10.1.2020 | 09:41
Styður Morgunblaðið vitfirrta siðblindu??
Sem hvarflar að manni eftir leiðarskrif dagsins í dag sem og síðasta Reykjavíkurbréf. Stuðningurinn vissulega ekki sagður hreint út, en borið blak af vitfirringunni, tekið undir réttlætingu launmorðingjanna sem er ekki einu sinni fals eða fake, heldur hreinræktað bull, og ósvífnin slík að reynt er að tengja glæpinn við annað sem telst vera eðlilegt í hinum siðaða heimi.
Enn og aftur, hver er hin vitfirrta siðblinda launmorðingjanna í Washington??
"No one has right to bring fire to region and especially Iraq for their own interests. We will do all possible not to allow region to be drowned in blood and tears. Turkey does not want Iraq Syria Lebanon or Gulf to be a scene of proxy wars".
Það er að hleypa öllu í bál og brand, breyta púðurtunnu í blóðvöll.
Mikið aumari geta skrifin til réttlætingar ekki orðið en var hjá leiðarhöfundi Morgunblaðsins í morgun;
"En fljótlega var rifjað upp að Obama forseti tók á þriðja þúsund slíkar ákvarðanir og þeir sem drónar hans felldu voru iðulega ekki nægilega merkilegir til að þeir væru nafngreindir opinberlega.".
Menn geta rifist um hin skítugu stríð sem einstök ríki heygja við andstæðinga sína, launmorð þeirra á meintum andstæðingum, en það eina sem má segja, að slíkt sé alsiða bæði hjá stórveldum sem og alræðisríkjum. Stríð við hryðjuverkasamtök sem eru í opinberu stríði við viðkomandi land eru aldrei háð á opnu vígvelli, það þarf tvo til þess. Ísraelsmenn settu fordæmi í slíkum átökum með því að hefna fyrir hvert tilræði með því að reyna að drepa þá sem ábyrgðina báru. Og höfðu árangur, næstum daglega fréttir um tilræði við gyðinga víðsvegar um heim, urðu sjaldgæfar.
Obama sem og Bush á undan honum báru ábyrgð á slíku stríði, og allavega er ljóst að þeir náðu að hefta mjög starfsemi Alkaida með þeirri taktík Ísraela að ráðast á forystumenn samtakanna.
Menn geta síðan deilt um réttlæti slíkra aðgerða, en aum er sú þjóð sem ver sig ekki.
Á milli þessa og hins, að launmyrða háttsetta fulltrúa erlendra ríkja, er það regindjúp að það fyrra er stríð við aðila án ríkisfangs sem eru í opinberu stríði við viðkomandi land, og það seinna er opinber stríðsyfirlýsing gagnvart sjálfstæðu ríki.
Í heimshluta sem þarf ekki mikið til að allt springi í loft upp, be drowned in blood and tears.
Slíkt er út frá allri heilbrigðri skynsemi vitfirring, og siðblinda að halda að dauðlegir menn hafi þann rétt.
Mannkynssagan þekkir vissulega slíka klikkhausa en siðmenningin hefur alltaf fordæmt hegðun þeirra.
Forsenda friðar er að ríki virði vissar leikreglur, og þær hafa verið að þróast síðustu árhundruðin.
Menn lýsa til dæmis yfir stríði áður en menn fara að myrða andstæðingana.
Telji menn sér ögrað, þá svara þeir ögrunum með viðeigandi hætti, hafi þeir þá styrk og getu til þess.
Og menn launmyrða ekki leiðtoga annarra ríkja uppúr þurru, ekki beint.
Jafnvel þau mörk virtu klikkhausarnir Stalín og Hitler.
Að bera blak af slíku er fáheyrt.
Fyrir utan heimskuna, að átta sig ekki á hvað er undir, sjálfur heimsfriðurinn, þá fordæmir siðað fólk, sem virðir lýðræðisleg gildi, alltaf slíkt athæfi.
"Sumt gerir maður ekki" sagði góður stjórnmálamaður hér á árum áður, og hitti naglann.
Sumt gerir maður ekki.
Og Snorrabúð er stekkur ef fyrrum ritstjórar Morgunblaðsins hafi ekki kjark til að benda núverandi ritstjórum á.
Svaðið er ekki arfleið Morgunblaðsins.
Svaðið á ekki að vera grafarskrift þess.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1440146
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.