10.2.2020 | 13:36
Dánarhlutfallið er einn á móti fjórum.
Þegar fyrstu fréttir bárust af kórónaveirunni þá fylgdi með fréttinni að um fjórðungur þeirra sem sýktust, fengju lungasýkingu sem virtist vera banvæn í flestum tilvikum.
Af einhverjum duldum ástæðum hafa margir ábyrgðaraðilar gert lítið úr þeirri staðreynd, bent á að færri hafi ennþá fallið en úr mislingafaraldri, og vísað í að fjöldi látinna sé aðeins nokkur prósent af staðfestum sýkingartilfellum.
Rökvillan er tvennskonar.
Annars vegar þá fær mislingurinn að ganga frjáls, fólk sem greinist er ekki sett í sóttkví, eða á nokkurn hátt sé gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Sem þýðir að fjöldinn sýkist, og þá eðlilega eru dánartölur háar, ef miðað er við fjölda, þó hlutfallslega séu mjög í lægri kantinum.
Hins vegar þá er rangt að bera dánartölur við fjölda nýsmitaðra, veiran hefur sinn meðgöngutíma, þannig að með því eru ólíkar tímalínur bornar saman.
Það rétta er að bera saman fjölda látinna við fjölda læknaðra, og í dag er fullyrt að 3.838 hafi læknast á móti þeim 910 sem hafa látist.
Fyrstu fréttir eru því réttar, þetta er mannskæð sótt og það er í raun heiðarleg tilraun til fjöldamorða að gera lítið úr alvarleik hennar.
Hér heima fáum við þær fréttir að innlendir sem hafa heimsótt Kína séu beðnir að halda sig heima í sóttkví, en kínverskir ferðamenn fái hins vegar að valsa óhindrað um og dreifa veirunni óhindrað, séu þeir á annað borð smitberar.
Uppgefinn ástæða er hagur ferðaþjónustunnar, og ekki skal gert lítið úr þeim hag, en hversu margir mega deyja til að vernda þann hag??
Er ekki lágmarkið að sú tala sé gefin út??
Það er eins og við séum það veruleikafirrt að við áttum okkur ekki á hvað felst í orðinu veldisaukningu, sem er stærðfræðin að baki útbreiðslu veira.
Þær eru aðeins hamdar í upphafi, síðan er skaðinn skeður.
Í þessu tilviki óbætanlegur skaði.
Þessi veruleikafirring er að sama meiði og sú heimska barnanna sem stjórna þjóðinni, að leyfa örfáum siðblindum gróðafíklum frían innflutning á sýklum til landsins.
Þvert á brýnar aðvaranir helstu sérfræðinga þjóðarinnar að slíkt sé glapræði sem ekki bæði ógni heilbrigði búfjárstofna okkar, heldur líka lífi barna okkar í náinni framtíð.
Þeir benda á að ekki séu bara búfjárstofnar okkar berskjaldaðir fyrir sýklum sökum margra alda einangrunar, heldur líka sé framleiðsla matvæla í stóriðjubúum græðginnar með þeim hætti,að aðeins sé tímaspursmál hvenær fjölónæmir sýklar breiðist út frá þeim sökum gegndarlausrar sýklalyfjanotkunar í verksmiðjum þar sem alltof mörgum gripum er hrúgað saman.
Þetta er tímaspursmál, samt notuðum við síðustu andartökin til að eyðileggja þá sérstöðu þjóðarinnar að hafa aðgang að matvælum sem eru framleidd á heilbrigðan hátt.
Er hægt að vera meiri fífl, er hægt að vera meiri fávitar??
Síðan er það öruggt að frjáls innflutningur á sýklum mun slátra innlendum landbúnaði, svo eftir verður aðeins innlend framleiðsla handa efnuðum sérvitringum.
Þjóðin verður alfarið háð innflutning á matvælum.
Í heimi þar sem eina vörnin gegn skæðum drepsóttum er að skera á flutninga milli landa.
Og það er ekki aðeins fólk sem mun falla þegar fjölónæmu sýklarnir komast á kreik, búfjárstofnar verksmiðjubúanna munu þurrkast út, og þá er ekki gáfulegt að hið frjálsa flæði siðblindu og græðgi hafi útrýmt innlendum landbúnaði, líkt og hið frjáls regluverk hótar að gera víðast hvar á evrópska efnahagssvæðinu.
Hvað heljarítök hafa þessir siðblindu græðgiskrímsli á samfélögum okkar??
Af hverju látum við þá komast upp með þessa afmennsku samfélaga okkar??
Eiga þeir ekki nóg, hafa þeir ekki grætt nóg??
Sjáum við ekki að það gengur ekki að heimurinn sé orðinn eitt þorp, þar sem megnið af framleiðslunni á sér stað í þrælabúum, þrælaverksmiðjum fjarlægra fátækra landa??
Ef ekki finnst fljótlega lækning við kórónaveirunni þá munu Kínverjar ekki getað hamið hana án þess að loka alla inni, og á meðan mannar enginn færibönd hinna siðblindu þrælahaldara.
Og aðrar þjóðir geta ekki forðað sér frá miklum hörmungum nema með því að skera á öll tengsl við sýkt svæði.
Það fyrsta sem fellur er glóbal hagkerfið, og þá standa þær þjóðir ekki vel sem hafa leyft þessum Örfáum að útvista megnið af framleiðslu sinni.
Hvort sem það tekst að hemja þennan faraldur eða ekki, þá er ljóst að þessi veira er aðeins aðvörun um það sem koma skal.
Að halda annað er afneitun á þeim bitra raunveruleik að sýklarnir virðast ætla að vinna stríðið við sýklalyfin.
Og heimsþorpið er berskjaldað gagnvart komandi faröldum og líklegt að það gliðni þegar hver fyrir sig reynir að verja sitt nærumhverfi.
Í þessu dæmi er ekki tryggt eftirá.
Þjóðir þurfa að reikna með þeim raunveruleika að vera sjálfum sér nægar um brýnustu lífsnauðsynjar í lengri eða skemmri tíma, og þær sem hundsa þá staðreynd munu upplifa örlög Rómarborgar hinnar fornu sem hafði leyft þrælahöldurum að útrýma allri matvælaframleiðslu í nærumhverfi með innflutningi á ódýru korni frá fjarlægum þrælabúum.
Róm með sínum milljón íbúa fór niður í örfá þúsund á nokkrum misserum.
Skýringin var ekki slátrun erlendra herja, heldur var skorið á matvælaflutninga til borgarinnar þegar Vandalir lögðu undir sig kornræktarlönd Norður Afríku.
Eitthvað slíkt gerist alltaf fyrr eða síðar.
Og þá sveltur sá sem leyfði útvistun matvælaframleiðslu sinnar.
Í dag búum við að okkar.
Fífl á þingi í vasa Örfárra gróðafíkla vilja útvista því sem við eigum og höfum átt í hundruð ára.
Og við segjum ekkert.
Hvað veldur.
Kveðja að austan.
Gærdagurinn sá mannskæðasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 557
- Sl. sólarhring: 644
- Sl. viku: 6288
- Frá upphafi: 1399456
Annað
- Innlit í dag: 475
- Innlit sl. viku: 5330
- Gestir í dag: 436
- IP-tölur í dag: 429
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það eru viðskiptahagsmunir sem sitja
í fyrirrúmi gagnvart hugsanlegum faraldri.
Þetta er svo sem vel skiljanlegt að á móti slíkum
hagsmunum skipti litlu máli hvort 1 eða 10000 farist
enda leggst þetta einna helst á þá sem landhreinsun er
að losna við en ég kýs að setja traust mitt á þá sem fyrir
útvalningu Heilags Anda er gefin sú gáfa að lækna og líkna.
Er þér ekki líkt farið Ómar?!
Húsari. (IP-tala skráð) 11.2.2020 kl. 09:29
Blessaður Húsari.
Ætli þeir hafi ekki hugsað eitthvað svipað sem hótuðu kínverska lækninum eldi og brennistein, það er verið að reka þá þessa dagana, því jafnvel í einræðislöndum storka menn ekki almenning fram úr hófi.
Síðan var þessi læknir bráðungur miðað við myndir, samt steindauður, hans nálgun var að skoða augu á sýktum einstakling.
Ég held að menn ríði ekki feitum hesti á að gera lítið úr þessu, enda félagi Boris með þetta á hreinu, þetta er vá sem þarf að taka alvarlega.
En þessi vá er forboði þess sem koma skal, á það bendi ég, en það er víst ekki mörgum gefið að sjá fram yfir nefið á sér, ætti samt ekki að vera erfitt, ég er til dæmis með mjög stórt nef, sé samt lengra en það.
Kínverjarnir eru samt búnir að átta sig á þessu, þeir einfaldlega loka, heilu borgunum, heilu landsvæðunum, róa síðan lýðinn og umheiminn með því að láta skáldsöguhöfund semja hina opinberu tölfræði.
Wuhan er í hjarta iðnframleiðslu þeirra, er draugaborg í dag. Slíkt gera menn ekki að gamni sínu.
Og persónulega tel ég að menn ættu frekar að fara með Heilagan Anda út að skemmta sér, hann ku vera skemmtilegur, en að treysta honum fyrir heilbrigðisþjónustunni.
Það er nú bara svo, Húsari minn góður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2020 kl. 11:04
Blessaður Ómar.
Útangar þessarar Kóróna fjölfætlu eru margir
þó til mestrar bölvunar hafi verið 7 afbrigði,
þykir þó flestum nóg að rappa heilu veggina af
þessari einu sönnu flensu margblessaðri; þó eru
alltaf einhverjir svo heppnir að komast í eldsofninn
áður en yfirlæknirinn birtist við rúmið og þeir yfirgefa
hlæjandi jarðlífið.
Boris er með hjartað á réttum stað enda stefnir hjarta viturs
manns til hægri eins og stendur í hinni helgu bók!
Sjálfsagt getur það valdið jafnvægisleysi að bera allt þetta nef
en það er þá ekki með öllu til óþurftar ef þar er fólgin skynjun
til forspár og sést allt til enda veraldarinnar Austfirðingur góður!
Húsari. (IP-tala skráð) 11.2.2020 kl. 12:29
Þú meinar.
En þetta er ekki flensa Húsari minn góður, óþarfi að taka undir þá heiðarlegu tilraun til fjöldamorða.
Það er bara svo.
Síðan leitar hjarta viturs manns til himins.
Það er líka bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2020 kl. 12:37
Kórónafötin mín kryppluð og grá
kúra við stólinn með augun á ská
Kryppu þau settu ef kæmust þau að
Kóróna drepur, - og það er nú það
Húsari. (IP-tala skráð) 11.2.2020 kl. 18:57
"Og það er nú það".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2020 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.