Grýla gafst uppá rólinu.

 

Þegar fólk hætti að trúa á hana.

Því það er þannig með þekkingu, að hún upplýsir, þegar ekki var vitað, afhjúpar þegar röngu er haldið fram.

 

Það er ótrúlegt að verkalýðshreyfingin með allt sitt fjármagn skuli ekki fyrir löngu hfaa sett á stað óháð rannsókn á verðmyndun afla í sjávarútvegi.

Það er hvorki dýrt eða flókið að fjármagna masterverkefni viðskipta- eða hagfræðinema, og út frá skýrslu þeirra er hægt að ræða málin.

Það er ekki boðlegur málflutningur að segja að útgerðarmenn hafi staðið gegn óðháðri rannsókn, því þá verða þeir bara eins og álfurinn út úr hól, áhrifalausir gagnvart þróun umræðunnar.

 

Ef það er ekkert að fela, þá upplýsa menn.

Ef eitthvað er óljóst, þá afla menn sér þekkingar.

Ekkert flókið þó þetta virðist mjög flækjast fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi.

 

Það má segja að það sé visst skipbrot fyrir þá að ráðuneytið skuli loks höggva á hnútinn, og athuga þennan verðmun sem vægast sagt virkar skrýtinn því allir selja á sömu mörkuðunum.

Tortryggni í garð útgerðarinnar eykst þegar mál er þögguð eða ekki rædd.

Spurning um hæfni verkalýðsforystunnar vaknar líka þegar aðeins er hrópað, en ekkert gert í að upplýsa.

 

Þess vegna ber að fagna að ráðuneytið skuli taka að sér að kveða Grýlu í kútinn.

Það er óþarfi að hún sé á rólinu og lýðskrumsöfl noti hana til að ógna sjávarbyggðum landsins á nýjan leik.

 

Í raun eru sárin ekki gróin eftir samþjöppunartímann á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, eða braskaravæðinguna sem fylgi í kjölfarið þar sem útgerð var aukaatriðið en braskið með kvóta aðalatriðið.

Eftir þau braskaraár var sjávarútvegurinn næstum því gjaldþrota, eigið fé hans næstum því komið á núllið, endurnýjun flota og búnaðar lítil.

 

Í dag er jafnvægi, skuldir eru greiddar niður, skip og búnaður endurnýjaður.

Og fólkið sem vinnur við sjávarútveginn býr nokkurn veginn við stöðugleika vel rekinna og vel stæðra fyrirtækja.

 

Arðrán ofurskattlagningarinnar eða kvótauppboð hinnar siðblindu frjálshyggju mun kollvarpa því jafnvægi, enginn mun vita hvort hann haldi vinnunni, hvort byggðin lifi, hvort einhver framtíð er í plássinu,.

Byggðaeyðingin mun fara af stað með tilheyrandi hörmungum.

 

Það eru grimm öfl, mannfjandsamleg sem fóðra skrumið og múgæsinguna í dag.

Það er óþarfi að hjálpa þeim.

 

Það á ekkert að vera sem ekki má ræða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Verðmunur til athugunar í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott.

Jónas Gunnlaugsson, 10.12.2019 kl. 10:35

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott.  https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2243422/

Jónas Gunnlaugsson, 10.12.2019 kl. 11:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jónas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2019 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband