6.12.2019 | 09:38
Biðlisti eftir lúxusíbúðum.
Hlýtur að kalla á hækkun auðlindagjalds í sjávarútveginum.
Það er augljóst mál, þetta hljóta að vera landsbyggðarplebbarnir sem velta sér uppúr kvótaaurnum og á þarf að koma bönd.
Sem og allar hinar lúxusíbúðirnar sem hafa selst undanfarin ár, eða fjögur til fimmhundruð fermetra villurnar sem vart er þverfótað fyrir í mörgum nýju hverfum Reykjavíkur, voru þær ekki byggðar eftir að kvótakerfið komst á??
Eins og allir vita þá er engin arðsemi á Íslandi nema í sjávarútvegi, hvergi kapítalisti nema þar.
Það hefur enginn orðið ríkur af verslun og þjónustu, hvað þá fjármálastarfsemi, þetta vita þeir sem hæst láta, enda allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og þekkja vel sitt heimafólk.
Allt saman bláfátækir andskotar sem reka fyrirtækin sín á samvinnugrunni eða samfélagsgrunni, og engan aur að hafa þar.
Nei, Danir urðu ríki á sínum auðlindaskatti sem kallaðist þá að kaupa ódýrt en sela dýrt.
Núna er komið að okkur.
Það fréttist nefnilega að það læki ekki lengur hor úr nösum á öllum þarna í dreifbýlinu, fólk væri farið að mála húsin sín, jafnvel endurnýja þau elstu. Og helv. gróðapungarnir, kapítalistarnir að kaupa ný skip, eins og það væri ekki hægt að senda þeim árabátana af Árbæjarsafninu.
Þetta gengur ekki.
Sameinuð stöndum við.
Hækkum auðlindagjaldið.
Innköllum svo kvótann, bjóðum hann upp.
Neglum helvítin.
Kveðja að austan.
Biðlisti eftir lúxusíbúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 574
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6305
- Frá upphafi: 1399473
Annað
- Innlit í dag: 490
- Innlit sl. viku: 5345
- Gestir í dag: 450
- IP-tölur í dag: 443
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ég tek eftir að á meðan lúxusíbúðir hlaðast upp óseldar í Reykjavík þá rjúka þær út í nágrannasveitarfélögum. Reykjavík er orðin fráhrindandi og ríkustu útsvarsgreiðendurnir velja önnur sveitarfélög.
Það er nákvæmlega svona lagað sem rökstyður að það á alls ekki að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þá hverfur endanlega aðhaldið úr ráðhúsinu.
Geir Ágústsson, 6.12.2019 kl. 10:17
Blessaður Geir.
Það er nú misjafnt hvernig menn hugsa um aurinn, en þú komst inná ákveðinn kjarna, sem er mikilvægi fjölbreytninnar, að fleiri en ein jurt fái að vaxa í garðinum.
Eitthvað sem þið frjálshyggjumennirnir ættuð að hafa bak við eyrað næst þegar þið dásamið samþjöppun auðs og rekstrar, það er ekkert gott við slíkt, jafnvel þó lögmál markaðarins knýi á slíka samþjöppun.
Það skiptir ekki máli hvaðan alræðið kemur, hvort það sé úr ranni öreiganna eða markaðarins.
Spyrðu bara Bjart frænda minn ef þú trúir mér ekki.
Það hlýtur að nást í hann á miðilsfundum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2019 kl. 10:30
Má þá ekki segja að sameining spítalanna ætti að vera víti til varnaðar? Neyðaróp og ákall um fjáraustur heyrðust varla meðan hér störfuðu 3 sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu (4 með St. Jósephs). Nú líður ekki svo fréttatími að ekki sé einhver að kalla á meira fé eða fleiri starfsmenn.
Ragnhildur Kolka, 6.12.2019 kl. 14:41
Mikið er ég sammála þér Ragnhildur.
Það gildir um öll svið mannlífsins að það er styrkur í fjölbreytninni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2019 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.