Vörn globalismans.

 

Gegn þeirri ósvífni Trumps að ætla sér að efla Bandaríkin á nýjan leik með því að skera á útvistun framleiðslu og efla hana heima fyrir, felst ekki í því að verkfæri þeirra hati Trump, heldur haldi honum uppteknum með fáránlegum ákærum, svo honum þverri móður í stríði sínu við hið alþjóðlega fjármagn sem virðir engin landamæri, á hvergi heima nema í skattaskjólum, mergsýgur samfélög, skilar fáu til baka.

Allt í skjóli hugmyndafræði andskotans sem kennd er við frelsi, sama táknfræði eins og í svörtum messum þar sem krossi er snúið á hvolf og söfnuðurinn kyrjar faðirvorið afturábak.

Frjálshyggjan hefur nefnilega ekkert með frelsi að gera, markmið hennar er auðsöfnun Örfárra, niðurbrot samfélaga, afmennskun fjöldans, hann er kostnaður sem markmiðið er að skera sem mest niður.

 

Frjálshyggjan skaut rótum á níunda og tíunda áratugnum, varð hagtrú hagfræðiakademíunnar, hún yfirtók stjórnmálastétt Vesturlanda, sem nýtti völd sín til að afregluvæða fjármálamarkaðinn, braskaravæða grunnþjónustu (orkupakkar ESB er síðasta dæmið þar um), útvista framleiðslu stöndugra iðnríkja í þrælabúðir Kína og annarra fátækra landa, og sníða skattareglurnar þannig að lítill sem enginn skattur var greiddur af sístærri hluta hagkerfisins.

Greiddi Starbuck í Englandi ekki álíka til samfélagsins og einn leigubílstjóri í London þegar búrókratar ESB snérust til varnar?  Allavega gerðu hinir uppkeyptu stjórnmálamenn það ekki.

Eftir fjármálahrunið 2008 var ljóst að sigur frjálshyggjunnar var næstum algjör, vegna þess að vinstri menn og vinstri flokkar kepptu hver um annan að vera sem mest ábyrgir, og gengu mun harðar fram í böðulstörfum fyrir globalfjármagnið en hægri flokkar þorðu nokkurn tímann.

 

Þá var Trump kosinn forseti.

Og sagði globalvæðingunni stríð á hendur.

Ekkert flóknara en það.

 

Verkfæri frjálshyggjunnar eða globalfjármagnsins vonuðust til að aukin framleiðsla heima fyrir og minni innflutningur úr þrælabúðum, undirboðum eða öðru sem dælt var inná Bandaríkjamarkað, myndi kolfella efnahagslífið, og fólkið sem kaus Trump, myndi yfirgefa hann umvörpum.

Að stríð hans væri feigðarför með innbyggðri sjálfseyðingu.

 

Nema að það gekk ekki eftir.

Allar hagtölur og hagvísar koma vel út.

 

Og þegar fréttir bárust að sannarlega hefði kaup og kjör láglaunafólks snarbatnað, þá var botninum náð.

Ef það er eitthvað sem þessi hagtrú úr neðra þolir ekki þá er það að venjulegt fólk hafi í sig og á.

 

Eitthvað varð að gera.

Og eitthvað var gert.

 

Verkfærin vinstra megin við miðju voru látin hefja málssókn á hendur forsetanum til embættismissis.

Glæpurinn??

Enginn.

Nema hugsanlega sá að Trump sem forseti beitti sér ekki nógu mikið til að afhjúpa spillingu sem náði inní hjarta stjórnkerfis Bandaríkjanna.

 

Forsetar í USA eru kosnir til að stjórna.

Þeim tekst misvel eins og gengur og gerist.

Og það er lýðurinn sem dæmir.

Þess vegna er talað um lýðræði.

 

Bandaríkin eru ekki eins og Kína þar sem það er miðstjórn alræðisflokks ákveður hver er forseti, og setur hann af hann nýtur ekki lengur trausts mikilvægra stofnana eins og hersins, eða flokksins, eða hinna sem ráða.

Eða eitthvað.

 

Frjálshyggjan á í stríði við mennskuna.

Af öllum ólíkindatólum var það Donald Trump sem snérist gegn henni.

Og núna reynir á hvort lýðurinn stjórni eða alræðið.

Alræði globalismans eða lýðræði fjöldans.

 

Allt annað sem týnt er til.

Öll meint sakaskrá Trump sem snýr að rasisma, hægriöfga, loftslagsmál, kvenfyrirlitningu, eiga dálítið erfitt að fara rétt með staðreyndir, vera hvatvís eða óútreiknalegur.

Eða það sem verst er, að kunna ekki að haga sér eins og einn af elítunni.

Það er vera ekki forsetalegur, heldur meira svona common eins og trukkabílstjóri.

 

Allt þetta skiptir engu.

Hann steig yfir ósýnilega línu.

Hann færði störfin heim og bætti kjör fátækra.

Svo alvarlegt að það dugar ekki að skjóta hann.

Heldur þarf að fella hann.

 

En hver fellur á eftir að koma í ljós.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég hata ekki nokkurn mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég viðurkenni að ég galt varhug við Trump í byrjun, en hugsaði sem svo að af tvennu illu væri hann margfalt betri kostur en Hillary Clinton.

Það sem síðan hefur gerst er að nú efast ég ekki um góðan ásetning hans að efla sjálfstæði og vöxt þjóðríkjanna, og geta Bandaríkin aftur að leiðandi afli í þágu lýðræðis og þar með baráttunnar gegn glóbalisma auðræðisins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 16:25

2 identicon

Og gleymum því ekki að kallinn er af Ljóðhúsa ættinni og forfaðir hans var Þormóður Ljótsson.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 16:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump eflir auðvitað ekki bandarískt hagkerfi með viðskiptahindrunum gagnvart Kína. En hann tryggir sér betur fylgi kjánanna sem halda að viðskiptahindranir efli hagkerfið. Á meðan glotta Kínverjar, flytja vörurnar nær fullunnar til Taívan, láta klára þær þar og selja svo til Bandaríkjanna sem taívanskar vörur.

Eina markmiðið með öllu því sem Trump gerir er að halda völdum. Vegferð hans snýst um að sýna að sjónvarpsstjarna geti plumað sig sem forseti ekkert síður en atvinnustjórnmálamenn. Og það kann hann vel. En að ímynda sér að ásetningur hans sé annar, það er kjánaskapur.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2019 kl. 21:12

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott hjá þér Ómar Geirsson. Trump er trukk bílstjórinn og mesti víxlarinn, og kann þá alla klækina.

Jónas Gunnlaugsson, 6.12.2019 kl. 22:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég myndi ekki frekar stæra mig af frændskap við Trump en Bárði frænda en  það breytir því ekki að ég mat karlinn rangt.  Sá hann alltaf fyrir mér sem fjármagnað fyrirbrigði sem átti að vera mótleikur hins Svarta fjármagns gegn mótspyrnu fjöldans eftir að hann áttaði sig á að frjálshyggja Regans og eftirmanna hans hafði skilið hann eftir í súpunni, ekki reyndar súpu mannæta, heldur í fátæktarsúpu atvinnuskerðingar og raunlaunalækkana.

Hvað var þá betra en að gera út mann sem annars vegar gerði út á óánægjuna og hins vegar snart við forheimskunni sem býr í brjósti okkar allra, fordómum, þjóðrembing og svo framvegis.  Og myndi síðan herða endanlega tök græðgivæðingarinnar á bandarísku samfélagi.

En annað hvort gleymdist að segja Trump að hann væri feik, eða hann var aldrei feik.

Hvort sem er þá er hann skjalfest fyrsta alvöru andófið gegn frjálshyggjunni frá því að hún lagðist eins og mara yfir vestræn samfélög í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.

Og það er merkilegt, bæði að sú andspyrna kæmi ekki fyrr, og kæmi ekki úr röðum jafnaðar og félagshyggjufólks.

En svona er þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2019 kl. 22:50

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Þú hlýtur að vita að mun færri væru litbrigðin í hinni mannlegu flóru ef ekki væru við kjánarnir.

Það er þrennt sem ég segi sem má flokka undir staðreyndir, en ekki túlkun að hætti hússins.

Ég segi nokkurn veginn það sama og þú um hvaða afleiðingar hagfræðingar almennt töldu líklega niðurstöðu efnahagsstefnu Trump, þú segir; "Trump eflir auðvitað ekki bandarískt hagkerfi með viðskiptahindrunum gagnvart Kína", ég lýsi þessu svona; " að aukin framleiðsla heima fyrir og minni innflutningur úr þrælabúðum, undirboðum eða öðru sem dælt var inná Bandaríkjamarkað, myndi kolfella efnahagslífið.".

Ég segi að þetta hafi ekki gengið eftir; "Allar hagtölur og hagvísar koma vel út", sem er staðreynd númer 2.  Eftir því sem ég best veit er þetta rétt lýsing, þó orðið "allar", séu kannski alltaf gildishlaðin alhæfing.  Fylgist reyndar lítið með fréttum frá USA, en ég er alltaf að lesa þetta hjá Trumpistum, og asskoti hafi það að þeir geti ekki haft rétt eftir. Og fyrir ári síðan þegar ég skoðaði tölufræði bandarísku hagstofunnar eða hvað sem hún annars heitir, þá var þetta nærri lagi.

En af hverju ég valdi þessa frétt núna á sér einfalda skýringu, ég las hjá Gunnari í morgun þá staðreynd það er þá þriðju, sem ég orða svona; "að sannarlega hefði kaup og kjör láglaunafólks snarbatnað".  Þetta staðfestir að kerfisbreyting hefði orðið í Bandaríkjunum.

Ég bað Gunnar um staðfestingu, og hann linkaði á mig annars vegar grafi, og hins vegar frétt.  Læt þá linka fljóta með eftir kveðjunni.  En Gunnar benti mér á að hann læsi daglega WSJ sem telst áreiðanlegur miðill, sem og ýmislegt annað um bandarísk þjóðmál og efnahagsmál.  Og eins og hann orðaði það eftir minni, að frá því snemma árs flæddu inn vísbendingar í þessa veru þó hann væri ekki með tilvísanir í beinar staðreyndir í kollinum.  En út af fyrir sig þá duga þessir linkar.

Jæja Þorsteinn, þá er ég kjáninn búinn að færa rök fyrir að það sem ég kalla staðreyndir, séu það.

En hvernig með þig; vísa aftur í aðra af tveimur fullyrðingum þínum sem hægt er að staðreyna; "Trump eflir auðvitað ekki bandarískt hagkerfi með viðskiptahindrunum gagnvart Kína.", það er ljóst að bandarískt hagkerfi er öflugra í dag en þegar Trump tók við því, en vissulega má hafa í huga að hann tók við því í uppsveiflu, sem í sjálfu sér hefði haldð áfram allavega þar til meintur skaði af efnahagsstefnu hans hefði komið fram.  Og það er auðvitað ekki útséð um að svo verði ekki ef litið er til langtímaáhrifa, en til skamms tíma er þessi fullyrðing röng, bæði að hagkerfið hefur eflst, og svo hefur enginn nema þá þú haldið því fram að efnahagsstefna hans snúist um það eitt að setja viðskiptahindranir gagnvart Kína.

En hin fullyrðing þín er öllu athyglisverðari, hef ekki heyrt um þessa nálgun áður; "Á meðan glotta Kínverjar, flytja vörurnar nær fullunnar til Taívan, láta klára þær þar og selja svo til Bandaríkjanna sem taívanskar vörur.".

Mér finnst það ekki trúverðugt að Taívanar hafi tekið að sér að gerast leppur fyrir Kínverja, bæði í ljósi tengsla landanna en ekki hvað síst; hver vill verða fyrir reiði Trumps??  Með afl Bandaríkjanna í bakhöndinni.

En ég veit náttúrulega ekki, og spyr þig eins og ég spurði Gunnar, hvað hefur þú fyrir þér í því??

Gunnar brást ljúfmannlega við, og lagðist meira að segja í smá upplýsingaleit til að finna handa mér góðan link.

Um annað sem þú segir, get ég lítt sagt, ekki ferst mér að setja út á túlkanir annarra, eða matreiðslu þeirra á atburðum dagsins.

En ég held að Trump sé nokkuð snjall, og þá aðallega í vinstra heilahvelinu.

Það hefur enginn gert þetta áður, og mér er til efs að margir leiki þetta eftir.

Allavega ættu menn að leika þetta eftir, áður en þeir gera lítið úr honum.

Kveðja að austan.

Ps.  Linkarnir hans Gunnars:

https://www.aei.org/economics/wages-rising-the-trump-economy-is-now-working-best-for-lower-wage-workers/

https://tilveran-i-esb.blog.is/users/24/tilveran-i-esb/img/wages_of_young_entrants.png

Ómar Geirsson, 6.12.2019 kl. 23:35

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Gott að þér líkar lýsing mín og útleggingar, en í sjálfu sér er ég að setja hluti í ákveðið samhengi til að varpa ljósi á þá átakaferla sem eru í gangi,.

Ég held að mönnum yfirsjáist oft þegar þeir greina þessi átök, að kerfisbreyting Trump, og sannarlega hefur hann staðið fyrir kerfisbreytingu, að hún komi niður á voldugum öflum, hvernig  svo sem menn lýsa þeim öflum, og að þessi öfl hafi afl til að berja á móti.

Hvort ég sé með ranann á fílnum eða bara eitt lítið hár, þá eru einhver svona átök í gangi.

Átök hinna dýpri undirliggjandi hagsmuna.

En Jónas, ég er persónulega ekkert að upphefja Trump eða annað, segi aðeins frá á mannamáli það sem mér finnst blasa við.

Og já, ég hef oft lýst einhverju verr en þegar ég segi að elítan upplifi Trump sem almúga, jafnvel eins og hinn klassíska trukkabílstjóra eins og þeim er lýst í bandarískri menningu.

En takk fyrir innlitið Jónas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2019 kl. 23:44

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar! Við eigum einn trukkabílstjóra Sturla Jónsson sem ég minnist að hafa staðið fyrir borgaralegri óhlíðni skömmu eftir hrun með því að stoppa umferð niður Ártúnsbrekkuna.  Ástðan er gleymd en varðaði óréttmæta reglugerð atvinnubílstjóra(?).Margir vija hann sem forseta. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2019 kl. 04:18

9 Smámynd: Snorri Hansson

Ef þetta er rétt hjá ykkur gott fólk þá er eitthvað meiriháttar að þeim upplýsingum sem við fáum frá þeim opinbera  aðila sem við borgum  5000.000.000 á ári til að sjá  okkur  fyrir hlutlausum fréttum og öðrum upplýsingum.  

Snorri Hansson, 7.12.2019 kl. 09:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Andófið, Sturla þar á meðal, fékk prófstein þegar Samherja málið kom upp.

Það féll á því prófi, Sturla þar á meðal.

Sá sem gengur erinda hins skítuga fjármagns, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eður ei, mun aldrei neinu breyta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2019 kl. 11:13

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Snorri.

Eins og ég rakti í andsvari mínu til Þorsteins, þá er ég efnislega með þrjár staðreyndir sem ég spinn út frá.

Menn bjuggust við að þetta endaði illa hjá Trump, USA væri það háð ódýrum innflutningi, en slíkt hefur ekki gerst og kjör lægstlaunuðu hafa batnað, eitthvað sem mér var bent á í gær.

Annað er nú bara mín Sýn á atburði.

Þá undirliggjandi straum sem knýja allt áfram.

Og það þarf ekki að borga  mér 5000 eitthvað til að skrifa, ég skrifa á meðan mig langar til að tjá mig.

Og lesturinn er ekki bara frír, hann er líka frjáls.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2019 kl. 11:17

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump er enginn asni. Hann kann sitt fag. En hann er enginn hugsjónamaður heldur. Honum er skítsama um amerískan almenning. Taívan? Hvers vegna skyldu ekki taívönsk fyrirtæki taka að sér bisness ef hann skilar aur?

Hagvaxtarspár á vesturlöndum verða nú svartsýnni. Og ástæðan eru viðskiptahindranir gagnvart Kína. Þarf frekari vitnanna við?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2019 kl. 21:22

13 Smámynd: Snorri Hansson

Fyrirgefðu Ómar ég var að skrifa um forkastanlega og litaða umfjöllun RÚV um þetta mál .

Snorri Hansson, 7.12.2019 kl. 21:34

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Ómar heldur er athygli mín úti á túni,vissi ekki um afskipti Sturla,en lofa að ljúga aldrei hér,eg hefði ekki kosið hann vegna lélegrar íslensku (beyginga ofl),greip trukkinn eins og rím sem ég hef oft gaman af,með bestu kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2019 kl. 01:46

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ekki misskilja mig.

Sturla er flottur gaur, og margur vitlausari en hann.

Og ég veit hvorki um áramótaheit þitt eða hvað þú hefur sagt við barnabörn þin, en gerðu mér þann greiða að ekki benda á mig sem skýringu að þú ljúgir einhverju.

Ég er aðeins að vísa í þá sem ætla böl að bæta með tungutaki frjálshyggjunnar, og tel mig hafa rétt fyrir mér hvað það varðar.

En ég er ekki svo hrokafullur að ætla að ég hafi rétt fyrir mér.

Um það skera úr aðrir, og sá úrskurður er ekki beint mér í hag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2019 kl. 02:03

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Ef ég er sammála einhverju í öllum þessum deilum, þá er það að ég fordæmi þá heimsku að tengja efnahagsstefnu við meintan gullforða þjóða.

Ef frjálshyggjan eða hið svarta fjármagn hefur náð einhverjum hæstu hæðum, þá er það að telja velmeinandi fólki í trú um að gullbirgðir tengist á nokkurn hátt framleiðslu.

Allavega er Trump ekki svona heimskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2019 kl. 02:07

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,nei "hér á blogginu"

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2019 kl. 02:25

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Snorri aftur.

Ég veit hreinlega ekki  hvað Rúv segir eða skrifar, það varð brestur milli mín og Rúv í ICEsave.

Ég skyldi þig svo sem eins og sagt var, og vill aðeins ítreka að ég er enginn fréttamiðill, en ég reyni samt að fara ekki rangt með staðreyndir.

Það verður enginn verri að því að lesa skrif mín, það er menn hugsa á svipuðum nótum og ég.

En frá 2009 hef ég aldrei farið leynt með að ég skrifa áróðursblogg.

Ég annað hvort berst fyrir einhverju, eða berst gegn einhverju.

Hvernig sem við tæklum það Snorri, þá er engin þörf á því að biðjast afsökunar á neinu, ekki á meðan við reynum að tjá okkur um það sem við teljum skipta máli og reynum að tjá okkur þar um.

Vegum ekki að öðrum, æxlum ábyrgð á því sem við erum.

Og þökkum fyrir það sem við höfum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2019 kl. 02:31

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Takk fyrir að svara mér.

Í það fyrsta þá er ég að glíma við bakveiki, en ekki lesskilning, ég veit alveg um þessar neikvæðu hagvaxtarspár, en þær hafa ekki gengið eftir.

Og þá skal ég bæta við spurningu mína, af hverju ættu þær að gera það núna??

Síðan skil ég ekki bofs í svari þínu um að Kínverjar noti Taivana sem milliliði í viðskiptum við USA.

Þekki það ekki en færi rök fyrir því að  mér þyki það ólíklegt.

En rökin sem staðfesta, það er frjálst flæði hér á þessari síðu.

Útskýringin er þín Þorsteinn, það er hún sem dæmir skrif þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2019 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband