Það þarf einn.

 

Til að haga sér eins og fífl.

Tvo til að efna til skrípaleika.

 

Það er gott að Trump ætli að gera heimsbyggðinni þann greiða að boða ekki þátttöku sína á slíka leika.

Nóg er skrumið samt og froðan sem vellur um lýðræðislega umræðu vestrænna landa.

 

Það er aðför að lýðræðinu að taka pólitískar átakalínur inní varnagla lýðræðisins eins og Landsdómur var hugsaður á Íslandi, eins og málsókn á hendur forsetanum í Bandaríkjunum er.

Því gengisfelling varnagla þýðir aðeins eitt, að þeir eru ekki lengur varnaglar þegar framkvæmdarvaldið hefur brotið leikreglur lýðræðisins, brotið stjórnaskrá eða tekið sér vald sem það hefur ekki.

 

En að vera pólitískur andstæðingur sem vinnur vinnuna sína er aldrei ástæða til að beita slíkum varnöglum.

Ef slíkt er gert, þá kallast það pólitískar ofsóknir.

 

Það var illa komið fyrir íslenskum vinstri mönnum þegar þeir hófu slíkar ofsóknir með málatilbúnaði sínu á hendur Geir Harde.

Uppskáru aðeins smánina.

 

En tilgangurinn var samt ekki ofsóknirnar, tilgangurinn var afvegleiðing umræðunnar, ýta undir múgæsingu, blása til moldviðris.

Svo umræðan snérist ekki um samstarfið við hrægammanna, um landsöluna kennda við ICEsave, um hin sögulegu svik við heimili landsins sem  voru skilin eftir varnarlaus á sléttum verðtryggingarinnar og gengislánanna, sem bráð fyrir hýenur fjármagnsins.

Vinstrið  var nefnilega komið á mála, og það átti að fela.

 

Í pistli gærdagsins vakti ég athygli á að Trump hefði brotið hin helgu vé sígræðginnar, að stefna hans um efla Bandaríkin, great agian, hefði ekki bara hleypt þrótti í efnahagslífið, heldur líka leitt til umtalsverða kjarabóta láglaunafólks.

Og sú dauðsynd væri hin undirliggjandi ástæða þess að bandaríska vinstrið (eins og það sé nú til) hefði afhjúpað sig sem andstæðinga lýðræðis, því það eru kjósendur sem eiga að kveða upp dóma um embættisfærslur forseta, ekki pólitískir andstæðingar hans.

Afhjúpað sig sem verkfæri globalistanna sem markvisst hafa útvistað fyrirtækjum og jafnvel heilum iðngreinum í þrælakistur, með þeim afleiðingum að verkafólk hefur umvörpum misst vinnuna, og það sem hefur haldið henni, þurft að sætta sig við umtalsverðar kjaraskerðingar.

Virða engan sið, virða engar skyldur.

Eitthvað sem var réttlætt með því að þetta væri lögmál guðs, Mammons.

 

Svo kom bara Trump og trukkaði sig í gegnum elítuna, sagði Mammon stríð á hendur.

Og afhjúpaði lygarnar, blekkingarnar.

 

Borgarlegur kapítalismi felur ekki sjálfkrafa í sér þrælahald og örbirgð fjöldans.

Slíkt er mannanna verk, þeirra sem fá aldrei nóg.

 

Þess vegna voru demókratar settir á strengi.

Þess vegna er öllum meðölum beitt til að stöðva Trump.

 

En karlinn bara hlær af þeim.

Gott hjá honum.

 

Því globalið þarf að stöðva.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump virðist ekki ætla að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir hvert einasta orð í þessum pistli þínum.

Aldrei, hvorki fyrr og ábyggilega ekki síðar, hefur neinn

forseti USA setið undir eins stanslausu níði og Trump.

Tapararnir kunnu ekki að tapa og vegna þess er notað hvert einasta

tækifæri hjá þessum aulum að ráðast á hann. Næstum því í 4 ár stanlaust.

Sama skeði hér. Það var allt reynt til að koma ÓRG frá vegna þess að

hann stóð með þjóðinni. Hér var ekki hætt fyrr en við höfðum forseta sem

skrifar undir allt (ESB sleikja) og er eins og hann sé alltaf álfur út úr hól.

Ég var í USA í Okt.sl að heimsækja kunningja í PA. Ég hef aldrei séð

aðrar eins framkvæmdir og núna og í öllu. Vegframkvæmdir hvert sem þú fórst.

og næstum því undantekningarlaust

að hver einast matstaður og verslun var með miða í gluggum að auglýsa eftir

vöntun á starfskraft. Ég bjó í USA í 5 ár, en þetta slær öll met.

Atvinnuleysi aldrei verið minna síða fyrir 1960. Uppgangur og hagvöxtur

að annað eins hefur ekki sést. Hver einasti sem ég talaði við um Trump

ætlar að kjósa hann aftur þó fjölmiðlar segi annað. 

Demókratar vita að þeir munu aldrei ná heiðarlegu kjöri og því verða öll

eiturmeðul notuð til að komast í hvíta húsið.

Eina sem þeir átta sig ekki á, að almenningur, eins og á Íslandi, er búin

að sjá í gegnum þetta skítapakk sem sífellt lýgur sig inn á þing og

svíkur svo allt. Manni verður óglatt að horfa á þetta lið sem á þingi situr.

Flest allt sama liðið og ætlaði að setja okkur í ICESAFE fjötrana og náði

að höggva í sjálfstæðið með OP-4 með aðstoð forseta Íslands.

Við erum í mjög hættulegri stöðu og því held ég að eina leiðin í dag,

svo við missum ekki allt, er að koma sér út úr þessum EES samning og það strax.

Fór aðeins meira út fyrir efni pistilisins Ómar minn, en maður verður reiður

að lesa hvernig lúserar haga sér.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.12.2019 kl. 12:20

2 identicon

Aldeilis hörkugóður pistill Ómar

og ekki spillir hressandi aths. Sigurðar fyrir.

Kærar þakkir. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2019 kl. 13:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, orðið er frjálst Sigurður.

Ekki verra ef pistlar mínir vekja hugrenningar sem fylla uppí myndina eða vekja upp gagnrýnisraddir.

Það eina sem mér leiðist er þegar menn taka þetta svo alvarlega að þeir finni hjá sér hvöt að taka negluna á þetta.

Án þess að treysta rökum sínum til þess.

En ég hafði gaman að lesa athugasemd þína og efa ekki að fleiri hafi gagnið og gamanið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2019 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 535
  • Sl. viku: 5008
  • Frá upphafi: 1400835

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4343
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband