Heimurinn slæst við kórónuveiruna.

 

Nema náttúrulega við Íslendingar, hér gilda önnur lögmál, og hér er upphaflegri taktík beitt og var í árdaga veirusmitsins í Kína.

Vandinn talaður niður, fólk sem varar við er ofsótt, engar ráðstafanir gerðar til að hindra að hún komi til landsins.

Raftar ríða röftum með barnaskap eins og að þetta sé eins og hver önnur flensa, nema drepi færri.

Hve heimskt má fólk vera ef það heldur að allur þessi viðbúnaður útí hinum stóra heimi sé vegna meinlausrar flensu, og óttinn sé eingöngu bundinn við framandi nafn veirunnar.

 

Í þessari frétt er vakinn athygli á því að "aukn­ing­in á fjölda smitaðra er þar með meiri en til­kynnt hef­ur verið um í Kína, þar sem veir­an greind­ist fyrst.".

Sérstaklega athyglisvert því að í Kína fékk veiran að dreifa sér óáreitt í rúman mánuð, á einu þéttbýlasta svæði landsins, en í Suður Kóreu hefur verið barist frá fyrstu mínútu að hefta útbreiðslu veirunnar.

Það þarf ekki að hafa mikla dómgreind eða ályktunarhæfni að sjá að tölurnar frá Kína eru skáldaðar, hver sem skýringin á því er.  Á þetta hafa fjölmiðlar sem hafa tengsl við Kína ítrekað bent á.

 

Falsið er samt notað til að réttlæta aðgerðaleysið, og fóðrar heimskuna um samanburðinn við meinlausa flensur.

Og fólk er blekkt með samanburði á fjölda greindra með smit og dánartölum, sem er alltaf rangt því það er ekki sama tímalínan. 

Það rétta er að bera saman fjölda þeirra  sem ná fullum bata við dánartöluna.  Í dag er það hlutfall 7% samkvæmt opinberum kínverskum tölum, og munum að það er ekki hægt að treysta upplýsingum frá kínverskum stjórnvöldum. 

 

Þetta er skýringin á því hve heimurinn hefur brugðist harkalega við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Stöðugt berast fréttir af fyrirbyggjandi ráðstöfunum eins og lokun skóla í Japan eða bann við fjöldasamkomum í Sviss.

Ítalir reyna að loka veiruna inni og Kínverjar viðhalda ennþá sínum ströngu takmörkunum á ferðum fólks á smituðum svæðum.

Öll efnahagsstarfsemi slokknar á þessum smitsvæðum og slíkt gera menn ekki nema af brýnni nauðsyn þegar önnur ráð duga ekki.

 

Þannig er raunveruleikinn í dag útí hinum stóra heimi.

Ferðamenn gufa upp, hlutabréf eru í sögulegu falli, bæði vegna áhrifanna í Kína, sem og að ferðamannaiðnaðurinn er það mikilvægur að djúpstæð kreppa þar hefur dómínóáhrif á aðra þætti heimshagkerfisins.

Nái veiran að breiðast út í öðrum löndum eins og hún gerir í dag í Suður Kóreu, þá er ljóst að sóttkvíar verða um allan heim með tilheyrandi afleiðingum á efnahagslíf, að ekki sé minnst á að deildarkeppnir í fótbolta verða ekki kláraðar í bráð.

Sem er svo sem minnsti vandinn en táknrænt fyrir það sem á eftir að gerast.

 

Þetta eru bara áhrifin á mannlífið.

Á efnahagslífið.

Áhrif vegna fyrirbyggjandi aðgerða svo hægt sé að stöðva útbreiðslu veirunnar, einangra hana og láta hana svo deyja hægt og rólega út með því að koma í veg fyrir nýsmit.

En ef það mistekst þá er illt í efni.

 

Því þetta er ekki flensa.

Þetta er sótt sem drepur hluta af þeim sem fá hana.

Og enginn veit hve margir munu falla ef veira fær að dreifa sér stjórnlaust.

 

Nema það er vitað að þeir verða ekki fáir.

Kveðja að austan.


mbl.is Hátt í 600 ný tilfelli í S-Kóreu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 749
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6333
  • Frá upphafi: 1400272

Annað

  • Innlit í dag: 679
  • Innlit sl. viku: 5443
  • Gestir í dag: 645
  • IP-tölur í dag: 630

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband