Heimurinn fraus.

 

Og meðan hann er í frosti er það grunnskylda stjórnvalda að frysta alla ytri umgjörð heimila og fyrirtækja.

Mörg stór skref eru stiginn, það er þakkarvert.

Önnur eru ekki stigin og það er skelfilegt.

Það er ekki hægt að stoppa útí miðri straumharðri á, og segja, sjáið, ég hef aldrei komist svona langt áður.

 

Þannig virkar talið um milljarðana  eða hlutfallið af þjóðarframleiðslu.

Það dreifir athyglinni frá aðalatriðinu sem er sleppt.

Frysting verðtryggingarinnar og skjól fyrir heimili og fyrirtæki gagnvart innheimtu lána.

 

Það er greinilegt að fjárúlfar, þessir sem fengu frítt spil til að blóðmjólka þjóðina eftir Hrunið haustið 2008, bera út fólk, hirða eigur þess, hvort sem það er heimili eða fyrirtæki fyrir lítið sem ekki neitt, að þeir hafa haft hönd í bagga með blessaða barnaláninu.

Fjármálastofnanir eiga að velja og hafna, gjöropið er fyrir klíkuskap, vinahygli, að ekki sé minnst á að hirða eigur af einum og afhenda öðrum á skilmálum sem upphaflega eiganda stóð aldrei til boða.

Lærdómurinn er enginn af Hruninu 2008.

 

Síðan er það öruggt að gengið mun láta undan.

Bæði hér og annars staðar.

Boðaðar aðgerðir ríkisstjórna um allan heim er í raun peningaprentun á meðan áfallið ríður yfir, í þeirri von að bæði heimili og fyrirtæki lifi af hið fordæmalausa ástand.

Það eina sem er öruggt er samdráttur, bæði vegna þess að ferðamannaiðnaður heimsins gufar upp á einni nóttu, sem og vegna þess að lokun samfélaga og ótti við smit, dregur úr allri neyslu.

 

Að hafa verðtryggingu við þær aðstæður eru áður óþekkt fáráð sem aðeins eitt toppar.

Og það er sú gjörð að leyfa skynlausum skepnum að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn í land sem er með einangraða búfjárstofna ásamt því að búa að kjötframleiðslu þar sem sýklalyfjanotkun er í lágmarki.

Sá djöfulskapur, því þetta er ekkert annað en fláráð ættað úr ranni illskunnar, hefði getað valdið hér svipuðum faraldri meðal búfjárstofna okkar og við upplifum með kórónaveiruna.

Fyrir utan að sóttvarnarlæknar vara okkur við að fjölónæmir sýklar séu mesta heilsufarsleg ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. 

En græðgin og siðblinda á því stigi að ekki var hlustað.

 

Alvara lífsins, að við séum dauðleg, er að renna upp fyrir okkur.

Veiran, hinn ósýnilegur óvinur getur drepið okkur umvörpum.

Efnahagsframleiðsla okkar er algjörlega háð maurabúum Kína, og þaðan koma veirusýkingarnar á færibandi yfir heimsbyggðina.

Frjálst flæði á vöru og þjónustu milli landa er ekki sjálfgefið, aðstæður geta komið sem loka á slíkt flæði. 

Og sjálfstæð ríki þurfa að vera undir það búin.

 

Vesturlönd eru berskjölduð í dag því þau leyfðu örfáum auðmönnum að flytja tækniþekkingu og arðbæra framleiðslu út landi í þrælaverksmiðjur globalvæðingarinnar.

Þessu þarf að breyta.

Eins þurfum við Íslendingar að stöðva eitt skipti fyrir allt skynlausar skepnur að hakka í sig fyrirtæki og heimili, sem og þær sem vísvitandi sóttu aðstoð til Brussel til að rústa íslenskum landbúnaði, fórna bæði matvælaöryggi þjóðarinnar sem og leggja lýðheilsu hennar undir.

 

Fyrsta skrefið er að afnema reglugerðina um frjálsan innflutning á sýklum, og dæma ábyrgðaraðila þeirra löggjafar til skóggangs líkt og gert var við óbótamenn á þjóðöld.

Annað skrefið er að frysta verðtrygginguna svo hin fordæmalaus kreppa sem framundan er muni ekki sjúga allt eigið fé úr heimilum og fyrirtækjum.

Þriðja skrefið er að fjötra Fernisúlf eða fjárúlfana, að þeim verði ekki leyft að rífa í sig heimili og fyrirtæki líkt og þeir fengu eftir Hrunið mikla 2008.

Fjórða skrefið er að halda samfélaginu á lífi með öllum þeim meðölum sem tiltæk eru, og séu þau ekki tiltæk, þá finna þau upp.

 

Því heimurinn mun þiðna.

Þá skiptir öllu að líf sé í samfélaginu og þróttur til að takast á við aðkallandi verkefni og vandamál.

Til að endurreisa, nýta tækifæri, til að vaxa og dafna.

Að gróandinn fái að græða og lækna.

 

En samt.

Blessað barnalánið stefnir í rétta átt.

 

Og það er bara flott.

En þetta er ekki búið.

O Nei.

 

Aðeins rétt að byrja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Heimurinn breytist við svona áfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 429
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 6013
  • Frá upphafi: 1399952

Annað

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 5150
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband