27.2.2020 | 22:51
Er líf okkar komið undir þessu fólki??
Sem veit ekki einu sinni hvernig veiran smitast.
Og þarf blaðafulltrúa til að leiðrétta vitleysu sína.
Eins og menn séu elliærir eða með Alzheimer.
Eða hvað skýrir beina flugið frá smitsvæðum Ítalíu??
Kveðja að austan.
Einkennalausir geta smitað aðra af kórónuveiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Móðursýkin útaf þessari flensu er komin svoleiðis gersamlega út í tómt rugl! Veirur smitast ekki allar eins, en yfirleitt þurfa einkenni að vera komin fram til að smita eigi sér stað. En það eru alltaf undantekningar. Þetta er miklu meira sýking á samfélagsmiðlum en fólki! Bara til samanburðar þá deyr um hálf milljón á ári úr inflúensum. 16 þúsund hafa dáið á 2019-2020 flensutímabilinu hér í Bandaríkjunum og 280 þúsund verið lögð inn á sjúkrahús. Þetta er bara flensa! Slæm fyrir eldra fólk og fólk, sem er veikt fyrir. Svæsnari í byrjun en venjulega en á eftir að þynnast út í venjulega flensu. Það er allavega minn spádómur :)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 28.2.2020 kl. 03:54
Blessaður Arnór.
Þessi frétt er tilkominn vegna þess að blaðamenn gátu ekki lengur setið þegjandi undir málflutningi sóttvarnarlæknis, og vísað var í yfirlýsingu WHO. Varla ætlar þú að taka upp þráðinn þar sem Þórólfur sleppi honum og taka upp opinberlega deilu við WHO?
Rökvillan þín með samanburðinum við flensu er síðan álíka og þú hefðir í leiðinni slegið því fram að þú skyldir ekki áhyggjur fólks af kjarnavopnum, af þeim 60 milljónum (örugglega fleiri en fyrir ekki margt svo löngu, áratug eða svo las ég þessa tölu) sem hafa fallið í stríðsátökum frá því sumarið 1945, hafa aðeins innan við 200 þúsund fallið vegna kjarnorkuvopna.
Sem er rétt, en af hverju??
Láttu þér ekki detta í hug í eina mínútu Arnór að Kínverjar séu að loka helsta iðnaðarsvæðinu sínu vegna flensu.
Þetta er alvarlega en svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2020 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.