28.2.2020 | 15:22
"Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að takmarka flugferðir til og frá Verona".
Með því tók hann staðfasta ákvörðun um að bjóða kórónuveiruna velkomna til landsins, og núna er ljóst að hún tók því boði.
Og hvað svo??
Játa menn dómgreindarskort sitt og vanhæfni og axla ábyrgð?
Eða verða menn svo ósvífnir að kenna veirunni um að hafa nýtt sér farið, senda henni tilmæli um að hætta því, og leyfa svo fólki að halda áfram að ferðast eins og enginn sé heimsfaraldurinn??
Einhver skálkaskjól verða allavega fundin, og örugglega verður sent erindi til Eflingar hvort einhver skúringakona sé ekki á lausu til að hægt verði að benda á sökudólginn.
Eftir stendur sú stóra spurning.
Af hverju er landið stjórnlaust??
Af hverju er dauðans alvara höfð í flimtingum??
Það segir allt sem segja þarf að stóra fréttin í morgun frá innlendum stjórnvöldum var að núna ætluðu ráðuneytin að fara vinna saman, eins og samvinna sé ný uppfinning.
Í öðrum löndum ræða menn ógnirnar, áhrifin á lýðheilsu, áhrifin á efnahag.
Og hvað sé hægt að gera.
Fyrirfram, ekki eftir á.
En slíkt er ofviða fávísu börnunum sem hafa fátt annað afrekað en að samþykkja regluverk um braskaravæðingu raforkunnar undir styrkri yfirstjórn skriffinna Brussel.
Að ekki sé minnst á að leyfa innflutning á hráu kjöti, frjálsan innflutning á sýklum.
Það er eins og blessuð börnin lifi í sýndarveruleik, og að raunveruleikinn sé þeim ofviða.
Að alvara lífsins sé utan þeirra skilnings.
Hvernig lentum við í þeirri stöðu að láta þetta fólk gambla með líf okkar??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Fyrsta tilfelli kórónuveiru greinist á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt...👍
Guðni Ólason (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 15:34
Það eru til nokkrar gerðir af þessum Coronavirus, ein þeirra veldur t.d. almennu kvefi.
Aðrar hafa valdið misalvarlegum öndunarfærasjúkdómum og má þar nefna SARS á fyrstu árum þessarar aldar og svo MERS sem kom tíu árum síðar.
COVID-19 er auðvitað ekkert til að grínast með. Þessi sjúkdómur leggst þyngst og alvarlegast á þá sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eru með veikt ónæmiskerfi eða eru komnir á sín efri ár. Ungt og frískt fólk er ekki í sömu hættu, ef nokkurri.
Fáar fréttir eru um það fólk sem hefur fengið væg einkenni af COVID-19 veirunni, álitið þetta vera bara kvef og hrist þetta af sér. Það fólk hefur líklega aldrei skráð sig og þar með skekkist tölfræðin verulega.
Fjölmiðlahamfarirnar um þetta mál þarf að gæta sín á enda þrífast þeir á að selja fréttir en ekki segja fréttir.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 18:40
Takk fyrir innlitið Guðni.
Jóhannes, þú ættir að segja kínverska lækninum frá því að ungt og frískt fólk sé ekki í nokkurri hættu, hann hefði þá ekki drepist úr sínum eigin hræðsluáróðri.
Og nú ætla ég að spyrja þig út, heldur þú að heimskingjar stjórni Kína, þeir þekki ekki til þeirra staðreynda sem þú ert að greina frá, og út frá heimsku sinni séu þeir að leggja efnahag landsins í rúst, fyrir utan að valda milljónum verulegum óþægindum, svona af því bara.
Eða er heimskan nærtækari í þessu tilviki??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2020 kl. 19:10
Er ekki rétt að lesa betur það sem ég ritaði, ég sagði aldrei að að ungt og frískt fólk væri ekki í nokkurri hættu heldur að það væri ekki í sömu hættu og þeir sem eru með veikt ónæmiskerfi og bætti við -ef nokkuri- sem er spurning en ekki fullyrðing. Og aldrei ýjaði ég að því að heimskingjar stjórni Kína, þeir þekkja mjög vel til þeirra staðreynda sem ég benti á, landlæknirinn okkar hefur sjálfur sagt í sjónvarpsviðtali að inn í tölfræðina vanti þá sem hafa fengið væg og mjög væg einkenni veikinnar en getur það verið að fáir hafi hlustað?
Margar flokkar eru af Coronavirus eru til, af meir en 30 greindum tegundum, sýkja 3 eða 4 manneskjur. Flestar sýkingar eru í vægari kantinum, s.s. venjulegt kvef, þó gerist það að alvarlegri afbrigði koma fram s.s. SARS, MERS og COVID-19. Erfitt er að rækta vírusinn í rannsókarstofum og það eru enn ekki til nein lyf eða bólusetningar við þessu. Fyrir fólk með veiklað ónæmiskerfi getur vírusinn komið sér fyrir í neðri hluta öndunarvegar og valdið lungnabólgu eða bronkítis. Lungnabólga er alvarleg og ber alltaf að taka alvarlega.
Um heimskuna hef ég ekkert athugað, gæti samt verið ágæt að líta í kringum sig fyrst áður en er spurt.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 23:22
Blessaður Jóhannes.
Get farið eftir fáu öðru en því sem þú skrifaðir en ekki hugsaðir.
"Ungt og frískt fólk er ekki í sömu hættu, ef nokkurri.",spurning er tjáð með spurningarmerki, textinn þinn er settur fram til að gera lítið úr áhættunni.
Sé á því vafi þá dregur síðasta setning þín fram, þú telur fólk sem bendir á staðreyndir veirunnar ýkja hættuna.
Veira er vá sagði hér prófessor í veirufræðum, á meðan ekki er vitað um hegðun hennar.
Þessari vá brugðust Kínverjar við með alvarlegustu aðgerðum sem er hægt að gera einu samfélagi, með því að loka á allt mannlíf með tilheyrandi afleiðingum. Ekki vegna þess að þeir vissu eins og landlæknir að margir fengju væg einkenni, heldur vegna þess að þeir óttuðust mannfal og fjöldahræðslu.
Ef það væri lítið að óttast, þá væri heimska að bregðast svona við, en ef ekki, þá er það heimska að tala niður alvarleika málsins.
Svo ég ítreka spurningu mína Jóhannes, ef Kínverjar eru ekki heimskir, og þá er svarið ekki að þeir eru ekki heimskir vegna þess að þeir þekkja til kvefeinkenna hennar, hverjir eru það þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2020 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.