Foræðishyggja eða ofríki??

 

Það hefur einkennt ofstækisfólk í gegnum tíðina að vilja banna náunganum að gera eitthvað sem það gerir ekki sjálft, hvort sem það er af siðferðislegum forsendum eða trúarlegum, sérvisku eða annað.

 

Ofstækisfólk lútherskunnar bannað dans og dansskemmtanir hér á öldum áður, og ég efa ekki að ef þá hefðu verið til tæki og tól til að mæla vilja, að þá hefði margt frómt fólkið tekið undir þau sjónarmið að banna ungu fólki að dansa og skemmta sér.

Ekki endilega eftir bókstaf trúarkenningarinnar heldur frekar vegna þess síbylja áróðursins var búinn að telja því í trú um að það væri eitthvað rangt við athæfið, og vel meinandi fólk vill þá grípa inní og banna öðrum ósómann.

Þá svona meira eftir anda forræðishyggjunnar, að telja sig umkominn að hafa vit fyrir öðrum.

 

Að hafa vit fyrir öðrum einkennir forræðishyggjuna og vissulega má segja að oft veitir ekki af.

En spurningin er kannski hins vegar hvort boð og bönn séu besta leiðin, eða á að reyna að upplýsa, fræða, eða reka stífan áróður líkt og gert var í smokkaauglýsingunum??

Stundum virkar ekkert annað en böð og bönn, sbr lögleiðing bílbelta, í öðrum tilvikum er upplýsingin talin betri leið.

 

En það er stutt frá forræðishyggju yfir í ofríki meirihlutans eða ofríki valdsins.

Ég geri ekki, eða ég er á móti, þá skalt þú ekki.

Ég skýt ekki upp flugeldum, þá skalt þú ekki skjóta upp flugeldum.

Ég drekk ekki gott vín, þá skalt þú ekki drekka gott vín.

Ég get gengið í vinnuna, þá skalt þú ganga í vinnuna.

Og svo framvegis.

 

Ég held að þessar frænkur tvær, forræðishyggjan og ofríkið skýri þessa niðurstöðu Maskínu, að bæði vilji margir hafa vit fyrir náunganum sem og aðrir sem vilja að náunginn sé eins og hann sjálfur.

Það er eins og enginn sjái það samhengi að það er frjálst val að kaupa flugelda og skjóta þeim upp. 

Hafi fólk áhyggjur af mengun, eða óþægindum annarra, þá er besta leiðin að tjá afstöðu sína með því að kaupa ekki flugelda.

Og því fleiri sem hafa þessa afstöðu, því minna ætti að vera skotið upp.

Þá er þetta svona siður sem er deyjandi líkt og slagsmál á sveitaböllum. 

Eða fyllerí á Þorláksmessukvöld.

 

Bandalag ofríkisins og forræðishyggjunnar, að banna, er hins vegar tvíræð leið, því hvað verður bannað næst, og svo þar næst.

Í samfélagi trúarofstækis er fleira bannað en leyft, og á einhverjum tímapunkti gefst fólk uppá slíkum samfélögum. 

Þeim er þá haldið saman með kúgun eða ótta, sbr að fólk sem vildi saklausa skemmtun, var talið í trú um að það væri beina leiðin til helvítis.

 

Að kveðja gamla árið og fagna hinu nýja með því að skjóta upp flugeldum er rótgróin hefð sem er greypt inní þjóðarsálina.

Ef ofstækisfólk ætlar gegn henni með böðum og bönnum, þá hlýtur að koma til átaka.

Ekki með hnefum og hnúum, heldur mun fólk reyna að kjósa gegn ofríki og forræðishyggju, líkt og frændur okkar á Norðurlöndum gerðu þegar þeir kusu gegn ofskattlagningu jafnaðarmanna.

Það var ofstækisfólkið í þeirra röðum sem lagði grunn af ósigrinum.

 

Það er nefnilega ekki sniðugt að reita hinn þögla meirihluta til reiði.

Þess vegna ættu menn að fara sér hægt um þessa gleðidyr forræðishyggjunnar.

 

Það hefnist.

Kveðja að austan.


mbl.is Afstaða til flugelda neikvæðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér Ómar.

Enn ein aðförin að hefðum íslenskrar þjóðar.

Aðförin að stjórnarskránni og kristnum gildum og siðum íslenskrar þjóðar er löngu hafin.

Aðförin að íslenskum mat, sjávarfangi, kjöti og garðyrkju og grænmetisbænda, er einnig hafin af fullum þunga og allt fyrir atbeina búrakrata og skinhelgra atvinnugóðmenna íslenskra stjórnvalda.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2019 kl. 23:14

2 identicon

Réttilega hefur þú kennt þá skinhelgi, þá hræsni, við lýðskrum forræðishyggjunnar, og sem ætíð byggir á ofstæki og oflæti farísea allra tíma.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2019 kl. 23:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég sé að þú ert í dýpri pælingum en ég og tengir orð mín sem eru varnarræðu flugeldabarns við trenda samtímans.

Hvað get ég sagt, takk fyrir, sem og ítrekað þessi orð þín;

"Aðförin að stjórnarskránni og kristnum gildum og siðum íslenskrar þjóðar er löngu hafin.

Aðförin að íslenskum mat, sjávarfangi, kjöti og garðyrkju og grænmetisbænda, er einnig hafin af fullum þunga og allt fyrir atbeina búrakrata og skinhelgra atvinnugóðmenna íslenskra stjórnvalda".

Það er ákaflega mikill misskilningur að halda að seinna stríðið hafi hafist 1939, það hófst miklu fyrr.

Eins er það með stríðið fyrir tilveru okkar, við erum í því miðju þó fáir komi samfélagi sínu og þjóð til varnar.  Það mættu samt nokkrir og börðust við fasistana á Spáni 1936, og í miðjum hildarleiknum nokkrum árum seinna, hugsuðu margir, við hefðum betur mætt líka fyrst átökin voru óumflýjanleg, það hefði getað komið í veg fyrir miklar hörmungar.

Það reyndi á þjóðina í sumar, og það mun reyna á þjóðina um áramótin.

Ljóst er að flestir sem verja hana eru ekki þessa heims, eru liðnir, og hvort muni fjölga í varnarliðinu er óljóst.

En það er sem er.

Þökkum fyrir það.

Kveðja að austan.

PS.  Ég vil samt fá að skjóta upp flugeldum í friði á afmæli mínu og hana nú.

Ómar Geirsson, 29.12.2019 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 127
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 5666
  • Frá upphafi: 1400423

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 4868
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband