18.3.2020 | 22:34
Ítalir deyja.
Vegna þess að sóttvarnaryfirvöld þar í landi töldu ekki ástæðu til að loka á smitleiðir frá Kína.
Tóku skammtímahagsmuni fram yfir langtíma hagsmuni.
Í dag er Ítalía lokuð og allt að hruni komið.
Fólk deyr og ekkert er við ráðið.
Sama viðhorf, sama andvaraleysið hefur sýkt okkur Íslendinga.
Og forheimskan er svo mikil að það er hæðst að þjóðum sem reyna að skera á smitleiðir.
Til að undirstrika það er birt viðtöl við fólk sem segir; "Hún á erfitt með að skilja rökin að baki ákvörðuninni um að loka landinu, en eins og fram hefur komið í fréttum var ákvörðunin ekki tekin að undirlagi heilbrigðisyfirvalda í landinu, enda ekki talið líklegt að hún skili tilætluðum árangri.".
Já, það skilar ekki árangri að loka á smitleiðir er heilaþvotturinn sem landsmenn eru mataðir á.
Það eru allir fífl nema við.
Svo fáum við fréttir af skrípó í ráðherrastólum sem eyða tíma sínum að mótmæla lokun smitleiða.
Enginn lítur í eigin barm og spyr sig, af hverju erum við smitaðasta þjóð í heiminum miðað við hausatölu?
Hver er skýringin, hver er orsökin??
Af hverju skerum við ekki á smitleiðir??
Hvað þurfa margir ferðamenn að deyja í anddyrum spítala okkar til að við föttum að veiran smitar alla, og smitaðir, hvort sem þeir eru innlendir eða ferðamenn, smita aðra.
Hvað þurfum við hlusta oft á utanríkisráðherra fullyrða að aðrar þjóðir líti til Íslands í árangri að smita heila þjóð á sem stystum tíma?
Hvað þurfum við að hlusta oft á sóttvarnarlækni verja þá stefnu sína að leyfa ferðamenn frá smitsvæðum koma til landsins??
Með þeim rökum að þeir hafi ekki sýkt ennþá.
Erum við að bíða eftir að forheimskan springi framan í okkur??
Að fyrirsögn þessa pistils, sem og annarra, breytist úr Ítölum í Íslendinga??
Eða er engin mörk á hjarðhegðun heimskunnar??
Þarf drepsóttin að drepa til að við skiljum að drepsóttir drepa??
Eða er það okkur eðlislægt að standa í auðmýkt með húfu í hendi þegar yfirvaldið er annars vegar??
Eigum við ekki líf sem þarf að vernda??
Börn, mæður, feður, afa eða ömmur.
Eða náungann, fólk sem við þekkjum sem hefur gengið í gegnum erfiða sjúkdóma, og er í mikilli hættu þegar veiran verður stjórnlaus.
Er það mikilvægara að vera heimskur og kóa með, eða vernda það sem er okkur mikilvægast?
Líf okkar, líf náungans, hvort annað.
Ítalir deyja í dag.
En þeir voru ekki svo mjög að deyja fyrir 3 vikum síðan.
Aðeins 4-5 gamalmenni, og svo nokkur í viðbót.
Annars meinlítið kvef eða þannig.
Við erum á þeim stað í dag.
Og harðhegðun heimskunnar trúir að það ásand sé komið til að vera.
Að það versni ekki.
Eitthvað svipað viðhorf og var í Bretlandi en loksins kveiktu menn á perunni þar; " Líkanið sýndi að með því að reyna einungis að hægja á faraldrinum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld höfðu þegar kynnt en ekki stöðva hann kallaði ríkið yfir sig hörmulegan faraldur, gjörgæsludeildir myndu ekki ráða við álagið. Útreikningarnir bentu til þess að án frekari aðgerða myndu 260 þúsund manns láta lífið á Bretlandseyjum ekki bara úr COVID-19 heldur einnig vegna þess að heilbrigðiskerfið gæti ekki sinnt öðrum sjúklingum sem þurfa sérhæfða þjónustu. ".
Við vitum ekki hve slæmt þetta verður.
Það eina sem við vitum að hér standa menn vaktina, og það er lofsvert, þakkarvert.
Við vitum líka að smitið er komið úr böndum og það þarf að grípa til harkalegra aðgerða en þegar hefur verið gert.
Vandinn er að réttar ákvarðanir eru teknar of seint, og þær virka ekki afturábak.
Það er loksins búið að taka ákvöðun um að allir Íslendingar sem koma til landsins, fari sjálfkrafa í 14 daga sóttkví þegar þeir koma til landsins.
Rétt ákvörðun, en hefði hún verið tekin fyrr, þá værum við ekki svona smituð eins og við erum í dag.
Og við höfum ekki reist sóttvarnargirðingar og því fær veiran að smitast í alla landshluta, og við höfum ekki sett á útgöngubann, til að drepa veiruna.
Það verður gert, en fyrst þarf fólk að deyja.
En þess þurfti ekki.
Þess þurfti ekki.
Munum það.
Kveðja að austan.
475 létust á einum sólahring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 13
- Sl. sólarhring: 766
- Sl. viku: 5552
- Frá upphafi: 1400309
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 4771
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein spurning, Ómar minn. Það tekur einn, tvo og allt upp til þrjá daga að greina dánarorsök. Hvernig er hægt að fullyrða, korteri eftir andlát hver dánarorsökin er, í þessum faraldri? Hvað hefur breyst, hverjar eru framfarirnar, sem gera mönnum skyndilega kleyft að áætla orsök dauða á einhverjum mínútum? Krufning tekur tvær til þrjár klukkustundir, að lágmarki. Sá tími sinnum fjögur hundruð og eitthvað manns á sólarhring gengur ekki upp!
Bara svona datt í hug að spyrja og vona að þú farir nú ekki að taka upp á því að tryllast út í mig og gera mig brottrækan, eða kalla mig fávita, aftur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.3.2020 kl. 00:40
Blessaður Halldór minn.
Ég var vissulega að koma úr morgungöngu minni en hún var ekki svo löng að ég hafi náð því að koma ofanaf fjöllum svo ég verð að játa að ég skil ekki síðustu setningu þína.
Hvort kemur á undan, hæna eða eggið, Schengen eða sóttvarnaryfirvöld, ég sé ekki alveg tryllingin að koma með svar sem vísar í klassíska byrjun á bók sem sagði; Í upphafi var orðið, nema ég setti inn spurningarmerki í stað "orðið".
Jæja ég hef oft orðið trylltari en þetta.
Og hér er engin blokkeraður, nema ég þurfti einu sinni margt fyrir löngu að hóta einum aðila því hann gat ekki talað við aðra gesti síðunnar nema með skammyrðum, það dugði.
Svo ég svari spurningu þinni, af hverju segja menn að allt að 60% í sumum héruðum Evrópu hafi dáið úr Svarta dauða, svona í ljósi þess að engin var krufningin, það voru einhverjar aldir í hana.
Ætli skýringin sé ekki sú að drepsóttir drepa fólk sem annars hefði lifað það augnablikið, þó það hefði örugglega dáin einhvern tíman seinna, og þær drepa með sínum einkennum.
Þessi drepsótt er lungnapest sem kæfir fólk, það leynir sér ekki og við skulum biðja þann í efra að við þurfum ekki að upplifa slíkt, hvorki á okkur sjálfum, eða fólki sem okkur þykir vænt um.
Þetta er dauðans alvara Halldór, og þá fyrst eigum við möguleika í stríðinu við þennan fjanda, að fólk feisi það.
Vona svo að nætursvefninn hafi verið þér gefandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.