Hryðjuverk eru hryðjuverk.

 

Jafnvel þó gerandinn sé vestrænt ríki.

Einkenni þeirra er að vega úr launsátri, drepa til að drepa, valda ólgu og upplausn.

Aukabónus er stigmögnun átaka, og algjör sigur ef afleiðingin er styrjöld milli sjálfstæðra ríkja án þess að nokkur sýnileg ástæða sé til staðar.

 

Dæmi um slíkt hryðjuverk er vígið á Ferdinand krónprinsi Austurríkis-Ungverjalands í Belgrad sem hratt af stað fyrri heimsstyrjöld, án þess að stórveldi þess tíma höfðu nokkurn áhuga á hernaðarátökum.

Annað dæmi er hryðjuverkamaðurinn sem skipulagði þessa morðárás í Bagdad og tókst að telja Trump Bandaríkjaforseta í trú um að þar hefði hann verið að verki.

Afleiðingarnar eru annað hvort stigmögnun átaka í Miðausturlöndum, eða að hryðjuverkamaðurinn sem grafið hefur um sig í stjórnkerfi Bandaríkjanna, verði handtekinn og sóttur til saka fyrir glæp sinn.

 

Í augnablikinu er fátt sem bendir til þess.

Hryðjuverkamaðurinn er greinilega það háttsettur að spurningar vakna um hvort hann ráði í raun, eða hvernig á að túlka þessi orð Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna; "að Banda­ríkja­menn ætluðu sér að reyna draga úr spennu, nú þegar búið væri að drepa So­leimani".

Orðalag sem jafnvel Osama Bin Laden hefði verið stoltur af eftir árásina á Tvíburaturnana.

Orðalag sem gerir jafnvel Ísraelmenn parnoid eftir handtöku Eichman, hann sagðist jú vera friðelskandi maður og það hefði verið í þágu heimsfriðar að safna gyðingum saman í útrýmingarbúðum, og útrýma þeim.

Öfugmæli fáránleikans sem enginn tekur mark á nema byssum aftökusveitar alræðisstjórnarinnar sé miðað á hann.

 

Eða þannig var það til skamms tíma, núna er víst til það heimskt fólk að það trúir vannærðum bónda í Norður Kóreu sem vestræn sjónvarpsstöð tekur í viðtal og spyr hann um ástandið og stjórnarhætti kommúnistaflokksins.

Trúir honum þegar hann dásamar hungrið og leiðtogann mikla, Kim Il Sung.

Líf bóndans er undir, en vandséð hvað liggur að baki heimskunni hjá þeim sem er ekki ógnað en kjósa að trúa samt öfugmælunum.

 

Eftir stendur spurningin, trúir Pompeo sínum eigin orðum, og þá er öruggt að hann er í klíku hryðjuverkamannanna.

Eða er honum ógnað, eða kýs hann að spila með á meðan hann veit ekki hver samsæri þeirra er útbreitt í innsta valdakjarna ríkisstjórnar Donalds Trump.

Þar liggur efinn, og hann liggur líka hjá bandamönnum Bandaríkjanna hjá Nató, að ekki sé minnst á leiðtoga annarra velda sem eðli málsins vegna eru í samkeppni við Bandaríkin um völd og áhrif.

 

Hafa hryðjuverkamenn tekið yfir ríkisstjórn Bandaríkjanna??

Eða hafa þeir bara hreiðrað um sig og verður ekki úthýst á meðan Trump fattar ekki muninn á hryðjuverkum og stjórnvaldsaðgerðum.

Fattar ekki muninn á lögmætu stríði, eða drápum á leiðtogum annarra ríkja úr launsátri.

 

Á þennan efa mun reyna næstu daga.

Ef enginn verður dreginn til ábyrgðar í Bandaríkjunum þá er ljóst að hryðjuverk eru hluti af stjórnarstefnu ríkisstjórnar Donalds Trump.

Með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, því leiðtogar annarra ríkja vita ekki hver er næstur á dauðalista hryðjuverkamannanna.

Sem og ef bandamenn Bandríkjanna þegja, þá er ljóst að annað hvort eru þeir of hræddir, eða þeir viðurkenna hryðjuverk sem lögmætan verknað.

 

Úr vondu er að ráða.

Eina ráðið sem ekki kemur til greina er samt að samþykkja hryðjuverk.

Hvort sem það er með þögninni, eða óbeinum eða beinum stuðningi.

 

Lýðræðisöfl í Bandaríkjunum þurfa stuðning heimsbyggðarinnar.

Með því að segja Nei við hryðjuverkum.

Annað er bein ávísun á ófrið sem aðeins magnast.

 

Og jafnvel bakgarður okkar mun ekki sleppa.

Kveðja að austan.


mbl.is Spurningin bara hvenær stríð brjótist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hvað er hryðjuverk?

Var tilræðið við Adolf Hitler hryðjuverk, svo að dæmi sé tekið?

Hörður Þormar, 3.1.2020 kl. 23:03

2 identicon

Sigurvegarnir skrifa söguna og hryðjuverkamenn verða frelsisþjóðhetjur þrátt fyrir mörg voðaverk

Þeir sem muna eftir Yasser Arafat vita að Ísraelsmenn létu hann í friði því þeir vissu hverjir voru næstir í röðinni

Ekki hef ég hugmynd um hverjir eru næstir í röðinni fyrir þá Abū Bakr al-Baghdadi og Soleimani en Íslamska ríkið mun ekki geta spilað með Trump einsog þeir gerðu með Obama sem dró ótal mörg strik í sandinn með orðunum  hingað og ekki lengra

Grímur (IP-tala skráð) 4.1.2020 kl. 09:41

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarna missti einhver cool-ið og skeit á sig.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 4.1.2020 kl. 10:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hræddur er ég um það Magnús.

En hræddastur er ég samt um að núna keppist brjálæðingarnir hvern um annan að halda kúlinu og láta ekki neinn eiga neitt inni hjá sér.

Og eitthvað grunar mig að fleiri drónar eigi eftir að sjást á flugi og sprengja hinar og þessar púðurtunnurnar. 

Núna held ég að það sé gott að vera á skerinu og halda sér þar sem fastast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2020 kl. 12:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ísraelsmenn hafa alltaf dregið línu í sandinn og sagt, ef þið farið yfir þessa línu þá er ykkur mætt af fullri hörku.  Á því er reginmunur og fara sjálfur yfir línuna.

Ekki skaltu veðja um of á Trump varðandi Ríki Íslam, eitthvað virðist hann vera farinn að setja Erdogan mörk en það slitnar ekki slefan á milli hans og hugmyndafræðilegs bakhjarls Islamista, Sauda, sem bæði fjármagna hina undirliggjandi öfga sem og ef þú grefur aðeins dýpra, fjármagna aðgerðasveitir beint.

Enginn vinur Sáda er trúverðugur þegar kemur að stríðinu við Islamista,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2020 kl. 12:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, nú er stór spurt Hörður.

Grímur bendir á að svarið töluvert eftir sjónarhólnum, og síðan skiptir  meint lögmæti máli. 

Þú hefur rétt á að verja þig, og sigruð þjóð hefur rétt á að grípa til þeirra vopna sem hún ræður yfir til að verjast innrásarliði eða herja á setulið.  Þess vegna var það ekki hryðjuverk hjá frönsku konunni sem kom til Íslands nú nýverið og sagði frá hvernig hún gekk að þýskum hermanni við Signubrúna og skaut hann.  En hefði hún skotið þýskan borgara án nokkurs hernaðarlegs tilgangs annan þess að drepa, þá yrði það líklega talið hryðjuverk. 

Annað dæmi um andspyrnuhetjur sem urðu þjóðhetjur því þær sigruðu má nefna Benin, fyrrum forsætisráðherra Ísraels.  Hann herjaði á Breta og þeir töldu hann hryðjuverkamann fyrir vikið.  En hvað eiga andspyrnumenn að gera??  En þó það hafi þjónað tilgangi að terrora samkeppnisaðilann um landið, þá er aldrei hægt að kalla morð hans á óvopnuðum arabískum bændum og búaliði þeirra annað en hryðjuverk en það er bara svo að þeir sem berjast gegn einhverju telja mörg meðul réttlætanleg.

Svo við heimfærum þetta á nútímann, þá er það ekki hryðjuverk hjá Talíbönum að sprengja faratæki hernámaliðs í tætlur, hvort sem það voru Sovétmenn, Bretar eða Bandaríkjamenn, það er stríðsaðgerð líkt og það að gera árásir á herstöðvar og önnur hernaðarmannvirki.  En þegar þeir sprengja upp skólabíla vegna þess að þeim mislíkar að stúlkur mennti sig, þá er það hryðjuverk. 

Hryðjuverk bara bæði eftir eðli verknaðarins, sem og lögmæti hans.

Það er þekkt að Rómverjar, þeir miklu lagaflækjumenn, fóru aldrei í stríð án lögmætrar ástæðna, stundum kannski langsótt, en lögmætt engu að síður. 

Þessi hugsun þróaðist í Evrópu þannig að þegar var komið fram á nýmiðaldir, þá giltu ákveðnar leikreglur um lögmæt stríð, og hvernig var staðið af þeim.  Í fyrsta lagi var talið að aðeins lögmættur fursti gæti staðið að stríði, og hann varð standa rétt að stríðum sínum, til dæmis að lýsa yfir stríði, það er að tilkynna óvini sínum fyrirfram um að þeir ættu í stríði.  Í þessu samhengi þróaðist diplóma, það er ríki höfðu diplómata eða stjórnarerindreka hjá hvorum öðrum, og þeir nutu friðhelgi, og það voru þeir sem komu boðum á milli.

Svo að við komum að nútímanum aftur þá var ekkert að því hjá Bandaríkjamönnum að drepa íranska hershöfðingjann, það er ef löndin hefðu átt í stríði.  Þá þekkja menn leikreglurnar og vita að hverju þeir ganga.

En að drepa mann í öðru landi, sem gegnir opinberu embætti, er í fyrsta lagi alltaf morð, og í öðru lagi alltaf stríðsyfirlýsing. 

Sem og hryðjuverk samkvæmt skilgreiningum þar, því það er ekki hægt að vísa í neitt lögmæti.

En var ekki alltaf þarfaverk að sprengja Hitler, þar nokkuð að nota annað orð yfir það??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2020 kl. 13:53

7 Smámynd: Hörður Þormar

Ómar Geirsson.

Skilgreiningin á hryðjuverkum (terrorisma) eru glæpaverk sem framin eru á saklausu fólki til þess að skapa glundroða og skelfingu. Árásin á Tvíburaturnana er týpiskt dæmi um hryðjuverk.  Andreas Breivik er týpiskt dæmi um hryðjuverkamann.

Árásir andspyrnumanna gegn hernámsöflum tel ég ekki vera hryðjuverk, ef þau beinast ekki líka gegn saklausum borgurum.

 Banatilræðið í Sarajevo í Bosníu (ekki Belgrad) hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér, en það var alls ekki hryðjuverk, ekki heldur morðið á Kennedy.

Menn kunna að hafa misjafnar skoðanir á drónaárásinni á Soleimani hinum íranska, en hún var ekki hryðjuverk. Hins vegar má spyrja sig hvort það hafi ekki verið hryðjuverk þegar þyrlur skutu á mótmælendur í Íran í síðasta mánuði, þegar þeir mótmæltu miklum bensínhækkunum þar í landi.

Því miður er rík tilhneiging til að útvíkka og útþynna ýmis hugtök eins og, t.d. hryðjuverk, rasisma, fasisma o.m.fl., þannig að þau verða brátt merkingarlítil eða merkingarlaus. 

Hörður Þormar, 4.1.2020 kl. 16:40

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn.

Veldur sá sem heldur að þó ég sé algjörlega sammála þér um árásir andspyrnuafla gegn hernámsöflum, þá veistu að sá sem verður fyrir árásinni er ekki alveg sammála, og hvort sem það er réttmætt eða ekki, þá skilgreina til dæmis tyrknesk stjórnvöld allar aðgerðir Kúrda gegn ríkisstjórninni í Ankara hryðjuverk..

Og ef þú heldur þig við þessa skilgreiningu á andspyrnuöflum, þá var það svo að þeir sem réðust á Tvíburaturnana, réttlættu þá árás meðal annars með vísan í að heilagt land væri hersetið af trúleysingjum, og vísuðu þá í herstöðvar Bandaríkjamanna í Sádi Arabíu.  Og þeir litu þessa árás sína sömu augum og þegar ríki gera loftárásir á borgir andstæðinga sinna, og hvaða rétt hefur fórnarlömb fórnarlamba að hafna skilgreiningu þeirra.  Hefðu þeir styrkinn þá hefðu þeir farið gegn hersveitum Bandaríkjanna á vígvellinum.

Og ef þú vilt halda áfram með pælingar með mörkin, þá þarf ekki að deila að Bretar hersátu Írland, og hersetja ennþá hluta þess.  Herseta verður ekki lögmæt þó þú bútir niður landsvæði til að fá meirihluta stuðning frá minnihluta þegar landið í heild er skoðað.  Og þar með samkvæmt skilgreiningu þinni, þá eru voðaverk Írska lýðveldishersins ekki hryðjuverk á meðan þeir sátu fyrir breskum hermönnum.  En hvað með þegar þú drepur 10 hermenn en óhjákvæmilega líka 10 almenna borgara??

Svo aftur komum við að því að sá veldur sem heldur.

Og ég efa að fáir í vestrænum löndum hefðu ekki skilgreint þessa drónaárás sem hryðjuverk ef hlutunum hefði verið snúið við, það er að Íranar hefðu drepið til dæmis yfirhershöfðingja Bandaríkjanna á þennan hátt sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilgreina sem löglega stríðsaðgerð.

Ríki getan nefnilega líka framið hryðjuverk, þegar gjörðin er ekki hluti af lögmætu stríði, og markmiðið að skapa glundroða og skelfingu, skemmst er að minnast sprengjuna í þotu Pan Am sem Lýbísk stjórnvöld báru beina ábyrgð á.

Það má líka skoða eðli atburðarins og afleiðingar, og ef maður tekur orðin Íran og Bandaríkin út sem gerendur, og setur í staðinn Alkaida eða Ríki Íslams, þá spyr ekki nokkur maður hvort þetta sé hryðjuverk eður ei.

Að sprengja úr launsátri þegar menn eiga ekki í stríði, er alltaf hryðjuverk.

Punktur.

Og þetta er ekki fyrsta drónahryðjuverk bandarískra stjórnvalda, og það er slíkar árásir sem gengisfella siðmenninguna, gera mörkin milli réttmætra aðgerða og hryðjuverka óljós, þar til þetta snýst aðeins um getuna til að drepa náungann.

Slíkan heim vil ég alla vega ekki Hörður.

Þú verður að svara því fyrir þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2020 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband