Á meðan við flytjum inn smit.

 

Skipta aðgerðir stjórnvalda engu máli.

Keðjan verður ekki rofin en slíkt er forsenda þess að útrýma veirusýkingum.

Kínverjar voru nokkrar vikur að fatta þetta, en sáu svo sig nauðbeygða að hefta ferðafrelsi fólks og setja heilu landsvæðin í allsherjar sóttkví.

 

Hér ætla blessuð fávísu börnin að endurtaka öll mistök kínverska stjórnvalda með nákvæmalegu sömu afleiðingum.

Stjórnlausri útbreiðslu og mannfalli.

 

Sjá menn ekki hvað er að gerast á Ítalíu eða Suður Kóreu??

Veiran breiðist hratt út frá og þó eru notuð öflugri ráð til að hefta útbreiðslu hennar en vinsamleg tilmæli á Feisbók um samstöðu.

Það má vera að það gildi önnur lögmál hérna, en mikil má trú manna á þau lögmál vera, ef menn hætta lífi fólks fyrir þá trú.

Og ég segi það satt, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á sama rétt til lífs og við hin.

 

Það er bara svo.

Virðum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Forsætisráðherra hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandaríkin settu rétt í þessu Ítalíu á rauða (LEVEL-3) listann yfir lönd sem enginn ætti að ferðast til án brýnnar ástæðu:

CDC recommends that travelers avoid all nonessential travel to Italy.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 00:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Flug Icelandair (FI1502) til Verona á Ítalíu er klukkan 07:30 í fyrramálið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 00:21

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Gunnar.

Sá þetta á bloggi þínu ásamt fleiri fróðlegum upplýsingum.

Hérna sýnist mér bara vísvitandi verið að stuðla að fólksfækkun, kannski sjá kaldrifjaðir þetta sem sparnaðarleið.

Munum að frá því að fyrsta smitið var tilkynnt á Ítalíu, þá var varla liðinn sólarhringur þar til tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið.  Núna er tala látinna kominn í 21, og tifar hratt uppá við.

Samt lokuðu þeir þekktum smitsvæðum, buðu til dæmis ekki sérstaklega velkomna flugfarþega frá Whuan, eða bæðu fólk í sóttkví að vera duglegt að líta eftir hvort öðru.

Sem er efnislega það sem flug á þekkt smitsvæði er, útbreiðsla á smiti.

Það er rétt að það dugði ekki alltaf að byrgja allar lestarlúgur og loka öllum lúgum, áður en farið var í rastir í vondum veðrum.  En það dugði mörgum, en þeir sem það ekki gerðu, voru sjaldnast til frásagnar um heimsku sína.

Í Kína voru þeir teknir á beinið sem sögðu frá (sbr. læknirinn, hér Inga Snæland), og fjölmiðlar fengu bein tilmæli um að leggja áherslu á jákvæðu fréttirnar.

Katrín fer aðeins fínna í það.

Enda munur á menningarheim og stjórnarfari.

Það er eins og fávísu börnin haldi að brunnar séu til að detta í.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2020 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 698
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6282
  • Frá upphafi: 1400221

Annað

  • Innlit í dag: 637
  • Innlit sl. viku: 5401
  • Gestir í dag: 605
  • IP-tölur í dag: 591

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband