5.12.2019 | 09:15
Býr samviskan aðeins í Bandaríkjunum??
Eða er kvóti góða fólksins búinn þegar það hefur mótmælt framferði Ísraela á Vesturbakkanum og Gasa?
Eða er Ísrael nógu lítið ríki til að við getum leyft okkur að mótmæla án þess að óttast um afleiðingarnar?
Eða er mótmæli tíska, býr engin innri sannfæring að baki??
Kína er verksmiðja heimsins.
Það erum ekki við sem tókum ákvörðun um það heldur hið skítuga fjármagn sem ákvað að flytja framleiðslu okkar þangað, svo hægt væri að margfalda gróðann á þrælkun ódýrs vinnuafls sem alræðisríkið bauð uppá.
Kína er alræðisríki sem kúgar á miskunnarlausan hátt þegna sína.
Og núna á að útrýma einni þjóð í landinu eins og tíminn hafi stað frá hroka og yfirgangi nýlendutímans.
En það segir enginn neitt, allavega ekki í Evrópu.
Þar er góða fólkið upptekið við annað.
Við getum ímyndað okkur til dæmis hávaðann á Íslandi ef minimal af brotum kínverska stjórnvalda hefði átt sér stað í Palestínu.
Ekki að margt af því sem Ísraelsmenn hafa gerst sekir um er óréttlætanlegt með öllu, en er heimurinn samt ekki stærri en það, og skiptir það virkilega máli hver brotaþolinn er?
Eða hver brýtur af sér?
Er samviska góða fólksins sem sagt valkvæð??
Spyr sá sem ekki veit.
En það er reisn yfir þessari samþykkt fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.
Og vonandi er þetta upphafið að meiru.
Mætti Evrópa hafa kjark til að gera það sama.
Kveðja að austan.
Samþykkja viðskiptaþvinganir vegna úígúra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill
Þórhallur Pálsson, 5.12.2019 kl. 11:09
Góða fólkið hér á landi er upptekið af að fylgja línu beltis og brautar kínverska kommúnistaflokksins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Góða fólkið er ætíð í liði með þeim sem það getur grætt á, otað sínum tota og fengið fría utanlandsferð og gistingu og innantóma upphefð þar (og ætíð á kostnað almennings). Slík er gæska þess, ætíð á kostnað almennings, til upphafningar sjálfs sín.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2019 kl. 13:58
Amen.
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2019 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.