Fávitavæðing Alþingis.

 

Gjaldþrot vitsmunumræðu þjóðarinnar, er samþykkt Alþingis á þessari tillögu stjórnarandstöðunnar.

Hvað greiðir þú fyrir veiðirétt ef þú þarft ekki að virða vestræna kjarasamninga, hvað þá innlenda sem kveða á um skiptan hlut milli útgerðar og sjómanna, og þú berð enga ábyrgð eða skyldur gagnvart fólki eða samfélögum sjávarbyggðanna?

Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að bera þetta saman??

 

Í stærra samhengi, hver er framtíð þjóðar sem kýs fífl til að stjórna??

Það er hægt að deila um ólíka sýn á samfélagið, hvaða kerfi eða stefna er heilladrýgust til lengri tíma varðandi velferð og velmegun fjöldans, sem og við mistreystum einstaklingum til að stjórna og stýra.

En það deilir enginn um tæra heimsku.

Eðli hennar er að hún er óumdeilanleg.

 

Nema á Alþingi Íslendinga.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Einhverskonar pólitískur loddaraskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú sem lagði þessa tillögu fram á Alþingi og hefur hellti sér yfir þá sem mölduðu í móinn

vill endilega að við göngum í ESB og þá væri okkar fiskveiðar skipulagðar af einhverjum embættismanni í Brussel

Absalút enginn makríll og sennilega íslendingum bara allar veiðar bannaðar nema sem hásetar á spænskum togurum

Grímur (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 09:34

2 identicon

Auðvitað má svo sem bera saman epli og appelsínur

en það er afskaplega grunnhyggin umræða sem tekur ekki á undirrót hins illa ...

munum að það er allt hið frjálsa flæði sem hefur leitt til helvítis fyrir byggðir landsins.

Allt eftir kokkabókum Bjarna og Þorgerðar, Samfylkingar, Pírata, Vg og mömmukvótaflokksins.

Samþykkt EES samningsins um fjórfrelsið er upphafið af hnignuninni, og forheimskun þingsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 11:52

3 identicon

Því mætti spyrja:

Hvaðan kom Samherja fé til að braska í Evrópu og Afríku?

Hvaðan? 

Og hvernig fluttu þeir það?

En vitaskuld vilja fulltrúar hins frjálsa flæðis ekki spyrja þeirrar spurningar.

Það er ömurlegt að auðlindir lands okkar og landhelgi skuli ekki vera nýttar bæjum, byggðum og landinu og þjóðinni til blómlegra hagsbóta.

En um það er öllum loddurum þingsins drullu sama.  Það er vandi okkar sem þjóðar.  Lýðræði okkar, sjálfstæði okkar og fullveldi okkar; allt er það fótumtroðið af allra flokka smjörklípu loddurunum á þingi.  Það er mesta meinið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 12:41

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er óneitanlega svolítið fyndið þegar fólkið sem vill binda allt í kerfi skilur ekki muninn á mismunandi kerfum.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2020 kl. 17:24

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt og satt Ómar.

Því miður er alþingi setið meira og minna af fíflum og hefur svo

verið frá hruni.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.2.2020 kl. 17:27

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu drukkinn Ómar?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2020 kl. 23:57

7 identicon

@ Þorsteinn Siglaugsson

- Gleymdirðu að taka lyfin þín?

- Ertu drukkinn?

- Ertu rasisti?

- Ertu asni?

Ofanritað er nokkur dæmi um það sem ég hef enga nema hatramma komma og ESB sinna í Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum láta frá sér í umræðu og í athugasemdum.

Kemur mér á óvart að þú skulir nota þeirra tungutak, nema þú sért einn af þeim.  Hvort heldur er, þá er það þér til minnkunar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 00:31

8 identicon

Þú spyrð hvaðan kom Samherja fé til að fjárfesta í félögum til að stunda brask í Afríku það er góður púnktur því ef við lærðum eitthvað af Watergate þá var það að elta fjárstreymið

sem minnir mig á að Jóhannes útskírari sagðist vera með 9 lífverði - hvaðan fær hann fé til að  halda slíka hirð?

Og Villi og vinir hjá Mannréttindadómstólnum ég trúi ekki að hann og Sveinn Andri séu að þessu af hugsjón

getur verið að bankahrunsmenn hugsi gott til glóðarinnar með að fá sýknu og síðan skaðabótagreiðslur frá ríkinu?

Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 01:38

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar nú veitir ekki af ákvæðapennum eins og þér til að skerpa umræðuna sem er komin langt út á tún ef ekki alla leið út um þúfur.

Vissulega er búið að fávitavæða alþingi og fara þar flissandi fábjánar fremstir í flokki.

