Við erum öll Vestmannaeyingar.

 

Hugur okkar er hjá þeim, megi þeim takast að sigrast á þessum vágesti.

En til þess er aðeins ein leið, og það er stríð við veiruna, loka á allar smitleiðir hennar, því eins grálynd og hún er, þá lifir hún ekki ein og sér með sjálfri sér.

Hún þarf hýsil.

Vestmanneyingar þurfa að taka þetta stríð, það er ekkert shortcut hvað það varðar.

 

Við verðum svo öll Vestmannaeyingar innan ekki svo skamms, með smituðu samfélög, fólk sem við þekkjum í einangrun, óttumst bæði um líðan þeirra, sem og leitar á okkur spurningin, hver verður næstur.

Vegna þess að við tökum þetta ekki alvarlega.

Við kóum með hjarðhegðun heimskunnar sem mærir stjórnvöld sem á öllum stigum málsins hafa tekiði réttar ákvarðanir, en of seint.

Eltast því við skottið á veirunni og hún er að stinga af.

Forheimskan er á því stigi að þegar aðrar þjóðir hafa náð raunverulegum árangri, eða gripið til róttækra aðgerða eins og að loka landamærum, þá hæðum við þær, segjum að við vitum betur.

 

Það er aðeins eitt sem getur hindrað að við verðum öll Vestmanneyingar, og það er útgöngubann.

Strax á morgun.

Um framkvæmd þess getum við lesið okkur til um hvernig að málum er staðið í dag á Ítalíu, eða Spáni, fer eftir hversu róttækra aðgerða er þörf.

 

Hvatning um samstöðu heimskunnar virkar hins vegar ekki.

Sorrý.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 27 smitaðir og tæplega 400 í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er farinn að trúa þér Ómar.

Svo virðist sem stefnt hafi verið að 60% "hjarðónæmi" 

og það í merkingunni að láta 60% þjóðarinnar smitast.

Sótt"varna"teymið vísar nú allt í einu til ríkisstjórnarinnar og bíður átekta.  

Sótt"varna"teymið er farið að hræðast afleiðingarnar, en þorir ekki að stíga fram sem sóttvarnateymi og krefjast harðra aðgerða.

Við erum öll Vestmannaeyingar,

Víðir er að vakna, en landlæknisdúóið tvístígur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 12:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það er kannski rangt að segja að það hafi verið stefnt á 60% hjarðónæmi, en það var aldrei lögð áhersla á að drepa veiruna, að stöðva smitleiðir, heldur að hægja á útbreiðslu hennar með því að eltast við skottið á henni.

Á ákveðnum tímapunkti átti að hætta því, og þá átti að láta þetta ganga yfir.

Í þeirri umræðu kom þessi 60% tala, að þetta yrði líklegast aldrei verra en það.  Sem er ekki það sama og það hafi verið stefnt að því.  En líkt og Bretlandi þá drógu menn þessi ummæli til baka, því það var auðvelt að reikna út hve  margir myndu drepast, og á sama tíma komu fréttir frá Austur Asíu um að þetta þyrfti ekki að verða landsfaraldur nema stjórnvöld kysu svo.

Þá var rykið sem notað var til að slá yfir, vísan í hjarðónæmi af völdum bólusetningar.

Sem var bara aldrei inní myndinni.

Og já, við erum öll Vestmanneyingar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 14:16

3 identicon

Nú eru pinnarnir nánast á þrotum

við siglum því inn í óræða tíma.

Það er kominn tími til að aðgerðir verði hertar verulega, skólum og leikskólum ætti að loka.  Samkomubann ætti að miðast við 10.

Það er löngu kominn tími til að grípa til þeirra aðgerða sem þú hefur skrifað um, pistil eftir pistil:

Skera á allar smitleiðir.

Meiri aðgerðir, en minni, eru lífsins nauðsynlegar á þessum skelfulegu tímum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 14:59

4 identicon

Og ekki seinna að vænna að setja á:

Útgöngubann.

Allt annað eru og munu flokkast sem lausatök gegn þessari drepsótt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 15:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég var að skoða færslu hjá feisbókarvini mínum fyrr í dag, þar sem hann spurði réttmætra spurninga og var að velta því fyrir sér hvort þetta væri fyrirboði aðgerða sem myndi duga, svona líkt og ég er að gera í þessari færslu.

Það sem sló mig var eldri maður, skynsemisvera, sem sagðist var hættur tuði, núna snérist þetta um samstöðuna, þetta væri eins og við værum komin straumröst á tíæring (hann orðaði það kannski öðruvísi)og það bryti á báða bóga.  Þá þýddi ekkert að spá í af hverju við værum þarna staddir, núna þyrfti að róa til að bjarga lífinu, og það yrði aðeins gert undir samstöðumerki Þórólfs og félaga.

Viss speki í þessu, og hugsanlega kæmist hann útúr röstinni, líklegra en allir réru í ótakt, en mikið mætti dauðahvötin vera sterk ef skipstjórinn tæki þá stefnuna á næstu rösk, enn svakalegri, og ef hann kæmist upp með það, þá væri svo sjálf Látraröstin framundan svo öruggt væri að um síðasta róðurinn væri að ræða, vissulega í nafni samstöðunnar, en sá síðasti fyrir það.

Hvernig getur fólk verið svo heimskt ef það hætti að spyrja réttmætra spurninga í nafni samstöðunnar, flotið sofandi af feigðarósi því þeir sem tóku stefnuna þangað, krefjast samstöðu og skilyrðislausrar hlýðni.  Ekki við að fylgja réttmætum ábendingum (að róa í takt er líklegra til að skila fólki lifandi í gegnum rastir en hitt)  heldur við að fylgja leiðsögninni.

Ef allt væri fræðilegt eðlis og engin reynsla á kenningar, þá myndi maður skilja þessa afstöðu, nema ég get aldrei samþykkt fræðikenningu sem segir að svo og svo margir megi deyja því það er svo mikil fyrirhöfn að taka slaginn alla leið, en það er bara ekki svo.

Að skera á smitleiðir er þekkt aðferðafræði, margreynd og virkar þar sem smitleiðir eru þekktar og hægt er að stýra (rottur til dæmis myndu ekki taka mark á ferðabanni út fyrir smituð svæði).

Og þetta var gert strax í nokkrum löndum og virkaði.

Og þegar var komið í óefni, þá er Kínaleiðin líka þekkt aðferðafræði, og hún virkar.

Þess vegna á einhverjum tímapunkti fara þjóðir þessar leiðir, nema Svíar og við Íslendingar sem ennþá þráumst við.

Við erum þriðja smitaðasta þjóð í heiminum og við setjum samt ekki á útgöngubann, hvað er að þessu liði??

Og allar lygarnar að það virki ekki að skera á smitleiðir, hvað gengur þeim til??

Og mata þjóðina á fréttamannafundum að þar sem það hafi verið gert, að þá sé það pólitík, en ekki að ráðum sérfræðinga!!!, hér er það sko sérfræðingarnir sem tala, en annars staðar eru það stjórnmálamenn.

Eins og sérfræðingarnir hafi verið kosnir til að stjórna, að þeir hafi umboð til að dæma fólk til dauða, eins og aðferðafræði þeirra um stýrða útbreiðslu er.

Nei Símon, núna er ég orðlaus, en samt ekki svo að ég hafi ekki hent inn pistli þar sem ég spurði af hverju?

Spurningar sem skiptir engu hvort ég spyr, en hvenær varð þessi þjóð svo aum, að enginn risi upp á Ögurstundu.

Meir að segja í ICEsave risu nokkrir upp, og þá var það aðeins spurning um fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Einn kappleikur er búinn að sýkja heilt bæjarfélag, og þá var veiran ekki mjög útbreidd, en greinilega svona bráðsmitandi.

En samkvæmt tölum sóttvarnaryfirvalda átt þetta ekki að geta gerst, það er þá 8. mars.  Þá var sagt fullum fetum að ef ekkert yrði gert, myndu svona 300 manns smitast.

Þegar sá skali sprakk, þá var talað um 1.000, ennþá á hjarðhegðunarfundinum í dag, í versta falli 2.500 minnir mig.

Hvað skyldu Vestmannaeyingar einir ná langt í að fylla upp þann kvóta?, það er ef ekki verður sett á útgöngubann þar.

Sem verður örugglega gert, en hvað það dugar má guð vita því undirliggjandi smit eru greinilega útbreitt.

En það verður samt gert, og vonandi ekki of seint.

Hver eru þá rökin með að bíða annars staðar á landinu??

Sá sem leikur sér alltaf á ystu nöf, á það til að falla fram af.

Þekkt staðreynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 16:16

6 identicon

Sænski forsætisráðherrann ætlar víst að flytja ávarp til Svía í kvöld á svt., þeirra ruv.

Ekki að ég búist við stefnubreytingu hjá þeim manni, þá getur maður vonað, því sóttvarnalæknirinn íslenski virðist helst taka nótis af hvað Svíar gera.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 17:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ég tel það líklegt að það sé að renna upp fyrir Löfven að hann á hættu að verða fyrsti Svíinn sem verður tekinn af lífi fyrir landráð eftir að morðingjar Gústafs þriðja voru afhausaðir í lok 18. aldar.

Engin þjóð mun liða stjórnlausa útbreiðslu veirunnar undir formerkjum "shit happens" án þess að þeir sem ábyrgðina beri verði látnir sæta þyngstu refsingum.

Meira svona spurning um þá sem reyndu að stýra.

Ég held að Johnson sé á hraðhlaupum frá þeirri stefnu, spurning hvað menn muna þegar dauðsföllin verða gerð upp.

Jú, ég held að stefnubreyting verði boðuð í Svíaveldi, en munum samt að það er langt síðan að íslensk sóttvarnaryfirvöld fóru framúr Svíum í aðgerðum sínum.

Í raun eru þau að gera rétta hluti, en allar ákvarðanir teknar bara alltof of seint, og þau geta spurt hvern hund sem er að það er sama hvað menn elta skottið á sjálfum sér, það sleppur alltaf.

Það verður sett á útgöngubann, líklegast fyrir vikulok, en hver dagur kostar.

Hins vegar sé ég orðið lítinn tilgang fyrir brýningum mínum, það nær enginn eyrum þess sem er með höfuð í bólakafi í sandi, eiginleg tímaeyðsla að halda þessu áfram.

Á eftir að líta betur yfir síðasta pistil, held  að hann standi alveg sem sá síðasti í bili.

Og Símon, biðjum að spár rætist ekki.

Að þetta fari allt einhvern veginn, og það helst á betri veginn.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2020 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5609
  • Frá upphafi: 1399548

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4782
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband