8.1.2020 | 17:29
Á bak við gasprið var sáttarhönd.
Og heimsbyggðin andar léttar.
En af hverju??
Jú Trump ætlar ekki að stigmagna átökin.
En er hægt að loka öskju Pandóru eftir að hún hefur einu sinni verið opnuð??
Er hægt að myrða leiðtoga annarra ríkja, slá um sig með bulli til að réttlæta það, og halda að það sé hægt að komast upp með það??
Vonandi, vonandi hafa nógu margir heimsleiðtogar sent Trump þau skilaboð sem Erdogan Tyrkjaforseti orðaði fyrir hönd vitiborins fólks og full ástæða til að hafa eftir;
"No one has right to bring fire to region and especially Iraq for their own interests. We will do all possible not to allow region to be drowned in blood and tears. Turkey does not want Iraq Syria Lebanon or Gulf to be a scene of proxy wars".
Það hefur enginn leyfi til að kveikja stríðselda og drekkja heilum heimshluta í blóði og tárum, enginn, hvort sem það eru alræðisöfl eða þjóðir sem hafa kennt sig við lýðræði og siðaða hegðun.
Málið og meinið er að klerkarnir í Íran hafa ekki ennþá hefnt sín.
Ekki einu sinni pappírstígur sendir nokkrar rakettur sem hefnd, þeir hefðu alveg eins getað sent myndband af áramótasprengingum í Reykjavík.
Láti þeir þetta yfir sig ganga, þá standa þeir naktir frammi fyrir þjóð sinni, sitja uppi með hægdrepandi refsiaðgerðir sem grafa undir bæði efnahag landsins sem og völdum þeirra.
Það er því barnaskapur að halda að deilan sé búinn núna.
Það er nefnilega þannig með Pandóruöskju, að hana er aðeins hægt að opna.
Íranar eru bara rétt að byrja.
Þeim tókst í fyrstu atrennu að sína heiminum, það er þeim hluta hans sem vissi það ekki, að Trump er sprelligosi, sem fær að tísta á meðan fullorðna fólkið teflir sína ógnarskák.
Næsta atlaga þeirra er ekki fyrirsjáanleg, en hún mun bíta.
Og hve lengi láta Bandaríkjamenn bíta sig án þess að svara fyrir sig??
Þar er efinn.
Aðeins um tímann.
En ekki um að átökin eigi eftir að stigmagnast.
Því miður.
Kveðja að austan.
![]() |
Sendu hryðjuverkamönnum skilaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1438796
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.