En það verður snúið að upplýsa púkann á bitanum þegar kvótakerfið er annars vegar, sem upphaflega átti að vera göfugt  fiskveiðastjórnunarkerfi með verndun fiskistofna að leiðarljósi.

Við höfum síðan þá orðið vitni af útför rækjunnar, humarsins, grálúðunnar, blálöngunnar osfv, og það virðist styttast í dánarvottorð loðnunnar. Auk þess sem blessaður þorskurinn hefur aldrei veiðst í því "magni" sem var fyrir daga kvótans.

Eitt það hörmulegasta við þetta kerfi er að gamla góða aflaskiptareglan virðist hvergi gilda lengur, nema þá hjá þeim örfáu sjómönnum sem starfa innan kerfisins.

Gamla góða hlutaskiptakerfið fór veg allrar veraldar svo að segja allstaðar annarsstaðar í þjóðfélaginu eftir að auðlind hafsins var "gefin og græðgivædd" óveidd.

Það að hásetinn hefði enn hlut og skipstjórinn tvo, -það að iðnaðarmaðurinn aflaði launa með afköstum sínum, -allt þetta hefur horfið eftir að auðlindin var græðgivædd. 

Nú sitja flissandi fábjánar  eins og púkar á fjósbitunum í öllum valdastofnunum þjóðarinnar með ca. fjór- til áttfaldan  hlut þeirra sem verkin vinna.

Treystandi á að 4 iðnbyltingin með 5G tækninni færi þeim meira talnaverk í bókhaldið sitt, sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við, hafa jafnvel verið staðnir að að forða aflands undan almenningssjónum. 

Nú ríður virkilega á að fá skarpan skýranda, sem ég veit að býr í neðra, svo megi greina ófögnuðinn sem hér ríður röftum.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2020 kl. 08:27

10 identicon

Tek undir brýningu Magnúsar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 11:02

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Skarpur Þorsteinn, en annars vil ég biðjast afsökunar á að hafa ekki komið fyrr inn, ég kaus að eyða auða tímanum í gær að horfa á Gylfa spila fótbolta, og svo dreif ég loks í því að horfa á merkilega mynd frá Noregi sem heitir Neitun konungs og fjallaði um örlagaríka ákvörðun Hákons Noregskonungs á ögurstundu þar sem hann var umkringdur vinglum og uppgjafarmönnum.

Ég reiknaði annars ekki með miklum viðbrögðum, færslan fyrst og síðast hugsuð til að losa um pirring vegna síendurtekinna kalkúnsheilkenna á Alþingi.

Munum að því meir sem þú arðrænir starfsfólk þitt og nærumhverfi, því hærri auðlindagjöld getur þú greitt, enda er auðnin ætíð fylgifiskur þessarar hugmyndafræði andskotans.

Síðan þarf sjávarútvegurinn í dag, lífæð landsbyggðarinnar, allt aðra umræðu en hvernig best er að arðræna hann. Sífellt berast fleiri og fleiri fréttir um alvarleg áhrif umhverfisbreytinga, humarkvóti í sögulegu lágmarki, loðnan hefur gufað upp af hefðbundnum veiðislóðum, henni er of heitt, og það eina sem er hægt er að segja um framtíðina er óvissa.

Umræðan ætti frekar að snúast um hvernig er hægt að halda fjármagni innan greinarinnar, og nýta það í endurnýjun tækja og greiða niður skuldir, til að hægt sé að taka á við það ófyrirséða, í stað þess að ræða um hvernig hægt sé að taka sem mest fjármagn út úr henni í formi veiðigjalda, eða fjármögnunar á kvótabraski sbr. nýleg kaup mannsins með tómu vasana á Granda.

Og mikið mega þingmenn okkar vera mikil fífl ef þeir gera sér ekki grein fyrir að þó við búum á eyju, þá erum við ekki eyland í sjávarútvegi, það framleiða aðrir hágæða sjávarafurðir, margir af þeim nýta sér þrælavinnuafl fjarlægra landa. Á meðan við erum að fá 4-5 nýtísku uppsjávarveiðiskip, þá er aðeins eitt fyrirtæki í Rússlandi að láta smíða fyrir sig 50, á meðan við erum að taka eitt nútímafiskiðjuver í notkun, þá er fjölmörg slík í byggingu í Rússlandi eða þegar tekin í notkun.

Á sama tíma snýst umræðan hér um hvernig við getum knésett okkar fyrirtæki, og viðhaldið frumstæðu veiðimannasamfélagi.  Heimsk er sú þjóð sem heldur að brauðið falli nýbakað af himnum ofan, innpakkað í bónuspoka.

Á einhverjum tímapunkti verðum að spyrja okkur hvort þingið endurspegli þjóðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2020 kl. 12:59

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar Símon og Magnús.

Um margt höfum verið sammála, um annað ekki eins og gengur og gerist.

Eitt af því sem sameinar er andúð okkar á  græðgikapítalismanum eða ræningjakapítalismanum eins og þessi afurð þess í neðra hefur oft verið kölluð.  Ég sem slíkur er hins vegar hlynntur borgarlegum kapítalisma, tel að einhver þurfi eiga og bera ábyrgðina, þó vissulega dafnar hann ekki síður í blönduðu hagkerfi þar sem ríkið kemur að eignarhaldi og rekstri grunnþátta, sem og veita velheppnuð samvinnufélög gott aðhald.

Kapítalistar eiga og  reka sjávarútveginn í dag, og að sjálfsögðu eru þeir heldur ekkert eyland, tæki græðgivæðingarinnar hafa mengað þar eins og annar staðar í efnahagslífinu.

Baráttan við græðgivæðinguna er baráttan um framtíð barna okkar, fáir geta verið svo úrkynjaðir að þeir kjósi skammtímagróðann af hinni ódýru þrælaframleiðslu fram yfir heilbrigt samfélag frjálsra einstaklinga sem eiga viðskipti sín á milli útfrá gagnkvæmum hagsmunum, þar sem byggt er á nærumhverfi og einstaklingurinn, ekki aðeins örfáir útvaldir, njóti lýðréttinda og mannsæmandi kjara.

Það er margt að í núverandi kerfi, og það þarf að bæta og betra, líkt og öll önnur mannanna verk.  En við bætum það ekki með því að eyðileggja það sem þó er gott, og færa græðgiöflunum öll vopn í hendurnar.

Græðgin í kringum kvótabraskið og frjálsa framsalið var langt komin með að knésetja sjávarútveginn, fjármagnið fór í kvótabrask í stað þess að endurnýja tæki og tól, og þó hann væri markaðsdrifinn, það er stöðugt var unnið að því að fá hærra afurðaverð, þá náði slíkt skammt gagnvart keppninautum sem fjárfestu í tækni og mannauð, við vorum að úreldast.

Hrunið varð blessun, á einni nóttu lauk kvótakapphlaupinu, og fyrirtæki fóru að borga niður kvótaskuldirnar og endurnýja skip og búnað.

Hættan í dag er að þetta kapphlaup byrji aftur, og á einhvern hátt þarf að bregðast við því.  En fíflin sjá til þess að slíkt er ekki í umræðunni, heldur eltir hún lýðskrum innköllun kvótans og kvótauppboða, eða stórhækkun veiðigjalda sem mun sleppa hagræðingarskelfi lausum á sjávarbyggðarnar.

Banvæn mistök eru ekki til eftirbreytni.  Og púkinn sem mun fitna á fjósabitanum heitir græðgi.

Síðan í allri þessari umræðu megum við ekki gleyma þeim sannindum, að mistök sem voru gerð fyrir áratugum, að þau verða ekki leiðrétt í dag, í allt öðru þjóðfélagi, með allt annan struktúr.

Ég var að lesa reifara sem gerðist í Grænlandi nútímans og þar rakst ég á vel orðaðan kjarna, "unga fólkið er ekki að mennta sig til að vinna hjá Royal Greenland".

Höfum  þetta í huga, það er engin eftirspurn hjá unga fólkinu eftir veiðimannasamfélaginu sem var viðloðandi sjávarbyggðirnar um og uppúr 1980.  Og vinnslan sem þá var, og gat þrifist í minni samfélögum, á ekki breik í dag.  Annars vegar er hún sérhæfð, og þarf þá að vera nálægt markaði eða samgöngumiðstöðvum sem koma ferskri vöru strax á markað, eða hún á sér stað í nútímafiskiðjuverum þar sem nálgun er fullvinnsla sem byggist á hátækni og menntun.  Þriðji möguleikinn er náttúrulega að flytja hana í þrælabúðir.

Frjálst framsal eður ei, byggðirnar hefðu dagað uppi, og slíkt er ekki bara bundið við Ísland eða íslenskan sjávarútveg.  Vissulega hefur hugmyndafræði andskotans ýtt undir byggðaeyðingu um allan hinn vestræna heim, en megindrifkrafturinn er hins vegar atkvæði fótanna, yngra fólk, og þá sérstaklega menntaðar konur, flytja, þangað sem fjölbreytnin og tækifærin eru.

Byggðirnar byggjast ekki uppá nýtt með því sem var, heldur einhverju sem laðar að eða heldur í. 

Hins vegar þarf ekki að ræða þetta frekar ef allt á að framleiðast af þrælum í fjarlægum fátækum löndum.

Þar er ístaðið sem þarf að standa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2020 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 1399557

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4791
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband