10.3.2020 | 13:52
Að pissa í skóinn sinn.
Kallast sú snilld að selja kuldagallann sinn uppá fjöllum, og halda svo á sér hita með því að senda volga bunu niður eftir lærinu.
Virkar ekki, en veldur vissulega skammtíma áhrifum.
Blessuð börnin átta sig ekki á alvarleik málanna.
Það blasir við.
Það er eins og þau fatti ekki hvað heimskreppa þýðir.
Það er eins og þau fatti ekki hvað það þýðir að þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar getur gufað upp út um gluggann án þess að útgjöld aðlagi sig að þeim kalda raunveruleika.
Það er eins og þau fatti ekki að þetta snýst ekki um íþyngjandi opinber gjöld, heldur algjört tekjufall með tilheyrandi greiðsluþroti, atvinnumissi og tekjutapi ríkissjóðs.
Það er eins og þau séu í sínum eigin heim og haldi að plástur dugi til að stöðva blæðingu holdsára. Ekki bráðaaðgerð á bráðamóttöku.
Fullorðinn maður skrifaði grein í Morgunblaðið í gær.
Börn tilkynntu aðgerðir sínar í dag.
Það blasir við af hverju börn eru send uppí sveit á stríðstímum.
En ekki látin stjórna.
Þar er himinn og haf á milli.
Kveðja að austan.
Innspýting í hagkerfið og lengri greiðslufrestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.