Hefndin er mín.

 

Segja Íranar og segjast bara vera rétt að byrja.

Að þeirra sögn er hlutfallið núna 80:1 sem aftur varpa boltanum til Bandaríkjamanna skora fleiri stig, það er mannslíf, þegar þeir hefna sín.

 

Eftir standa nakin á berangri fíflin sem héldu því fram, eða trúðu því að leiðin til friðar væri mörkuð launmorðum á leiðtogum meintra óvina sinna.

Og orkuforðabúr heimsins í uppnámi.

 

Það þótti engin blóðhefnd standa undir nafni á Korsíku nema menn dræpu hvorn annan í að minnsta kosti 200 ár, aðeins þá var hugað að því að reyna útrýma eftirlifendum af fjandmannaættinni.

Eins og digurbarkarnir tala þessa dagana er ólíklegt að menn sættist í bráð.

Þeir sem glíma við siðblindu tala digurbarkalega um getu bandaríska hersins að sprengja Íran aftur á steinöld, það er að taka svona óbeina Grétu á þetta en heimsbyggðarinnar allra skulum við vona að siðblindir vitfirringar fari ekki með æðstu völd þar vestra.

Jafnvel Hannibal Lecter myndi ofbjóða þá massívu slátrun á saklausu fólki.

Sem og að illskan mun breiðast út, og saklausir í öðrum löndum munu falla.

 

Í ljósi þessa er ótrúlegt að þjóðir heims skuli ekki sameinast í fordæmingu á klikkhausunum

Mönnunum sem hafa mannslífin svona í flimtingum.

Klikkhausunum sem ógna sjálfum heimsfriðnum.

 

Heimurinn er eins og hann er.

Ekkert sérstaklega fullkominn.

 

En það er samt óþarfi að eyða honum.

Við höfum engan annan uppá að hlaupa.

 

Og við eigum öll líf sem við sórum að vernda.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vígs Soleimani enn óhefnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég var að renna yfir CNN áðan og þó ég sé ekki vanur að vitna í útlensku, hvað þá Erdogan, þá er hann með kjarnann, enda óvitlaus, og fullorðinn;

"No one has right to bring fire to region and especially Iraq for their own interests. We will do all possible not to allow region to be drowned in blood and tears. Turkey does not want Iraq Syria Lebanon or Gulf to be a scene of proxy wars."".

En stundum skilur maður ekki alveg hvaða vitsmunakröfur eru gerðar til fólks í áhrifastöðum í Bandaríkjunum, látum vera að stjórnvöld hafi talið nauðsynlegt að senda Írönum skýr skilaboð, hvað vitum við svo sem hvað gerist undir radar alþjóðlegra frétta, en það er ekki alveg sama hvernig það er útskýrt.

Þetta er haft eftir sendiherra USA í Ísrael, og ef þetta er ekki tilfallandi þá vorkenni ég þeirri stórgáfuðu þjóð sem Ísraelmenn sannarlegu eru, að þurfa að burðast við að halda andlitinu gagnvart svona sendingu.

"Our military is by far the strongest in the world, and our cause is just. We pray to God that we will prevail overwhelmingly and without loss of innocent life, and I am confident, that with our president’s leadership, we will defeat the great threats of our time and bring about a more just and more peaceful world".

Svo hélt ég a Johnson væri ekki bjáni, en maður efast eftir þessi orð;

"Qasem Soleimani was responsible for many years – amongst other things – of arming the Houthis with missiles, with which they attacked innocent civilians; arming Hezbollah with missiles, which again they used to attack innocent civilians; sustaining the Assad regime in Syria – one of the most brutal and barbaric regimes in the world; and, of course, supplying improvised explosive devices to terrorists who, I’m afraid, killed and maimed British troops.".

Voru Bretar í röngum gír þegar þeir vopnuðu andspyrnuhópa á stríðsárunum, veit hann ekki að það eru Sádar sem hafa gert fordæmalausar loftárásir á saklausa borgara í Yemen og það er ekkert óeðlilegt að aðstoða lögmæt stjórnvöld gagnvart erlendri innrás ofsatrúarmanna líkt og Íranar gerðu í Sýrlandi.  Og brútal harðstjórn, Sýrland var friðsælt land, þar sem var velferð, fólk fékk til dæmis ókeypis heilsugæslu sem kannski frjálshyggjumönnum finnst glæpsamlegt, og þó ríkisstjórn Assads beitti stjórnarandstæðinga miklu harðræði, þá er það reglan í þessum heimshluta, ekki undantekning.  Eða halda menn að allt fangaflug CIA með menn sem átti að pynta, hafi verið til Sýrlands??

Og það voru ungarnir sem Sádar komu á legg, þar sem Ríki Íslams var fremst meðal jafningja, sem stóð fyrir þjóðernis og trúarhreinsunum, fyrir gamaldags þrælahaldi þar sem konur voru seldar eins og skepnur, afhausa fólk umvörpum eða brenna það lifandi. 

Stæði Boris Johnson í stríði við Sáda út af öllum hryllingnum sem þeir bera ábyrgð á, þá mætti kannski íhuga gagnrýni hans á minni spámenn, en á meðan eru svona orð ekki trúverðug.

Það er ekki góður málstaður sem þarf lygar sér til framdráttar.

Síðustu fréttir eru að vitiborið fullorðið fólk er að reyna að grípa inní Washington, hvort það tekst mun skýrast.

En það skilja allir hvað Erdogan er að fara með orðum sínum, Vesturlönd eru ekki lengur gjaldgeng meðal siðaðra þjóða ef þau láta þessa deilu stigmagnast.

Spurningin er líklegast sú, hvernig geta Bandaríkin bakkað án þess að missa andlitið, hvernig er hægt að fá Trump til að hætta tísta eins og verðandi stríðsglæpamaður, yfir í að bjóða forseta Írans í sjómann.

Og halda andlitinu um leið.

Skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2020 kl. 15:33

2 identicon

Nú staðhæfir Trump (skv. reuters frétt) að Íranir hafi engan drepið í herstöðva árásunum tveimur.  Og sagt er að Íranir hafi gætt sín á að magna ekki upp spennuna.

Staðan er því 0:1, en ekki 80:1.

Að öðru leyti tek ég undir meginatriðin sem þú nefnir í pistli þínum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.1.2020 kl. 16:51

3 identicon

En svo er það spurningin um sannleiksgildi þeirra frétta sem dælt er yfir heiminn, kallaði Trump þær ekki sjálfur "fake news"?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.1.2020 kl. 17:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það fer eftir því hver telur. 

Og við skulum ekki vera svo bjartsýnir að halda að talningin verði bara í sýndarveruleik.

En vísa annars í nýjasta pistil minn.

Um veruleikann á bak við orðin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2020 kl. 17:32

5 identicon

Já, í þeim pistli,

"Á bakvið gasprið var sáttarhönd"

er "veruleikann á bak við orðin" að finna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.1.2020 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband