3.1.2020 | 17:11
Náttúran skákar manninum
Þegar fréttir berast af því að loftslagshörmungar kveikja í Ástralíu, að eitthvað sé það vont, að maðurinn hafi ekki gert betur.
Og þegar við hugsum útí áramótaávarp brosandi stelpunnar sem sagði ýmislegt, en hætti samt ekki að brosa þegar hún minntist á hinu grænu skatta góða fólksins, þá sér maður firringuna sem auðurinn og hið skítuga fjármagn hefur kostað svo að maður skyldi ætla að velmeinandi fólk hljómar eins og erkifífl.
Regnskógarnir brenna af mannavöldum, og þeir brenna líka í Ástralíu.
Sökin er margslungin en ljóst er að þegar hið skítuga fjármagn fékk góða fólkið í Evrópu að setja í reglugerð að blanda matvælum í olíu, þá féll ekki aðeins heimskan, það er mörk hennar, heldur líka þau landsvæði sem hagkvæm eru í framleiðslu á lífeldsneyti sem reglugerð Brussel hrópar á.
Landsvæði sem kennd eru við regnskóga þegar ég var ungur, en í dag eru metin og vegin eftir því hvort maðurinn hafi brennt stærri svæði en náttúran.
Þvílík er firring heimskunnar.
Það grætur enginn regnskóginn á meðan hörmungarnar eru meiri annars staðar.
Og enginn spyr, hvað hefði gerst ef regnskógurinn hefði ekki verið höggvinn.
Hvað þá á Íslandi þegar græni skatturinn á að bjarga heiminum.
Eða gefa fordæmi um hvernig á að bjarga heiminum.
Nema að náttúran brennur.
Og mannanna heimska fær engu þar um breytt.
Samt mætti Brussel brenna.
Það hægir kannski á öðrum bruna þegar reglugerðirnar brenna.
Eyðingu til tjóns en lífi til heilla.
Kveðja að austan.
Meira brunnið í Ástralíu en í Amazon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar og gleðilegt árið.
Þeir sem flissa eins og fábjánar um áramót ættu að taka hann Gunnarsstaða móra sér til fyrirmyndar. En það kom fram hjá honum í grafalvarlegu viðtali, -um leið og vakin var sérstök athygli á framtaki hans öðrum þingmönnum til eftirbreytni á vef alþingis,- að hann kolefnisjafnar úr eigin vasa jafnvel þó svo að skattgreiðendur greiði flugmiðann og uppihaldið sem honum fylgir, og skiptir þá engu máli í hvaða erindagjörðum flugferðin var farin.
Hann gat þess að hann hefði kolefnisjafnað 10 flugferðir til útlandi á síðasta ári í þessu sambandi og að þetta væri létt verk og löðurmannlegt, ekki meira en rétt svo 10.000 krónur. Honum láðist þó að geta þess hvað flugmiðarnir kostuðu og hvort hann át kjöt á kostnað skattgreiðenda í ferðalögunum, en allt skiptir þetta náttúrulega máli varðandi bæði bókhald og kolefni.
Eins og kolefnisbókhaldið er sett upp vef alþingis þá hef ég ekki grænan grun um hvernig það kemur út með tilliti til hamfarahlýnunar í skógum Amason og Ástralíu. En það hækkaði víst bensínið til mín um áramótin jafnvel þó svo að kókospálmaolían hafi verið tekin út úr dæminu, og mér skilst að Trump hafi rétt svo tekist hækkað það örlítið meira með því að stúta heilum olíusjeik.
Með kolefniskveðjum að ofan.
Magnús Sigurðsson, 3.1.2020 kl. 19:14
Blessaður Magnús.
Þar sem ég hef komið oftar en sjaldnar út í Víkina mína, þá hef ég séð náttúruna óumbeðna kolefnisjafna Steingrím og fjölmarga hans líka.
Það er eins og enginn sjái falsið á bak við gróðursetningu okkar mannanna þegar náttúran, bæði vegna loftslagshlýnunar, sem og minni beitar, kemur margfalt græðlingum á legg í samanburði við átak okkar mannanna þar um.
Lítum á þetta í stærra samhengi, vissulega er Ástralía á mörkum hin byggilega heims, þó það skýri ekki alveg bruna regnskóga þar, eitthvað hefur breyst í náttúrunni sem var ekki áður.
En Amazone og regnskógar Suðaustur Asíu brenna af mannavöldum, sem og skógurinn sem kenndur er við Kongó í Afríku.
Rangtúlkunin er að benda á bændur, en þeir skýra aðeins prómil, meginhluti brunans má rekja til sígræðgi og hins frjálsa flæðis glóbalvæðingarinnar, að ef þú finnur eitthvað ódýrara, þá skaltu nota það, óháð tilurð þess eða þær aðstæður sem skýra hið lága verð, hvort sem það er vinnuafl þræla, engar mengunarkröfur, eða fölsk eftirspurn líkt og reglugerð Brussel skóp með kröfum sínum um lífeldsneyti.
Í þessu samhengi skipta grænir skattar engu máli, nema þegar þeir eru lagðir saman á Vesturlöndum og afleiðingar þeirra, sem er aukin framleiðsla í láglaunalöndum Kína og Indlands, þar sem engin er mengunarvörnin og orkan fengin með bruna á skítugum kolum.
Hvort sem Katrín er heimsk, eða illviljuð gagnvart framtíð barna okkar, þá stuðla grænu skattar hennar að aukinni mengun í heiminum.
Ef hún meinti eitt orð af því sem hún segir um baráttu gegn hlýnun af mannavöldum, þá myndi hún í fyrsta lagi afnema lögin um íblöndun matar í eldsneyti og í öðru lagi senda reglugerðina um innflutning á sýklum til margra ára skoðunar hjá frjálshyggjufélaginu sem kennir sig við atvinnurekendur, þeir gætu prófað hana á sjálfum sér, og i þriðja lagi hætt við græna skatta, því virkni þeirra er öfug eins og annað sem er úr ranni hugmyndafræði andskotans.
En jafnvel eitt orð er henni ofviða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 19:38
En ekki þessi orð mér ofviða.
Gleðilegt nýtt ár Magnús.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 20:33
"eitthvað hefur breyst í náttúrunni sem var ekki áður." segir þú. Var að skoða umfjöllun um þær breytingar sem hafa orðið þar síðustu áratugina. Hef ekki fundið enn hvenær lögin, sem banna grisjun voru sett, en það er fyrir 2000.
Það er harkalegt að umhverfisvernd valdi þvílíkum skaða. ( óumhberfisvernd. )
Ástralía.
Miranda Devine. 5, mars 2019. (google þýðing. )
Melissa Price, nýi yfirmaður umhverfisráðherra. Á þriðjudaginn tengdi hún eldana við loftslagsbreytingar og fullyrti að það væri „enginn vafi“ á áhrifum þeirra á Ástralíu........
.......Því miður, ráðherra, það voru ekki loftslagsbreytingar sem ollu nýjustu runna sem hingað til hafa eyðilagt níu heimili í Viktoríu og það voru ekki loftslagsbreytingar sem drápu næstum 200 manns í eldunum í Black Saturday fyrir tíu árum........
........ Hinn raunverulegi sökudólgur er græn hugmyndafræði sem leggst gegn nauðsynlegri hættu á að draga úr eldsneytisálagi í þjóðgörðum og sem kemur í veg fyrir að landeigendur hreinsa gróður umhverfis heimili sín......
Viðvarandi léleg stjórnun þjóðgarða og ríkisskóga í Viktoríu og grænt hindrun á aðgerðum til að draga úr eldi hefur leitt til hættulegs eldsneytisálags undanfarinn áratug.
Það þýðir að þegar eldar brjótast óhjákvæmilega út eru þeir svo miklir að það er djöfullega erfitt fyrir slökkviliðsmenn að geyma. Eins og alþingisrannsóknin heyrði árið 2003, ef þú fjórfaldar eldsneyti á jörðu niðri, færðu 13 sinnum aukningu á hitanum sem myndast við eld.
Heimamenn vita sannleikann. Andrew Clarke, eigandi Jinks Creek víngerðarinnar, sem hefur eyðilagst vegna elds sem geisaði út úr Bunyip State Forest, „bað“ um eldsneytisskerðingu til að vernda eignir hans.
„Ég hef beðið þá [Forest Fire Management Victoria] í 20 ár að brenna af ríkisskóginn aftan á okkar stað og enn þann dag í dag hefur það ekki gerst,“ sagði hann við Country Hour á ABC.
Clarke sagði að fyrirhuguð brennsla hafi verið lögð af vegna áhyggna af varpfuglum.
Svo hvernig gekk þetta fyrir fuglana?
. Fyrir aðeins þremur vikum varaði fyrrum slökkviliðsstjóri Victoria, Ewan Waller, við því að eldsneyti í skógieldsneyti ríkisins væri að verða banvænt, Black Saturday stigum. Enginn veitti athygli.
En þú getur veðjað á að Premier Andrew Andrews muni fela sig á bak við loftslagsbreytingarnar.
Páfagaukur grænn lygi hentar stjórnmálamönnum því þá geta þeir forðast sök á eigin vanhæfi.
Haukur Árnason, 3.1.2020 kl. 20:35
Fyrir svo utan það er nú í fréttum að amk. 103 eldar hafi verið kveiktir vísvitandi, af 93 einstaklingum.
Í öðrum fréttum að 87% af öllum eldum frá í sept. séu af mannavöldum, sum fyrir slys.
En "hamfarahlýnun" kennt um allt.
Haukur Árnason, 3.1.2020 kl. 20:41
"Þar sem ég hef komið oftar en sjaldnar út í Víkina mína, þá hef ég séð náttúruna óumbeðna kolefnisjafna Steingrím og fjölmarga hans líka."
Þetta er nú málið og þó svo að "enginn sjái falsið á bak við gróðursetningu okkar mannanna þegar náttúran, bæði vegna loftslagshlýnunar, sem og minni beitar, kemur margfalt græðlingum á legg í samanburði við átak okkar mannanna þar um" þá þurfum við ekki nema að keyra yfir dalinn fagra er á milli okkar liggur til að sjá hvernig urð og grjót hefur breyst í grænar grundir á okkar ævidögum, jafnvel þó svo að hann hafi ætið verið beittur.
Aftur á móti er hér hið efra allt að breytast í heila helvítis Svíþjóð þar sem stutt er í að útsýnið út um bílrúðuna verði líkast strikamerki. Og ef við höldum áfram að græða á daginn og grilla á kvöldin gæti styst í að eldur kæmist í óræktina með öllum sínum afleiðingum. Þetta snýst nefnilega,,,, þegar öllu er á botninn hvolft,,,, allt um sóun.
Með kolefniskveðjum úr efra en ekki neðra.
Magnús Sigurðsson, 3.1.2020 kl. 20:53
Kommon Haukur, regnskógar brenna ekki vegna skorts á grisjun, það getur hver maður sagt sér.
Sem og að eldar hafa fylgt skógum frá því að fyrsta tréð trénaði.
En þessar hamfarir eru annars eðlis, það er heil heimsálfa á mörkum þess að verða óbyggilega vegna þurrka og ofurhita.
Að halda öðru fram, eða afneita ástandinu, er jafnvel heimskulegra en sú fullyrðing að þú drepir leiðtoga annars ríkis til að draga úr spennu og stuðla að friði.
Við urðum ekki Homo Sapiens með því að afneita raunveruleikanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 22:10
Sæll Ómar
Regnskógar Ástralíu eru ekki að brenna, þar hefur úrkoma verið með mesta móti undanfarið, jafnvel svo að sumir vilja meina að þeir muni ekki annað eins. Hins vegar brennur glatt það sem Ástralir kalla "bush" eð kjarr. Víð Íslendingar myndum þó sennilega kalla þetta nokkuð væn tré, en regnskógur er það alls ekki. Regnskógar Ástralíu eru fyrst og fremst í norðurhluta Queensland, eins og þú auðvitað veist.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 3.1.2020 kl. 22:19
Blessaður Magnús.
Mér fannst nú alltaf Héraði vera hálfljótt þegar ég var krakki, sérstaklega hlíðin inn með Leginum (fallbeygist orði annars ekki eins og kryddlögur??) að norðanverðu. Lítt annað en gróðurlitlir hjallar og hlíðar.
Umbreytingin er ótrúleg, eða alveg þar til ég fattaði að það er ekki sniðugt að gróðursetja skóg við vegi og út frá þeim.
En þetta mun brenna, það er alveg öruggt, spurningin er bara hvort menn hafi gert ráð fyrir brunavörnum, grisjað belti og svo framvegis.
En á meðan þetta vex mun þetta kolefnisjafna allan andskotann, þar á meðal allt flugið hjá elítunni sem vill meina okkur hinum að fljúga, eða allan aksturinn á jeppunum sem eru fyrir utan ráðstefnuhallirnar þar sem mikilvægi almenningssamgangna er rætt.
Breytir litlu þó þetta lið stingi niður einni og einni plöntu, eða telur okkur hinum í trú um að slíkt sé syndaaflausn. Gróskan á norðlægum slóðum er margfalt öflugri en það.
Eftir stendur að grænu skattarnir, kolefnisgjöldin eða hvað sem þetta vanheilagabandalag frjálshyggjunnar og krata kallar ofurskatta, draga úr styrk okkar almúgans að endurnýja farartæki okkar sem og þeir skekkja samkeppnisstöðu atvinnulífs okkar, gagnvart láglaunaframleiðslu mengunarlandanna.
Orðið er eitt, gjörðin er önnur.
Það seinna kallast raunveruleiki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 22:26
Blessaður Gunnar.
Annað skilst mér á fréttum og ég veit að kóalabjörninn lifir ekki í kjarrlendi.
Var að skoða ástralska fréttasíðu í dag, og hreint út Gunnar, þá er ástandið skelfilegt.
Og fer versnandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.