig Hjarðhegðun heimskunnar, annað er að telja sig ódauðlegan.
En trúið mér, það erum við ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 18:11
Sæll Ómar, það kemur hver eldmessan annarri magnaðri úr neðra þessa dagana.
En eins og maðurinn sagði "lífið er langt en sælan er stutt sæll sá sem þorir að gefa það burt"
https://www.youtube.com/watch?v=rHt5uALWcGA
Með kveðju úr fílabeinsturninum í efra.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2020 kl. 20:08
Blessaður Magnús.
Þeim fer fækkandi, allt sem kvartað hefur verið yfir, hefur verið lagfært, vissulega seinna en hefði þurft, með þekktum afleiðingum, en lagfært samt.
Það var víst ekki málið að kippa hlutum í liðinn, meira að segja gekk það alveg án heimsendis að biðja fólk ekki að ferðast til smitsvæða, og þegar allt var smitað, nema einhver afskekkt eyja í Kyrrahafi, þá fór fólk með bros á vör í 14 daga sóttkví við heimkomuna.
Það eina sem er eftir, er útgöngubannið, sjáum til hvernig gengur í Vestmannaeyjum, þetta verður eitthvað þróað þar.
Fílabeinsturninn, það er nú það með hann.
Kannski er ég í mesta fílabeinsturninum, hef reiknað það út á puttum mínum að ef það verður ítalskt eða spænskt útgöngubann fyrir helgi, þá næst sú ró á ástandið, að Íslandsmótið í 3. flokk getur farið fram á tilsettum tíma uppúr 20. mai.
Veit ekki hvort þú veist það en við sameinuðumst hér í neðra, ykkur þarna í efra, og þar kemur kannski herslumunurinn sem þurfti til að Fjarðabyggðliðið, kjarni 2004 árgangurinn, taki titilinn.
En ef ekkert er gert, allt látið dragast, endalausar sóttkvíar sem menn fara aftur og aftur í, þá verða líklegast krækiberin komin áður en nokkur þorir út úr húsi að hitta næsta mann. Og þá líklegast vegna þess að menn brugga sér holla og læknandi krækiberjasaft.
Þannig???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 21:55
Hvaðan koma þær upplýsingar að ferðabann og útgöngubann séu aðgerðir, sem sóttvarnarlæknar og Alþjóoða heilbrigðisstofnunin mæli ekki með?
Ómar Ragnarsson, 22.3.2020 kl. 22:16
P.S.
Takk fyrir Larsen, þegar ég hlusta á þetta lag þá kemur Rúnar Júl og lífsgleðisöngvar hans alltaf uppí hugann, einhver neisti sem fylgir tónlistinni.
Var annars að horfa á þættina (fyrsta af fjórum) hans Tóta Hæja og sonar, um snjóflóðin sem féllu þegar ég var 12 ára, líkt og Tóti.
Ég man alltaf vanlíðanina sem ég fann þegar fréttin kom um snjóflóðið í Súðavík, sem magnaðist upp á margföldum krafti um haustið þegar sömu hörmungartíðindi bárust frá Flateyri. Það hafði víst ekki dugað að stinga hausnum í sandinn, það varð að mæta þessari hættu.
Ég gleymi aldrei viðbrögðum Davíðs Oddssonar, hann lofaði í fyrsta lagi að endurreisa byggðirnar, og í öðru lagi að setja peningar í varnir. Varnir sem meðal annars gera byggðina mína öruggari.
Þann dag breyttist Davíð úr frjálshyggjumanni í mínum huga, í Mann.
Okkur vantar Mann í dag, einhvern sem er tilbúinn að feisa vandamál, læra af reynslunni, og reyna að láta hlutina ekki endurtaka sig.
Hefðum við haft einn slíkan, þá væru hlutirnir í góðu lagi, við gætum rifist við hitt heimsmetið við Hong Kong eða Taivan, um hvaða landa hefði fæst smit per höfðatölu. Þá er ég að miða við lönd sem eru í hringiðju faraldursins.
Lífið er eins og það er, flestir meta það samt þannig að þeir vilja lifa því frekar en hitt, og eru ekki að flýta sér að kveðja það.
Ég hef aldrei verið hrifinn af fréttum af ótímabærum andlátum, 1971 fórst bátur heima þar sem nágranni minn og vinur, 2 árum eldri missti föður sinn og föðurbróður, svo komu snjóflóðin 3 árum seinna, þá misstu 3 af bekkjarsystkinum mínum annað foreldri sitt.
Í dag eru í kringum mig náið fólk sem er í svokölluðum áhættuhópum, og þá er ég ekki að vísa í eldra fólk, móðir eða móðursystur. Mér finnst sorgleg þessi rússneska rúlletta sem er spiluð með líf þeirra. Alveg eins og mannskæð snjóflóð, eða sjóslys eru ekkert náttúrulögmál, það þurfti bara að bregðast við, þá er farsótt á 21. öldinni það ekki heldur.
Það var sofið á verðinum frá 1974 til 1995, þess vegna dó fólk.
Það má segja það sama um hættuna á alheimsfaröldrum, við vorum orðin of sjálfsörugg, eða hugur ráðafólks var bundinn um of við aðra hluti, eins og hvernig hægt var að rústa nærumhverfi með útvistun starfa í maurabú Asíu, eða hvernig þau gætu hagað störfum sínum á þann hátt að hinir ofurauðugu yrðu ennþá ofurauðugri, og þá yrði vel launað.
Við sjáum forheimskuna og hina algjöru fyrirlitningu á manngildi, þegar ESB regluverk var notuð sem skálkaskjól til að leggja að velli íslenskan landbúnað, þvert á aðvaranir helstu smitsérfræðinga þjóðarinnar, jafnt mannafræðingum sem dýrafræðingum.
Það er hugarfarið sem og andvaraleysi sem skýrir að drepsótt geisar í Evrópu, og það veit enginn hvernig fer ef hún stökkbreytir sér enn einu sinni. Fyrir fjárúlfa og aðrar skynlausar skepnur er þessi faraldur aðeins viðskiptatækifæri, og því eru verkfæri þeirra á fullu að kynda undir andvaraleysi fólks. Palli kóngur var með vísan i kvöld í tölur og tölfræði sem byggist annars vegar á blekkingum, og hins vegar tölfræði fyrstu útgáfu veirunnar þegar hún breiddist út frá Kína. Ítalíuveiran er miklu skæðari og sú þriðja, sem gæti verið komin, en mun koma, gæti lagst af fullum þunga á yngra fólk, eins og vísbendingar eru þegar komnar fram um. Þetta er eins og hannað vopn sem leitar að veikleikum og undirbýr svo nýjar árásir.
Heimsbyggðin er vissulega að snúast til varnar, en að það skuli vera á sveimi þarna úti kostað fólk sem ýtir undir andvaraleysi og grefur undan þeim stjórnvöldum sem vilja mæta faraldrinum af fullri hörku, það er óskiljanlegt.
En kannski svo ekki þegar maður hugsar út í hvernig húsbændur þeirra hafa grafið undan samfélögum fólks á Vesturlöndum undanfarna 3-4 áratugi eða svo. Hvernig þeim tókst að breyta vinnandi fólki í kostnað, og síðan talið fjöldann í trú um að velmegun hans byggðist á vinnuafli þræla, þar sem markmiðið er að keyra launakostnað vinnandi handa niður eða niður fyrir núllið.
Illskan á sér mörg andlit og við erum að upplifa eitt þeirra í dag.
En mennskan snérist til varnar, og það er hún sem mun sigra.
Þá verður uppgjör Magnús, bæði við þá sem leyfðu drepsóttinni að dreifast út óhindrað, sem og þá heimsskipan sem gerði þetta allt kleyft.
En ég er orðinn svo gamall og grár að ég hugsa sífellt meir og meir um fótboltann, ég væri löngu þagnaður, og ætlaði að sætta mig við hina stýrðu útbreiðslu, eða alveg þar til stytti upp og ég fékk bróðir minn með mér í morgungöngutúrinn, en þegar snjóar er hann í hálkuvörn og snjóblæstri fyrir leikskólann, og þá rann upp fyrir mér ljósið, áhættuhópar eru nær manni en maður hugsar út í.
En eins og ég segi, þá held ég núna að ferlið til hinnar einu lausnar sem virkar héðan af, að það sé hafið.
Ég læt svo aðra að hafa áhyggjur af fjárúlfunum og verðtryggingunni, bíð spenntur eftir þætti númer 2 um snjóflóðin sem mótuðu mann miklu meir en maður gerði sér grein fyrir.
En það er geymt en ekki gleymt þetta með innflutninginn á sýklum.
Kveðja í hlákuna í efra, vonandi rignið þið ekki út í Lagarfljótið, einhvern stað verður maður að geta heimsótt þegar maður vill komast í kaupstaðinn.
Að austan, í neðra.
Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 22:46
Blessaður nafni.
Það er hálf illa gert að spyrja mig svona þegar langur tími er liðinn frá því ég henti inn pistli mínum. Þó þú sért stálminnugur og dygði sjálfsagt ekki árið til að fara með allar vísur sem þú kannt eða segja sögur af samferðamönnum þínum og lífshlaupi, þá er ég orðinn svo gamall og grár að ég man ekki sérstaklega vel það sem ég skrifaði ekki.
Ég reikna með að þú sért að lesa eitthvað milli línanna sem ég átta mig ekki á. Ég minnist sjaldan á WHO, en þá er það aðeins til að hamra á að stofnuninni hvetji ríki heims til að taka faraldurinn alvarlega áður en það yrði of seint. Að grípa til nauðsynlegra aðgerða í tíma í stað þess að bregðast við þegar vandinn er orðinn illviðráðanlegur eða óviðráðanlegur.
Þegar þú talar um sóttvarnalækna, þá veit ég ekki hvort þú sért að vísa til Íslands, hér er hann bara einn, og hann lagðist gegn ferðabanni á þeim tímapunkti þegar það myndi skila árangri. En þú talar í fleirtölu og þá er erfitt að átta sig á hvað þú átt við út frá texta mínum, það blasir til dæmis við að sóttvarnalæknar í Austur Asíu, sem hafa stýrt árangursríku aðgerðum landa sinna, að þeir lögðu til ferðabann strax í upphafi faraldursins, og þeir vita að dugi það ekki til, þá eru hertar aðgerðir nauðsynlegar, og ég reikna með að þeir viti um af hverju algjört útgöngu bann var sett á smitsvæðum Kína, og af hverju það virkaði.
Eftir stendur kannski þessi setning; "úrelta sóttvarnarlækna sem sögðu, það er ekkert hægt að gera annað en að hægja á útbreiðslunni.", þar er ég að vísa í þá sem bera ábyrgðina á hinum stjórnlausa faraldri í Evrópu. En það er óþarfi til að draga úr afglöpum þeirra, að gera þá sem eru upp to deit eða WHO samseka.
En kannski hef ég misskilið þig nafni, en þá þarftu að útskýra máli þitt betur.
Eins og ég segi, ég er ekki sérlega klár í að rifja það upp sem ég skrifaði ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 23:02
Að hjakka í gærdeginum held ég sé að ganga frá þér Ómar minn. Settu nú inn hvernig þú villt tækla stöðuna næstu daga, í stað þess að koma ávallt eftirá með lausnir, sem of seint er að grípa til. Slakaðu aðeins á maður. Ég og þú erum í allt að því vísindaskáldlegu umhverfi þessi dægrin, eins og reyndar veröldin öll. Umhverfi sem við báðir erum staddir í og ríður á að allir standi saman, en gargi ekki hver á sínu torgi. Samstaða félagi, samstaða.
Mjög má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér um allt, en þú veist ekkert meira um þinn hlut. Ekki frekar en ég um minn. Skelfingin hefur afleiðingar. Að ala á henni hjálpar ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Bestu kveðjur austur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.3.2020 kl. 00:44
Blessaður Halldór.
Ég held að ég hafi loksins áttað mig á hvað hrjáir þig, og það er innri angist því þú upplifir þig í áhættuhópi.
Þegar leiðtogar taka ítrekað rangar ákvarðanir þá þarf að benda á það, annars halda þeir alltaf áfram að taka rangar ákvarðanir, og þar sem fyrri hafa haft skelfilegar afleiðingar, og þær sem eru óteknar hafa líka skelfilegar afleiðingar þar sem mannslíf er undir, þá er það borgarleg skylda fólks að rísa upp og mótmæla.
Þetta er meir að segja eina skyldan sem réttlætir uppreisn út á sjó, sem annars er alltaf æðsti glæpur samkvæmt sjórétti.
Ég hef rétt fyrir mér, ekki bara vegna þess að ég vitna í fræðin (það er alltaf rangt að segja þegar veira sem smitast beint á milli fólks án annars hýsils, að það dugi ekki að skera á smitleiðir hennar) heldur líka vegna þess að ég vitna í raunveruleikann, ákvarðanir annarra þjóða sem virka, og var ekkert mál að framfylgja.
Það er líka rangt að halda því fram að smituð lífsýni erlendra ríkisborgara smiti ekki eins og smituð lífsýni innlendra, sú rangfærsla var endanlega rekin ofaní kokið á sóttvarnaryfirvöldum í viðtali í Sunnudagsmogganum.
En látum þetta liggja milli hluta, þú ert ekki einn um að sjá ekki hið augljósa en þegar þú segir að ég komi alltaf með eftirá lausnir, þá fattaði ég að eitthvað virkilega hrjáir lesgleraugun þín.
Frá fyrsta degi lagði ég til að það yrði skorið á smitleiðir frá sýktum svæðum, það voru sóttvarnaryfirvöld sem gripu of seint til þeirra, þegar landið var smitað. Ég heiti Ómar, eins og þú réttilega bendir á, ekki sóttvarnaryfirvöld.
Í pistlum gærdagsins hamraði ég á því tvennu sem eftir á að gera, að loka á smit ferðamanna, og þetta;
"Það er aðeins eitt sem getur hindrað að við verðum öll Vestmanneyingar, og það er útgöngubann.
Strax á morgun.
Um framkvæmd þess getum við lesið okkur til um hvernig að málum er staðið í dag á Ítalíu, eða Spáni, fer eftir hversu róttækra aðgerða er þörf.".
Halldór, þetta blessast trúðu mér, þó seint sé munu sóttvarnaryfirvöld taka lokaákvörðun sem er rétt.
Útgöngubann.
Spái því fyrir helgi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 07:05
Í dönsku fréttunum í gærkvöldi var viðtal við Færeyinga. Tala sýktra hjá þeim var þá komin á annað hundrað. !
Er ekki ráð að þú takir ferjuna og komir hlutunum í lag.
Snorri Hansson, 23.3.2020 kl. 11:00
Þú segir Ómar:
"Það hlýtur að vera hægt að gera það sem þarf að gera svo sem flestir lifi af þennan faraldur.
Lækningin kemur, og það er miklu styttra í hana en margan grunar.
Kveðja að austan.
Veistu eitthvað Ómar sem ég ekki veit?
Hvert á maður að snúa sér til að fræðast um þetta?
Halldór Jónsson, 23.3.2020 kl. 12:56
Veistu hvað margir hælisleitendur koma hingað á hverri viku? Eru þeir prófaðir? Er þeim snúið við eða fá þeir að setyjast hér að meðan mál þeirra eru rannsökuð?
Halldór Jónsson, 23.3.2020 kl. 12:58
Sæll Ómar og takk fyrir svarið. Nú þykir mér þú seigja fréttir ef það er orðið sama liðið í efra og neðra ;)
Ég held reyndar að þotuliðið hafi ekki verið stoppað af íslenskum yfirvöldum og það sé ennþá á pari við það sem sagt er um suður Ítali af illgjörnu norður Ítölum, veislan heldur áfram svo lengi sem sóttkvíin er borguð.
Var ekki nýi blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í skíðaferð ásamt 24 öðrum þotuliðum í Mývatnsveit um síðustu helgi með þeim afleiðingum að allir eru komnir í sóttkví og 20 með smit?
Það vantaði víst ekki 2 metra bilið á milli skíða en þau gleymdu samt ekki að deila sólskinsselfí á facebook þar sem slefan slitnaði ekki á milli.
Þau seljast víst grimmt gulu vestin í Ellingsen til efri-millistéttarinnar þessa dagana.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 23.3.2020 kl. 15:21
Blessaður Snorri.
Ég myndi ráðleggja þeim tvennt, annað að létta sér lífið með gleði og húmor, þú kannski getur hjálpað þeim við það, hitt er að hringja til sóttvarnaryfirvalda þarna Austur frá og fá faglega ráðgjöf.
Sem mér reyndar skilst að íslensk sóttvarnaryfirvöld hafi fengið frá Kína, og það þýðir aðeins eitt, undirbúningur fyrir útgöngubann ef það kemur önnur stigmögnun og í síðustu viku.
Þar með er eiginlega erindi mínu lokið.
Færeyingar eru eiginlega fórnarlöm sömu aðferðafræða og við, að loka á smit eftir á, en þeir búa yfir ríkulegu brjóstviti svo ég sé ekki sömu veldisaukningu í Hjarðhegðun heimskunnar og hérna heima, svo þeir tækla þetta, í versta falli fara þeir á sjó og skjóta hval og svartfugl, þar eru öll efni sem vinna á austurlensku vírusum.
Ætli eyjamenn geri ekki eitthvað svipað þegar allt annað þrýtur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 15:59
Blessaður Halldór minn.
Ég er nú alltaf að reyna að segja þér svarið, horfðu til himins og treystu, það virkar.
Síðan er það bara svo leiðis að veirur eiga engin leyndaramál í dag og ég er nokkuð viss um að lausnin komi frá aðilum sem tengjast sýklavopnum stórþjóða.
Mastu eftir ebólu faraldrinum sem virtist ætla að verða óviðráðanlegur fyrir nokkrum árum síðan?
Reikna ekki með því, lækningin kom áður svo hann náði aldrei flugi, hvorki sem faraldur eða fréttafaraldur, og lækningin kom frá bandaríska hernum.
Það mun eitthvað svipað gerast núna, það er öruggt, hygg að það verði þegar hann fer að bía í USA.
Sem betur fer þá lifum við á 21. öldinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 16:08
Ja hérna margt veistu Ómar minn. Hvar get ég fræðst meira um þetta svið. Ég vil hinsvegar að eitthvað drastískt fari að gera áður en ég verða alveg vitlaus á þessu ástandi og helst áður en maður drepst úr því.
Halldór Jónsson, 23.3.2020 kl. 16:23
Blessaður Magnús.
Hér á árum áður, þá líklegast fyrir einhverjum öldum, voru svona tíðindi, talin furður, og boða eitthvað yfirnáttúrulegt.
Svo kom kórónaveiran, en ég held samt að þegar fornir fjendur snúa bökum saman til að herja á Sunnlendinga, að þá sé það forboði gróanda og jafnvel nýrra tíma.
Kannski þá tíma að fólk verði aftur fólk, og hyggi að sínu, ráðum málum sjálft, líkt og sjálfstæðir forfeður okkar gerðu í árdaga og tíðindi voru sagðar sögur.
Það er vorboði í lofti, ég finn hann í beinum mínum, augnablikið kannski ekki sérstaklega gæfulegt, en það er í eðli slíkra blika að líða hjá.
Vorið kemur, veit ekki nákvæmlega hvenær, en það kemur.
Heimurinn verður aldrei samur, það er líka ágætt, hann var hvort sem er á leið í strand að svo mörgu leiti.
Ég græt mannslífin, en ég hygg að þær fórnir munu næra mennskuna og mannúðina til lengri tíma litið, við munum rísa upp sem fólk, afneita því að vera kostnaður, og taka slaginn við andskotann og hans undirsáta.
Fjárúlfarnir sem sæta nú lagi, verða settir í sömu fjötra og Fernisúlfur, skynlausar skepnur verða teknar og tamdar, mennskaðar, og græðgiöflin sem fóðra átök og ófrið, koma í veg fyrir framþróun og velmegun í fátækum löndum, á þau verður blásið svo þau fjúka út í veður og vind.
Því þau eru eins og hin svarta þoka sem allt kæfir og öllum villir sýn, það þarf aðeins smá andvara til að leysa hana upp.
Þennan spádóm les ég úr þeim undrum og stórmerkjum að ég sá forna keppinauta spila sem eitt lið eftir 3 leiki, það þurfti ekki meira til.
En ég er kannski ekki þjálfuð Völva.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 16:32
Blessaður Halldór.
Ja það er nú bók sem heitir Nýja Testamentið, nei bara að djóka.
Þetta með ebólu bóluefnið er þekkt, bandaríski herinn hafði áhyggjur af því að það væri hægt að nýta hana í sýklahernaði og hafði því nokkrum árum áður en stóri faraldurinn braust út sett fjármuni í rannsóknir og þeir voru beisiklý tilbúnir með bóluefnið þegar faraldurinn braust út. Sögðu náttúrulega ekki neitt, en svo smitaðist kærleiksfólk sem vann við að hefta faraldurinn í Vestur Afríku, bandarískt, og þá var því hóstað upp að það væri til bóluefni, vissulega á tilraunastigi, sem er fín orð yfir að enginn annar átti að vita af því, en bóluefni engu að síður.
Og búmm, veiran dauð.
Við eigum að hafa þá skynsemi til að bera að vita að eftir alla þær trilljónir sem herveldi hafa sett í þróun sýklavopna, og þá sérstaklega varnir gagnvart þeim, að þá ráða þessi sömu herveldi yfir miklu verri andskotum en þessari kórónuveiru, og ef þau ráða ekki við að verjast henni, hverju verjast þeir þá??
Kvefi, með því að taka inn lýsi??
Halldór, þetta er leiðindaástand, og veiran líklegast miklu útbreiddari en menn átta sig á, það er eins og hún hafi sin meðgöngutíma þar sem hún er undir radar sóttvarnaryfirvalda, og svo springur hún út sbr. til dæmis að smitið í Vestmannaeyjum er rakið til kappleiks 8. mars.
Þarna liggur hættan, að einhver sé að smita mann án þess að maður viti af því.
Þá er lán, í óláni, að vera eldri borgari sem getur stjórnað umferð á heimili sitt. Veiran flýgur ekki inní gluggann ein og sér, hún þarf hýsil sbr. sönginn um að skera á smitleiðir.
Það held ég að hafi tekist vel um margt hjá mörgum, fólk hefur miklu minni samskipti en áður, margir af þeim sem eru í áhættuhópi, hafa alveg einangrað sig.
Og það virkar.
Það hefur tekist virkilega vel að halda smitinu frá eldri borgurum, og það er lofsvert, þakkarvert.
Útgöngubann og sjálfskipuð einangrun er í raun eina vörnin sem virkar í dag, en ég hef trú á því að mannsvitið sjái til þess að þetta verði ekki farsótt sem komi aftur og aftur, en ég auðvitað veit það ekki, en ástæða þess að maðurinn er herra jarðarinnar er sú að hann hefur alltaf fundið lausnir.
Og af hverju ætti það að klikka núna??
Ég veit ekki annað en þessi heilbrigða skynsemi segir mér Halldór, en ég man að ég var hræddari þegar ebólufaraldurinn gaus upp, hafði alltaf áhyggjur að hann myndi berast milli manna með útönduninni. Ég lærði dálítið af þeim ótta, að treysta á að treysta.
Svo megum við ekki gleyma því að þrátt fyrir allt búum við í landi sem er einna öruggast í heiminum í dag hvað þennan faraldur varðar.
Svo ef ég hefði efni á því þá myndi ég fá mér nokkra hárkarlsbita á hverjum degi, þar er þróttur og varnarefni sem virka.
Trúum Halldór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 16:57
Þú ert svei mér fyrsta óbeina bráðatilfelli kóronaveirunnar. Blessaður farðu nú að slaka á kall.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2020 kl. 18:25
Já, núna kannast ég við minn mann aftur Jón Steinar, hrútshornin fara þér miklu betur en gönguferð þín tún forheimskunnar, gott að þú sért hættur að eyða orku þinni í að útskýra fyrir fólki að veiran sé álíka algeng og kvefveiran sem færir börnum grænt hor í nös á hverjum vetri, og mun meinlausari en neftóbakið sem gamlir karlar dældu í nefið á sér hér í eina tíð.
En það er eitt sem ég fatta seint um suma, hví láta þeir eins og bloggið mitt sé sent með mjólkurbílnum, jafnt beðinn sem óbeðinn, líkt og var með Tímann forðum.
Ef ég ætti að velja, og upplifði nauðung á ritað mál, má myndi ég frekar fara inná Tímarit.is og fletta uppá gömlum Tímum, sértaklega mæli ég með Helgarblaði Tímans, þar mátti margan fróðleikinn lesa, skil ekki þetta kvart yfir sendingunni.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 18:36
Ekki að hér sé friðurinn og róinn, en af einhverjum ástæðum er alvarleikinn ennþá talaður niður, sjúkdómurinn sem lætur unga fólkið í friði.
En hvað vita menn, þetta er svo nýgengið hér, veiran grasseraði vikur á Ítalíu áður en hún sprakk út, og læknar þar og sjúklingar á besta aldri vara fólk við svona hjarðhegðun heimskunnar sem af einhverju ástæðum er opinber stefna heilbrigðisyfirvalda.
Meistari Gunnar er duglegur að vísa í fréttir, þetta las ég á einni, eftir að vitnað var í video blogg 45 ára gamallar grænmetisætu, sem varar við að sama andvaraleysið sé endurtekið í öðrum Evrópulöndum og er núna að koma Ítölum í gröfina, þá er vitnað í ítalskan lækni;
""If you have an 99-year-old male or a female patient, that's a patient with a lot of diseases. And you have [a] young kid that need[s] to be intubated and you only have one ventilator, I mean, you're not going to ... toss the coin," says Carlo Vitelli, a surgeon and oncologist in Rome.
He's speaking just a few hours after operating on a perforated appendix of a young man who had been in contact with a person from northern Italy, where the virus has hit the hardest in the country. It was "an emergency operation done on somebody who was in quarantine," Dr. Vitelli says, "don't know if he's going to develop. I don't think so. But, you never know."".
Hann veit ekki hvort ungi maðurinn muni ná sér.
Ekkert annað en dauðans angist getur útskýrt afneitun fólks þessa dagana, en hvað útskýrir hjarðhegðun heimskunnar er önnur saga.
En það er sniðug aðferð að fækka staðfestum smitum með því að verða uppiskroppa með birgðir, það eitt bendir til að sóttvarnaryfirvöld sjálf tóku mark á spám sínum um 300 smit og þar af 10 alvarleg.
Jafnvel fávís maður veit að hann útvegar ekki veirupróf í miðjum heimsfaraldri, ekki nema fyrir kraftaverk, eða mikinn góðvilja vinarþjóða. Það var sagt að nóg var til, en við hvað var þá miðað.
Rekur sig í hvers manns horn leiðsögnin sem þjóðin lofsyngur líkt og hún væri öll komin af fundi með Kim, og hafi þar lært lofsöng óttans.
En eftir því sem veiran fær lengur að grafa um sig, þá verður hún illvígari.
Þess vegna verður strax að grípa til aðgerða sem duga, þá þýðir ekki að hvítflibba liðið á skrifstofum sínum flýi heim til sín í "fjarvinnu", á meðan vinnandi hendur eru skyldar eftir á veiðilendum veirunnar.
Það er ekki nóg að þetta lið getur ekki borgað starfsmönnum sínum mannsæmandi laun, það getur ekki heldur verndað það.
Nema Ikea, þar er fólk í forgang.
Ætli það sé ekki hægt að láta forstjóra IKEA taka við að ríkisstjórninni, svona á meðan faraldurinn gengur yfir.
Einn fullorðinn skilar meira en mörg börn.
Margsannað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2020 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.