Blessað barnalánið.

 

Í hvert skipti sem ráðamaður er spurður um af hverju innflutningur á smiti sé ekki stöðvaður kemur alltaf sama svarið; "„Við erum að grípa til mjög harðra aðgerða á Íslandi miðað við það sem geng­ur og ger­ist í lönd­un­um í kring­um okk­ur.".

Svo ég endurtaki, mjög harðar aðgerðir miðað við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.

Eins og það sé eitthvað svar.

 

Aðgerðirnar í löndunum í kringum okkar duga ekki, réttlætir það eitthvað dugleysi okkar??

Að við höfum leyft innflutning á smiti frá sýktum svæðum frá fyrsta degi, og erum alltaf seinni til í aðgerðum okkar en veiran að dreifa sér.

Við værum ekki í þessum vanda í dag ef við hefðum strax lokað á skíðaferðalög til Ítalíu, værum hugsanlega með 3-5 smit tengd ákveðnum skíðasvæði í Austurríki, en ekki sögunni meir, því að sjálfsögðu hefði verið lokað á það svæði líka.

Síðan skýrar reglur, 14 daga sóttkví fyrir alla sem koma frá veirusvæðum.

 

Óþægindi??, vissulega, en óþægindi fyrir þá sem tóku áhættuna af ferðalögum, ekki fyrir saklaust fólk sem virti varúðarreglur og hélt sig heima fyrir.

Ábyrgðarleysi örfárra er látin bitna á fjöldanum, í stað þess að hún bitni á þeim sjálfum.

 

Og forheimskan er svo mikil að daginn eftir fjálglegar yfirlýsingar um mikilvægi að halda stóru spítölunum okkar gangandi, þeir væru slagæð heilbrigðiskerfisins, þá labbar hjúkrunarfræðingur þar inn, nýkominn frá smitsvæðum, og smitar.

Og höfuð bitið af skömminni að reyna réttlæta það sem aldrei átti að gerast með þeim rökum að viðkomandi hafi ekki komið frá skilgreindu hættusvæði.

 

Nágrannalönd okkar hafa ekkert staðið sig betur og munu uppskera sinn faraldur, en er það réttlæting á okkar??

Svona þegar mannslíf eru í húfi, og það mörg miðað við drápstölurnar frá Ítalíu.

Vita menn ekki að héðan af skiptir engu hvað Ítalir gera, þeir gripu of seint til nauðsynlegra aðgerða, þær munu ekki duga til að hemja faraldurinn.

Aðgerðirnar eru í raun sýndarmennska, eitthvað sem á að sýna að það séu ennþá stjórnvöld í landinu.

 

Við Íslendingar höfum hugsanlega ennþá tíma til að bjarga því sem hægt er að bjarga.

Smitið er ekki ennþá það útbreitt í þjóðfélaginu, eða vonum það.

En þá þarf að stöðva innflutning á nýsmiti, ekki seinna en í gær.

 

En þá er það blessað barnalánið.

Hikið, fumið og fátið sem fylgir því er bara ekki sú leiðsögn sem þjóðin þarf í dag.

Hvorki til að bjarga mannslífum eða bjargað því sem bjargað verður í efnahagslífi þjóðarinnar.

 

Það er táknrænt, fyrir forheimskuna og fávitaháttinn, að daginn sem almannavarnir voru virkjaðar, þá kom lítil klausa á Mbl.isum að skynlausar skepnur hefðu fengið leyfi til að flytja sýkla sem ógna bæði bústofnum sem og lýðheilsu þjóðarinnar, þvert gegn ráðleggingu okkar helstu vísindamanna þar um.

Það er eins og vitið sé ekkert, eða þroskinn þá ekki til staðar.

Algjörlega ósnortin af alvarleik lífsins.

Samtalið við þjóðina ekkert, fyrir utan örfáa statusa á feisbók.

 

Við eigum í stríði sagði landlæknir.

Réttilega.

En í stríðum eru börn send út í sveitir, í skjól.

Þau eru ekki látin leiða baráttuna, enda slíkt bein ávísun á ósigur.

 

Samt er þetta raunveruleikinn á Íslandi í dag.

Að börnin eru látin stjórna í stað þess að vera send upp í sveit.

 

En það er ekki börnunum að kenna.

Höfum það á hreinu.

 

Þar þurfum við að líta okkur nær.

Kveðja að austan.


mbl.is Erum að grípa til mjög harðra aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og venjulega hjá ríkisstjórninni að kallað er á slökkviliðið þegar eftir eru brunarústirnar,alltaf gerðar ráðstafanir í sýndarmennsku eftirá, ekkert er fyrirbyggjandi eða gert með vitrænum hætti vegna skorts á tilfinningu fyrir almúganum og þörfum hans til velmegunar,einungis hugsað um velmegun aðalsins.Stjórnmálamenn hafa ekki tilfinningu fyrir þörfum almennings.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 11:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Í dag er þetta mín tilfinning Sigurgeir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2020 kl. 11:55

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það virðist sem aðilar vilji að veoran virki. Það má ekki stöðva hana. Svona lítur málið út. Því miður. 

Ef stofna á heimsríki, er þá verið að búa til nóg mikil vandræði, til að fólkið samþykki allt??? 

Ég er Hugsi.

Egilsstaðir,10.02.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.3.2020 kl. 14:14

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það virðist sem aðilar vilji að veiran virki. Það má ekki stöðva hana. Svona lítur málið út. Því miður. 

Ef stofna á heimsríki, er þá verið að búa til nóg mikil vandræði, til að fólkið samþykki allt??? 

Ég er Hugsi.

Egilsstaðir,10.02.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.3.2020 kl. 14:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja þú segir það Jónas.

Eigum við ekki frekar treysta á að þetta sé eitt af gangverkum náttúrunnar, og eitt gangverki þar er fálmkennd viðbrögð á hættutímum sem koma í kjölfar friðsemdar og velmegunartíma.

Hitt er eiginlega of draugalegt til að maður vilji trúa því í dagsbirtunni.

En hvað veit maður svo sem.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2020 kl. 18:31

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Bankamenn sendu Bolsévika til Rússlands, þar drápu þeir 66 milljónir kristinna og gyðinga frá 1917 til 

1974 +/- 10 til 20 ár, var sagt í rt.com, og var skáldið - Sosinitsin - (komdu með rétta ritun á nafninu, ég get ekki leitað, verð að hafa rétta stafsetningu) tengdur fréttinni. Sagt var að þeir hötuðu kristna og Gyðinga, það er Guðsfólkið.

Rússakeisari, rak BANKSTERANA frá Rússlandi, fyrir Bolsivika byltinguna 1917, og Bolsivikarnir, BANKSTERARNIR drápu 66 miljónir Rússa, að sagt er í rt.com. Rússar, Pútín rak BANKSTERANA, núna, og þessvegna vilja sterarnir, fara í stríð við Rússa?

28.4.2019 | 11:40

Egilsstaðir, 10.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.3.2020 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 440
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 6171
  • Frá upphafi: 1399339

Annað

  • Innlit í dag: 372
  • Innlit sl. viku: 5227
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband