"Hversu marg­ir eru að veikj­ast al­var­lega"

 

"Það er mæli­kv­arðinn sem við erum að horfa á fyrst og fremst" er haft eftir sóttvarnarlækni á blaðamannafundi dagsins.

Og í kjölfarið róar hann liðið, enginn af þeim sem hafa sýkst, hafa sýnt alvarleg einkenni.

 

Þarna sjáum við kannski fyrst glitta í skýringuna á hið óréttlætanlega, af hverju það var ekki strax lokað á Norður Ítalíu þegar ljóst var að útbreiðsla sóttarinnar þar væri stjórnlaus.

Í upphafi farsóttarinnar er heilbrigt fólk á besta aldri að sýkjast, og það sýnir ekki svo alvarleg einkenni í fyrstu. 

En það smitar, og það smitar áhættuhópana, eldra fólk, og fólk með undirliggjandi veikindi.

 

Og þá er of seint að spóla til baka.

Sóttin er stjórnlaus og fólk í áhættuhópunum stráfellur.

 

Þetta er ferlið á Ítalíu.

Fyrir 10 dögum voru 881 skráðir sýktir, í dag 9.172. 

Látnir voru 21, í dag er dánartalan komin í 463.

Það alvarlega er að á sama tíma eru aðeins 724 taldir hafa náð fullum bata, dánarhlutfallið er 41%.

 

Að leyfa þessu dreifast svona út er í raun fjöldamorð á fólki í áhættuhópum.

Og það er sú pólitíska ákvörðun sem stjórnvöld tóku með því að banna ekki strax ferðalög til Norður Ítalíu, og setja alla sem þaðan komu strax í sóttkví.

 

Þetta er alvarleiki málsins, en sóttvarnaryfirvöld virðast ekki bregðast við honum.

Það er bara beðið, og vonað hið besta.

 

Þetta er alvarleiki málsins og hann gerist ekki alvarlegri.

Og þetta vita sóttvarnaryfirvöld manna best.

 

Af einhverjum ástæðum höfðu þau ekki styrk að loka landinu fyrir innflutning á smiti frá sýktum svæðum.

Þau fengu enga hjálp, það tók enginn ráðamaður af skarið.

 

Vonandi er þetta fólk sem brást, núna á hnjánum að biðja.

Og vonandi verður það bænheyrt.

Vonandi blessast þetta.

 

Annars verður ábyrgð þess óbærileg.

Sem enginn fær risið undir.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Alvarleikinn helsti mælikvarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun aldrei gleyma

þegar hinn svokallaði "sóttvarnarlæknir" 

sagði fyrir um tveimur vikum síða

að hann teldi enga hættu á að

skíðafólkið færi um Veróna flugvöll,

sem þá þegar var í miðju

mest smitaða svæðis heimsins, á pari við Wuhan.

Vonandi mun sá maður læra að biðja sér bæna,

þegar afleiðingar vangerða hans

verða enn skelfilegri en orðið er í dag.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2020 kl. 19:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég held að hann viti það Símon.

En ég var svona meira með í huga blessuð börnin og skemmtikrafturinn á Bessastöðum, sóttvarnarlæknir er í fyrsta lagi ekki alvaldur, og í öðru langi, þá held ég að það þurfi pólitískan stuðning, jafnvel kröfur, til að gripið sé til raunhæfra aðgerða á fyrstu stigum útbreiðslunnar, en einmitt á því stigi er hægt að hamla eða hemja útbreiðslunnar.

Þetta fólk þarf líka að biðja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2020 kl. 19:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

skemmtikraftinn átti þetta víst að vera.

kv.

Ómar Geirsson, 9.3.2020 kl. 19:40

4 identicon

Já, um Guðna hef ég engu við að bæta. 

Annað en að taka undir orð þín um hann

sem mann hinna léttvægustu frasa,

sem úr fjöldframleiddum Hollywood Disney myndum

hinna póst módernísku tíma.

Tilbúna frasa, skrifaða af almannatenglum

Meiða enga, en svo sannarlega ekki sem leiðtoga

á stund alvarlegra

og válegra tíma í sögu lands okkar og þjóðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2020 kl. 20:26

5 identicon

Í aths. #4

vísa ég til orða þinna í fyrri pistli þínum. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2020 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 548
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6279
  • Frá upphafi: 1399447

Annað

  • Innlit í dag: 467
  • Innlit sl. viku: 5322
  • Gestir í dag: 429
  • IP-tölur í dag: 422

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband