Sóttvarnaryfirvöld stíga skref í rétta átt.

 

Á meðan íslenska ríkisstjórnin heykist á að setja útgöngubann líkt og alvöru stjórnvöld gera víðsvegar um heim þá er ábyrgðinni kastað á sóttvarnaryfirvöld að gera það sem þarf að gera.

Að drepa veiruna áður en hún drepur okkur.

Hertar aðgerðir gera aðeins eitt, minnka líkur á smiti einstaklingsins og þar með fækkar hugsanlegum dauðsföllum á næstu vikum.

 

Stóra spurningin er eftir, af hverju taka stjórnvöld ekki af skarið og vernda þjóð sína??

Með því að setja á útgöngubann líkt og núna gildir á Ítalíu, Spáni, í nokkrum borgum og ríkjum Bandaríkjanna og víðar.

Af hverju er þetta ekki gert í tíma, af hverju þarf að láta fólk deyja að óþörfu til að menn hafi kjarkinn til að gera það sem þarf að gera.

 

Hefði þetta verið gert strax á Ítalíu, þá væri veiran ekki stjórnlaus þar með tilheyrandi mannfalli.

Það er ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun er tekin víðsvegar í Bandaríkjunum um leið og menn gerðu sér grein fyrir hraðri útbreiðslu veirunnar.

Og það er ástæðan fyrir því að það þarf að taka þessa ákvörðun hérna líka.

 

Mannslíf eru undir.

Og það er frumskylda stjórnvalda að vernda líf og limi landsmanna.

Stjórnvalda ekki embættismanna.

 

Það er með þetta eins og að frysta verðtrygginguna, það verður gert, þegar alvaran verður ekki umflúin.

Aldrei of seint, en skaði samt skeður.

 

Það er það sem leiðtogar vita og skilja.

Þess vegna grípa þeir til nauðsynlegra aðgerða í tíma.

Þannig næst mesta viðspyrnan, þannig eru hin sífeldu slagsmál til að lágmarka tjónið.

Gagnvart efnahag, gagnvart heilsu og lífi fólksins.

 

Svo ég vitni aftur í konuna sem reis upp í Danmörku; "".. sagði rík­is­stjórn­ina hafa ákveðið að frek­ar skyldi gengið of hart fram en of skammt. „Við erum á ókunn­um slóðum. Ég hef spurt mig hvort við mun­um gera ein­hver mis­tök, og svarið er klár­lega já. En ég vil frek­ar að við göng­um of harka­lega fram en öf­ugt.".

Núna þurfum við svona leiðsögn.

Embættismenn okkar eiga heiður skilið fyrir að þora stíga viðbótarskref sem mun gagnast í stríðinu við þennan grálynda vágest.

En þeir voru ekki kosnir til að leiða.

 

Á meðan grefur veiran um sig þrátt fyrir viðleitni til að stöðva hana.

Það munar um hvern dag.

Hver dagur til spillis lengir þann tíma sem veiran fær að leika lausum hala.

Hver dagur til spillis bitnar á heilsu og kostar líklegast líf sem annars hefði verið hægt að bjarga.

 

Það er ekki spurning hvað Ítalir myndu kjósa fengju þeir annað tækifæri.

Við höfum ennþá það tækifæri.

 

Nýtum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Tillögur um hertar aðgerðir á borði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 68
  • Sl. sólarhring: 596
  • Sl. viku: 5652
  • Frá upphafi: 1399591

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 4822
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband