Sóttvarnir rjúfa smitkeðju.

 

Annað er ekki í boði þegar veirusýkingar eru annars vegar.

Það þýðir að það er enginn samgangur við smitsvæði, og þar sem smit greinast eru þau sett í sóttkví.

 

Kínverjar náðu árangri því þeir virtu þessa staðreynd.

Þeir bönnuðu ekki aðeins samskipti innan sóttkvíar, þeir bönnuðu samskipti við svæði sem voru í sóttkví.

Þeir fluttu hvorki inn smit, eða út smit.

 

Íslensk sóttvarnaryfirvöld leyfðu samskipti við smitsvæði og uppskera núna fordæmalausa útbreiðslu kórónaveirunnar.

Þau búa ennþá að því skjóli að hafa tekið á móti þegar smitberar komu til landsins, en þau vita ekki um nýsmit þeirra, því veiran getur borist langar leiðir án þess að nokkur verði hennar var.

Eða sjá menn ekki samhengið, þegar um þúsund smit voru greind á Ítalíu, þá hafði Ítalía smitað yfir 10 Evrópulönd, og er uppspretta faraldurs á Íslandi.

Líkurnar á því eru engar, nema vegna þess að smitleiðir eru óþekktar, og veiran miklu útbreiddari en Exel sóttvarnarlækna gerir ráð fyrir.

 

Það er skýring þess að Kínverjar fórnuðu efnahag fyrir fólk, kusu að bjarga mannslífum þó það kostaði tímabundna efnahagserfiðleika.

Sömu rök hér á Íslandi, nema í öfugri merkingu, hér kusu yfirvöld að fórna fólki fyrir meintan efnahagslegan ávinning.

 

Íslensk sóttvarnaryfirvöld hafa sagt á þriðja viku að Kínverjar séu fífl þegar þeir gripu til sóttvarna, en þau séu gáfuð með því að gera það ekki.

Veiran er í rénum í Kína, en hún springur út hérna á Íslandi.

Enginn veit hvar sú sprenging endar.

 

Hvert er fíflið spyr maður þá.

Þeir sem vörðu mannslíf, eða þeir sem vörðu smitleiðir.

 

Þeir sem vitna í viðurkennd fræði.

Eða þeir sem vitna í Evróputrúarbrögð um hið frjálsa flæði.

 

To be or not to be.

Kórónaveirunni er skítsama.

 

Hún veikir og hún drepur.

Hún þiggur öll heimboð, spyr ekki um stjórnmál hjá húsráðanda.

Ef hún er velkomin, þá þiggur hún boðið.

 

Það er samt óþarfi að sóttvarnarlæknir og almannavarnarráð sé gestgjafi hennar.

Eða það hefði ég haldið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Tíu ný smit í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kínverjar reyndu að rjúfa smitleiðir. Og það tókst.

Íslendingar reyndu að magna upp smitleiðir. Og það tókst líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2020 kl. 20:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel orðað Þorsteinn.

Sorglegt en satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 20:53

3 identicon

Því miður hafa íslensk sóttvarnayfirvöld hagað sér eins og verstu undirlægjur.

Og sóttvarnalæknir þar al-verstur.  Nenni ekki að rifja upp allan hans fíflagang í þessi máli.

Jú, síðan hvenær er það hlutverk sóttvarnalæknis að vanda um fyrir smákaupmanni sem veigraði sér við að afgreiða ítalskan ferðamann?

Hvert heldur sóttvarnalæknir eiginlega að sé hlutverk sitt?  Að hreykja sér og tala niður til fólks?  Að hann sé siðfræðingur í stíl siðareglna Jóhönnu Sig. og Steingríms Joð.?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 20:56

4 identicon

Tek svo undir það að Þorsteinn kjarnar málið einstaklega vel varðandi þarfan pistil þinn Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 20:58

5 identicon

Dag eftir dag má sjá þig spúa depurð að austan Ómar. Umkringdur jábræðrum sem hneigja sig og beygja fyrir botnlausum átakanlegum bölmóði og niðurrifi. Ég óska þér innilega betri líðanar. Mæli með hraustlegri hreyfingu og auknu samneyti við uppbyggilegt og jákvætt fólk. Hef meiri trú á að bölmóðurinn keyri þig í gröfina en "fíflin... sem hafa varið smitleiðina" til þín.

Batakveðjur úr borginni við sundin.

Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 21:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Einmitt það sem ég hugsaði, en tiltölulega nýlega búinn að nota kjarna orðið, og þá við athugasemd frá Þorsteini.

Mig langar að bæta við að eftir smitsprengju föstudagsins þá spáði Þorsteinn því að við myndum ná að slá út Kínverja í fjölda smitaðra per höfðatölu um miðja næstu viku, sem er ákkúrat í dag.

Engir galdrar að baki, aðeins kommon sens og rökhugsun.

En vitringarnir þrír, sóttvarnarlæknir, landlæknir og almannavarnartæknir, þeir eru svo hissa, skilja ekkert í þessu, en benda á að það sé erfitt að hemja ferðaþrá landans, en hver var að tala um það??

Það þurfti aðeins að beina henni frá Hubei, Íran og Ítalíu, eftir er restin af Kína, og yfir 200 hundruð önnur lönd til að heimsækja.

Þegar maður í hjalla selur börnunum í bænum dóp, þá lætur þú það ekki viðgangast með þeim rökum að fleiri selji dóp í öðrum löndum.

Þú bregst við því sem snýr að þér, og ef það þarf að bregðast við fleiru, þá gerir þú það.

En það er ekki val að gera ekki neitt.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 21:37

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Freyr.

Ég held að önnur setning þín gæti staðið svo í Þorsteini að hann gæti kafnað, og það er illa gert gagnvart þeim mæta manni.

Þakka annars góð ráð, en innan um þau fann ég eina staðhæfingu sem hægt er að svara, og það er hún þessi; "en "fíflin... sem hafa varið smitleiðina" til þín.".

Þetta er svona álíka gáfulegt og að þakka brennuvarginum fyrir að hringja í 112 eftir að hann kveikt í, þakkarvert svo sem, samt betra ef hann hefði sleppt því að kveikja í.

Menn hafa svo sem látið vitlausara út úr sér Freyr, en þegar um dauðans alvöru er að ræða þá veit ég ekki.

Enda tek ég það ekki að mér svona almennt að greina vitsmunastig fólks.

Það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 21:45

8 identicon

Vírusinn er kominn um allt Kína. Kínverjar reyndu að rjúfa smitleiðir með þvinguðum innilokunum. Og það tókst ekki. Sóttkvíin virkaði ekki og gerði bara ástandið á sýkta svæðinu verra. Þvinguð lokun jók smithættu og þegar veiran fór að finnast utan svæðis var engin leið að rekja hana. Smitberar voru ekkert að gefa sig fram, leyndin var þeim hagstæðust. Og það opnaði á smit um alla jörð.

Veiran er ekki í rénum í Kína og smituðum heldur áfram að fjölga þar um þúsundir á dag og þaðan hefur hún farið gegnum allar varnir um heiminn. Íslendingar reyna að vera með öflugt eftirlit, fræðslu, persónulegar sóttvarnir, sóttkví fyrir mögulega sýkta og meðhöndlun sýktra. Og það hefur enn ekkert innanlandssmit komið upp á Íslandi.

Kína er því enn eitt dæmið um hvernig aðferðir sem aldrei hafa virkað virka ekki enn og gera jafnvel ástandið verra. Jafnvel þó treggáfaðir, fávísir, hræddir afdalamenn ímyndi sér annað og alræðisstjórnir telji sig geta stjórnað vírusum með þvingunum og frelsissviptingum.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 21:52

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 22:30

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Skrítin staðhæfing hjá Vagni. Í Kína fækkar nefnilega smitum jafnt og þétt. En kannski er bara eitt hjól eftir undir Vagninum, en "áfram skröltir hann þó". Kannski er þetta eins og í söngleiknum "Paint your wagon": 

"Where am I goin'?

I don't know
Where am I headin'?
I ain't certain
All I know
Is I am on my way"

Og varðandi athugasemd Freys þá held ég að svar Ómars sé alveg spot-on. Við Ómar erum nefnilega yfirleitt ósammála um eiginlega allt! 

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2020 kl. 00:05

11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Spurning.

Er eitthvað til í því, að betra sé að setja bankaeigendur og fulltrúa atvinnuvegana og nokkra lögfræðinga til að segja okkur, hvernig lögin eru frá EB.

Er ríkið ef til vill bótaskilt, ef stjórnvöld gera eins og Kínverjar, og setja alla í sóttkví heima, og að einn megi fara að versla á þriggja daga fresti  til að kaupa í matinn? 

Það að setja sérfræðinga, sem mega ekkert gera vegna þess að fyrirtæki út um allan heim geti heimtað skaðabætur frá Íslandi fyrir tapaðar tekjur.

Ég held að Lufthansa hafi tekið flugvélar úr notkun, trúlega af því að það voru engin viðskipti, þá stöðvast allt líka ,en megum við stöðva allt eins og Kínverjar, það er spurning? 

Hvort sem eitthvað er gert, eða ekkert, þá tapa atvinnufyrirtækin, og bankaeigandinn eignast meira í þeim, og jafnvel allt fyrirtækið.

Þessi kreppa setur fyrirtækið yfir til bankans eins og var 2008, alltaf endar allt hjá bankaeigandanum.

Þannig er skipulagið.

Fólkið er eins og kýrnar í fjósinu og allir eru mjólkaðir, það kemur einhverskonar kreppa, sem færir eignirnar til bankans.

000

Slóð á ýmsar hugmyndir, trúa engu, skoða víða.

Hver reynir að leiða okkur á villigötur, það er spurningin.

4.3.2020 | 09:34

State of the Nation - Skoða allt, trúa öllu, trúa engu, illskan okkar fer aftur fyrir varnarlínur, og reynir að halda í það nauðsynlegasta, til dæmis peningaprentunina, peningabókhaldið, fjölmiðlana, leyndina, gullfótur, vörukarfa er tilbúið verð, hugsa.

Egilsstaðir, 05.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.3.2020 kl. 09:39

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóna.

Þekki ekki lagagrundvöllinn en mér finnst trúlegt að sóttvarnalög flokkist til neyðarlaga sem varða almannaheill.

Og skorti lagagrundvell þá er ríkið í fullum rétti að setja neyðarlög þar um.

Hins vegar er enginn hagur að því að allt fari á hausinn, og það þarf að fara að hugsa það dæmi, það er eitt af því sem ég hef böggað fávísu með.

Málið er að þetta er fordæmalaust, og við lifum þá tíma þar sem leiðtogar eru valdir eftir öðru en styrk og krafti, og fáum það í baki okkar núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2020 kl. 11:21

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, að sjálfsögðu getur ríkið sett á ferðabann til hættusvæða. Og vitanlega á að gera það. Aðild að EES kemur engan veginn í veg fyrir slíkt.

Allsherjar ferðabann er hins vegar auðvitað ekki skynsamlegt.

Og þarna vorum við Ómar sammála aftur. Fer að hafa áhyggjur af þessu embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2020 kl. 11:51

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þetta er meiri andsk. farsóttin, okkur fer bráðum að vera ekki viðbjargandi.

En það er samt ein góð frétt frá Ítalíu, og gefur vonandi öðrum þjóðum fordæmi.

Boltinn er farinn að rúlla aftur, en án áhorfanda.

Menn hafa þá eitthvað  við að vera í sóttkvínni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2020 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 493
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 6077
  • Frá upphafi: 1400016

Annað

  • Innlit í dag: 449
  • Innlit sl. viku: 5213
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 426

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband