9.1.2020 | 23:19
Við hleyptum öllu í bál og brand.
En berum enga ábyrgð á afleiðingunum sagði glaðhlakkalegur Donald Trump, eins og honum væri skemmt eða það hlakkaði í honum.
En mig grunar samt að innan ekki svo langs tíma munu aðstandendur fórnarlambanna höfð mál á hendur launmorðingjunum í Washington.
Ef ekki þá munu miklir fjármunir skipta um hendur undir borðum, því ábyrgðin er augljós, og aðeins gungur orða hana ekki.
Minni svo enn og aftur á orð Erdogan, kjarni málsins sem aðeins siðblindir vitfirringar skilja ekki;
"No one has right to bring fire to region and especially Iraq for their own interests. We will do all possible not to allow region to be drowned in blood and tears. Turkey does not want Iraq Syria Lebanon or Gulf to be a scene of proxy wars".".
Blóðið er þegar farið að flæða, að því virðist launmorðingjunum til skemmtunar.
Eru svo heimskir í forheimsku sinni að halda að þetta sé enn eitt meinta hryðjuverkið sem þeir geti kennt hinum launmyrta um.
Það er greinilega mörg vötn runnin til sjávar frá því að Kennedy forseti sagði Ich bin ein Berliner.
Rammaði þar inn muninn á lýðræðisþjóðum annars vegar og alræðisstjórnum hins vegar.
Þá skyldu ritstjórar Morgunblaðsins hvað það þýddi að vera hluti af samfélagi siðaðs fólks sem kenndi sig við lýðræði.
Hvað það varðar hafa líka mörg vötn runnið til sjávar.
En munum samt, að blóðið rennur því enginn kallar á ábyrgð.
Enginn kallar á að launmorðingjarnir séu dregnir fyrir dóm.
Á meðan flæðir blóðið.
Jafnt hjá saklausum sem og ungum mönnum sem hafa það eitt til saka unnið, að þjóna landinu sínu, hvort sem það er fyrir Íran eða Bandaríkin.
Og í alvöru.
Það er ekki Donald Trump að kenna.
Kveðja að austan.
Neitar að tjá sig um ábyrgð Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.