Við erum ekki fallin á tíma.

 

Ef niðurstöður íslenskra erfðagreiningar eru nærri lagi um útbreiðslu veirunnar, þá er ljóst að faraldurinn er ennþá innan þeirra marka að það sé hægt að ráða við hann, hindra þannig frekari útbreiðslu og láta þannig vírusinn deyja hægt og rólega út vegna þess að hann fær ekki nýja hýsla til að sýkja.

Valið stendur í raun um að drepa vírusinn eða hann fái að drepa samborgara okkar, veikja fólk alvarlega þannig það býður þess aldrei bætur og svo framvegis.

 

Veirur fjölga sér með veldishraða og þó varnaraðgerðir íslenskra sóttvarnaryfirvalda hafi hægt á útbreiðslu hennar, það er lækkað veldisstuðulinn, þá er ljóst að útbreiðsla hennar er komin á þau mörk, að alltí einu verði sprenging á fjölda smitaðra og faraldurinn verði stjórnlaus með tilheyrandi hruni heilbrigðiskerfisins.

Og mannfelli.

 

Í fróðlegu viðtali sem Viljinn endurbirti við Michael Osterholm, einn þekktasta vírusfræðing heims, sem ítrekað hefur varað við skelfingu heimsfaralda af völdum vírussjúkdóma, má hlusta á lýsingu hans á smitberum, sem virka einkennalausir, en eru með lungun full af veirunni, og smita út frá sér án þess að nokkur verði þess var.

Eitt prósent í dag er 5 prósent innan ekki svo langs tíma.

Osterholm er höfundur bókar, "Deadliest Enemy: Our War Against Killer Germs", þar lýsir hann áhrifum svona heimsfaralda, afleiðingum þeirra á heilbrigðiskerfið, mannfell og svo framvegis, og hann bendir á að heimsbyggðin sé algjörlega óviðbúin svona heimsfaraldri. Í viðtalinu segir hann að "faraldurinn nú sé rétt að byrja. Hann geti orðið tíu til fimmtán sinnum skæðari en hefðbundin árstíðabundin inflúensa með tilliti til fjölda sýktra og látinna í heiminum og flest ríki heims séu vanmáttug til að takast á við afleiðingar þess sem koma skal.".

Allt sem hann spáði er því miður að rætast,

 

En það er hægt að berjast við þessa vírusa með því að loka á samskipti fólks þar til mögulegur smittími veirunnar er liðinn.

Það virkar.

 

Þessi leið er ennþá í boði fyrir okkur Íslendinga, sem betur fer, smitið er ekki ennþá það útbreitt.

Í grein Tomas Pueyo, Why you must act now, er útskýrt hvað felst í mótvægisaðgerðum þar sem skorið er á samskipti fólks útí samfélaginu.

Þar má meðal annars lesa þetta, svona til að gera sér einhverja hugmyndu um hve drastísk aðgerð slíkt er;

"Mitigation.

Mitigation requires heavy social distancing. People need to stop hanging out to drop the transmission rate (R), from the R=~2–3 that the virus follows without measures, to below 1, so that it eventually dies out.

These measures require closing companies, shops, mass transit, schools, enforcing lockdowns… The worse your situation, the worse the social distancing. The earlier you impose heavy measures, the less time you need to keep them, the easier it is to identify brewing cases, and the fewer people get infected. This is what Wuhan had to do.

This is what Italy was forced to accept. Because when the virus is rampant, the only measure is to lock down all the infected areas to stop spreading it at once.

With thousands of official cases — and tens of thousands of true ones — this is what countries like Iran, France, Spain, Germany, Switzerland or the US need to do. ".

Og hann ítrekar að það þarf að fara alla leið; "One approach is to gradually increase measures. Unfortunately, that gives precious time for the virus to spread. If you want to be safe, do it Wuhan style. People might complain now, but they’ll thank you later.".

 

Þetta er hægt og verður gert hérna fyrr eða síðar.

Það óskiljanlega er biðin, hikið, sem kostar einfaldlega bara mannslíf.

Hvort sökin er sóttvarnaryfirvalda, stjórnvalda sem draga lappirnar, eða hvoru tveggja, mun tíminn leiða í ljós.

 

Munum að fyrst var okkur sagt að sýkin myndi ekki breiðast svona hratt út.  Það var rangt.

Svo var okkur sagt að það væri óhætt að ferðast til svæða á Ítalíu sem væru utan sóttkvíar.  Það var rangt.

Svo var okkur sagt að sýkin væri bundin við áhættuhópa, eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.   Það er rangt, yngra fólk tekur hana líka á Ítalíu, og á líf sitt að þakka læknum sem reyna að bjarga því á meðan foreldrar þess eða afar og ömmur eru látnar deyja án nauðsynlegrar læknishjálpar.

Síðan var okkur sagt að aðeins einræðisstjórnir lokuðu á ferðalög fólks til sýktra svæða.  Rangt, það er lýðræði í Taivan, Singapúr eða Japan, og núna hafa lönd eins og Danmörk og Noregur bæst við.

En stærsta lygin, stærsta rangfærslan var að það væri ekki hægt að loka á samskipti fólks í lýðræðisríkjum líkt og gert var í Hubei héraði í Kína.  Það er það sem Ítalir neyddust til að gera, alltof seint, en gerðu samt.  Núna í morgun bárust fréttir frá Spáni að slíku samskiptabanni yrði líka komi á þar í landi.  Áður höfðu Norðmenn gripið til strangra ráðstafana og fyrirsjáanlegt að Danir munu gera slíkt fljótlega.

 

Rangt, rangt, rangt, rangt, rangt.

Og hjarðhegðun heimskunnar sér ekkert athugavert við þessar rangfærslur, heldur þakkar sífellt fyrir þessa leiðsögn.

Hæðist að þeim sem benda á staðreyndir sóttvarna, hæðist að þeim sem benda á hvað gert hefur verið í öðrum löndum og virkar. 

Hæðist að þeim sem benda á að það yrði aðeins tímaspursmál hvenær sýkt nágrannalönd myndu grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Í raun er leitun að meiri heimsku á dauðans alvöru tímum, höfum það bak við eyrað næst þegar við lesum enn einn fíflastatusinn um Sjálfskipaða Internetsérfræðinga.

Hættum svo að hlægja af læmingjum sem marsera í takt á eftir forystudýrum sínum fyrir björg.

 

Það er öruggt að það verði gripið of seint til nauðsynlegra aðgerða.

Veiran mun fá að dreifa sér út um allt áður það verður gert.

Það er líka öruggt að á blaðamannafundinum á eftir munu menn byrja að þakka hvorum öðrum fyrir góð störf, og gestir sem fá stundarathyglina munu þakka fyrir líkt og Formaður sambands eldri borgara gerði í gær.  Þó er hún fulltrúi þess hóps sem á að fórna vísvitandi því það má ekki láta þjóðina horfast í augu við alvarleik þessa heimsfaraldurs.

Það eina sem frestun á nauðsynlegum aðgerðum hefur í för með sér, er meira mannfall, meira fjárhagslegt tjón, að ekki sé minnst á að lokunin mun vara margfalt lengur en þyrfti ef strax hefði verið gripið til aðgerða.

 

Á hættutímum gegna lykilfjölmiðlar mikilvægu hlutverki.

Þeir hafa brugðist í dag, þeir eru hluti af hjarðhegðun heimskunnar.

Það eru þúsundir ferðalangar strandaglópar á ferðamannastöðu Evrópu í dag.

Allt fyrirsjáanlegt, en fólki samt leyft að ana útí ófærurnar og til skamms tíma breiða út smit til samborgara sína.

 

Þetta var fyrirsjáanlegt því það er ekki til önnur leið en að loka á samskipti þegar smitandi veirusjúkdómur breiðist út um heimsbyggðina.

Spurningin snérist aðeins um vanhæfni vestrænna ríkisstjórna, hve lengi gætu þau haldið niður sér andanum í sandholu sinni til þess að þykjast ekki sjá hættuna sem bar að ströndum Evrópu.

Henni hefur verið svarað, þau eru farin að grípa til nauðsynlegra varnarviðbragða.

 

Nema hér á Íslandi.

Af einhverjum ástæðum.

Sem eru óskiljanlegar.

 

En við þurfum ekki að sætta okkur við það.

Þetta er jú okkar líf sem er í húfi.

Kveðja að austan.


mbl.is Skimun ÍE bendir til að 1% landsmanna beri veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 444
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 6175
  • Frá upphafi: 1399343

Annað

  • Innlit í dag: 373
  • Innlit sl. viku: 5228
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband