10.3.2020 | 17:44
Ég lifi í draumi.
Myndi Bjarni kyrja ef einhver bæði hann að taka lagið á skemmtunum sem ekki eru haldnar í dag.
Faraldurinn er rétt að byrja, allt er að stöðvast, og hann heldur að þetta sé aðeins tímabundið.
Það þurfi bara að hjálpa fyrirtækjum að brúa bilið.
Og bilið ekki stærra en það að það dugi að slaka á innheimtu gjalda.
Hvernig er með launagreiðslur??
Hvernig er með afborganir á lánum??
Og hver er svo víðáttuvitlaus að halda að þetta snerti aðeins ferðamannaiðnaðinn??
"Allt blásið af og starfsemin lömuð" segir í fyrirsögn í annarri frétt á Mbl.is.
Lýsir nöturleikanum í afþreyingar og skemmtiiðnaðinum í dag.
Á morgun verður svipuð frétt frá þeim atvinnugreinum sem þjónusta bæði ferðamannaiðnaðinn og afþreyingariðnaðinn, þar verður líka allt blásið af.
Og svo koll af kolli.
Það er ekki að ástæðulausu sem fullorðið fólk bendir ríkisstjórninni á þessa staðreynd;
"Í þeim aðgerðum sem kynntar voru undir yfirskriftinni Lífæðin varin er ekki að finna stafkrók um viðbrögð til að mæta þeim stóra hópi fólks sem misst hefur atvinnuna á síðustu mánuðum og ástæða er til að óttast að fari stækkandi á næstunni. Engar aðgerðir voru kynntar til að efla hin félagslegu stuðningskerfi og treysta öryggi launafólks t.d. með myndalegri innspýtingu til Vinnumálastofnunar til að efla þjónustu og úrræði til stuðnings atvinnuleitendum,".
Fólk er að missa vinnuna umvörpum, og þar verður sprenging þegar fyrirtæki fatta að þau geti ekki greitt laun.
Í raun er það eina sem hugsanlega getur bjargað mörgum fyrirtækjum frá gjaldþroti er að stöðva allar launargreiðslur strax í dag, því tekjuflæðið dugar vart fyrir föstum kostnaði, hvað þá að greiða af lánum.
Þetta er katastrófa og hún fer aðeins versnandi.
Efnahagslíf heimsins stendur nú þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu, og farsóttin er rétt að springa út.
Hvernig verður þetta eftir tvær vikur??, tvo mánuði??
Að stöðva allt mannlíf er að stöðva alla atvinnustarfsemi, það er ekkert flóknara en það.
Í heimi þar sem hið frjálsa flæði á braski hefur magnað upp skuldir langt umfram raunframleiðslu, þá er slíkt bein ávísun á hrun fjármálamarkaða þegar loftið fer úr eignabólunni.
Efnahagsfaraldur mun geysa ekki síður en veirufaraldur.
Það er ekkert land framundan, aðeins lífróður til að halda þjóðarskútunni á floti.
Fávísu börnin sjá þetta ekki.
Og sjálfsagt tveir eða þrír stuðningsmenn þeirra líka.
En raunveruleikinn sér þetta.
Hann ræður.
Hann lifir ekki í draumi.
Hann segir, á stríðstímum eiga börnin að vera í sveitinni.
Ekki í ráðuneytum.
Og þú rífst ekki við raunveruleikann.
Kveðja að austan.
Hefur trú á að um tímabundið ástand sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 444
- Sl. sólarhring: 729
- Sl. viku: 6175
- Frá upphafi: 1399343
Annað
- Innlit í dag: 373
- Innlit sl. viku: 5228
- Gestir í dag: 344
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viljinn er fyrstur með kjarnafréttir eins og oft áður.
https://viljinn.is/frettaveita/husnaedislan-fryst-a-italiu-engar-afborganir/
Þetta eru raunhæfar aðgerðir, nema hér þarf líka að frysta vísitölu verðtryggingarinnar því það mun óhjákvæmilega slakna á krónunni þegar gjaldeyristekjur þorna upp líkt og hættan er.
Munum að það er ekki bara ferðamannaiðnaðurinn, álið gæti stöðvast á næstu vikum ef fram fer sem horfir með eftirspurn í heiminum.
Síðan eru gerðar miklar kröfur á ríkið, en tekjur þess munu dragast saman í takt við minni umsvif í þjóðfélaginu.
Það er ekkert val í þessu dæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2020 kl. 17:56
Sæll æfinlega: Ómar / líka sem og aðrir gestir þínir !
Ómar !
Ég brýt í blað - þá ég sá filmu frá Parödunni (Hersýningu Alexanders Grioryivich Lukaschenko´s í Minsk í Hvíta- Rússlandi í fyrrahaust (frá 3. Júlí s.l.), hversu Hernaðarandi og uppbygging Herafla hverrar þjóðar skiptir miklu, fyrir þjóðerniskennd og samheldni, eigi einhver raunverulegur árangur að nást, í framtíðar áformum hvers þjóðríkis:: sama í rauninni, hvar borið er niður á hnettinum, reyndar.
Slíku er ekki til að dreifa hér: enda þvarr allur snefill íslenzks Hernaðaranda gjörsamlega, með hinni fáránlegu afvopnun landsmanna á 16. öldinni, fyrir hverri Friðrik II. Danakonungur (1559 - 1588) og hans liðsmenn fóru eins og við munum, Ómar minn.
Það er meginástæða sí- vaxandi uppivöðzlu embættis- og stjórnmála liðsins hérlendis gagnvart almenningi, hvar ekki er minnstu mótstöðu að finna gegn Blýanta nögurunum Reykvízku, fornvinur góður
Væri um hag almennings hugað - af hálfu 3eykis Bjarna Benediktssonar, væru nú þegar komin á 70% LÆKKUN allra skatta- og óknytta gjaldtöku af ríkisins eykt / + a.m.k. 25% LÆKKUNAR launa almennt, og því vænlegra þar með, að við færum að sjá aftur Bronzblöndur 5 / 10 og 50 Auranna (frá 1981) löngu horfinna, með endurnýjuðu verðgildi sínu.
Á meðan svo er ekki: skyldum við halda mögulegri bjartsýni okkar í skefjum, til lengri tímans litið, Austfirðingur mæti.
Með beztu kveðjum - sem endranær, austur í fjörðu - sem víðar um grundir /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 21:22
.... Grigoryevich, átti að sjálfsögðu, að standa þar.
Hinn Hvít- Rússneski forseti, og ágætur mótstöðumaður NATÓ og ESB samstæðunnar m.a., sem kunnugt er
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 21:39
Blessaður Óskar Helgi.
Þær ylja alltaf athugasemdir þínar.
Ég er annars hóflega bjartsýnn, það er allavega margt sem gæti verið verra.
Annars vona ég bara að Ísraelsmenn komi með lækninguna áður en ótímabær dauðsföll vegna þessarar veiru nái að höggva skörð í hóp eldri borgara þessa lands.
Og já líka áður en efnahagur heims fer endanlega á hliðina.
Þetta skýrist, en á meðan skammast maður í fávísu börnunum þar til annað hvort þau fullorðnast, eða fara uppí sveit í skjólið.
Það er svo sem ekki verri tómstundaiðja en hver önnur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2020 kl. 22:44
Þakka þér andsvarið: Ómar !
Reyndar - treysti ég Japönum, eða þá Suður- Kóreumönnum og Tævönum (Lýðveldisins Kína;; Chiang´s Kai- shek heitins) fremur til dæmis, að verða fyrri til lyfjaútvegunarinnar / Ísraelsmönnum treysti ég ekki fyrir nokkrum jákvæðum hlutum héðan í frá, fremur en hinum Múhameðsku Aröbum frændum þeirra: þér að segja, Ómar minn.
Því miður: er stærsti hluti Mið- Austurlanda orðinn að Alheims- ruzlakistu fyrir löngu reyndar, hugmyndafræðilega:: og lítt á þann Heimshluta að treysta, til nokkurra vitrænna verka - því miður.
Mikil undur og stórmerki - skjátlaðizt mér þar um,að nokkru.
Ekki síðri kveðjur / hinum fyrri, og áður //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 23:02
´´ Tímabundið ástand´´ er mjög teygjanlegt. Forystumaður stjórnmálaflokks sem lætur svona þvælu út úr sér í fjölmiðla er bjálfi og ekkert minna. Hvurn fjandann var hann eiginlega að hugsa, látandi hafa þetta eftir sér?
Það þarf ekki mörg orð til að jarða sig, en BB er búinn á því.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.3.2020 kl. 02:09
Blessaður Halldór.
Er hann ekki að sækja í þjóðaskáldi, hver dagur sem þúsund ár og þúsund ár einn dagur ei meir.
Já, þetta er teygjanlegt, en mikill er munurinn á grein Sigmundar eða orðum Bjarna.
En það er ekki versta, það versta er uppklappið, þar liggur meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 07:15
Við verðum að vona að lyfjafyrirtækin séu að finna eitthvað við þessu
Halldór Jónsson, 11.3.2020 kl. 09:07
Blessaður Halldór.
Þau eru að því, kannski ekki þau sem eru á markaðnum og sérhæfa sig í að framleiða fitubrennslulyf, eða annað sem þarf að uppfylla þær kröfur að gróði byggist á að bæta en ekki lækna, heldur þau sem tengjast stjórnvöldum ríkja sem vita að veirur eru vopn, og við þeim þarf að þróa varnir.
Það var ekki markaður frjálshyggjunnar og Friedmans, þessi multibilljónafyrirtæki sem lúta stjórn skítugs fjármagns glæpasamtaka eða olíupeninga, sem fundu bóluefnið við Ebólunni, heldur var það verkefni sem var fjármagnað af bandaríska varnarmálaráðuneytinu.
Öll fyrirtæki í Ísrael eru beintengd vörnum landsins, þar stjórna ekki fávís börn, heldur fullorðið fólk, annað er bein ávísun á útrýmingu.
Þar er svarið að finna, og kannski hjá örfáum öðrum fyrirtækjum sem hafa sömu beintengsl við varnir viðkomandi þjóða.
Markaðurinn er heimskur Halldór, í Póllandi á sínum tíma framleiddi hann silkiklúta á meðan Friðrik hermannakeisari notað styrk þjóðarinnar í að framleiða vopn, og þjálfa upp atvinnumannaher. Allir vita hvernig sú samkeppni endaði.
Markaðurinn tapar alltaf fyrir einbeittu ríkisvaldi.
Fávís börn munu alltaf lúta í lægra haldi fyrir fullorðnu fólki.
Raunveruleikinn mun alltaf sigra draumórana.
Og borgarlegt íhald mun sigra frjálshyggjuna sem ættuð er úr ranni ómennsku andskotans.
Og já, lyfin munu koma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 10:45
Hef áhyggjur af þeim sem eru á leigumarkaði að greiða rúm 200.000 í leigu á mánuði og lifa síðan á skitnum atvinnuleysisbótum verður mörgum ofraun,það er ekki að marka alþingismenn sem eru með allt tryggt í bak og fyrir og hugsa eingöngu um eigin rass og ágæti og tryggar greiðslur þó aðrir svelti er minna mega sín.Atvinnuleysi í kjölfar kórónufaraldursins er óhjákvæmilegt,hvað sem ríkstjórnin reynir að klóra í bakkann.Spurningin er hvort þessi faraldur sé svar nátturunnar við ofríki mannsins gagnvart náttúruöflunum en það verður að segja eins og er að þar hefur mannveran sýnt ótrúlega frekju og yfirgang og það er ekki láglaunamnninum að kenna heldur auðvaldinu með sínum yfirgangi.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 11:18
Blessaður Sigurgeir.
Persónulega held ég að veiran sé ekki í pólitík, og hvorki Trump eða sósíalistar geti gert kröfu til hennar, eða ætlast til að hún sé i vinnu hjá þeim, og þá sem refsivöndur gagnvart andstæðum sjónarmiðum eða hugsjónum.
Reyndar athyglisvert að kirkjan greip ekki gæsina og notaði hana sem refsivönd.
Veira er bara veira, og þessi er illvíg.
Staðreyndirnar sem þú bendir á eru réttmætar, og eiginlega þarft þú að vera fyrrum auðvaldsráðherra á feitum eftirlaunum, til að geta hrósað aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og Björn Bjarna gerði áðan í pistli sínum.
Þá firringu getur ekkert eitt útskýrt, en ef þú leggur saman, aldur sem hvort sem er er kominn á tíma, sem og öruggar tekjur í ellinni, ásamt þakklæti til flokksins að hafa gætt hag ættingja og vina, sem og að frændi er í eldlínunni, þá færðu afneitun á staðreyndum sem má lesa í nýjasta pistli Björns Bjarnasonar.
Þetta fólk er ekki að hugsa um okkur Sigurgeir, það eina sem það óttast eru undirstöður fílabeinsturnar síns.
Og þá er blekkt og logið, svart sagt hvítt, og hvítur litur vonarinnar ekki sagður til, markhópurinn er eldri borgarar sem blessuð fávísu börnin eiga völd sín undir.
Þau eru reyndar markhópur dauðavírussins, en á meðan þau styðja flokkinn í lifandi lífi, þá óttast þetta lið ekki um völd sín.
Það er bara svo, og þannig mun það verða þar til fólk fattar að það er lífið sem mun erfa sem skiptir máli, ekki skjaldborg um hag þeirra sem allt eiga, og láta aldrei neitt af hendi til þeirra sem þurfa.
Veiran hristir upp, en það er okkar að sjá í gegnum gruggið, og neita að enn einu sinni sé almenningi fórnað á altari fjármagns og auðs.
Bjarni er ekki heimskur, hann vinnur bara fyrir fjárúlfana sem sæta lagi að skella skoltum um líf og limi okkar hinna.
Vitandi að kreppa er gósenland varganna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 13:27
Þakka þér kærlega fyrir pistilinn
og umfram allt svar þitt í aths. #11.
Inntak þeirrar athugasemdar er kjarni málsins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 14:34
Takk Símon.
Þetta versnar bara.
Bæði sóttin og sofandahátturinn.
Sérstaklega að fólk skuli klappa það upp sem ekkert er líkt og brandarinn sem ríkisstjórnin sendi frá sér til að takast á við tímabundna erfiðleika.
Hvenær hættu menn að tala mannamál á Íslandi, ég bara spyr??
Núna þyrfti að hraðklóna meistara Gunnar, láta klónana lesa yfir mannskapnum á hverju torgi og hverju horni.
Það gæti kannski hrist upp í fólki.
Bíð annars spenntur eftir Davíð næsta sunnudag, það eru engar nýjar fréttir af Boris og Trump, svo hann verður að fjalla um innlend málefni, og þá er barnalánið nærtækast.
Kannski verður hann það magnaður að allir Móarnir verði settir í sóttkví, og víkingasveitin látin vakta að enginn fari út af svæðinu. Síðan verði rafmagnið tekið af.
Blessuð börnin já, skyldu þau vera búin að leyfa aðra sendingu af ófrosnu kjöti??
Þau halda nefnilega í fávísi sinni að sóttvarnir felist í frjálsu flæði á sýklum, hvort sem það er í kjöti eða fólki.
Og þau ráða í boði fjármagnsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.