1.3.2020 | 13:37
Óvissa er fínt orð yfir öruggt gjaldþrot.
Það eina sem er öruggt er gríðarleg fækkun farþega þegar heimurinn í örvæntingu sinni reynir að ná tökum á heimsfaraldrinum, og fyrirtæki án tekna er sjálfkrafa gjaldþrota.
Fólk bara feisar þetta ekki og þess vegna fer eins og það fer.
Það er aðeins tvennt sem getur hindrað áður óþekkt mannfall í nútímasögu sem ekki má rekja til styrjaldarátaka.
Annað, og við er von okkar bundin, er að vísindamenn nái að þróa bóluefni í tíma áður en veruleg röskun verður á öllu mannlífi vegna þeirrar varnarviðbragða sem eru óhjákvæmileg.
Hitt er að rjúfa smitleiðina með ströngum sóttvörnum.
Eins og hefur verið gert í Kína í dag.
Fólk sem telur sig knúið til að leika fífl og gera lítið úr alvarleik ástandsins, talar um kvef og kvefpest, ber saman óskylda hluti eins og þessa veiru og venjulega inflúensuveiru, vitnar í að skráð dauðsföll, skráð því þau eru miklu fleiri, séu ennþá innan við 3.000.
Á því er aðeins eins skýring, að eftir að kínversk stjórnvöld höfðu tekið íslensku almannavarnirnar á þetta, og glöp sóttvarnarlæknis, í nokkrar vikur, þá sáu þau að kjaftæði og heilaþvottur áróðursins virkaði ekki sem sóttvörn, og gripu til aðgerða sem dugðu.
Þau lokuðu sýktum svæðum, og bönnuðu því sem næst allar mannaferðir innan þeirra.
Og það virkar.
Ein staðfesting þess hve drastísk þessi sóttvörn kínverska stjórnvalda er, má sjá í annarri frétt hér á Mbl.is, en þar eru birtar loftmyndir af Kína sem sýna mengun fyrir og eftir sóttkvína.
Mengunin er því sem næst horfin, enda er enginn að menga.
Það dugar ekkert annað.
Og mikið má fólk vera heimskt þegar það horfir framhjá þessari dauðans alvöru, hvað þá þegar það afhjúpar fávisku sína með því að bera þessa veirusýkingu við alls óskylda hluti, eða gerir lítið úr alvarleik hennar.
Einn eldri borgari, fyrrum ráðherra er ekki í þessum hópi.
Hann róar ekki sjálfan sig með því að vitna í að þetta sé enginn Svarti dauði eða Stóra bóla, sem nóta bene setti sjálfa sig ekki á safn, heldur eru þetta ekki drepsóttir í dag vegna þess að lækning er til við þeim.
Hann einfaldlega spyr af hverju líf hans sé ekki jafn mikils virði og annarra, af hverju það sé talinn ásættanlegur fórnarkostnaður hjá stjórnvöldum að láta eldra fólk, og fólk með undirliggjandi sjúkdóma falla. Af kurteisi bendir hann ekki á nasistana sem höfðu svipuð viðhorf til þeirra sem veikar stóðu, og gerðu sitt til að hjálpa þeim yfir móðuna miklu.
Skrif Jóns Bjarnasonar eru frábær, segja það sem segja þarf, á skýru og rökföstu máli.
Meinið er að svona skrif eru þögguð niður af forheimsku fjölmiðlanna, þar virðast bara vinna fólk sem ekkert óttast, og telur sig ekki eiga nána aðstandendur í áhættuhópi.
Hér er linkur á bloggpistil Jóns, það er bara að hægrismella og opna nýjan glugga.
https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2246435/
Skora á fólk að lesa hann.
Okkur veitir ekki að skynsemisröddum.
Flugfélög fara á hausinn.
Ferðaþjónustufyrirtæki fara á hausinn.
Nema núna þegar séu lögð drög að hamfaraáætlun sem frystir lán og veitir aðstoð á meðan greinin aðlagar sig að veruleika heimsfaraldursins.
En fávísu börnin okkar eru víst að hugsa um annað.
Og hin meðvirku fífl dansa með.
Feigðarós er ekki forðað á meðan.
Kveðja að austan.
Óvissa um afkomu Icelandair vegna veirunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.