Nýju til­fell­in tengj­ast öll ferðalög­um fólks til skíðasvæða í Ölp­un­um.

 

Og Víðir hefði getað bætt við að fyrri smit gerðu það líka.

Ennþá hefur enginn fallið, en þegar einhver fellur, þá er það mannfall á ábyrgð þeirra sem þverkölluðust við að loka á ferðalög til hinna sýktu skíðasvæða, sem og fólksins sem var svo ábyrgðarlaust að fara þangað, og hafa dauðans alvöru í flimtingum.

 

Gerum okkur grein fyrir hvernig aðstæður voru á þessum skíðasvæðum, vitna í fífl sem Ríkisútvarpi tók viðtal við eftir heimkomu farsóttarflugvélarinnar frá Veróna, undir fyrirsöginni, "Engin taugaveiklun í gangi".

"„Nei. Við erum búin að vera á þessu svæði í viku og það er fullt af fólki í kringum okkur á þessu svæði sem maður finnur í raun og veru að er veikt. Það eru miklu fleiri veikir þarna, og út um alla Evrópu, fólk sem fer ekki í neinar greiningar. Það finnur einhver lítil einkenni, er heima hjá sér og verður hressara.“".

 

Þetta skýrir útbreiðsluna á Ítalíu, og smitið sem fólk fékk þegar það ferðaðist þangað.  Menn voru veikir, smituðu aðra og öllum var slétt sama.

Þetta fólk hafði svo sóttkvína í flimtingum þegar það kom heim til að sýkja samalanda sína.

"En óttastu að vera smitaður af COVID-19? „Í raun og veru ekki. Ég er bara slakur gagnvart þessu. Þetta er komið og verður áfram. Og við vitum að þessar aðgerðir núna eru til þess að hindra dreifinguna svo að heilbrigðiskerfið ráði betur við þetta. Það er ekki eins og það hafi ekki komið flensa hérna áður. Fólk deyr úr flensum,“".

Já fólk deyr úr flensum, hvaða stress er þetta??

 

Kannski gæti viðtal sem Þóra Arnórsdóttir tók við ítalskan veirufræðing útskýrt af hverju, og að núna sé fullorðið fólk komið með uppí kok á fíflunum;

".. þá varð honum svo heitt í hamsi að það skaðaði allt hljóð og við þurftum að byrja upp á nýtt og endurstilla allt,“ sagði Þóra. „Því hann hrópaði: „Krakkar druslist til þess að vera heima hjá ykkur. Afar ykkar og ömmur og forfeður ykkar fóru í stríð og hafa þurft að leggja ýmislegt á sig fyrir þessa þjóð. Það eina sem við biðjum ykkur um er að drullast til að vera heima. Sitjið á rassgatinu heima hjá ykkur og lokið dyrunum og ekki opna fyrr en við segjum að þið megið koma út eftir nokkrar vikur.“ Þetta var eldmessa. Þessi maður er með mjög veika einstaklinga inni á deild hjá sér og er að verja sitt starfsfólk líka,“".

 

Í annarri frétt frá Ítalíu má lesa um lækna sem þurfa að dæma eldra fólk til dauða því það er ekki til nóg súrefni til að bjarga öllum.

Nöturleiki veirunnar er sá að þeir sem fá lungnaafbrigði hennar, þeir anda ekki án hjálpar, og það gildir líka um fullfrískt fólk. 

".. the disease caused by the coronavirus, is a viral respiratory infection that takes hold in the lungs. Many patients require intubation and cannot breathe without respirators—more respirators than most public-health systems have. Italy’s “patient one,” an otherwise healthy 38-year-old who fell ill with the virus in January, is now breathing on his own, after nearly three weeks on a respirator.".

 

Já, sem smitaðist fyrst var 38 ára gamall karlmaður við góða heilsu, hann á súrefnisgjöf lífi sínu að þakka.

En þegar faraldurinn verður óviðráðanlegur, þá munu fæstir fá súrefni, og þá deyja ekki bara gamalmenni.

 

Þetta er alvarleiki þessarar kórónuveirunnar, þetta er heimsfaraldurinn sem vestræn ríki buðu heim til sín án þess að gera nokkrar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu hans, nema að uppfæra nokkur Exel skilaboð.

Það er Ítalía í dag, það er Frakkland og Þýskaland á morgun, og ekki innan svo langs tíma munu Bandaríkjamenn uppgötva að þeir eru þriðjaheimsríki þar sem heilsugæsla fer eftir efnahag.

 

Þetta er ekki veirunni að kenna, þetta er heimsku mannanna að kenna.

Manna sem tóku trúarbrögð hins frjálsa flæðis á ferðum fólks fram yfir líf og heilsu samlanda sinna.

 

Aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á þeim og fólkinu sem taldi hluta samborga sinna ekki hafa rétt til lífs, og smöluðu þeim í útrýmingarbúðir.

Það eru engar rökréttar skýringar á því að veirunni var leyft að dreifast stjórnlaust um hinn vestræna heim.

Og það er ekkert sem réttlætir að henni var leyft að dreifa sér óhindrað frá skíðasvæðum Ítalíu.

 

Og þeir sem leyfðu það hafa ekki heimsku eða vanþekkingu sér til afsökunar.

Hugmyndafræði spurning??

Kjarkleysi líklegast.

 

En þegar dauðans alvara er annars vegar þá eru það klén afsakanir.

Og enginn á að komast upp með þær.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 85 smit staðfest hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ítalir eru að vakna upp við vondan draum, fatta að kjarkleysingar stjórnuðu viðbrögðum þjóðarinnar þegar ljóst var að veiran var komin til að vera, og hún breiddist stjórnlaust út.

Eldra fólk segist ekki hafa upplifað aðra eins tíma, nema þá þegar þjóðin átti í stríði á dögum seinni heimsstyrjaldar.

Og þau reka sig á hroka og heimsku hinna yngri, "

"Some young people say we will be fine, this is just an illness for the elderly, but it's not this way."

He said the virus was continuing to spread because of those who continued "to hug and kiss and live as though nothing is happening." (Emidio Casparri 86 ára)".

 

Lydia Carelli 26 ára lögmaður við Hæstarétt Ítalíu;

"She said her family wanted her to return home to Naples, but she would "rather not take any risks" in case she had been exposed to the virus.

"Everyone has to do their part," added Carelli, whose judiciary course has been suspended, with her classes taking place online. "I do think all of this was necessary, people must follow the suspensions to respect all of the people that have died and continue to die.".

Þetta er ekkert grín og það er smátt og smátt að renna upp fyrir fólki að fálmkennd viðbrögð stjórnvalda víðsvegar um Evrópu hefur aðeins frestað óhjákvæmilegum aðgerðum, nema að í stað þess að vandinn hafi verið viðráðanlegur, þá er hann því sem næst óviðráðanlegur loksins þegar gripið er til aðgerða.

Minni enn og aftur á orð blessað barnalánsins; "„Við erum að grípa til mjög harðra aðgerða á Íslandi miðað við það sem geng­ur og ger­ist í lönd­un­um í kring­um okk­ur."".

Löndin í kringum okkur gerðu í raun;

EKKERT.

Og það er ekki viðmið.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 15:38

2 identicon

Takk fyrir góðan pistil og beiskeyttan,hrokinn í yfirvöldum er með eindæmum og þar fylgir Björn B.vel á eftir.Auðvitað hefði átt að loka landinu fyrir öllum flugferðum, því við erum eyríki og getum því lokað á svona veirur auðveldlega, en auðvaldið hefði aldrei sætt sig við þann gjörning,þeim finnst þeir tapa of miklum fjármunum í þeim aðgerðum en eiga sennilega eftir að tapa meir á aðgerðarleysinu og stjórnmálamenn stíga dansinn samkvæmt boðskap grasrótarinnar í flokkunum og hafa ætíð gert.Fyrir nokkrum árum dreymdi mig draum sem er mér minnisstæður.Var staddur fyrir utan girðingu og fólkið í kring var svangt og bar sig illa,sérstaklega var slæmt ástand á börnunum,kom að hliði á girðingunni þar voru hvítklæddir lögregluþjónar hliðverðir,rödd sagði hleypið þessum inn og leyfið honum að sjá,þegar inn fyrir var komið var þar langborð hlaðið kræsingum en enginn þar við sat,engu líkara en stokkið hefði verið frá kræsingunum í flýti.Þá sagði rödd þetta ástand er stjórnmálamönnunum að kenna.Því miður finnst mér það vera að koma fram.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 15:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Þau lönd sem náðu strax árangri, lokuðu á sýkt svæði, en settu svo sem ekki hömlur á ferðir til og frá löndum, eða landsvæðum sem ekki ennþá voru sýkt.

Hefðum við gert það, þá værum við allavega laus við megnið af þeim sýkingum sem hafa greinst hér, þó við stæðum frammi fyrir þeim spurningu að loka á megnið af Vestur Evrópu í dag, og líklegast Bandaríkin einnig.

Við værum allavega með þriggja vikna forskot miðað við ástandið í dag, síðan er það staðreynd að sóttkví virkar, en þá þarf að loka á innstreymi á nýsmiti.

Sé fólk í vafa þá á það að lesa fréttir frá Ítalíu í dag og í gær, þess vegna birti ég smá útdrátt af því sem fólk þar segir, þar er samstaða að allavega reyna.

Veit ekki hérna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 567
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6298
  • Frá upphafi: 1399466

Annað

  • Innlit í dag: 485
  • Innlit sl. viku: 5340
  • Gestir í dag: 445
  • IP-tölur í dag: 439

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband