3.1.2020 | 11:05
Fíflið er ekki Trump.
Hann aðeins erfir þá heimsku að þegar Saddam var felldur, að þá tóku trúbræður Írana yfir.
Megafíflið var Rice, þáverandi trúnaðarráðgjafi Bush, sem sagði að Írakar ættu rétt á lýðræði, og vísaði í sögu Bandaríkjanna, þar sem svartir þurftu að berjast fyrir sínum atkvæðisrétti.
Nema að lýðræðið í Írak kýs Íran.
Persaflói er sprengjutunna.
Og ólíkt öðrum stjórnvöldum sem Vesturlönd hafa fjármagnað andstöðu við, eins og Líbýu, Sýrland og Írak, sem reyndar var ekki aðeins fjármagnað, heldur ráðist inní, þá er Íran öflugt ríki, tiltölulega stöðugt, og núverandi valdhafar gefa ekki eftir völd sín án mótspyrnu.
Og það þarf fávita til að sjá ekki það samhengi.
Íran er ekki Sýrland.
Trump erfði hið vanheilaga bandalag Nató og Tyrklands í Sýrlandi, og allir vita hvaðan kaupmáttur Ríkis Íslams kom.
Saudi Arabía hefur fjármagnað hryðjuverk í fjöldamörg ár, hvort sem það er árásin á Tvíburaturnana, mannskæðar árásir í Evrópu eða ólgan í löndunum sunnan við Sahara.
Trump erfði þetta og hefur ekki beint snúist gegn þessu.
Þar til að hann réðist á Íran með því að sprengja Bagdad.
Gerði sig samsekan.
Missti sakleysi sitt.
Undirliggjandi eru viðskipti hans við Sáda.
Þau hafa gert hann ríkan, en slíkt ríkdæmi er markmið miðaldamanna í Riyhad.
Kaupa sér stuðning, fávita sem líta framhjá þeirri staðreynd að til skamms tíma var það opinberlegt kennslubókarefni í grunnskólum Sádi Arabíu, að kristið fólk væri réttdræpt.
Trump er dæmi um slíkan fávita.
En hann kom ekki Íran til valda í Bagdad.
Þar voru á ferðinni Rumsfeld og Bush, Rumsfeld í bissness og Bush eins og hann var.
Viðskiptin voru þau að aldrei hefur stórveld sett eins mikla fjármuni í einkageirann eins og ríkisstjórn Bush gerði eftir innrásina í Írak.
Það er staðreynd að herinn fékk innan við 40% af þeim útgjöldum.
Gróðinn var einkafyrirtækja og þræðirnir voru stuttir í æðsta valdalag stjórnkerfis Bandaríkjanna.
Trump fótar þekkt spor fávita heimssögunnar.
Hann leitar stríðs þegar hinn valkosturinn fyrir andstæðinga hans, er líka stríð.
Sem er ekki gáfulegt.
Ekki frekar en að leika rússneska rúllettu.
Hvað gerist veit enginn.
Hvort sem það er stigmögnun átaka eða eitthvað heljarjafnvægi sem heldur friðinn.
Sagan segir stríð.
Raunveruleikinn segir að Íranir nái sáttum við Trump.
Niðurstaðan er sjálfsagt eitthvað þar á milli.
Kveðja að austan.
Alþjóðasamfélagið bregst við árás Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 275
- Sl. sólarhring: 694
- Sl. viku: 5859
- Frá upphafi: 1399798
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 5008
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 239
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.