28.2.2020 | 19:15
Ferðatakmarkanir virka ekki segir sóttvarnarlæknir.
Samt er það svo að ef honum hefði borið gæfa til að leggja til bann á flugi til Ítalíu, og sett þá Íslendinga sem þaðan komu í 14 daga sóttkví, þá væri vandinn núna bundinn við einhverja gáma undir kontról.
Í stað þess að valda ofsahræðslu meðal þjóðarinnar með því að kalla fólk út af vinnustöðvum og vísa því í sóttkví.
Það liggur við að það hvarfli að manni að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin að hindra ekki útbreiðslu veirunnar á Íslandi.
Hún sé álitin svona tæki.
Fækkunartæki.
Eða veit þetta fólk ekki hvað það gjörir.
Kveðja að austan.
Ferðatakmarkanir ekki inni í myndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sagði þessi "kjáni" að fólk smitast ekki í flugvélum....!!!!!
Flugvélar eru ein þau mestu smittæki af öllum tækjum sem í gangi eru í dag.
Þar er loftið hringrásað 5 til 6 sinnum áður en nýtt kemst að.
Maður sem hnerrar frammí í vélinni, skilar honum til allra í vélinni.
Frá hvaða plánetu kemur þessi maður..??
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.2.2020 kl. 19:26
Minnsta mál að fljúga þá bara til og frá öðrum stað. Og tveggja vikna sóttkví fyrir einhverja tugi þúsunda karla, kvenna og barna rúmast ekki í nokkrum gámum. Óraunhæfar sýndarlausnir sem gera ekkert nema skapa óþægindi, kostnað og vandræði.
Hætt er við ofsahræðslu þegar misvitrir bloggarar með litla menntun og minni þekkingu telja sig vita betur en fagaðilar og dreifa bulli og vitleysu. Sem betur fer virðist ofsahræðslan að mestu vera bundin við fámennan en háværan hóp treggáfuðustu bloggaranna.
Vagn (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 20:20
Æ-i Vagn minn, þú hefur oft verið djúpvitrari en þetta.
En hvað getur maður sagt, stundum er gott að vera bara rafeind og getað bullað án nokkurrar ábyrgðar eða ótta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2020 kl. 22:50
Veit það ekki Sigurður.
En það er greinilegt að sóttvarnarnefnd vill taka slaginn um allt land, í stað þess að taka hann á landamærunum.
Kínverjar þurftu að lama allt mannlíf á sýktum svæðum, og fóru þá loks að sjá til lands, hvort sem það er tímabundin grið eður ei.
Hér er grunnhyggið fólk matað á frösum um að hættan sé aðallega hjá eldra fólki, eða fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Og þeir sem eru ekki í þeim hópi, flissa og telja sig örugga.
Minnir mig dálítið á speki sem náði eyrum æðstu valdamanna í ríki einu í miðri Evrópu, þar mátti fólk missa sig, veikt fólk, fatlað fólk, og mörgum samlöndum þess fannst það alltí lagi.
Það er eins og svipuð slæmska herji samfélagið okkar í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2020 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.