5.3.2020 | 11:40
Hvenær axlar einhver ábyrgð?
Gagnvart þjóð sinn og sjálfum sér.
Með til dæmis að segja, "afsakið, fyrirgefið".
"Ég var algjört fífl".
Ætlar Guðni og Katrín að fara út á flugvöll og biðja þetta fólk afsökunar??
Ég man ekki betur þegar almenningi var farið að ofbjóða rænuleysi yfirvalda gagnvart innflutningi á smiti frá Norður Ítalíu, að þá hafi þau burðast með sitt lóð á vogarskál hjárænunnar og hvatt fólk til að vera jákvætt, taka á móti innflutningi á smiti með bros á vör.
Eða eigum við kannski að þakka að þau gengu ekki eins langt og kínversku embættismennirnir, sem nóta bena hafa allir sætt ábyrgð, og skipað blaðamönnum að skrifa jákvæðar fréttir.
Eða var það kannski gert, er það skýringin á hjárænuleysi fjölmiðla gagnvart ákvörðun stjórnvalda að leyfa smiti að flæða óhindrað frá Norður Ítalíu. Var skýringin kannski ekki óvild útí tengdamömmum eða vonin um snemmborin arf??
Nei auðvitað munu þau ekki biðjast afsökunar.
Auðvitað mun enginn biðjast afsökunar.
Það biðst enginn valdamaður afsökunar á Íslandi afsökunar.
Jafnvel ekki þegar dauðans alvara er undir.
En hvernig er þetta með Eflingu?
Fara skúringarkonurnar ekki að hætta í verkfalli?
Það sárvantar blóraböggla.
En afsakið!
Neieiei.
Ekki á Íslandi.
Kveðja að austan.
Óvenjulegt flug frá áhættusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hvers erum við að hafa skólana opna?
Halldór Jónsson, 5.3.2020 kl. 18:54
Blessaður Halldór, þú spyrð eins og krakkarnir, - nei annars djók, þau eru víst áhyggjufull.
En þó mér finnist það óskiljanlegt að smiti hafi vísvitandi verið hleypti inní landið, þá má alveg hrósa sóttvarnaralmannavarnarteyminu fyrir viðbrögðin innanlands.
Og ég held að við verðum að treysta þeim til að meta þetta rétt með skólana, það er ekki tilefni í dag, en ég er viss um að það verði skoðað þegar ástæða þykir til.
Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af því að þeir asnist til að stöðva fótboltann, eða það sem kannski er líklegra að þeir banni okkur pöbbunum að horfa á. Sem yrði illskiljanlegt hér á landsbyggðinni, allavega í Fjarðabyggð, það horfa svo fáir á leiki í Lengjubikarnum að það er alveg hægt að hafa þrjá metra á milli.
Hvað verður svo um Íslandsmótið í yngri flokkunum???, má ekki frekar biðja sólina að hætta koma upp á morgnanna??
Svo þú sérð að mismunandi eru áhyggjurnar, skít með skólana, það má loka þeim, flest sem börn læra kemur með þroskanum, en það er ekki hægt að frysta kennitöluna, ár sem er tekið, kemur aldrei aftur hjá börnum og unglingum.
En svo ég svari nú af allri þeirri alvöru sem ég bý yfir hér á bloggsíðu minni, þá tel ég að þau lönd sem loka skólum sínum séu farin að sjá framá stjórnlausa útbreiðslu veirunnar, og vilja allavega vernda börnin. En hvað vörn er í því þegar foreldrarnir koma sýktir heim??
Þess vegna lokuðu Kínverjar á öll samskipti á sýktum svæðum, og það virðist duga.
En Evrópubúar eru ekki ennþá tilbúnir í slíkar aðgerðir, ekki Japanir eða Suður Kóreubúar heldur.
Á Íslandi er hins vegar veiran undir stjórn, það er sóttkvíarnar virðast halda, ennþá.
Ég held að stríðið sé þar og ef fólk tekur þetta alvarlega, þá ættu varnir að halda.
Og innflutningur á smiti í gegnum ferðamenn hlýtur að linna, hver vill heimsækja mesta pestarbæli á byggðu bóli??
Ég bara spyr,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2020 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.