Laun í sóttkví er minnsta áhyggjuefnið.

 

Fólk ætti frekar að spyrja sig hvort það hafi vinnu þegar líður á sumarið.

Ferðaþjónusta er ein af þremur hryggjarstykkjum gjaldeyrissköpunar þjóðarinnar.

Atvinnulífið á landsbyggðinni, og minna mæli á höfuðborgarsvæðinu, er mjög háð henni.

Og menn ættu að spyrja sig hvað verður um fyrirtækin þegar tekjur þurrkast upp??

Hvernig verða áhrifin á gengið og áhrifin á lánin sökum verðtryggingarinnar??

 

Í alvöru ættu menn að ræða í tíma að frysta lán.

Og frysta vísitölu verðtryggingarinnar.

 

Veiran er nógu mikið áfall þó hamfarir af mannannavöldum bætist ekki ofaná.

Það er tími til kominn að ræða þá staðreynd.

Kveðja að austan.


mbl.is Hafi ekki áhyggjur af afkomu í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef þeir hefðu nú haft rænu á þessu í hruninu þá hefði margt farið betur

Halldór Jónsson, 6.3.2020 kl. 13:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Mikið rétt, hverju sem um er að kenna.

En manngerðar hörmungar eru ekki þess eðlis að það eigi að kappkosta að endurtaka þær.

Og þó ég sé nú ekki besti vinur barnanna, þá ætla ég nú samt að hrósa viðleitni þeirra sem má tengja við þessa frétt.

Við skulum segja að núna sé þetta svona meir spurning að horfa til himna og finna fyrir krafti guðdómsins, í stað þess að liggja í forinni og vera endalaust samdauna ráðum og vélarbrögðum þess í neðra.

Það er ekkert að því að trúa á hið góða og fagra í heiminum, og telja það skyldu sína að gera rétt, í stað þess að þjóna órétt.

Í huga mér er enginn efi að allflestir sem vinna við Austurvöll vilji vel, þetta er veira spurning um kjarkinn og manndóminn.

En eiginlega held ég að í þessu dæmi sé ekkert val.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 6.3.2020 kl. 13:40

3 identicon

Já, alvöru stjórnvöld sem hugsuðu um hag lands og þjóðar hefðu tilbúna neyðaráætlun í stíl við þá sem þú nefnir Ómar.

En við höfum ekki þannig stjórnvöld.  Það er mesta meinið.  Og það á tímum þar sem t.d. hlutabréf í einu flugfélagi (norsku tekið sem dæmi, því íslenski hlutabréfamarkaðurinn er blekkingin ein) er 70% á innan við viku.  Það kallast hrun með tilheyrandi gríðarlegum efnahagsafleiðingum.

Tek því algjörlega undir góð varúðarorð þín og einnig ágæta athugasemd Halldórs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2020 kl. 13:41

4 identicon

#aths. 3

Mikil er trú þín kæri Ómar, ef þú telur að þeir hæstráðendur hér? Steingrímur J. og Bjarni Ben. Jr. muni, svona í ljósi sögi þeirra, umturnast til hins góða og fagra og sem af guðdóminum snertir.  Ég, Símon Pétur, myndi alla vega þurfa að þukla þá gaumgæfilega og heldur fast, áður en ég tryði slíkri umturnun þeirra til hins góða, sanna og fagra, hvað þá til guðdómsins sjálfs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2020 kl. 13:54

5 identicon

Pistil dagsins á nú Halldór Jónsson:

"Sjálftaka bandíttanna"

Þrumupistill, þar sem eldingunum slær niður.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2020 kl. 14:03

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Eiginlega ekki Símon.

Ekki þegar lausnin er að einkavæða leikskólana, en engu að síður hygg ég að Halldór hafi lagst í lestur á Ljóninu sem öskrar, það er eins og Jónas hafi skrifað sumt í gegnum hann.

Ef svo er, þá er ljóst að góðar ráðleggingar geta haft áhrif.

Varðandi spjall mitt við Halldór Símon þá ert þetta svona góðfúsleg ábending til manns sem stundum talar um sjálfan sig eins og trúleysingja, um hvað þarf að vera til staðar til að eitthvað sé gert sem bæði taki á þessum veirufjanda og afleiðingunum af útbreiðslu hans, sem og almennt til að færa heiminn til betri vegar.

Í sjálfu sér lýsti ég ekki yfir einhverri trú á því fólki sem þú nefnir, þó í málsgreininni á undan hrósi ég því fyrir það sem má hrósa því fyrir.

Og svona á meðan þú hentir þessu inn, og last einkavæðingarpistil Halldórs, þá setti ég inn pistil sem áréttaði hvað þyrfti að gera, og hverjar væru forsendur þess að það yrði gert.

En það er rétt, athugasemd Halldórs er réttmæt, og til lærdóms, því vítin þarf að þekkja svo þau séu ekki endurtekin.

En í raun er það ekki við stjórnvöld að sakast, þó það megi færa rök fyrir að þau skilji ekki alveg breytni Chamberlains.

Málið er að ef hann hefði ekki breytt rétt, þá hefði hann verið borinn út.

Þess vegna tók hann frumkvæðið og bar sjálfan sig út.

Sé ekki alveg það frumkvæði hér, hvað þá kröfuna í samfélaginu um slíkan útburð.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2020 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband